Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Qupperneq 11
HVERJU TRÚA MÚSLÍMAR? Hverju trúa múslímar? SVAR: Múslímar skiptast í tvær meg- infylkingar, sunníta og shíta. Sunna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Mú- hameð lét skrá á Kóraninn eftir opinber- unum sem hann fékk frá Allah, hinum eina guði. Kóraninn er einnig orð Allah sjálfs að mati shíta en þó er nokkur munur á nokkr- um veigamiklum kenningum þessara tveggja hópa. Sunnítar styðjast við ýmis ummæli, svo- nefnd hadith , sem höfð eru eftir Múhameð en eru ekki í Kóraninum. Shítar styðjast einnig við hugmyndir sem ekki er að finna í Kóraninum, til dæmis um hina svokölluðu imama sem koma fram með nokkru millibili og túlka orð Kóransins. Sumir þessara imama lifa í leyndum en loks mun koma sá sem frelsar alla hina trúuðu, Mahdi, og verður þá guðsríki að veruleika. Deilur um hver skyldi vera eftirmaður spámannsins Múhameðs ullu miklu um skiptinguna í þessar tvær fylkingar. Sunn- ítar urðu þeir sem héldu fram að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leið- togi, en þeir sem héldu fram Ali, tengda- syni Múhameðs, nefndust shítar. Þessi skipting hefur haldist æ síðan. En íslam greinist í fleiri hópa, til dæmis vahabíta og ísmaelíta. Konungsættin í Sádi- Arabíu aðhyllist kenningar vahabíta. Ís- maelítar eru ekki fjölmennir um þessar mundir en er helst að finna í Pakistan. Munkareglur innan íslam hafa víða nokkur áhrif og meðal þeirra eru súfistar líklega þekktastir. Þeir leitast við að öðlast yf- irnáttúrlega, mystíska, reynslu með íhugun og dansi. Það sem sameiginlegt er öllum múslím- um er trúin á einn guð, Allah, og að Mú- hameð, spámaður hans, hafi fyrir opinber- un fengið að flytja mannkyni orð Allah, þau sem rituð eru á bók á himni. Sú bók er rit- uð á arabísku og er Kóraninn afrit hennar. Múslímar segja að Kóraninn verði ekki þýddur á aðrar tungur svo mark sé að. Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameig- inleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölm- usugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka sem sérhverjum trúuðum er ætlað að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef ekk- ert hindrar hann. Stundum er rætt um að hið svokallaða heilaga stríð sé ein af stoð- um íslam en þar er frekar um að ræða hvatningu til trúaðra að standa vörð um trúna og verja hana fyrir óvinum og þeim sem vanvirða hana. Lögmál um andleg og veraldleg efni, sharía, eru skýrð í Kóraninum en jafnframt er gífurlegt safn fyrirmæla um hvernig brugðist skuli við hinum margvíslegu til- vikum lífsins dregið af setningum í honum. Það er hlutverk fræðimanna af ýmsum skólum að túlka slíkar setningar. Ennfremur er hvatt til pílagrímaferða til ýmissa annarra helgra staða. Einkum er það algengt meðal shíta. Bæði sunnítar og shítar halda fram mjög ákveðinni eingyð- istrú og telja Kóraninn beinlínis orð og fyr- irmæli Allah og skuli þau gilda um allt hvað eina í einkalífi, samfélagi manna og öllum samskiptum þeirra, og í ríkinu. Síðan eru margs konar atriði sem túlkuð eru á ólíkan hátt.Í íslam er ekki nein kirkja eða prestar. Moskurnar eru bænastaðir og þar fer stundum fram fræðsla um ýmis trúar- leg efni. Múhameð er fremstur spámanna Allah, en Jesús, Móses og margir aðrir eru einnig mikilsvirtir spámenn. Abraham er ættfaðir bæði múslíma og gyðinga. Haraldur Ólafsson, fyrrverandi prófessor í mann- fræði við HÍ. Hvernig verða frumuskipti í klónaðri mannveru? SVAR: Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum ein- staklingi. Ein helsta forsenda þess að klón- un takist er að frumuskiptingar séu eðlileg- ar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu með þeim afleiðingum að fósturþroskun stöðvast eða brenglast. Það eru reyndar ekki einungis frumu- skiptingarnar sjálfar