Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002
N
ÝJASTA skáldsaga
franska rithöfundarins,
Michel Houellebeck,
nefnist Áform. Sagan
fjallar um Michel, rúm-
lega fertugan embættis-
mann í menningarmála-
ráðuneytinu í París.
Hann býr við tilfinningakulda og hálfgert of-
næmi fyrir raunverulegum samskiptum við
annað fólk en unir sér við klám og skyndikynlíf.
Þegar faðir hans deyr ákveður hann að bregða
sér suður til Taílands þar sem hann kynnist
Valérie, ungri konu sem er hátt sett hjá stórri
ferðaskrifstofu í París. Með þeim takast fun-
heitar ástir og hann finnur vakna með sér nýjar
kenndir. Djúpstæð þekking hans á kynlífsiðn-
aðinum kemur hins vegar í góðar þarfir, því
hann verður Valérie og félaga hennar ráðgjafi í
nýrri markaðssókn sem miðar að því að stór-
auka kynlífsferðamennsku um allan heim.
Áform kom út í París haustið 2001 og var að
koma út á íslensku og af því tilefni sló ég á þráð-
inn til hans og lagði fyrir hann nokkrar spurn-
ingar.
Þú ert í senn ljóðskáld, skáldsagnahöfundur,
ritgerðahöfundur, söngvari og meira að segja
ljósmyndari. Hvernig gengur að samræma
þetta allt?
„Yfirleitt hugsa ég um aðeins eitt í einu, um
það sem ég er að gera þá stundina. Það er til
dæmis alls ekkert víst að ég geri annan geisla-
disk með ljóðalestri. Hins vegar er ég að hugsa
um að gera aðra ljósmyndabók. En ég er aldrei
viss um að ég skrifi aðra bók þegar ég hef lokið
við eina. Ég segi þetta vegna þess að ég er alls
ekki alltaf að gera allt þetta samtímis. Ég geri
eitt og sný mér síðan að einhverju öðru. Já, ég
geri bara eitt í einu.“
Var ekki nokkuð óvenjulegt að gefa út skáld-
söguna Lanzarote og ljósmyndabók samtímis?
„Hugmyndin sem mér þótti áhugaverð var
að gefa samtímis út tvær bækur sem áttu ekk-
ert sameiginlegt annað en að gerast á sama
stað. Og ég var bara nokkuð ánægður með út-
komuna. Um leið og maður fer að vinna við eitt-
hvað annað en bókmenntir, þá fer samstarfs-
fólkið að skipta máli. Ein af ástæðunum fyrir
því að ég fór út í þetta var sú að mér leist vel á
konuna sem hafði með höndum myndritstjórn
hjá útgáfufyrirtækinu mínu hér í París,
Flammarion. Mig langaði mjög til að gera bók
TJÁI VEL ÞAÐ SEM
ER VERULEGA FYRIR-
LITLEGT Í FARI MÍNU
Reuters
Michel Houellebecq
„Hjá mér myndi ég fremur segja að ég tjái vel það
sem er verulega fyrirlitlegt í fari mínu, mjög slæmt sið-
ferðilega, sadískt eða eitthvað þess háttar,“ segir
franski rithöfundurinn Michel Houellebecq en í vik-
unni kom út nýjasta skáldsagan hans, Áform, í ís-
lenskri þýðingu. FRIÐRIK RAFNSSON þýðandi
Houellebecks ræðir við þennan umdeilda höfund.
Revue de Paris, og birti hann sín fyrstu
ljóð á síðum þess. Sami ritstjóri hvatti
hann til dáða og beitti sér fyrir því að
Houellebecq settist niður og skrifaði bók
um einn af uppáhaldsrithöfundunum sín-
um, Howard P. Lovecraft, bók sem ber
titilinn Gegn heiminum, gegn lífinu. Hann
fór síðan að vinna sem ritari hjá franska
þjóðþinginu. Sama ár kom út bók hans
Vera lifandi og árið 1992 ljóðabókin Á
höttunum eftir hamingjunni, en fyrir
hana hlaut höfundurinn bókmenntaverð-
laun Tristrans Tzara.
Árið 1994 kom út fyrsta skáldsaga
Houellebecq, Útvíkkun bardagasvæðisins,
og náði talsverðum vinsældum. Hann
skrifaði þó nokkuð í ýmis tímarit (L’Ate-
lier du roman, Perpendiculaires, en það-
an var hann raunar rekinn eftir hat-
rammar deilur, Les Inrockuptibles o.fl.).
