Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 11
Ýmsum sveitir riddara, fylki’ á fæti,
flotar skipa sýnast á dökkri jörðu
fegurst alls. En ég segi þetta: það er
það sem hver elskar.
Þessa hluti má gera lýðum ljósa
léttilega. Sú sem af öðrum konum
bar í heimi, Helena öllum fegri,
hinn bezta mann sinn
yfirgaf, og sigldi um sjó til Tróju.
Sína dóttur, foreldra sína kæra,
skeytti’ hún ekki um þegar Kýpurgyðja
vísaði veginn.
...
Anaktóría. Nú ég hugsa’ um hana.
Hún er mér fjarri.
Helzt ég vildi fótaburð ljúfan líta,
ljósan svip sem snöggt skiptir litum. Ekki
brynvagna frá Lýdíu, liðin fylktu
vel búin vopnum.
SEXTÁNDA BROT
SAFFÓAR
ÞÝTT AF ÞORSTEINI GYLFASYNI 21STA
OKTÓBER 2002 HANDA INGIBJÖRGU
HARALDSDÓTTUR SEXTUGRI
Saffó fæddist í Mýtílenu á Lesbey (Lesbos) nyrzt í Eyjahafi um 612 fyrir okkar tímatal. Þegar í fornöld
töldu Grikkir hana til fremstu skálda sinna. Ekkert kvæði hennar er varðveitt í heilu lagi. Tvö brotin eru
heillegust: ákall til Afródítu (1sta brot í Poetarum Lesbiorum fragmenta) og óður til ungmeyjar (31sta
brot). Í 16da brotið sem hér er þýtt vantar tvær línur að mestu í fjórða erindið. Þar er eyða í þýðing-
unni. Brotið er líka smávegis lest í báðum jöðrum pappírshandritsins þar sem það er varðveitt, en þar
hafa fræðimenn getið í eyðurnar. Að öðru leyti sýnist kvæðið heilt. Að minnsta kosti virðast upphaf
þess og endir vera á sínum stöðum.
Óðinn til ungmeyjar hafa mörg íslenzk skáld þýtt, og varð Bjarni Thorarensen fyrstur til þess. Helgi
Hálfdanarson hefur þýtt bæði hann og ákallið til Afródítu. Helgi er einn um það af þýðendunum að
fylgja bragarhætti frumkvæðanna eftir því sem kostur er.
16da brotið og þýðingin hér fyrir ofan eru með sama bragarhætti og þessi frægu kvæði. Saffó er
talin hafa fundið háttinn upp, og því heitir hann saffískur háttur. Yngri skáld kváðu fjölda kvæða undir
saffískum hætti, þar á meðal Rómverjinn Hóras í „Integer vitae“ og fleiri kvæðum. Á tuttugstu öld á Ís-
landi ortu bæði Guðmundur Björnsson (Gestur) og Elías Mar kvæði undir saffískum hætti.
Helena fagra átti Menelás Atreifsson konung í Spörtu, en hvarf með París kóngssyni til Tróju og giftist
honum. Þetta ástarævintýri drottningar var upphaf Trójustríðs sem Hómer segir frá í Ilíonskviðu. Kýp-
urgyðja er Afródíta ástargyðja sem ýmsar sagnir töldu þaðan komna. Hómer kallar hana stundum
Kýpris eins og Saffó gerir í sínu kvæði.
Af hverju koma haustlitirnir?
SVAR: Haustlitir eru aðallega af tveimur
efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til
fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul
(xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en
einnig er til rautt litarefni í þessum hópi efna.
Mismunandi karóteníðalitarefni eru mjög
svipuð efnafræðilega, þar sem þau eru mynd-
uð í grænukornum af fítóín efnasambandinu
sem er byggt úr 40 kolefnis-sameindum.
Karóteníðalitarefni eru vatnsfælin og oftast
staðsett með blaðgrænu á himnukerfi grænu-
korna. Fyrir utan haustblöðin, finnast kar-
óteníðalitarefni sem beta-karótín í gulrótum,
líkófín í tómötum og lútín í maískorni.
Seinni hópurinn, antósíanín, er stór hópur
sameinda sem hefur fjölbreytileg hlutverk í
plöntum. Þessi efni eru best þekkt sem lit-
arefni blóma og ávaxta. Þetta eru vatnsleys-
anleg efnasambönd sem geymast í safabólum
plöntufrumna. Þannig getur litablær breyst
eftir sýrustigi í safabólum eða eftir lögun
frumna. Dæmi um antósíanín í blómum eru sí-
anídín í rós og petúníu (rauður, blárauður),
pelargónídín í hortensíu (bleikur, laxbleikur,
appelsínugulur), og delfínídín í lúpínu (blár,
fljólublár). En í laufum og haustblöðum eru lit-
arefni þessa hóps aðallega rauða efnið sían-
ídín.
En af hverju koma haustlitirnir? Sólarljós
ræður mestu í því sambandi, en hiti getur
einnig haft veruleg áhrif á myndun litarefna.
Sumar plöntur mynda til dæmis rauðan lit
(antósíanín-síanídín) í laufblöðum á haustin en
það fer eftir hitasveiflu hversu sterkur liturinn
verður. Rauði liturinn getur verið mjög sterk-
ur ef dagshiti á hausti er hár og næturhiti
miklu lægri. Þetta gerist sjaldan í Reykjavík.
Plöntur skynja haustið löngu áður en við
sjáum litabreytinguna, líklega um leið og dag
tekur að stytta. Fjölærar plöntur sem vaxa í
tempraða beltinu á jörðinni þurfa að kunna að
undirbúa sig fyrir veturinn, annars lifa þær
ekki af. Þær þurfa að mynda blóm nógu
snemma svo að fræin hafi tíma til að þroskast.
