Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 Z YGMUNT Bauman er einn af þeim fræðimönnum samtímans sem hafa lagt í það mikla verk- efni að reyna að átta sig á sam- tíð sinni. Fyrir vikið hefur hann snert á geysilega mörg- um sviðum mannlífs í rann- sóknum sínum. Hann hefur fjallað um neysluþjóðfélagið, siðfræði, hlut- verk menntamanna, hnattvæðingu, póstmód- ernisma og helförina svo dæmi séu nefnd. Í þessari viðleitni sinni hefur Bauman leitast við að tileinka sér það besta í skrifum ákaflega ólíkra fræðimanna og hefur kannski þess vegna verið mjög frumlegur í nálgun sinni. Bakgrunnur Baumans kann einnig að hafa þar nokkur áhrif. Hann er fæddur árið 1925 af gyðinglegum foreldrum. Á unglingsárum flúði hann ásamt foreldrum sínum til Rússlands undan ofsóknum nasista. Átján ára gekk hann hins vegar til liðs við pólska herinn og barðist með honum. Hann gekk í kommúnistaflokk Póllands eftir stríð, árið 1946, og tíu árum síðar lauk hann doktorsprófi í félagsfræði. Hann varð prófess- or í félagsfræði við Háskólann í Varsjá en var hrakinn úr stöðu sinni árið 1968 fyrir að þókn- ast ekki stjórnvöldum. Í kjölfar þess fluttist hann ásamt konu sinni Janínu til Ísraels í eitt ár en Janína átti eftir að skrifa endurminn- ingabók um reynslu sína af gettóinu í Varsjá sem átti eftir að hafa áhrif á fræðistörf eig- inmannsins. Frá Ísrael fluttu hjónin síðan til Bretlands þar sem Zygmunt fékk prófessors- stöðu við Háskólann í Leeds. Hann hætti kennslu árið 1990 en hefur ekki slegið slöku við fræðistörfin þrátt fyrir það og gefið út hverja bókina á fætur annarri hin síðari ár. Frægust bóka hans er vafalítið Modernity and the Holo- caust (1989) en meðal nýrri verka má nefna Postmodernity and its Discontents (1997), Globalization: A Series in Social Thought and Cultural Criticism (1998), Liquid Modernity (2000), Individualized Society (2000) og Community: Seeking Safety in an Insecure World (2001). Ein grein eftir Bauman hefur verið þýdd á íslensku, Lýðræði á tveimur víg- stöðvum, og birtist hún í fjórðu Atviksbókinni Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar (2000). Landakortið breytist eftir því hvaðan er horft „Það er rangt að mikil menning verði aðeins til í kapítalískum stórveldum,“ segir Bauman eftir stuttar umræður við blaðamann um það hvernig Íslendingar skynji sig alltaf í miðju heimsins þrátt fyrir að vera fastir á skeri úti í Norður-Atlantshafi. „Fjörugt menningarlíf skapast þar sem straumar mætast, þar sem áhrif úr ýmsum áttum eiga greiðan aðgang, þar sem merking er ýmist af skornum skammti eða yfirdrifin. Og jaðarinn hefur allt- af verið svæði af þessu tagi þar sem nýir hlutir verða til. Og Ísland fylgist sannarlega með hlutunum úr vissri fjarlægð, bæði í Evrópu og Ameríku.“ En er það rétt að skilin milli miðju og jaðars séu að mást burt, eins og talað er um, er þetta veruleiki? „Nei, þetta er ekki veruleiki en heimur nú- tímans er fljótandi. Skilin milli miðju og jaðars eru að breytast, þau eru komin á flot. Nú orðið er mjög erfitt að vera allt í senn stjórnmálaleg, menningarleg, efnahagsleg og hernaðarleg miðja. Það eru til svæði í heiminum sem eru mjög sterk efnahagslega eða búa yfir miklum hernaðarmætti, sem eru mótandi á sviði stjórnmála eða hugmynda- og menningarlífs. En það er ekki til neitt svæði í heiminum sem er allt þetta í senn. Skilin eru því í fyrsta lagi að breytast og í öðru lagi eru þau að skarast. Heimurinn er ekki eins frá sjónarhóli bókmenntanna og tón- listarinnar, og hvað þá ef við reynum að finna miðju hins framsækna fjármagns. Landakort- ið breytist eftir því hvaðan er horft. Heims- mynd hins forna rómverska heimsveldis á ekki lengur við þar sem skýr skil lágu á milli sið- menningar og barbarisma.“ Sigurvegarinn verður kannski sigraður af hinum sigraða Á undanförnum áratugum höfum við samt séð vaxandi tilhneigingu til ákveðinnar miðju- myndunar með myndun ríkjasambanda á borð við Evrópusambandið og Nafta og þetta hefur einnig átt sér stað í einkageiranum þar sem fjölþjóðleg risafyrirtæki hafa orðið til á flest- um sviðum atvinnulífs. Hvernig snertir þetta tengsl miðju og jaðars? Sú tilfinning virðist vera ríkjandi að mönnum þyki þeir vera út- undan. Kannski á það við um bæði Íslendinga og Pólverja sem eru reyndar á leið inn í Evr- ópusambandið. „Bandarískur sagnfræðingur ritaði sögu Póllands og kallaði það leikvöll guðs. Það er nokkuð til í því vegna þess að Pólland lenti á milli í baráttu austurs og vesturs í kalda stríð- inu og tapaði svolítið áttum, sjálfsmynd þess bjagaðist. Miðja Evrópu er að færast austur nú þegar Pólland, Tékkar, Slóvakar, Ungverjar og sennilega Búlgarar og Rúmenar seinna eru að ganga inn í Evrópusambandið. Og ég held að það sé ekki aðeins landfræðileg miðja Evrópu sem er að færast heldur muni komast skriður á Evrópu í ýmsu öðru tilliti einnig. Það er oft tal- að um að ástandið í þessum fyrrverandi aust- antjaldslöndum muni breytast við þennan samruna við Vestur-Evrópu en ég held að Evr- ópa sjálf muni breytast við þetta. Tökum dæmi af Írlandi sem liggur í ná- munda við ákaflega stóran og sterkan ná- granna eins og Pólland. Írar misstu tungumál sitt vegna þessarar nábúðar en rithöfundar þeirra hafa sett verulegan svip á enskar bók- menntir – það er raunar varla hægt að hugsa sér enskar bókmenntir síðustu aldir án Íranna og sumir myndu segja að þeir væru meðal mestu rithöfunda enskra bókmennta. Það nægir að nefna Wilde, Joyce og Beckett. Þess- ir menn mótuðu enskar nútímabókmenntir. Það er því ekki einfalt að átta sig á því hvaða áhrif stækkun Evrópusambandsins mun hafa þótt stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til þess Pólski félagsfræðingurinn Zygmunt Bauman var þátttakandi á ráðstefnu Háskóla Íslands um hnattvæð- ingu síðustu helgi. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Bauman um hnattvæðingu, hinn ókunna í sam- félagi samtímans, helförina sem tilraunastofu, hlutverk menntamanna og póstmódernisma. Einnig ræddi hann við Janínu, eiginkonu Baumans, sem ritað hefur bók um reynslu sína af helförinni. LÍTIL SPURN EFTIR HUGMYN Morgunblaðið/Sverrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.