Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 E F EINHVER einn maður hefur öðrum fremur mótað heila kyn- slóð íslenskra myndlistarmanna í samtímanum, þá er það líkast til Magnús Pálsson. Hann kom á fót nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þegar skólinn var undir stjórn Hildar Hákonardóttur, og kynnti stóran hóp þeirra myndlistarmanna sem nú setja svip sinn á myndlistarumhverfið fyrir nýjum straumum og hugmyndum um hlutverk og möguleika myndlistar. Eins og Ólafur Gíslason segir í grein sem rituð var í tilefni sýningar í Lista- safni Íslands árið 2000, vann Magnús í starfi sínu sem kennari á 8. og 9. áratug síðustu aldar, „markvisst að því að gera samspil nem- enda og kennara við umhverfið að sjálfstæðu „listformi“, sem sá dagsins ljós á sýningunni „Kennsla, geggjaðasta listgreinin“ í Ný- listasafninu 1984. Þar verður sú viðleitni áleitin að hafna ekki bara smekknum, heldur líka allri þrepaskiptingu og staðlaðri stig- veldishugsun í myndlistinni“, – en það viðhorf má telja leiðarljós Magnúsar á hans langa ferli. Nú stendur yfir samsýning Magnúsar, Erics Andersens og Wolfgangs Muellers í Nýlista- safninu undir heitinu Flökt-Ambulatory- Wandelgang, og strax í upphafi samtalsins kemur í ljós að Magnús stendur enn dyggan vörð um þá hugmynd að samstarf og sam- skipti sé grundvallaatriðið í listsköpun og ekki sé hægt að skipta listsköpun upp í fyrirfram- gefna bása. Kennsla er í raun gjörningur „Ég hef verið að vinna að því að koma hing- að erlendum listamönnum í samvinnu við Listaháskólann og Listasafn Reykjavíkur,“ segir Magnús og það er greinilegt að honum er enn umhugað um kennslu þó hann sé sjálf- ur hættur að kenna. „Um er að ræða þrjá listamenn sem koma hingað eftir áramótin og vinna hver með sínum hópi nemenda. Í lok þess starfs verður síðan mikil gjörningahátíð í Listasafninu. Listamennirnir eru þeir Brian Catling sem er prófessor í Oxford og vinnur m.a. á sviði kvikmynda, Julian Maynard Smith sem er framarlega í breskri gjörningalist og vinnur með nokkuð frægt fyrirbrigði er hann kallar Station House Opera, og síðast en ekki síst Willem der Ridder, gamall „flúxari“ sem segir endalausar sögur. Ég álít heimsóknir af þessu tagi ákaflega mikilvægar, því með þeim opnast listheiminum hér sýn inn í það sem er að gerast annarsstaðar. Þessir menn eru t.d. ekki endilega að vinna við það sem tilheyrir meginstraumnum núna, þeir eru fremur að- eins til hliðar við það. En ég þekki þá alla og treysti þeim afar vel til að vinna með nem- endum þannig að það skili sér á skapandi máta. Helst vildi ég að hægt væri að nota svona samvinnu til að brjóta úr veggjum á milli listgreina og láta nemendur ólíkra sviða Listaháskólans vinna saman, en það á auðvit- að eftir að taka sinn tíma.“ Magnús viðurkennir að átakið í kringum ný- listadeildina í Myndlista- og handíðaskólanum á sínum tíma hafi verið fólgið í því að búa til deild er gekk þvert á öll mæri. Hann segist jafnframt vera þeirrar skoðunar að það starf sem þar var unnið hafi skilað sér inn í list- heiminn á Íslandi. „Mér hefur alltaf fundist að í listinni felist lykilsamskipti fólks, þó kannski sé minna gert með það heldur en ætti að vera. Bestu lista- mennirnir eru ekki þeir sem mest er flaggað, en þrátt fyrir það hafa þeir unnið með listina sem samskipti og gert þann þátt mikilvægan í sinni list. Þeir reyna að ná saman hóp af fólki til að vinna saman að list, á saman hátt og fólki er smalað saman í kennslu – en hana tel ég einnig vera list,“ segir Magnús. Til útskýr- ingar segir hann mikið sköpunarferli felast í samstarfinu á milli nemenda og kennara, „kennslan er í raun gjörningur“, segir hann. „Annars var það Robert Filliou, sem ég vann stundum með í gamla daga, sem skrifaði um þetta mikilvæga bók; „Teaching and Learning as Performance Art“, og kom þessu þannig á framfæri. Bara það að hann setti þessa hug- mynd í orð var afskaplega gott mál.