sem þurfa að vera eðlilegar heldur líka sú sérhæfing frumna sem á sér stað eftir því sem fóstrið vex og þroskast. Komið hefur í ljós að meðal klón- aðra dýrafóstra sem ná fæðingaraldri er allmikið um þroskunargalla af ýmsu tagi. En það eru líka dæmi um klónuð dýr sem virðast alheilbrigð. Menn hafa ekki enn verið klónaðir, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Klónun manna er að flestra dómi allt of áhættusöm auk þess sem ýmis siðfræðileg rök mæla gegn henni. En fæðist einhvern tíma og vaxi upp alheilbrigður klónaður maður yrði hann ekkert frábrugðinn öðrum mönnum hvað frumuskiptingar, frumusérhæfingu og frumufjölda snertir. Frá líffræðilegu sjón- arhorni yrði hann eins og aðrir menn. Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði við HÍ. Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu í spænsku? SVAR: Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæg- lega breyst í almenna spurningu án þess að setningaskipan breytist. Það eina sem breytist er spurningarmerkið. Dæmi: „Está mejor tu hermana.“ (Systir þín er betri). „¿Está mejor tu hermana?“ (Er systir þín betri?) Munurinn á spænsku og íslensku í þessu samhengi er augljós þar sem sögnin færist venjulega fremst í setninguna í spurningum í íslensku. Dæmi: „Er systir þín betri?“ Það er ekki nauðsynlegt í spænsku og hægt er að segja: „Tu hermano está mejor“ (Bróðir þinn er betri) og „¿Tu hermano está mejor?“ (Er bróðir þinn betri?) Takið eftir að sögnin í spænsku setningunum fær- ist ekki úr stað. Aðaltilgangurinn með því að setja spurn- ingarmerkið á hvolf í upphafi setningar er að nauðsynlegt er að vara lesandann við áður en lestur hefst því tónn raddarinnar breytist strax í upphafi spurnarsetningar. Hann fer upp á við. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ. Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu má nefna: Er hægt að verða ónæmur fyrir kvefi, hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða og af hverju hefur verið óvenju mikið um norðurljós um þessar mundir? VÍSINDI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 11 og áherslu á minningar. Gagnrýnandi einn hef- ur gefið Munro titilinn „listaskáld heimilismun- anna“ því margar sagna hennar gerast innan veggja heimilisins þar sem hversdagsleikinn öðlast dýpt vegna minninganna sem búa í gam- alkunnum hlutum. Efni verka Alice Munro er í sem allra stystu máli þroskasögur kvenna á öllum aldri og á hin- um ýmsu tímum. Sumar fjalla um líf unglings- stúlkna í smábæjum á fimmta og sjötta ára- tugnum, þær uppgötva ástina, kynlífið eða annað sem tilheyrir veröld fullorðinna. Aðrar segja frá ungum eiginkonum, miðaldra frá- skildum konum, flóknum samskiptum hjóna, vina og fjölskyldumeðlima. Segja má að heild- arverk Alice Munro birti stöðu kvenna í vest- rænu þjóðfélagi á hinum ýmsu tímum: annars vegar spannar útgáfuferill hennar 34 ár og hins vegar gerast sögur hennar á mismunandi tím- um, stundum á ritunartíma, oft nokkrum ára- tugum áður og sumar sögurnar ná alla leið aft- ur til 19. aldar. Sumar sögurnar lýsa framhjáhaldi kvenna sem þó eru ekki lauslátar að eðlisfari. Í sögunni What is rembembered á gift söguhetjan í stuttu ástarsambandi við lækni sem lætur lífið löngu síðar. Þegar konan fréttir af andláti læknisins gerir hún sér ljóst að án þessa ást- arævintýris hefði hún ekki getað þolað við í hjónabandi sínu. Hjónabandið er þó ekkert víti (líkt og í sögunni Post and Beam) heldur bara enn eitt dæmið um hjón sem hafa fjarlægst hvort annað og eru óravegu frá því að geta upp- lifað mikla hamingju saman, þó að samskipti þeirra séu bærileg. Sjaldan er lýst öfgafullum aðstæðum, ofbeldi eða hörmungum. Það er yfirleitt ekki ljóst og oftast afstætt hvort persónurnar eru ham- ingjusamar eða óhamingjusamar. Þær upp- götva að tilveran er ekki