Þær þurfa að „vita“ hvernig og hvenær á að
undirbúa sig fyrir veturinn, til dæmis verða
margar trjá- og runnategundar að hætta að
vaxa en flytja afurðir ljóstillífunar í örugga
geymslu annars staðar, til dæmis í rótunum.
Þær verða að fella laufblöð, en þó ekki fyrr en
þær hafa lokað fyrir sárið sem myndast, þann-
ig að greinar eða stofnar verði ekki opnir fyrir
vatnstapi, skemmdum eða sýkingu. Plönturn-
ar þurfa að gera þetta allt í réttri röð og á rétt-
um tíma.
Plöntur búa yfir innri klukku (e. circadian
clock) eins og við. Klukkan stjórnar líf-
fræðilegri starfsemi í samræmi við sólarhring
og árstíma. Hjá plöntum stillir sólarljósið
klukkuna. Kerfið er afskaplega flókið, þar sem
margir ljósviðtakar og mismunandi boðferlar
eru tengdir, þannig að ef eitthvað fer úrskeiðis
getur annað tekið við. Í stuttu máli eru tvenns
konar hópar efna í plöntufrumum sem skynja
ljós: fítókrómar (næmir fyrir rauðu og inn-
rauðu ljósi) og kriptókrómar (fyrir blátt og út-
blátt ljós af gerðinni UV-A). Plöntur skynja
bæði magn ljóssins (fjölda ljóseinda) og gæði
þess (mismunandi bylgjulengdir). Þær geta
skynjað daglengd eða skiptingu milli dags og
nætur, og þannig skynja þær mismunandi árs-
tíma.
Þegar dag tekur að stytta, sendir innri
klukkan merki um að breyta frumustarfsemi
smám saman og undirbúa plöntuna fyrir vet-
urinn. Ljósmagn minnkar við styttingu dags
og ljósgæði breytast þegar sólin er lágt á lofti.
Ákveðnir ljósviðtakar taka til starfa og ný
frumustarfsemi fer í gang. Litarefnin antós-
íanín myndast á sama tíma og blaðgræna
brotnar niður. Þessi litarefni vernda laufblöð
gegn sterku ljósi og geislun. Þar sem blað-
græna er ekki lengur til staðar, er það ljós-
magn sem vanalega kemur af stað ljóstillífun
orðið að álagi eða streitu fyrir plöntuna. Lauf-
blöðin eiga eftir að gera margt áður en þau
deyja og falla, og sterkt ljós getur skemmt
frumur. Myndun litarefna karóteníða eykst,
en þetta er forveri plöntuhormónsins ABA
(absisik-sýra). ABA-hormónið kemur í gang
undirbúningi fyrir vetrardvala, eins og mynd-
un og flutningi prótína og lípíða sem næring-
arforða, þurrkun frumna og fleira.
Þetta er líffræði haustlitanna.
Kesara Anamthawat-Jónsson, prófessor í grasafræði
og plöntuerfðafræði við HÍ.
Er einhver munur á því að vera
skrítinn eða skrýtinn?
SVAR: Ástæða þess að orðin skrýtinn og
skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að
óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja
tengja skrýtinn norska orðinu skryten „mag-
ur, beinaber, klunnalegur, ljótur“ og sænska
orðinu skryten „magur“ og telja að þau bendi
til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og
sænsku orðanna ekki koma heim og saman við
íslensku merkinguna og því sé uppruninn enn
á huldu.
Í Réttritunarorðabók handa grunnskólum,
sem Námsgagnastofnun og Íslensk málnefnd
gáfu út, er aðeins gefinn ritháttur með ý, það
er skrýtinn, skrýtla, í Stafsetningarorðabók
Halldórs Halldórssonar eru báðir rithættir
nefndir en tilraun til upprunaskýringar sett
undir myndina með -ý-. Enginn munur er á
notkun orðanna eftir því hvort þau eru skrifuð
með í eða ý en ritháttur með ý virðist heldur
algengari.
Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður
Orðabókar Háskólans.
AF HVERJU KOMA
HAUSTLITIRNIR?
Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum,
er til fleirtala af bókstafnum A, hve mörg handrit
af Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets, hvaðan kemur munnvatnið, hver
er uppruni og bygging pólsku og hvað er þungt vatn og til hvers er það
notað? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað
að undanförnu á Vísindavefnum.
VÍSINDI
Morgunblaðið/Ómar
Haustlitir við Þingvallavatn.
Þegar sólin hnígur – er mér sagt –
Verð ég að skera úr mér slagæðina
Klukkan er bara tólf á hádegi
Ég á marga klukkutíma ólifaða
Ætti ég að skrifa Lúkullusi?
Mig langar ekki til þess lengur
Fara á sviðið?
Ég þarf ekki fleiri leikrit og ekki brauð
Ætti ég að spá fyrir heimspekinni?
Fyrir örlögum hennar?
Enn einn klukkutíminn er liðinn
Ennþá fjórir tímar eftir
Vatnið sýður í baðinu
Ég geispa og halla mér að glugganum
Horfi til sólar sem hnígur ekki lengur
Og leiðist óskaplega
MARIN SORESCU
SENECA
HJALTI RÖGNVALDSSON ÞÝDDI
Rúmenska skáldið Marin Sorescu fæddist 29. febrúar 1936. Hann er oft nefndur í sömu andránni og
landi hans Eugéne Ionesco. Marin Sorescu fékkst jöfnum höndum við allar greinar ritlistar ásamt því að
leikstýra eigin leikritum. Hann er talinn upphafsmaður „andljóðsins“ í Rúmeníu, með því að kippa upp-
hafningunni niður á jörðina. Ljóð hans þykja vera ljóð í vinnufötum – ljóð fyrir alla. Hann lést árið
1996.