Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 Í TRETYAKOV-LISTASAFNINU í Moskvu, sem er ríkislistasafn Rúss- lands, opnaði í síðastliðnum mánuði sýning á verkum í eigu Listasafns Ís- lands. Á sýningunni, sem nefnist „And- spænis náttúrunni – Íslensk myndlist á 20. öld“, eru 65 verk eftir 21 myndlist- armann. Margir þeirra teljast til frum- kvöðlanna en aðrir eru starfandi í dag. Sýningin er sett upp í tveimur sölum og er þannig skipt í tvö tímabil. Þá eru í hliðarsölum sérsýningar og ítarefni; sýning um Halldór Laxness og verk hans, ljósmyndir eftir Mats Wibe Lund og myndband um íslenska náttúru. Á meðan á sýningunni stendur eru ennfremur sýndar nokkrar íslenskar kvikmyndir í fyrir- lestrasal safnsins. Abstraktlist var bönnuð „Þegar það kom til tals að fá þessa sýningu þá voru viðbrögð starfsmanna hér blendin, því menn vissu lítið um íslenska list,“ sagir dr. Galina B. Andreeva, forstöðumaður rannsókna og verkefna hjá Tretyakov-safninu. „Fyrir okkur var þetta dularfullt land með stórbrotna náttúru. Fólk var því forvitið. Þegar við kynnt- um sýninguna síðan fyrir fjölmiðlum, og eins á opnuninni, þá fengum við ákaflega jákvæð við- brögð því fólki kom á óvart krafturinn og ferskleiki verkanna.“ Galina talar um að elstu verkin einkennist af hugsjónablöndnu raunsæi. „Kjarval er svolítið þekktur hér og nokkur góð listasöfn, eins og Púshkin-safnið, eiga verk eftir hann. Aðrir listamenn eru ekki þekktir en raunsæislist á mjög djúpar rætur í rússneskri menningu þannig að eldri hlutinn er mjög spennandi fyr- ir eldri kynslóðir gesta. Árið 1958 var sýning hér á íslenskri list og gamalt starfsfólk man eftir henni. Sú sýning var frekar erfið fyrir áhorfendur, þetta var mest abstrakt og Rússar á þeim tíma þekktu lítið til slíks; abstrakt og framúrstefnulist voru lítið til sýnis á þeim ár- um. Hún var í raun bönnuð opinberlega en þar sem þetta var erlend boðssýning var hún sett upp en viðbrögðin voru mjög mótsagnakennd. Þessi sýning er mun aðgengilegri fyrir fólk, en unga fólkið nú er líka mun móttækilegra fyrir abstrakti, hugmyndalist og póst-módernisma.“ Björk og Laxness Áherslan í sýningunni er á íslenskt landslag og náttúru. „Fyrir Rússum er Ísland undar- legt land með mikilfenglegt landslag og fólk sem kemur býst við að sjá eitthvað sem tengist landslagi, náttúru og útsýni. Okkur finnst líka áhugavert að geta boðið upp á það. Til að fylla enn betur út í myndina hjá sýn- ingargestum ákváðum við að bæta við ljós- myndum með landslagi og myndbandi sem sýnir náttúruna. Við hugsuðum líka um að setja tónlist í bakgrunn sýningarinnar og horfðum þá til yngri listamanna. Sonur minn, sem er í háskóla, sagði að það yrði að vera Björk. Allt unga fólkið þekkir hana. Við vorum ekki viss og ég held að Ólafi Kvaran, forstöðu- manni Listasafns Íslands, hafi ekki litist á hugmyndina í byrjun, en svo heyrðum við þessa mjúku tóna og áttuðum okkur á því að þetta færi vel saman. Tónlistin sprettur úr þessu landi; Björk er yndisleg söng- og leik- kona.“ Galina segir marga gesti hafa þakkað sér- staklega fyrir sýninguna um Halldór Laxness, hún sé mikilvæg viðbót við myndlistina. „Með- al Rússa sem komust á legg á sjötta og sjöunda áratugnum er Laxness mjög frægur. Aðstoð- arforstöðumaðurinn hér sagði Laxness hafa verið hetjuna sína í hópi rithöfunda! Ísland er draumurinn Við höfum reynt að vanda til verka og það er áhugavert að blaða í þessari bók hér,“ segir Galina og bendir á gestabók þar sem fólk hefur ritar athugasemdir og hugleiðingar um það sem ber fyrir augun. Hún