Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002
LLT frá því Platón gaf tóninn
með hellislíkingu sinni í Ríkinu
fyrir um þrjúþúsund árum
hafa raunveruleikinn og
eftirmyndir hans verið
mönnum íhugunarefni.
Raunsæistímabil, hvert
með sinni áherslu, hafa
komið og farið með
reglulegu millibili í
bókmennta- og lista-
sögunni og nú lítur
út fyrir að enn eitt raunsæistímabilið sé hafið
með tilkomu raunveruleikasjónvarpsins. Gífur-
legar vinsældir raunveruleikasjónvarps vekja á
ný gamlar spurningar um raunveruna, upp-
runaleikann, fyrirmyndir og eftirmyndir. Í hin-
um áhrifamikla og mótandi heimi fjölmiðlanna
hafa mörk veruleika og blekkingar orðið æ
óskýrari með tímanum. Með nýjum miðlum
hefur raunveruleikinn riðlast og erfitt er orðið
að henda reiður á hvað er raunverulegt og hvað
er tilbúningur.
Franski félagsfræðingurinn Jean Baudrill-
ard heldur því fram um skynjun okkar að við
séum firrt raunveruleikanum, að hann hafi lát-
ið undan fyrir eftirlíkingum af sjálfum sér og sé
orðin ofurverulegur. Í hinum ofurverulega
heimi eru öll viðmið horfin og eftirmyndir
raunveruleikans orðnar raunverulegri og sann-
ari en raunveruleikinn sjálfur. Ofurveruleikinn
einkennist af flæði endalausra ímynda og tákna
sem fyrir tilstuðlan fjölmiðla búa til tálmynd
raunveruleika. Fjölmiðlarnir eru því orðnir að
veruleikanum.
Í samkeppni við nýja miðla, einkum Netið,
hefur sjónvarpið lent í ákveðinni tilvistar-
kreppu. Samkvæmt kenningum kanadíska
bókmennta- og fjölmiðlafræðingsins Marshalls
McLuhans innihalda nýir miðlar alltaf aðra
miðla og úrelda um leið einhverja af gömlu
miðlunum, að öllu leyti eða að hluta til. Netið er
sannkallaður fjöl-miðill þar sem það inniheldur
fleiri miðla en nokkur annar, m.a. bækur, bréf,
dagblöð, útvarp, kvikmyndir, sjónvarp og síma.
Með tilkomu nýrra og öflugra miðla verða hinir
gömlu að laga sig að breyttum aðstæðum og til-
einka sér nýjungar ætli þeir að halda velli.
Raunveruleikasjónvarpið er tilraun í þá átt.
Með Netinu komu vefmyndavélarnar. Hægt
var að fylgjast með fólki úti í heimi við hvers-
dagslega iðju sem og persónulegar athafnir og
voru margir tilbúnir að borga fyrir að fá að
vera fluga á vegg jafnvel þó ekki væri tryggt að
þeir fengju að sjá nokkuð bitastætt. Þessa
auknu og tilbúnu gægjuhneigð nýja miðilsins
nýtti sjónvarpið sér og upp úr vefmyndavéla-
æðinu á Netinu hófst bylgja raunveruleikaþátt-
anna.
Sjónvarpsþættir sem eiga að sýna raunveru-
leikann í einni eða annarri mynd eru, þrátt fyr-
ir nýlegar vinsældir raunveruleikasjónvarps-
ins, ekki nýtt fyrirbæri. Þættir eins og Candid
Camera (1947), An American Family (1973),
America’s Most Wanted (1983) og Cops (1988)
eru í eðli sínu raunveruleikaþættir þó svo að
þeir falli ekki að skilgreiningu raunveruleika-
sjónvarps nútímans. Hún nær einkum til þátta
sem fela í sér einhvers konar leik þar sem einn
þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari.
Þessir þættir lúta oftar en ekki formgerð æv-
intýra þar sem þátttakendur þurfa að leysa erf-
iðar þrautir og sigra andstæðinga sína til að
hljóta sigurlaunin. Það er því ákveðin formúla
og skipulag sem liggur að baki raunveruleika-
sjónvarpinu.
