Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002
H
ryðjuverkaárásirnar á tví-
turnana í New York og her-
málaráðuneytið í Wash-
ington fyrir rúmu ári hafa
haft gríðarleg áhrif á
bandarískt þjóðlíf.
Það kemur ekki síst fram
í minnkandi umburðarlyndi
í garð þeirra sem eru annarrar skoðunar en
stjórnvöld á því hvernig eigi að bregðast við
árásunum, aukinheldur sem umræða um
ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er því marki
brennd að menn vilja slá skjaldborg um Ísrael
og Ísraelsmenn. Einnig ber nokkuð á því að lit-
ir listamenn bregðist öðru vísi við hryðjuverk-
unum og eftirmálum þeirra en gengur og ger-
ist, þá helst róttæk rapp- og/eða ljóðskáld.
Mikið uppistand varð í lok síðasta mánaðar
og upphafi þessa þegar Amiri Baraka, sem er
eitt helsta svarta ljóðskáld Bandaríkjanna,
flutti harkalegt ádeiluljóð á ljóðahátíð í New
Jersey, en í ljóðinu heldur Baraka því meðal
annars fram að árásin hafi verið gerð með vit-
und bandarískra stjórnvalda og leyniþjónustur
fjölmargra ríkja, þar á meðal Ísraels, hafi vitað
af henni fyrirfram. Þetta varð meðal annars til
þess að raddir heyrðust um að rétt væri að
svipta Baraka lárviðarskáldsnafnbót, en hann
var gerður að lárviðarskáldi New Jersey í vor.
Amiri Baraka er fæddur í október 1934 og
var nefndur Everett LeRoi Jones.
Hann tók BA-próf í ensku 1954 og gegndi
síðan herskyldu í bandaríska flughernum til
1957 en settist síðan að í Greenwich Village á
Manhattan í New York og var í félagsskap
skálda og listamanna sem settu svip sinn á
Greenwich Village á þessum tíma. Hann rit-
stýrði um tíma bókmenntatímariti og stofnsetti
síðan Totem-bókaútgáfuna sem gaf meðal ann-
ars út fyrstu bækur Allens Ginsbergs, Jacks
Kerouacs og fleiri beat-skálda.
Fyrsta ljóðabók Jones, Inngangur að tutt-
ugu binda sjálfsvígsskilaboðum, kom út 1961
og á næstu árum skrifaði hann meðal annars
leikrit sem sýndu aukna vantrú hans á að
blökkumenn myndu spjara sig í þjóðfélagi
hvítra. 1963 skrifaði hann þekkta bók um blús-
tónlist og 1964 fékk hann Obie-verðlaunin fyrir
leikritið umdeilda Dutchman, sem síðar var
kvikmyndað.
Morðið á Malcolm X, litríkasta talsmanni
svartra múslima, hafði svo djúp áhrif á Jones
að hann sagði skilið við lífið sem hann lifði,
skildi við eiginkonu sína, ljóðskáldið Hettie
(Cohen) Jones, sem er hvít, og fluttist í
Harlem-hverfið í New York. Þar tók hann virk-
an þátt í menningarstarfi svartra og setti með-
al annars fram þá kenningu að svartir íbúar
Bandaríkjanna væru í raun önnur þjóð en þeir
hvítu. 1967 kvæntist Jones ljóðskáldinu svarta
Sylvia Robinson og ári síðar snerist hann til
múslimatrúar og tók sér nafnið Imamu Amiri
Baraka.
Næstu árin tók Baraka virkan þátt í rétt-
indabaráttu blökkumanna og var leiðtogi músl-
imasafnaðar. 1974 lagði hann af nafnið Imamu,
sem þýðir andlegur leiðtogi, enda hafði hann
tileinkað sér marxíska hugsun og heimspeki.
Samhliða trúarlegu, menningarlegu og póli-
tísku starfi næstu árin hélt Baraka áfram að
skrifa ljóð og leikrit. 1987 kom út ævisaga hans.
Amiri Baraka er margverðlaunaður fyrir
verk sín, ýmist frumsamin eða verk sem hann
hefur ritstýrt. Áður er getið Obie-verð-
launanna en hann hefur einnig hlotið PEN/
Faulkner-verðlaunin, viðurkenningu Rocke-
feller-stofnunarinnar fyrir leiklist, Langston
Hughes-verðlaunin og sérstaka viðurkenningu
fyrir ævistarf frá Before Columbus-stofnun-
inni.
Baraka hefur stundað kennslu árum saman,
meðal annars kennt ljóðlist, bókmenntafræði
og leikritun í New York og San Francisco, en
einnig hefur hann kennt við Yale-háskóla og
George Washington-háskólann. Hann er pró-
fessor í afrískum fræðum við fylkisháskólann í
New York og lárviðarskáld New Jersey-fylkis
síðan í vor, en hann býr í New Jersey.
