Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 RITHÖFUNDURINN Eva Hoff- man hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, en fram til þessa hefur Hoffman skipað sér í röð athygl- isverðustu höfunda og gagnrýn- enda bandarísks bókmennta- heims. Vakti hún ekki síst athygli fyrir minningasöguna Lost in Translation (Týnd í þýðingu) sem fjallar um æsku höfundarins í Póllandi og sem innflytjandi í Bandaríkjunum. Nýja skáldsagan eftir Hoffman nefnist The Secret (Leynd- armálið) en þar kannar höfund- urinn siðferðilegar spurningar í tengslum við klónun á mönnum. Bókin er nokkurs konar sam- blanda af leynilögreglusögu og vísindaskáldsögu, en hún gerist í nálægri framtíð og lýsir uppvexti og leit ungrar konu að sannleik- anum um uppruna sinn. Iris er einræktað afkvæmi móður sinnar Elizabeth og elst upp í mikilli nánd við hana, á heimili sem móðirin hefur ein- angrað sig á í afskekktum bæ. Þetta veit Iris ekki fyrr en hún flytur til New York til að leita að sjálfri sér. Þessi nýja skáldsaga þykir einkar ólík ljóðrænum og hug- myndafræðilega innblásnum fyrri skrifum Hoffman, og þykir gagnrýnanda The New York Times, Hoffman sýna á sér nokk- uð lakari rithöfundarhlið í bók- inni. Ekki eru þó allir sammála því og vekur bókin áhuga fjöl- margra umsagnaraðila fyrir að takast á við áhugaverð heim- spekileg efni. Ritgerðir Frazens Rithöfundurinn Jonathan Fra- zen, sem hlaut gríðarlegt lof (m.a. National Book Award) fyrir skáldsögu sína The Correct- ions, hefur sent frá sér greinasafnið How to Be Alone (Að vera einsam- all). Þar hefur höfundurinn tekið saman tólf ritgerðir sem birtust m.a. í The New Yorker og Harper’s Mag- azine, á árunum 1994 til 2001 og fjalla um vaxandi firringu Banda- ríkjamannanna í neyslumenningu samtímans. Tekur Frazen þar á almennum og persónulegum efn- um og þykir fela í sér djúpa rýni á menningu samtímans. Vond gagnrýni og góð Bad Press: The Worst Critical Re- views Ever! (Vond umfjöllun) nefnist ný bók eftir Lauru Ward þar sem fjallað er um sögu gagn- rýni á lifandi hátt. Þar hefur Ward safnað saman gagnrýni á sviði bókmennta, tónlistar, leik- húss, myndlistar, og ýmissa sviða skemmtanalífsins, úr tímaritum, dagblöðum og munnmælum. Þannig er leitað í glatkistu tím- ans að gagnrýni sem er löngu gleymd um verk sem mörg hver hafa staðist tímans tönn. Þar eru birtir jákvæðir dómar og nei- kvæðir, þar sem gagnrýnendur hafa ýmist verið naskir á eig- inleika framsækinna verka, eða hafa rifið niður ódauðleg verk. Vitnað er í ummæli Josephs II keisara Austur-ungverska keis- aradæmisins sem afgreiddi synfóníu eftir Mozart með þeim orðum að hún „hefði of margar nótur“, og rakin ritdeila rithöf- undanna Henry James og Mark Twain sem áttu erfitt með að við- urkenna hvor annars snilli. Mun Twain m.a. hafa sagt þetta um bók eftir James: „Þegar þú einu sinni hefur lagt bókina frá þér, er nær ómögulegt að taka hana upp aftur.“ ERLENDAR BÆKUR Hoffman færir út kvíarnar Jonathan Frazen F RIÐRIK Þór Friðriksson sagði í spjalli við Andreu í anddyri Þjóð- leikhússins að nú væri „ár Hafsins“ og reyndist sannspár. Hver Eddan af annarri fauk á Hafið og það maklega. Merkilegt að hugsa til þess að þetta er aðeins í annað skipti sem sérstök verðlaun eru veitt fyrir handrit. Og enn merkilegra er það í ljósi þess að þær íslensku kvikmyndir sem best hafa gengið og náð lengst eru byggðar á hand- ritum raunverulegra rithöfunda. Mér þykir þetta afar ánægjulegt allt saman, því ég hef löngum haft taugar til hins ágæta leik- rits Ólafs Hauks, allt frá því er ég las hrá frum- drögin einhvern tíma 1991 og átti þess svo kost að fylgjast með þróun handritsins allt til frum- sýningarinnar í Þjóðleikhúsinu haustið 1992. Það sem var ljóst þegar í upphafi var áleitin persónu- sköpun, þessir orðhákar lifðu og kjöftuðu sig gegnum hvers kyns niðurskurð, viðbætur, um- skriftir, uppstokkun, hverja þá hakkavél sem eitt handrit má gera svo vel að smokra sér í gegnum áður en það nær til áhorfenda. Þessar persónur voru náttúruafl, þær vildu fá orðið og engar refj- ar. Og enn hafa þær orðið, það er ekki hægt að kveða þær í kútinn. Ég sá kvikmyndina