Snýst um þá sem horfa
Raunveruleikaþættir skipta tugum. Við-
fangsefni þeirra eru af ýmsum toga og höfða
þeir til mismunandi hópa. Sumir hafa alvarlegt
yfirbragð líkt og Survivor, Big Brother og The
Weakest Link , aðrir byggja á gamni eða fífla-
gangi eins og Jackass og Spy TV, enn aðrir á
erótík og ást líkt og Temptation Island, Love
Cruise og The Bachelor eða tónlist eins og Am-
erican Idol og Popstars . Flestir raunveruleika-
þættir ganga þó út á að draga fram ákveðnar
mannlegar hvatir sem hafa í gegnum tímans
rás ekki talist til höfuðdyggða mannskepnunn-
ar, s.s. eigingirni, undirferli, nautnahyggju,
hömluleysi, lygar og losta. Þessar hvatir eru
uppspretta dramatíkur og spennu sem eru stór
þáttur í vinsældum raunveruleikaþáttanna. Til
að reyna að fanga „raunverulega“ dramatík
ganga þær leikreglur sem þátttakendum eru
settar einkum út á að virkja fyrrnefndar hvatir.
Þegar stórar fjárhæðir eru í boði fyrir aðeins
einn keppanda er sjálfkrafa spilað inn á eig-
ingirni hvers og eins. Þar af leiðir að einhvers-
konar átök munu óumflýjanlega eiga sér stað.
Dramatíkin sem áhorfendur sjá á skjánum er
því ekki jafnraunveruleg og tilviljanakennd og
kann að virðast við fyrstu sýn.
Í auglýsingum fyrir raunveruleikaþætti er
mikið lagt upp úr því að þar fái áhorfendur í
fyrsta sinn að sjá hvernig fólk er innrætt og
hvernig það hagar sér í raun og veru. Einn vin-
sælasti raunveruleikaþáttur MTV-sjónvarps-
stöðvarinnar, The Real World, hefur þau ein-
kunnarorð að þátturinn sé sönn saga af sjö
ókunnugum manneskjum sem valdar eru til að
búa saman í húsi til að komast að því hvað ger-
ist þegar fólk hættir að vera kurteist og fer að
vera raunverulegt. Af þessu má draga þá álykt-
un að fólk geri sér upp kurteisi í samskiptum
sín á milli og aðeins í raunveruleikasjónvarpi sé
hægt að fletta hulunni af raunverulegu innræti
fólks. Jeff Probs, þáttastjórnandi Survivor,
virðist vera á þessari skoðun. Hann segir að
eftir því sem líði á þættina fari þátttakendur
smám saman að sýna sitt rétta andlit og að lok-
um sjái menn þá eins og þeir eru í raun og veru
þar sem enginn geti falið sig á bak við grímu að
eilífu. Sú eilífð sem Probs talar um er þó aðeins
39 dagar, en það er sá tími sem þátttakendur
Survivor dvelja saman í óbyggðum hverju
sinni, og þegar milljón bandaríkjadollara er í
húfi reyna menn án efa hvað þeir geta til að
halda pókerandlitinu. Af slagorðum Survivor,
„Outwit, Outplay, Outlast“, má ráða að leik-
urinn gangi einmitt út á að gabba hina þátttak-
endurna, leika betur en þeir og endast betur.
Það er ansi hæpið að þær stellingar sem þátt-
takendur setja sig meðvitað í til að sigra í leikn-
um afhjúpi þá og sýni hvernig þeir eru í raun og
veru. Það eina sem þær afhjúpa er hvað við-
komandi einstaklingar eru tilbúnir að gera í
keppni um gífurlegar fjárhæðir. Þrátt fyrir að
áherslan í auglýsingum raunveruleikaþáttanna
lúti að keppendunum, og þeim þrautum sem
þeir þurfa að sigrast á, er það þó ekki fólkið á
skjánum sem er aðalatriðið eins og kann að
virðast í fyrstu. Í raun snúast þættirnir um
fólkið fyrir framan skjáinn, áhorfendurna. Þeir
eru inntak sjónvarpsins og fyrir þá er leikurinn
gerður. Þetta snýst allt um að ganga eins langt
með áhorfandann og mögulegt er. Á heimasíðu
Reality TV sjónvarpsrásarinnar segir að stöðin
sýni raunverulega atburði eins og þeir gerist í
raun og veru og farið sé með áhorfendur fram á
ystu nöf. Þetta er einmitt það sem málið snýst
um. Í Fear Factor er þetta áberandi en þar eru
þátttakendur látnir leysa erfiðar og oft hroll-
vekjandi þrautir. Þáttastjórnandinn gengur
eins langt og hann getur án þess að fara yfir
strikið. Áhorfendur fyllast viðbjóði og hræðslu
en þó aldrei meira en svo að þeir geti ekki horft
á óhugnaðinn.
