Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 Þ AÐ er mikilvægt hlutverk Listasafns Íslands að efna til sýninga á verkum starfandi listamanna sem eru virkir þátttakendur í samtímalistinni. Listasafn Íslands er listsögu- legt safn en það er mikilvægt að leggja áherslu á það að samtímalistin er hluti af þeirri sögu sem listasafnið fjallar um. Við getum ennfremur fullyrt með hliðsjón af þessari sýningu að ís- lenskir listamenn eru virkir þátttakendur í hinu alþjóðlega listalífi,“ segir Ólafur Kvar- an safnstjóri Listsafns Íslands, um mynd- listarsýninguna „Íslensk myndlist 1980– 2000“ sem opnuð verður í safninu í dag. Þar eru sýnd 99 verk eftir 53 íslenska myndlist- armenn, en sýningin spannar síðustu tvo áratugi í íslenskri listsköpun. Verkin á sýn- ingunni eru öll í eigu safnsins en fæst þeirra hafa verið sýnd þar áður. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Ís- lands, annast sýningarstjórn og segir hann óhætt að segja að hér sé um að ræða stærstu sýningu sem opnuð hefur verið á ís- lenskri samtímalist. Sýningin stendur í öll- um sölum safnsins, jafnframt því sem nýtt sýningarrými hefur verið tekið í notkun í kjallara safnsins. Þannig rúmar sýningin þriðjung þeirra verka sem Listasafn Íslands hefur eignast á tímabilinu 1980 til 2000 eftir listamenn fædda eftir 1950. Öll verkin í eigu safnins frá þessu tímabili geta gestir síðan skoðað í stafrænum gagnagrunni um safn- eign Listasafns Íslands sem skoða má í tölv- um í húsakynnum safnsins. „Markmið sýningarinnar er fyrst og fremst að sýna þann fjölbreytileika sem ein- kennir þetta tímabil og birtist bæði í við- fangsefnum og framsetningu listamann- anna,“ segir Ólafur Kvaran um sýninguna. „Sýningin leiðir í ljós að listamenn samtím- ans hafa valið sér það framsetningarform sem þeim hentar. Tími „ismanna“ er þannig liðinn, og í raun ekkert eitt tjáningarform sem hægt er að draga fram á þessu tímabili sem telja má einkennandi og ráðandi. Við sjáum t.d. mikla endurnýjun í málverkinu þegar „nýja málverkið“ kemur fram við upphaf níunda áratugarins, en jafnframt að málverkið er á þessu tímabili aðeins eitt tjáningarform af mörgum því einnig eru notaðar framsetningar eins og ljósmyndir, hljóð, myndbönd og innsetningar. Listamað- urinn miðlar ekki aðeins reynslu sinni með hlutum sem áhorfandinn skoðar heldur skapar nýtt hugmyndalegt rými sem áhorf- andinn gengur inn í og tekur þátt í. Lista- maðurinn velur það tjáningarform sem hentar og hann vísar jöfnum höndum í lista- söguna og áleitin tákn í nútímanum, hvort sem fjallað er um samband náttúru og menningar eða áleitnar tilvistarspurningar,“ segir Ólafur. – Má því sjá uppgjör við hugmynda- strauma nýliðinnar aldar í þessum verkum samtímalistamanna? „Verkin spanna tímabilið 1980-2000 og þar má sjá margvíslegar vísanir í þær hug- myndir sem settu svip sinn á list 20. ald- arinnar. Ef við lítum t.d. á íslenska náttúru, en umfjöllun um hana á sér ríka hefð í ís- lenskri myndlist, sjáum við á sýningunni nýja vinkla á þetta viðfangsefni, hvort sem þeir eru hugmyndafræðilegir eða formræn- ir. Þannig vinna menn bæði með beina skír- skotun í veruleika og skírskotanir til lista- sögunnar. Við getum tekið Hrafnkel Sigurðsson sem dæmi, en í ljósmyndaverk- um hans er m.a. að finna íróníska afstöðu til náttúrunnar þegar íslenska fjallarómantíkin umbreytist í snjóskafl á Selfossi. Þá er sam- band náttúru og menningar, sem Ólafur Elí- asson er t.d. að fjalla um í sínum verkum, áleitið hjá mjög mörgum listamönnum, sem og spurningar um hina menningarlegu sjálfsmynd, stöðu og hlutverk listarinnar. Listamaðurinn hefur í dag gríðarlegt frelsi gagnvart miðlunum og ekki síst gagnvart listasögunni sem hann notar til þess að byggja upp sín tákn eða líkingar. Hann á ákveðið val gagnvart sögunni, og tími rétt- trúnaðarins á áratugunum á undan, þar sem litið var á eina lausn umfram aðra í tjáningu listamannsins, er liðinn. Þannig er listhug- takið í sífelldri endurskoðun. Sá marg- breytileiki sem einkennir sýninguna end- urspeglar þetta frelsi samtímalistarinnar.