öll þar sem hún er séð og gjarnan koma þær sjálfum sér á óvart með furðulegum ákvörðunum sem þó reynast rök- réttar við nánari athugun. Í sögum Munro verður líf venjulegs fólks stundum framandi og oft hlaðið töfrum vegna þess að tilveran leynir á sér og fátt er hægt að sjá fyrir. Margir samverkandi þættir gera verk Alice Munro einstæð og á suma þeirra hefur verið drepið hér að framan: það hve sögur hennar eru efnismiklar og flóknar af smásögum að vera, frábær ritstíll, áherslan á að lýsa því hvernig atburðirnir gerast fremur en að lýsa atburðum sem eru stórtíðindi í sjálfu sér, af- burðagott sálfræðilegt innsæi. En kannski er það mystíkin sem gerir gæfumuninn. Munro er óravegu frá fantasíunni og ekki lýsir hún yf- irnáttúrlegum viðburðum. Samt eru margar sögur hennar ærið dularfullar, sérstaklega í bókinni Open Secrets (útg. 1994). Hið dular- fulla sprettur af því að í sögunum gerist eitt- hvað sem aldrei verður að fullu skýrt. Fólk á sér leyndarmál og sumum þeirra deilir það aldrei með neinum. Óvissan vegur samt aldrei það þungt í sögunum að hún angri lesandann heldur á hún sinn þátt í að hrífa hann, lesand- inn sættir sig við að í þessum sögum rétt eins og í lífinu verða sumar ráðgátur alltaf óleystar. En kannski er snilld Alice Munro mesta ráð- gátan, þessi snilld sem maður hrífst af við lest- ur bóka hennar en erfitt er að lýsa. Ritdómar um verk hennar virka oft á mann sem fremur marklítil skrif, hlaðin kunnuglegum og almenn- um lofsyrðum sem engan veginn fanga hina hógværu og óræðu list höfundarins. En maður tekur viljann fyrir verkið, gefur sér að gagnýn- endurnir hafi, rétt eins og undirritaður, upp- lifað töfra sem erfitt er að festa hönd á og koma orðum að. Höfundur er rithöfundur. Alice Munro hefur sagt að það hafi aldrei verið ætlun sín að gerast smásagna- höfundur, hún hafi umfram allt ætlað að skrifa skáldsögur. En amstrið sem fylgdi því að hugsa um heimili og ala upp börn gerði að verkum að tíminn til skrifta var stopull. (2. Kor. 5:19) Guðs hús – táknið Akureyrar augljóst merkið ber. Ljósið – orð Guðs ekki setjum undir mæliker. Uppi’ á hæð er heilög Brekkan helgað musterið Guði er í Syni sínum sættist manninn við. Kirkjan trúartraustið veitir, trú í gleði’ og sorg. Fagurt hér er útsýni’ yfir Eyjarfjarðarborg. Tifar klukkan tímans stundir tónar æviskeið. Kristin stund manns, ár og – eilífð einni tengjast leið. Mestu ævisögu sagða, sjáið myndast hér. Sautján steindir gluggar gefa glögga Kristsmynd þér. Þar við bætast þættir sögu þjóðar kristni tjá. Kaþólsk – lúthersk kynnt er fortíð kom þú inn og sjá. Hörpuskel með skírnar vatni skírnar engill ber. Helgust athöfn undirbúin allt til reiðu hér. Inn í ríki Guðs er gengið, gjöf er náðar best. Síðar staðfest Guðs er gjöfin gæfan er þar mest. „Ó, Guð vors lands“ – sem geisli sólar grunntónn lífsins er. Sálmaskáldið Sigurhæða sannleikann fram ber. Matthíasarkirkja kölluð, kom sú nafngjöf fyrst. Þjóðskáld hinna „háu tóna“ hjá þér – boðar Krist. Ort í tilefni afmælishátíðar eldri borgara í Akureyrarkirkju. Stundaklukkan á framhlið kirkj- unnar, sem minnst er á í öðru erindi ljóðsins, leikur á hverjum klukkutíma stutt einraddað lag eftir Björgvin Guð- mundsson tónskáld. Lagið táknar ævi- skeið mannsins frá æsku til elli. Klukk- an slær tóna úr laginu á stundarfjórð- ungsfresti, fyrst 4 tóna, síðan 8, svo 12, en á heilum tíma alla 16 tóna lagsins. Í lokaerindi ljóðsins er vitnað til ummæla Davíðs frá Fagraskógi þar sem hann kallar séra Matthías skáld hinna háu tóna. Frú Sigríður Schiöth las upp ljóð- ið. Á morgun er 62 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Á mánudag er 82 ára ártíð séra Matthíasar. PÉTUR SIGURGEIRSSON Höfundur er biskup. AKUREYRAR- KIRKJA Morgunblaðið/Ómar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.