Raunveruleikasjónvarp snýst því fyrst og
fremst um þá sem á horfa. Það gerir út á og ýtir
undir gægjuhneigð áhorfenda og býr til mark-
að fyrir hana. Gægjuhneigðin er afþreying nú-
tímans, við fáum útrás fyrir hana í gegnum
sjónvarpið og í raunveruleikaþáttum er hún
gerð að fullkomlega eðlilegum hluta af lífi okk-
ar. Í daglegu lífi reynum við hins vegar að
halda þessari hneigð í skefjum. Fæstum dettur
okkur t.d. í hug að kíkja á glugga nágrannans
og njósna um hann, það væri talið bera vott um
afbrigðileika. Þeir sem láta freistast af slíku
eiga á hættu að verða lögsóttir fyrir ósiðlegt at-
hæfi. Hins vegar erum við alveg til í að horfa á
nágrannan í gegnum vefmyndavél eða í raun-
veruleikasjónvarpi, í því felst enginn öfugugga-
háttur. Munurinn er náttúrlega sá að í öðru til-
vikinu höfum við leyfi til að horfa en í hinu ekki.
Sjónvarpið gefur okkur heimild til áhorfs og
firrir okkur um leið allri ábyrgð. Þetta er ein-
mitt mergurinn málsins, það skiptir ekki máli
hvað við sjáum í sjónvarpinu því sjónvarpið
sem miðill skapar örugga fjarlægð, varpar af
okkur ábyrgð á því sem við sjáum og krefst
ekki viðbragða af okkar hálfu. Líkt og McLuh-
an lagði áherslu á, er það miðillinn sjálfur sem
skapar merkinguna og mótar skynjun okkar.
Skynjun er hins vegar orðin brengluð því við
erum hætt að gera greinarmun á raunveruleik,
eftirmyndum og líkneskjum. Veruleikinn hefur
leyst upp í fjölmiðlunum sem endurspegla ekki
raunveruleikann heldur ala á blekkingu og
falskri þörf. Gægjuhneigðin sem heltók okkur í
kjölfar Netsins og raunveruleikasjónvarpið tók
upp á arma sína er í raun ekki raunveruleg.
Meirihluti raunveruleikaþátta ganga út á að
fólk er tekið úr sínu raunverulega umhverfi og
flutt á framandi slóðir þar sem það er svipt öll-
um nútímaþægindum. Það fær ekki að vera í
neinum tengslum við umheiminn á meðan það
tekur þátt í leiknum. Með því að hindra allt
samband milli áhorfenda og þátttakenda geta
þátttakendur ekki séð okkur en við getum séð
þá. Þessi einstefnusýn útilokar þá hættu að
vera staðinn að verki og í fyrstu kann að virðast
sem hún staðfesti að um gægjuhneigð sé að
ræða en í raun og veru gerir hún hið gagn-
stæða. Til að um raunverulega gægjuhneigð sé
að ræða þarf að vera fyrir hendi sá möguleiki
að sá sem njósnað er um geti séð mann. Í raun-
veruleikasjónvarpinu eru háskinn og spennan
við það að gægjast ekki til staðar. Gægju-
hneigðin sem raunveruleikaþættirnir gera út á
er því ekki raunveruleg, heldur er hún eftirlík-
ing. Upplifunin er ekki ekta þar sem við sitjum
áhyggjulaus fyrir framan sjónvarpið og gægj-
umst inn í líf fólks, óhrædd við það að vera stað-
in að verki því glæpurinn er enginn. Þessi of-
urverulega upplifun er samt ánægjulegri og
innihaldsríkari fyrir okkur
en raunveruleg upplifun. Við
gerum ekki greinarmun á
hinni raunverulegu hneigð
og eftirlíkingu hennar.
