Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002
O
FT hef ég fundið til með
eldri listamönnum þeg-
ar þeir geysast fram á
ritvöllinn argir vegna
þess að þeim finnst sér
á einhvern hátt vera
mismunað gagnvart
öðrum listamönnum,
gjarnan yngri, eða þeir lúti í einhverju lægra
haldi í útekt og mati tímans. Það kann að vera
réttmætt og eðlilegt að gera það, og oft er
það eðlilegt lífsmark hjá yngri mönnum að
æsa sig svolítið, en það verður oft einhvern
veginn dapurlegt og einmanalegt hjá þeim
eldri, og einhvern veginn eins og æsingurinn
sé fyrst og fremst vegna þess að þeim finnist
að þeir hafi verið skildir eftir og lífið sé að
líða hjá. Þá vill blekið sullast stjórnlaust í erg-
elsi á pappírinn.
Það má þó vera að moldviðrið sem þyrlast
upp við atið sé nauðsynlegt, og eitt er víst að
það hefur skapað einhverja umræðu að þessu
sinni.
Don Kikote barðist ekki til einskis fyrir
réttlætinu. Við höfum dregið lærdóm af bar-
áttu hans og kannski er mörg réttlætisbar-
áttan auðskiljanlegri í ljósi hennar. Þegar
hann berst við ímyndaðan óvin, fyrir réttlæt-
inu, þá gæti það virst undarlegur óvinur. En
þar slær hann ryki í augu áhorfenda, sem
halda að hann sé eitthvað ruglaður. Ímyndaði
óvinurinn er tákn fyrir fasta og staðlaða hugs-
un. Sansjó og don Kikote frelsuðu sjálfa sig
frá hversdagslífinu, í hugmyndinni um að
frelsa fegurðina og réttlætið úr höndum óvin-
arins.
Ég var á leið til Ítalíu í Flugleiðaflugvél,
þegar ég las Reykjavíkurbréf Morgunblaðs-
ins, sem fjallaði um stöðu myndlistar á Ís-
landi. Greinin var á einhvern hátt viðbrögð
við bréfum Kjartans Guðjónssonar, Einars
Hákonarsonar og fleiri listamanna, og jafn-
framt almenn hugleiðing sem fór vítt yfir
myndlistarsviðið á Íslandi, um ástand og
skipulag sýningarsala og hvað mætti vera til
bóta fyrir okkur gagnvart heiminum. Hvernig
mætti gera okkur stærri og virkari í listheim-
inum og hvernig mætti fá aukið fjármagn til
listarinnar.
Eitt meginvandamálið á Íslandi er smæð
myndlistarmarkaðarins, ég held að menn séu
nokkuð sammála um það. Það er jafnvel erfitt
að tala um myndlistarmarkað, vegna þess að
það eru ekki mikil viðskipti sem fara fram
með myndlist og flestir vinna algjörlega á eig-
in forsendum og eiga sér fáa utanaðkomandi
stuðningsmenn. Það er þó hægt að sjá það
ágæti í þessu að listamaðurinn þarf ekki að
sveigja sig að kröfum kaupanda, en um leið er
minna um almenna krítík eða samtal, sem er
bæði nauðsynlegt og skemmtilegt, og dýptin
eykst við skoðanaskipti, báðum megin frá og
geta velt af stað þriðja hjólinu. Ef allt væri
með eðlilegum hætti, þá ættu að vera hér
gömul og gegn gallerí, sem sýndu reglulega
eldri listamenn okkar, og ný sem sífellt væru
að koma manni á óvart með yngri listamönn-
um, og allt í bland þar á milli. Með eldri gall-
eríum á ég við stofnanir sem væru búnar að
fá virðingarsess í þjóðfélaginu, og sýndu góða
viðurkennda list. Þannig er það víðast hvar.
Það gerði allt betra og þægilegra fyrir lista-
mennina og væri líka þáttur í þróun þeirra og
ábyrgð. Þetta fyrirkomulag ýtir líka á ábyrgð
umhverfisins, og kannski gleymdust menn
ekki eins gjörsamlega eins og hendir nú. Ég
man það, frá því að ég var í listráði Listasafns
Íslands, hvernig menn áttu sín ár í sölu lista-
verka til safnsins, þegar ég leit yfir lista-
verkakaupin frá upphafi. Þar var mjög aug-
sýnilegt hver var ríkjandi hópur hvers tíma,
og hvenær honum lauk.
Þetta er ekki alltaf rangt að því marki að
þetta eru oftast atkvæðamestu listamennirnir
opinberlega, að hluta til vegna þess að í þessu
einsýna umhverfi fá þeir flest tækifæri, og ef
við gefum okkur að tækifæri sé aukinn mögu-
leiki til þróunar. En dugleg gallerí og duglegir
listamenn og listáhugamenn hafa mikið að
segja, við að koma sínum mönnum að. Sá hluti
kom mér reyndar talsvert á óvart. Jafnvel per-
sónulegar hringingar eða samræður um að ein-
hver ákveðinn listamaður væri blankur og
hefði ekki verið keyptur í þetta og þetta lang-
an tíma. Báðar þessar forsendur eru nátt-
úrlega afleitar og ég held hvergi tíðkaðar
nema hér, og eru kannski ekkert betri en þess-
ar pólitísku tilskipanir, báðar teknar frá einka-
sjónarhorni. Kannski má kalla þetta örlög, og
þá að örlög ráði, að fyrri tíma hætti. Þetta
gæti breyst ef fleiri og ólíkari gallerí og list-
unnendur stæðu þarna að baki, og ólíkari
raddir tækjust á, og ekki er við neinn að sak-
ast þó að hver haldi sínu fram.