Baraka segir að hann hafi horft á hörmung-
arnar 9. september 2001 með fjölskyldu sinni
út um baðherbergisglugga og á næstu dögum
hafi hann byrjað á ljóðinu umdeilda. Hann hef-
ur látið þau orð falla í viðtölum að reiðin hafi
drifið hann áfram, fyrst hafi hann verið skelf-
ingu lostinn og síðan hafi honum ofboðið æðið
sem hljóp á landa hans yfir hryðjuverkunum í
ljósi þess að honum fannst að aldrei hafi þær
hörmungar sem dunið hafa yfir svarta vakið
viðlíka viðbrögð.
Hann lauk við ljóðið, Somebody Blew Up
America, 1. október, sendi það til fjölmargra og
birti á Netinu, aukinheldur sem hann las það
upp víða vestan hafs og í ferðum til Evrópu.
Svo virðist sem enginn hafi tekið eftir ljóðinu
fyrr en Baraka flutti það sem lárviðarskáld á
ljóðahátíð í Waterloo, New Jersey, í september
sl. 2.000 gestir tóku því vel þegar Baraka veitt-
ist að Bush og handbendum hans í ljóðinu en
þegar þar kom að Baraka las línurnar „Hver
vissi að sprengja átti World Trade Center /
Hver sagði 4.000 ísraelskum starfsmönnum
tvíturnanna / að vera heima daginn þann“ byrj-
uðu allmargir að baula á skáldið og að loknum
lestrinum vissu viðstaddir ekki hvernig ætti að
taka ljóðinu.
Daginn eftir veittist dagblað gyðinga í New
Jersey harkalega að Baraka og öðru ljóðskáldi
sem lét þau orð falla að allar sprengjur væru
sjálfsvígssprengjur. Í framhaldinu lét ADL,
Anti Defamation League, sem berst gegn gyð-
ingahatri, málið til sín taka og krafðist þess að
fylkisstjóri New Jersey svipti Baraka lárvið-
arskáldstigninni. Það er aftur á móti ekki á
hans valdi, en hann óskaði eftir því við Baraka
að hann segði af sér sem sá síðarnefndi neitar
alfarið; segist ekki geta sætt sig við að mega
ekki segja það sem hann telur sannleika og
bendir á að víða í ljóðinu sé hann að amast við
kúgun og fasisma og þar á meðal þeim öflum
sem myrtu milljónir gyðinga í seinni heims-
styrjöldinni. Þær línur sem standi í frammá-
mönnum gyðinga séu slitnar úr samhengi og
viðbrögðin við ljóðinu dæmigerð fyrir þá skoð-
anakúgun sem sé allsráðandi í Bandaríkjunum
nú um stundir þar sem ekki sé hægt að gagn-
rýna framferði Ísraelsstjórnar án þess að vera
talinn gyðingahatari.
HVER?
HVER?
HVER?
arnim@mbl.is
Bandaríska ljóðskáldið Amiri Baraka hefur fengið
það óþvegið fyrir harkalegt ádeiluljóð um 11. sept-
ember. ÁRNI MATTHÍASSON segir frá skáldinu og
ljóðinu umdeilda sem er birt að hluta hér á síðunni.
Amiri Baraka
(Allt hugsandi fólk er á móti hryðjuverkum
hvort sem þau eru innalands eða utan ... en
ekki má nota ein til að fela önnur)
Þeir segja það hafi verið hryðjuverkamaður
barbarískur
A Rabi, í
Afganistan
það var ekki amerískur hryðjuverkamaður
það var ekki Klanið eða snoðinkollur
eða þeir sem sprengja upp niggara
kirkjur eða endurfæðast á dauðadeildinni
það var ekki Trent Lott
eða David Duke eða Giuliani
eða Schundler, Helms á eftirlaunum
það var ekki
lekandinn dulbúinn
hvítlakaveikirnar
sem hafa myrt blökkumenn
skelft skynsemina og geðheilsuna
megnið af mannkyninu, að vild
þeir segja (hverjir sögðu?) hverjir segja
hverjir greiða
hverjir ljúga
hverjir dulbúast
hverjir héldu þrælana
hverjir fengu verðmætið úr fénu
hverjir fitnuðu af plantekrum
hverjir frömdu þjóðarmorð á indíánum
reyndu að eyða svartri þjóð
hver býr á Wall Street
fyrstu plantekrunni
sem skar undan þér
nauðgaði mömmu þinni
myrti pabba þinn
hver er með tjöruna, hverjir eru með fiðrið
hver er með eldspýtuna, hverjir kveiktu eldinn
hver drap og réð
hver segist guð og er þó djöfullinn
hver er langstærstur
hver er langbestur
hverjum líkist Jesú
-----------------