Hafið á laugardagseftir- miðdegi og var alsæll. Það sem meira var, bíóið var fullt. Þar sátu ekki þessir venjulegu popp- kornsmaulandi svefngenglar sem svo algengt er að sjá í bíó, heldur alvöru fólk sem flutti keim af grónum íslenskum veruleika inn í bíósalinn. Fyr- ir utan stóðu rúturnar af landsbyggðinni og biðu farþega sinna sem höfðu sumsé brugðið sér til hennar Reykjavíkur til að fara í bíó því búið er að afleggja kvikmyndahús í flestum plássum strandlengjunnar. Þetta voru skemmtilegir áhorfendur og bættu stórlega við ánægju mína af sjálfri myndinni, því á tjaldinu var raunveruleikinn, fólkið sem það kannaðist við, atvikin, samskiptin, ástin, hatrið. Innlifunin var svo sterk að sumir spjölluðu við myndina, sáu fyrir hvað þessi eða hinn mundi gera næst og sögðu sessunaut sínum, sem líka var búinn að átta sig. Sumir eignuðust sérstaka vini meðal persónanna, en konan við hliðina á mér hélt greinilega mest upp á hrútinn og hann átti samúð hennar óskipta. Annars tókst Edduhátíðin í ár stórum betur en fyrri hátíðir. Menn kunna orðið að arta sig á svona samkundu, sem í raun er ekkert öðru vísi í eðli sínu en jólatrésball eða árshátíð. Kynningar voru smekklegar, þakkarræður oft ágætar, eink- um hjá Herdísi Þorvaldsóttur og Sigurði Skúla- syni, og þótt einn verðlaunaafhendari tapaði sér í athyglissýkinni og syngi of lengi kom það ekki stórkostlega að sök. Mig minnir að á seinustu hátíð hafi menn al- mennt verið með einhvern furðulegan mótþróa við allt tilstandið án þess að vilja missa af herleg- heitunum. Þetta átti amk. við bæði verðlaunaaf- hendara og suma verðlaunaþega. Kvað svo rammt að óviðeigandi orðfæri og afstöðu að engu var líkara en þetta væri keppni í fúllyndi. Sem betur fer örlaði ekki á neinu slíku að þessu sinni. Reyndar á sú gagnrýni ekki við að hátíðin sé of mikið í ætt við amerískt tilstand, því við munum aldrei komast með siggið á tánum þar sem Holly- wood-liðið hefur hælana í mærð og sjálfumgleði. Til marks um hversu mikinn þroska íslensk kvikmyndagerð hefur tekið út seinustu tuttugu árin nægir að minna á þakkarávarp Valdísar Óskarsdóttur klippara. Þessi „iðnaður“ er farinn að viðurkenna hin margvíslegu sérsvið sem hon- um tilheyra. FJÖLMIÐLAR ÁR HAFSINS Ég sá kvikmyndina Hafið á laugardagseftirmiðdegi og var alsæll. Það sem meira var, bíóið var fullt. Þar sátu ekki þessir venjulegu popp- kornsmaulandi svefngenglar sem svo algengt er að sjá í bíó, heldur alvöru fólk sem flutti keim af grónum íslenskum veruleika inn í bíósalinn. Á R N I I B S E N STÓRA útgáfu- og margmiðlunarfyr- irtækið Edda kappkostar að hlúa að nýgræðingnum og vill gefa út bók- menntir unga fólksins. En er hér ekki einhver misskilningur á ferðinni? Bók- menntir halda áfram að vera bók- menntir þó að ungt fólk fari á fyllerí og skrifi á Netið. Alvörubókmenntir verða aldrei skrifaðar af óskrifandi fólki sem ekkert hefur lesið. Slík skoð- un hefur ekkert með það að gera að vera gamaldags eða nútímalegur. Við eigum unga höfunda sem miðla tungutaki og hugsunarhætti æsk- unnar, menn á borð við Mikael Torfa- son, Jón Atla Jónasson, Auði Jóns- dóttur, Gerði Kristnýju, Steinar Braga, Stefán Mána o.fl. Nútímalegir höf- undar sem líkt og höfundar fyrri kyn- slóða eru víðlesnir í heimsbók- menntum og hafa lagt mikið á sig til ná tökum á formi og stíl. Sumir þess- ara höfunda áttu lengi í mestu brösum með að sannfæra útgefendur um ágæti sitt og þar dugði ekkert blogg. Hvað er miðaldra smásagnahöf- undur að rífa kjaft yfir því að hlaðið sé undir unga konu á bókaforlagi? Svar: Hann er einfaldlega að segja það sem margir málsmetandi aðilar eiga eftir að tauta sín á milli í þessari jólabókavertíð. En samkvæmt þagn- arhefð í bókmenntaheiminum hvarfl- ar ekki að neinum nema undirrituðum sérvitringi að hafa orð á því á prenti. Fyrri dæmi gefa vísbendingar um að opinberu viðbrögðin verði þveröfug við tautið: bókin á ábyggilega eftir að fá fína dóma og vera sögð rosalega skemmtileg, vegna þess að gagnrýn- endurnir þora ekki að segja annað af ótta við að vera álitnir gamaldags. Það hafa alltaf og verða alltaf til ungir höfundar með brennandi