“ Margbreytileg framsetning Sýningin er sem fyrr segir í öllum sölum listasafnsins og má segja að hún hreinlega flæði um gjörvallt húsið. Nýtt sýningarhús- næði í kjallara safnsins hefur verið tekið í notkun, auk þess sem anddyri, gangar, stigapallar og jafnvel fatahengi húsakynna Listasafns Íslands eru nýtt undir hvers kyns skúlptúra og innsetningar sem sýning- unni tilheyra. „Það má segja að hver krókur og kimi í húsinu sé notaður, en með því hafa verið búin til og nýtt ýmiss konar afmörkuð rými. Nýtt sýningarrými í kjallara hússins nýtist t.d. vel fyrir innsetningar,“ segir Ólafur. „Við höfum ekki leitast við að setja sýninguna upp í tímaröð, heldur reynt að búa til ákveðin samtöl milli verka frá hinum ýmsu tímum. Það gefur í raun verkunum nýtt innihald þegar þau eru sett í samhengi hvert við annað. Þannig erum við ekki að reyna að búa til sögulegar kringumstæður fyrir verkin.“ Sýningin Íslensk myndlist 1980–2000 end- urspeglar að sögn Ólafs söfnun Listasafns Íslands á íslenskri myndlist, en safnið á alls 317 verk frá umræddu tímabili. „En um leið hefur þessi sýning verið okkur tilefni til þess að gera ákveðna úttekt á safneigninni frá þessu tímabili, og sjáum við kannski hvar vantar inn í þegar farið er að skoða þetta í heild sinni. Þriggja manna innkaupa- nefnd ber ábyrgð á innkaupum safnins, þ.e. forstöðumaður safnsins og tveir fulltrúar samtaka listamanna. Innkaup safnsins hafa fyrst og fremst tekið mið af gæðum verk- anna, og þess vegna eru viðmið listasafnsins önnur en t.d. bókasafns sem leitast við að eignast sem flestar bækur. Það er heldur ekki markmiðið að safneignin gefi þver- skurð eða sýnishorn af allri íslenskri mynd- list, heldur eru það gæði hvers einstaks verks sem ráða úrslitum. Með innkaupum safnsins er í raun verið að skrifa íslenska FRELSIÐ Í SAM- TÍMALISTINNI Stærsta sýning sem haldin hefur verið á íslenskri samtímalist verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Þar er að finna verk eftir 53 íslenska listamenn sem unnin eru á síðastliðnum tveimur áratugum. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við sýningar- stjórann, Ólaf Kvaran, um sýninguna. Hannes Lárusson, Decoy, 1996: Táknmyndir koma síendurtekið fyrir í ýmsum litbrigðum og í ólíku samhengi í verkum Hannesar. Tálbeita í fuglslíki (decoy) er eitt af leiðartáknum Hannesar og lætur hann fuglinn standa fyrir myndlistina sem reynir að lokka til sín áhorfandann. Margrét H. Blöndal, Gifs, vatn, blöðrur, 1998: Margrét vinnur með hversdagslega hluti sem finna má heima hjá flestum. Blöðrurnar í verkinu minna okkur á að auðvelt er að blása til veislu, en einnig að gamanið getur varað stutt og skilið lítið eftir sig. Brothætt og forgengileg verk Margrétar minna okkur því á að tíminn líður og allt er í heiminum hverfult, einnig listin. Ólafur Elíasson, The Glacial Series, 1999: Í ljósmyndaverkum sínum hefur Ólafur unnið með myndir af sama fyrirbæri, t.d. brúm, ám eða jöklum þar sem hver einstök mynd fangar viðfangs- efnið á ákveðnum tíma og stað og myndar því tilbrigði við sama stef.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.