hverjir áttu þrælaskipið
hverjir stjórna hernum
hver er gerviforsetinn
hver er stjórnandinn
hver er bankastjórinn
hver/ hver/ hver/
hverjir eiga námuna
hverjir rugla þig í ríminu
hverjir eiga brauðið
hverjir þurfa frið
hverjir heldur þú að þurfi stríð
hverjir eiga olíuna
hverjir strita ekki
hverjir eiga akurlendið
hverjir eru ekki niggarar
hver er svo mikill að enginn er meiri
hverjir eiga þessa borg
hverjir eiga loftið
hverjir eiga vatnið
hver á íbúðarholuna þína
hver rænir og stelur og svíkur og myrðir
og gerir lygar að sannleik
hver kallar þig rudda
hver býr í stærsta húsinu
hver fremur mesta glæpinn
hver fer í frí þegar honum hentar
hverjir drápu flesta niggara
hverjir drápu flesta gyðinga
hverjir drápu flesta Ítali
hverjir drápu flesta Íra
hverjir drápu flesta Afríkumenn
hverjir drápu flesta Japani
hverjir drápu flesta Suður-Ameríkumenn
hverjir/ hverjir/ hverjir/
hverjir eiga hafið
hverjir eiga flugvélarnar
hverjir eiga kringlurnar
hverjir eiga sjónvarpið
hverjir eiga útvarpið
hver á það sem menn vita ekki að sé eign
hver á eigendurna sem eru ekki raunverulegir eigendur
hverjir eiga úthverfin
hverjir mergsjúga borgirnar
hverjir semja lögin
hverjir gerðu Bush að forseta
hver trúir því að suðurríkjafáninn þurfi að blakta
hver talar um lýðræði og lýgur
HVER/ HVER/ HVER/HVER
hver er dýrið í opinberunarbókinni
hver er 666
hver ákvað
kossfestingu Jesú
hver er djöfullinn í raun
hverjir högnuðust á þjóðarmorði á Armenum
hverjir eru mestu hryðjuverkamennirnir
hverjir breyttu Biblíunni
hverjir drápu flesta
hverjir vinna flest illvirki
hverjir hafa ekki áhyggjur af að komast af
hverjir eiga nýlendurnar
hverjir stálu mestu landi
hverjir stjórna heiminum
hverjir segjast góðir en vinna aðeins illt
hverjir eru mestu böðlarnir
hverjir/ hverjir/ hverjir/
hver á olíuna
hver vill meiri olíu
hver sagði þér hverju þú átt að trúa en síðan kemur í
ljós að er lygi
hver/ hver/ ???
hverjur eru uppsretta Bins Ladens, kannski eru þeir
Satan
hverjir borga CIA
hver vissi að sprengjan myndi springa
hver veit hvers vegna hryðjuverkamennirnir
lærðu að fljúga í Flórída, San Diego
hver veit hvers vegna fimm Ísraelsmenn kvikmynduðu
sprenginguna
og skellihlógu á meðan
hverjir þurfa olíu þegar sólin er ekki á förum
----------------
hverjir settu gyðingana í ofna
og hverjir hjálpuðu þeim
hver sagði „Ameríku allt“
og samþykkti gulu stjörnuna
HVER/HVER/
-----------------
hver vissi að sprengja ætti World Trade Center
hver sagði 4.000 ísraelskum starfsmönnum tvíturnanna
að vera heima daginn þann
hver sagði Sharon að halda sig fjarri?
hver/ hver/ hver/
Sprenging uglunnar segir í dagblaðinu
andlit djöfulsins sást
hver HVER hver HVER
hverjir græða á stríði
hverjir græða á ótta og lygum
hver vill að heimurinn sé eins og hann er
hver vill að heiminum stjórni nýlendustefna og kúgun
þjóða og ótti, ofbeldi og hungur og fátækt
hver stjórnar helvíti
hver er valdamestur allra
hvern þekkir þú sem hefur
séð guð
en allir hafa séð
djöfulinn
eins og ugla sem springur
í lífinu í huganum í sjálfinu
eins og ugla sem þekkir djöfulinn
alla nóttina, allan daginn ef þú hlustar, eins og ugla
springur í eldi við heyrum spurningarnar kvikna
í skelfingareldi eins og blístur í óðum hundi
eins og sýruspýja elda helvítis
hver og hver og HVER og hver hver
hveeer og hveeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeer!
Ljóðið er nokkuð stytt. Það má lesa í heild á frummálinu á vefsetri Amiri Baraka, www.amiribaraka.com. Til-
vísun í uglu er vitaskuld vegna þess að enska spurnarfornafnið „who“ hljómar eins og ugluvæl.
EINHVER SPRENGDI
AMERÍKU