Gægjuhneigð raunveruleika-
sjónvarpsins er tilbúið mark-
aðsfræðilegt tæki, fölsk þörf
sem fjölmiðlar telja okkur
trú um að við séum haldin í
því skyni að fá okkur til að
neyta afurða sinna. Við
neyslu fjölmiðlanna og raun-
veruleikaþáttanna hættum
við að greina muninn á lífi og
leik, lífið verður leikur og
leikurinn verður lífið. Leikir
eru til þess gerðir að horfa á
þá, daglegt líf ekki. Með því
að umbreyta hinu daglega
lífi og færa inn í það undir-
stöðuatriði leikja getum við
án nokkurrar sjálfsásökunar
eða siðferðilegrar málamiðl-
unar gert okkur kleift að
njóta hinnar tilbúnu gægju-
hneigðar. Í ofurveruleika
raunveruleikasjónvarpsins
erum við ekki aðeins áhorf-
endur að lífi annars fólks
heldur lifum við í gegnum fólkið á skjánum.
Jafnritstýrðir og annað efni
Ofurveruleikinn umbreytir raunveruleikan-
um í tákn og myndir og leysir tímann upp í ei-
lífa nútíð. Þar ríkir eilífur rauntími, allt er að
gerast núna. Gott dæmi þessa mátti sjá í ann-
arri seríu Survivor þar sem einn þátttakend-
anna brenndist alvarlega og varð að hætta
þátttöku. Strax eftir sýningu þáttarins og dag-
inn eftir voru aðrir miðlar; dagblöð, sjónvarps-
stöðvar, heimasíður og spjallrásir, uppfullir af
fréttum og umræðum um slysið, jafnvel þó að
það hefði átt sér stað rúmum þremur mánuðum
áður. Í ofurveruleikanum gerðist slysið þegar
það var sýnt á skjánum, í ofurverulegu núinu
en ekki í hlutstæðri og raunverulegri fortíð.
Framsetning raunveruleikaþátta er þannig að
áhorfandanum finnst hlutirnir vera að gerast í
rauntíma, að hann sé að upplifa þá um leið og
þeir gerast.
Líkt og Survivor eru flestir raunveruleika-
þættir teknir upp fyrirfram. Undantekning á
þessu er Big Brother sem er tekinn upp jafn-
óðum og bestu brot liðins sólarhrings sýnd á
hverju kvöldi meðan keppnin stendur yfir. Aðr-
ir þættir eru sýndir nokkrum vikum eða mán-
uðum eftir að tökum lauk. Þættirnir koma svo
loks fyrir augu áhorfenda mjög mikið klipptir
og með viðeigandi tónlist til að auka áhrifin. Í
fimm mínútna atriði í raunveruleikaþætti geta
verið allt að níutíu klippingar þar sem ólík at-
riði eru klippt saman og látin mynda ákveðið
samhengi sem í augum okkar endurspegla
raunveruleik fólksins í þáttunum. Raunveru-
leikinn sem við sjáum er því bókstaflega klippt-
ur og skorinn.
Raunveruleikaþættir þurfa eins og aðrir
sjónvarpsþættir að koma með eitthvað nýtt og
ferskt til að halda áhorfendum við efnið. Marg-
ir slíkir þættir eru orðnir of fyrirsjáanlegir fyr-
ir áhorfendur þar sem sami leikurinn er end-
urtekinn aftur og aftur. Sú leið sem flestir
framleiðendur fara er að ganga lengra í því sem
sýnt er, og storka með því áhorfendum, eða
breyta reglunum og taka af þátttakendum áður
sjálfsögð réttindi. Til að auka á raunveruleika-
kröfuna og gera keppnina erfiðari fyrir þátt-
takendur og meira spennandi fyrir áhorfendur
voru keppendur í fjórðu seríu Survivor sendir í
Í þessari grein er skyggnst á bak við veruleika raunveruleikasjónvarpsins og bent á að þar sé ekki
allt sem sýnist. Þetta sjónvarpsefni snúist ekki um að sýna veruleikann eins og hann er í raun og
veru frekar en annað sjónvarpsefni. Þetta er fyrsta grein af nokkrum sem birtast munu næstu mán-
uði og fjalla um ýmsa kima íslenskrar menningar sem ekki hefur verið fjallað mikið um.
RAUNIR
VERULEIKANS
RAUNVERULEIKASJÓNVARP
Á OFURVERULEGUM TÍMUM
E F T I R U N U B J Ö R K K J E R Ú L F