flettir í bókinni og les nokkur dæmi: „Það var með mikilli ánægju sem ég uppgötvaði íslensku listamennina. Lit- irnir eru stórkostlegir og mjög upplífgandi. Kjarval er bara ótrúlegur. Mig langar að vita meira um Ísland … Takk fyrir frábæra sýn- ingu, það var fyrir tilviljun að ég datt hér inn og er mjög þakklátur því hér kynntist ég list yndislegs lands. Ég horfði á kvikmyndina um Ísland og las alla textana um sýninguna og Laxness … Kærar þakkir, þetta er heillandi sýning … Ég hafði bara eina klukkustund fyr- ir sjálfa mig í Moskvu, ákvað að heimsækja uppáhalds safnið mitt og fyrir tilviljun sá ég þessa sýningu frá Íslandi. Ísland hefur verið draumur minn, allt mitt líf. Kærar þakkir fyrir myndlistina og einnig fyrir sýninguna um hinn fræga rithöfund Laxness. Ég hef lesið sög- urnar hans. Þetta er hátíðisdagur. Ég þakka aftur og Kjarval er alveg undursamlegur.“ Það fer ekki á milli mála að þeir sem skrifa í bókina hrífast af Kjarval en skyldi Galina eiga sér eftirlætislistamenn á sýningunni? „Mér finnst eins og ég eigi eitthvað í þeim öllum,“ segir hún og brosir. „Þeir klassísku eru mjög áhrifamiklir, eins og Ásgrímur Jóns- son og Kjarval. Þeir byrjuðu með þjóðlega hefð og það ber að virða þá en um leið voru þeir mikil uppgötvun fyrir mig. Í upphafi ótt- uðumst við svolítið að íslensk list á 20. öld gæti verið á jaðri evrópskrar listar þannig að við vorum varkár, vildum vita hvort þetta bætti einhverju við meginstraumana. En sýningin stóð aldeilis undir vonum. Hún sýnir ákveðin þjóðleg einkenni, fína einstaklinga – en ég neita því ekki að ég kann vel að meta Kjarval og finnst hann mikilvægastur í íslenskri mynd- listarsögu. Hann vann lengi og fékkst við alls kyns hluti, en hann brást við landslaginu á áhugaverðan hátt. Hann stóð nærri evrópsk- um hefðum en færði þær í þjóðlegt samhengi. Þá finnst mér samtímalistin mjög áhuga- verð. Í henni birtist ákveðinn stíll. En það er ekkert nýtt með norræna list. Í byrjun tutt- ugustu aldar var hreyfing hér í Rússlandi sem skipulagði mikið af sýningum og skandinav- ískum listamönnum var alltaf boðið; fyrir fólki hér var Skandinavía svæði þar sem nýjungar skutu upp kollinum og stefnur þróuðust. Ís- lensk samtímalist, eins og það sem verið er að gera með ljósmyndamiðilinn, birtir þessa til- finningu fyrir smekk, stíl og nútímanum. Þetta er mjög áhugaverð list.“ KJARVAL ER UNDUR- SAMLEGUR Kjarval er kominn til Moskvu og vekur þar athygli. Á sýningu á íslenskri myndlist í Tretyakov-listasafninu hafa gestir ennfremur hrifist af litum og ásýnd náttúr- unnar, segir dr. Galina Andreeva sem fylgdi EINARI FAL INGÓLFSSYNI um sýninguna. Við innganginn í Tretyakof-safnið eru stór skilti sem kynna sérsýningar. Til vinstri sést hluti af Fjallamjólk Kjarvals þar sem íslenska sýningin Andspænis náttúrunni er kynnt. Til hægri er aug- lýsing á sýningu á list frá Jakútíu. Í fyrri sal sýningarinnar eru verk eldri meistara íslenskrar myndlistarhefðar. Hér sjást málverk eftir Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving og Júlíönu Sveinsdóttur. Til hliðar við myndlistarsýninguna hefur verið sett upp sýning um ævi og störf Halldórs Lax- ness en bækur hans eru vel þekktar og í mikl- um metum meðal eldri kynslóða Rússa í dag. Morgunblaðið/Einar Falur Í salnum með yngri verkum eru m.a. verk eftir Erró, Georg Guðna og Sigurð Árna Sigurðsson. Galina Andreeva, yfirmaður rannsóknasviðs Tretyakof-safnsins í Moskvu, fyrir framan eitt verka Jóhannesar Kjarvals á sýningunni. efi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.