bók- menntaáhuga og skáldskaparástríðu. Aðeins brot þessara höfunda fær fyr- irgreiðslu hjá stórum bókaforlögum, vonandi þeir bestu hverju sinni. Margir þurfa að berjast áfram í eigin útgáfu og sumir gefast upp, nokkuð sem raunar enginn getur kennt um öðrum en sjálfum sér, því alvöruhöf- undur skrifar sama hvað líður bóka- forlögum. Hlutverk útgefenda er að fylgjast með þeim hræringum sem eiga sér stað meðal ungra og óþekktra höfunda, laða til sín þá efni- legustu, veita þeim brautargengi, styrkja og þroska. Útgefandinn sem hér á í hlut reynir hins vegar að móta óorðna bókmenntasögu með því að panta óskrifuð verk hjá persónum sem honum finnast einhverra hluta vegna intressant. Árið 2000 var það Dís, í fyrra var það Sigurvegarinn. Sigurvegarann las ég ekki en ég gafst upp á Dís eftir 200 blaðsíður. Ágúst Borgþór Sverrisson Kistan www.visir.is/kistan BLOGGARA- BÓKMENNTIR Morgunblaðið/Kristinn Beðið eftir ... strætó. NEÐANMÁLS I Það er ekki oft sem almenn umræða um myndlistnær að brjótast upp á yfirborðið þó að á und- anförnum vikum hafi óvenjumargir fundið sig knúna til að velta fyrir sér þeirri stöðu sem myndlist er í á Íslandi nútildags. Í bréfi sem Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður sendi Lesbókinni frá Ítalíu „í rykmekki farandriddara“, segist hann oft hafa fundið til með eldri listamönnum sem eru „arg- ir vegna þess að þeim finnst sér á einhvern hátt vera mismunað gagnvart öðrum listamönnum, gjarnan yngri, eða þeir lúti í einhverju lægra haldi í úttekt og mati tímans“. Helgi Þorgils leiðir að því líkur að vegna smæðar íslensks samfélags hafi sjaldan verið pláss í mynd- listarheiminum fyrir meira ein eitt ráðandi afl hverju sinni. Hann bendir á að það sama hafi þó gerst annars staðar, ein kynslóð taki við af annarri og fordæmi verk hinna fyrri. „Ef allt væri með eðli- legum hætti ættu að vera hér gömul og gegn gallerí, sem sýndu reglulega eldri listamenn okkar, og ný sem sífellt væru að koma manni á óvart með yngri listamönnum, og allt í bland þar á milli. Með eldri galleríum á ég við stofnanir sem væru búnar að fá virðingarsess í þjóðfélaginu, og sýndu góða við- urkennda list,“ segir Helgi Þorgils og heldur með réttu fram að með þessu fyrirkomulagi væri ekki eins miklar líkur á því að „menn gleymdust gjör- samlega eins og hendir nú“. II Í bréfi sínu bendir Helgi Þorgils á mikilvægi þessað missa ekki sjónar á listinni sjálfri í umræðu um umhverfi hennar. Hann bendir t.d. á hversu af- stæð aðsókn á myndlistarsýningar getur verið þar sem markaðssetning eða jafnvel stjörnudýrkun ræð- ur ferðinni, frekar en sú list sem verið er að sýna. Eða eins og hann orðar það; „almenna frægðin sem í eðli sínu kemur listaverkinu ekki svo mikið við, nær til hópsins, en ekki endilega listaverkið sjálft.“ Í þessum orðum er fólginn mikill sannleikur, sem ef til vill sannaðist í fyrsta sinn í byrjun tuttugustu aldar þegar málverkinu fræga af Mónu Lísu var stolið af Louvre-safninu í París. Sá atburður, sem þó upp- götvaðist ekki fyrr en drjúgri stund eftir að þjófn- aðurinn átti sér stað, varð til þess að hrista svo harkalega upp í almenningi að miklu lengri biðröð en nokkru sinni hafði verið til að sjá dularfullt bros Mónu, myndaðist til að sjá auða blettinn sem mál- verkið af henni hafði hangið á. III Þar með er þó ekki sagt að öll listaverk þeirramyndlistarmanna sem skotist hafa upp á stjörnuhimininn séu vond. Meðal myndlistarstjarna eru sem betur fer margir frábærir listamenn sem tekist hefur að umbylta myndlistarumhverfinu með þeirri athygli sem verk þeirra hafa hlotið. Oft á tíð- um fá framsæknar hugmyndir í listum ekki braut- argengi fyrr en einhverjum hefur loks tekist að vekja rækilega athygli og vekja þannig almenning til um- hugsunar um listina. Í Lesbók í dag birtist grein um einn slíkan, lúx- emborgíska listamanninn Michel Majerus, en hann er á hröðu flugi upp í himinhvolf heimsfrægðar fyrir óvenjuleg málverk. Majerus hafnar sögulegri hefð málverksins en leitar þess í stað fanga í þeirri hol- skeflu myndmáls sem mætir okkur í hversdagslegu umhverfi samtímans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.