“ Listin hefst á vináttu- og samstarfsnótum Áttu þá við að umskipti hafi orðið með þess- um áherslubreytingum, t.d. hvað varðar hlut- verk áhorfandans, sem er auðvitað virkari en hann var? „Já, ég á bæði við það, en einnig samskiptin og þá hugmynd að listin hefjist á vináttu- og samstarfsnótum. Það er nokkuð sem margir gera sér ekki grein fyrir og gera þar af leið- andi heldur ekkert í. Fyrir mörgum er mik- ilvægasti þáttur listsköpunarinnar bara að sýna verkin sín og fá viðurkenningu fyrir það, sem er auðvitað sjálfsagt og gott mál. En svo er þessi hinn þáttur þar sem samskiptin verða meginþátturinn í starfi á milli listamanna og listamannahópa, auk þeirra sem vilja taka þátt í því starfi með öðrum hætti og njóta þess.“ Þegar hann er spurður um samruna ólíkra listgreina í listsköpun hans, brosir Magnús. „Ég vann svo mörg ár í leikhúsi og hugsaði það mikið um leikhús að það situr alltaf í mér. Þó ég reyni að losa mig frá því þá eru um- merkin um það enn til staðar í vinnunni. En í gegnum tíðina hef ég mikið unnið verk sem miðast við að afmá mörk og brjóta niður veggi ólíkra tjáningarmáta, bæði meðvitað og ómeð- vitað. Verkin mín eru oft á mörkum leikhúss og gjörnings. En mér finnst eiginlega hálf- vandræðalegt að þurfa að tala um þetta sem tvennt, því þarna er auðvitað verið að vinna með sama efnivið; mannslíkamann og hreyf- ingu. Þetta ætti alls ekki að vera svona að- skilið og eftir fjörutíu ár finnst manni skrýtið að þetta skuli ekki hafa runnið saman ennþá. Mann er farið að klæja eftir því að láta sam- runann verða að veruleika“. Magnús hlær og bætir við að gjörninga- listamenn myndu nú aldeilis þiggja það að hafa svona fín svið eins og tíðkast í leikhúsi og allar þær græjur sem þeim fylgja. „Í mynd- listinni fá menn oft ekki nema einn eða tvo lampa, síðan ekki neitt til neins! En þetta með aðgreininguna finnst mér bara hreint og beint vandræðalegt. Það er eitthvað að og í raun eru miklir veggir á milli listgreina“. Á mörgum öðrum sviðum þjóðlífsins hafa veggirnir verið brotnir niður og sérfræði- menntað fólk vinnur í ólíklegustu greinum þar sem þekking af ýmsu tagi skarast. Telur þú að þessir veggir í listalífinu hafi orðið til fyrir til- stilli menningarinnar sjálfrar, eða eru listir svona íhaldsamar í eðli sínu? Magnús segist ekki geta sagt til um orsakir, „en það er eins og veggirnir séu allstaðar að hrynja nema bara þarna. Mér finnst eins og hann sé alltaf að verða þykkari og þykkari þessi múr. Það er hreinlega eins og verið sé að hlaða í hann. Ég veit ekki hverjar orsak- irnar eru, en finnst þetta undarlegt.“ Maður finnur fyrir afturhvarfi Nú urðu þessi straumhvörf í kringum þig, Súmmara og menn á borð við Dieter Roth fyr- ir öllum þessum árum, hvernig finnst þér and- rúmsloftið vera núna? „Það er miklu auðveldara fyrir fólk að starfa núna heldur en þá. Okkur var ekki gert auðvelt fyrir. En það gerði vinnuna kannski líka meira spennandi. Maður hefur kannski verið að bíða eftir einhverjum byltingum, smá- byltingum sem hafa stundum átt sér stað. Núna er töluvert horft til baka, listin er svip- Morgunblaðið/Þorkell Brot úr verki Magnúsar af sýningunni Flökt-Ambulatory-Wandelgang sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. ANDSTAÐ OKKUR INN Myndlistarmaðurinn Magnú baki í listum og er frumkvöð legu hugsunar sem nú á sv öllum sviðum þjóðlífsins. H listinni í ákveðinn bás og högg við bæði listhefð o INGVARSDÓTTIR náði tali hélt af landi brott eftir op Ambulatory-Wandelg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.