Önnur ljóðabók hans, Merking barátt-
unnar kom út árið 1996 og fyrir hana
fékk höfundurinn Flore bókmenntaverð-
launin. Árið 1998 hlaut hann bókmennta-
verðlaun sem umbuna ungum og efnileg-
um höfundum, Le Grand Prix national
des Lettres Jeunes Talents, fyrir heild-
arverk sín fram að þeim tíma. Inngrip,
safn ýmissa greina og ritgerða og skáld-
sagan Öreindirnar komu út samtímis
MICHEL Houellebecq fæddist þann 26.
febrúar árið 1958 á eynni Réunion í Ind-
landshafi. Faðir hans var háfjallaleið-
sögumaður og móðir hans svæfingalækn-
ir, en þau misstu fjótlega áhuga á syni
sínum og sex ára gömlum var honum
komið í fóstur hjá föðurömmu sinni sem
var róttækur kommúnisti.
Síðar tók hann upp ættarnafn hennar
og gerði að dulnefni sínu. Hann bjó í sjö
ár á menntaskólaheimavist í bænum
Meaux, lauk menntaskóla og undirbjó sig
fyrir háskólanám. Árið 1975 skráði hann
sig í landbúnaðarháskóla. Amma hans,
sem var mikill áhrifavaldur, dó árið 1978
og tveimur árum síðar, árið 1980, lauk
hann prófi sem landbúnaðarverkfræð-
ingur. Sama ár kvæntist hann systur vin-
ar síns. En hann fékk hvergi vinnu og var
atvinnulaus um skeið. Sonur hans, Éti-
enne, fæddist árið 1981. Hann skildi við
eiginkonuna og lagðist í kjölfar þess í
þunglyndi sem varð til þess að hann
þurfti nokkrum sinnum að leggjast inn á
geðdeild.
Bókmenntaferill hans hófst þegar hann
var um tvítugt og kynntist hópi ljóð-
skálda. Árið 1985 kynntist hann Michel
Bulteau, ritstjóra eins virtasta bók-
menntatímarits Frakka, La Nouvelle
haustið 1998, en sú skáldsaga hefur nú
verið þýdd á þrjátíu tungumál. Fyrir
hana hlaut höfundurinn hin svonefndu
Nóvember bókmenntaverðlaun og hin
virtu, írsku IMPAC verðlaun fyrr á þessu
ári.
Þetta sama ár, 1998, kvæntist hann
Marie-Pierre Gauthier. Árið 1999 sendi
hann frá sér nýja ljóðabók, Endurreisn,
og skrifaði ásamt leikstjóranum Phil-
ippe Harel kvikmyndahandrit sem bygg-
ist á skáldsögunni Útvíkkun bar-
áttusvæðisins og var sú mynd frumsýnd
tveimur árum síðar. Vorið 2000 gaf
hann út geisladiskinn Mannleg nærvera
þar sem hann flytur eigin ljóð við undir-
leik popphljómsveitar og fór þá um sum-
arið í tónleika- og upplestraferð með
hljómsveitinni um Frakkland þvert og
endilangt og var hvarvetna tekið sem
stórstjörnu. Um svipað leyti kom skáld-
sagan Lanzarote út ásamt ljósmyndabók
og voru bækurnar seldar saman í öskju.
Nýjasta skáldsagan hans, Áform, kom út
í byrjun september 2001 og hefur hún
þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál,
nú síðast á íslensku.
Houellebecq hefur verið geysilega um-
deildur höfundur í heimalandi sínu og
víðar allt frá því að hann sendi frá sér
skáldsöguna Öreindirnar. Bókin þótti
klámfengin en einnig fóru eigendur sum-
arleyfisstaðar í Suður-Frakklandi í mál
við Houellebecq vegna þess hvernig hann
lýsti þeim í bókinni. Deilurnar um Houell-
ebecq komust síðan á annað stig eftir út-
komu nýjustu skáldsögu hans Áform. For-
ráðamenn ferðaskrifstofunnar Nouvelles
Frontières urðu ævareiðir yfir því hvern-
ig þeim er lýst í bókinni sem fjallar öðr-
um þræði um kynlífsferðamennsku. Í bók-
inni er einnig fjallað um íslam á
óvirðulegan hátt og í kjölfar stóryrtra yf-
irlýsinga höfundarins í tímaritsviðtali í
fyrrahaust um að íslam væru heimskuleg
trúarbrögð kærðu samtök múslima í
Frakklandi hann til dómstóla. Kærunni
var vísað frá undirrétti í París í lok októ-
ber síðastliðins.
Af þessu má ljóst vera að ferill Houell-
ebecqs hefur verið allskrautlegur en með
Öreindunum og Áformum þykir hann
hafa komið með nýjan og ferskan tón inn
í franskar samtímabókmenntir.
Michel Houellebecq býr með eiginkonu
sinni, Marie-Pierre og hundinum Clément,
í gömlu gistihúsi sem nefnist Hvíta húsið
á lítilli eyju við suðurströnd Írlands.
Þröstur Helgason
SKRAUTLEGUR FERILL