Menn hafa líka verið að hafa á orði að pró-
fessoraskipanin í Listaháskólanum sé nokkuð
einlit og það tal jókst ef eitthvað var þegar
Roni Horn var ráðin sem gestaprófessor. Það
er náttúrlega erfitt að hafa nokkuð á móti því.
Hún hefur unnið mikið með Ísland og búið hér
reglulega, og er góður listamaður. Það þarf
náttúrlega alltaf að velja þegar þessi möguleiki
kemur upp og þó að ég viti að það sé eins og
að kasta skítafýlusprengju inn í dyragættina,
þá dettur mér í hug að það hefði verið gaman
að fá andstæðan pól inn í skólann eins og Odd
Nerdrum, eða nýja „tengdason“ Íslands
Matthew Barney, sem mér finnst einn af for-
vitnilegri myndlistarmönnum nútímans. Svo
mætti náttúrlega finna hvaða listamann sem
er, án þess að hann tengdist landinu svona
með beinum og óbeinum hætti. Listaháskólinn
þarf náttúrlega að rusla upp ólíkum hugmynd-
um.
Vegna smæðarinnar í öllu er eins og sjaldan
hafi verið pláss fyrir meira en eitt ráðandi afl
hverju sinni. Fyrst þegar ég kom inn á þetta
leiksvið í raunveruleikanum, tiltölulega ný-
kominn úr sveitinni og vanastur þúfnagang-
inum, var Septem-hópurinn ráðandi aflið. Til
gamans, þá er mér minnisstætt þegar ég
heyrði, forvitinn listnemi, Jón Gunnar Árna-
son segja, helvítis Septembermennirnir náðu
honum, og átti þá við einhvern útlendinginn
sem var hér kominn til að skoða íslenska list
með sýningu í útlöndum í huga. Enn heyrist
svipað tal og hver hópurinn hefur tekið við af
öðrum, og þá eru þeir sem tilheyrðu síðasta
ráðandi hópnum verstu óvinirnir, eins og
sannast á hverri byltingunni á fætur annarri
út í heimi, og svo einn af öðrum. Ég var fyrir
nokkrum árum að sýna í Prag, og heyrði að
þeir listamenn sem höfðu lifað í vellystingum
nokkrum árum áður, í skjóli kommúnista-
stjórnarinnar, voru gersamlega úti í kuld-
anum, jafnvel þó að þeir væru ágætislista-
menn. Sama gerðist í Rússlandi í kringum
byltinguna þar. Fyrst átu listamenn bylting-
arinnar listamenn keisaratímabilsins, svo voru
þeir étnir af eigin mönnum sem voru farnir að
festast í sessi og lifa rólegu og öðru vísi lífi,
og kærðu sig ekkert um truflandi kringum-
stæður. Í eðli sínu er þetta eins alls staðar þó
að ekki sé gengið eins hreint og augljóslega
til verks hér vestra. Hópar og klíkur myndast
auðvitað líka á svokölluðum Vesturlöndum, og
verða e.t.v. ríkjandi, samkvæmt einhverjum
tískum og tíðaranda, en munurinn er sá að
þar er heimurinn mun stærri og flóknari og
þá frjálsari og flestir eiga sér forsvarsmenn
og vini einhvers staðar annars staðar, sem
koma líka efni og upplýsingum að og eiga
önnur samskipti eftir öðrum krákustígum,
sem eru kannski engu minna forvitnilegir.
Þar þróast svo annað tungumál og hugsun,
sem ef til vill dúkkar upp að krafti annars
staðar í öðrum tíma.
Vegna þess að pop-heimurinn virðist mér
einhvern veginn auðskiljanlegri í byggingu, er
ágætt að horfa á hann, og sjá hvernig hann
skiptist. Lög af vinsældalistanum í dag geta
verið horfin fyrir fullt og allt viku síðar, og
það eru endalusir hópar af þessari og hinni
tegund tónlistar, og oft eru bestu listamenn-
irnir ekkert sérstaklega viðurkenndir nema
innan hóps fagmanna og sérstakra áhuga-
manna.
Þannig er hægt að sjá, ef flett er í uppboðs-
Í RYKMEKKI FAR
„Ef allt væri með eðlilegum hætti, þá ættu að vera hér
gömul og gegn gallerí, sem sýndu reglulega eldri lista-
menn okkar, og ný sem sífellt væru að koma manni á
óvart með yngri listamönnum, og allt í bland þar á
milli,“ segir í þessari grein þar sem fjallað er um ís-
lenska myndlist og myndlistarmarkað en höfundurinn
horfir úr fjarlægð þar sem hann er á ferðalagi á Ítalíu.
ÚR FERÐADAGBÓK
Þó að það komi hingað erlendur sýningarstjóri
verður listaverkið ekkert betra fyrir bragðið.
Það er eins og talað sé um hann eins og frelsandi
engil, frelsi listamanninn úr álagaham, rétt eins
og fyrirmenn þjóðarinnar tala um álverin. Það
frelsar ekkert álver þessa þjóð. Það er að heyra að
komi hingað erlendur sýningarstjóri þá verði
allt gott og blessað. Frelsandi engill gat ekki
bjargað Sódómu allri, eins og menn vita. En
Lot lagðist með dætrum sínum, að vísu í ölæði
eins og skipulagið sagði til um, og allt varð gott
á ný þannig að kannski er von.
E F T I R H E L G A Þ O R G I L S F R I Ð J Ó N S S O N