Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Side 15
Dierick Bouts, Van der Weyden, Lochner, Cima da Conegliano, Carpaccio, Rubens, Van Dyck, Frans Hals, Rembrandt, Guardi, Gainsborough, Romney, Lawrence, Fragon- ard, Corot, Renoir, Nattier, Fantin- La To- ur, Boucher, Manet, Degas og Monet. Hér hafa ratsjáraugu verið að verki, næmi sem verður einungis höndlað fyrir áhuga og ást á viðfangsefninu, mannlífinu um leið. Tryggvi Ólafsson var einkum uppnuminn af hlut Ma- nets, ég hins vegar gat seint slitið mig frá myndum Corots fyrir hið kristalstæra yf- irbragð, hreina og yfirnáttúrulega birtu- flæði. Safnið var tekið í gegn á síðasta ári, svo allt var eins og nýtt þar inni, en eitt gleymd- ist á leiðinni, sem við vorum ekki par ánægðir með, sem var að betrumbæta upp- lýsingastreymið í formi bóka og almennra rita. Gátum ekki skilið það í ljósi ríkidæm- isins allt um kring og létum í ljós furðu okk- ar, en fengum enga úrlausn fyrr en við höfð- um lokið við að versla að safnskoðuninni lokinni en þá fylgdi óvænt lítill pési með upplýsingum um stofnandann og stofnunina með í kaupbæti! Að vísu gat maður gengið að skrá/katalógu á ensku en hún var gömul og litgreiningin afleit, nýrri útgáfa svo ein- ungis á portúgölsku, létum okkur því nægja póstkort, en af þeim var mikill fjöldi en skipulagið þar klént og seinlegt. Með of- anskráðu var aðalatriðið að kynna safnið, en mig fýsir með sanni að skrifa fyllri grein um það í framtíðinni en þá þyrfti ég öllu betri heimildir milli handanna. En það yrði svo sannarlega mitt fyrsta verk að sækja það heim eigi ég leið til Lissabon aftur og á því hef ég fullan hug. Við héldum svo gegnum garðinn að nú- tímalistasafninu ölvaðir af þeim háleitu hlut- um sem við höfðum hlaðið heilabúið með, en þar biðu okkar vonbrigði á vonbrigði ofan. Ekki endilega vegna einstakra verka heldur vorum við að yfirgefa mjög sérstætt safn þar sem margt kom á óvart og hreyfði sterklega við heilasellunum, en komum svo í það sem nefna má eftirgerð annarra nú- listasafna um alla Evrópu. Mikill misskiln- ingur að halda að menn leggi á sig þúsunda kílómetra ferðalög til að sjá það sama og maður hefur fyrir framan nefið á sér. Ekki tók betra við er í sölubúðina kom, þar engar upplýsingar að fá og ekki einu sinni póstkort gefin út af safninu. Áttum eftir að rekast enn frekar á þessar miklu andstæður næstu daga og ekki aðeins á söfnum heldur í þjóð- lífsbyggingunni allri. Bilið á milli fortíðar og nútíðar einfaldlega ekki brúað sem skyldi og að því mun ég víkja nánar í næsta og síðasta pistli mínum frá þessum slóðum … Hið óviðjafnanlega meistaraverk Rubens (1577–1640) af spúsu sinni Helenu Fournment. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 15 MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófar- húsinu: Reykjavík í hers höndum. Til 2.2. Galleri@hlemmur.is: Viktoría Guðnadótt- ir. Til 5.1. Gallerí Skuggi: Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Til 22. des. Gallerý nr. 5, Skólavörðustíg 5: Samsýn- ing Álfheiðar Ólafsdóttir og Helgu Sigurð- ardóttur. Til 31. des. Gerðuberg: Teikningar úr nýjum barna- bókum. Til 6.1. Hafnarborg: Samspil og Sambönd Íslands. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirsdótt- ir. Til 1.3. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Há- konarson og Óli G. Jóhannsson. Til 23. des. Listasafn Borgarness: Guðmundur Sig- urðsson. Til 23. des. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er lok- að til janúarloka. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1980– 2000. Til 15.1. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Borg – innsetning Ingu Svölu Þórsdóttur. Nú- tímalist frá arabaheiminum. Til 19.1. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Martin Bigum. Til 15.1. Miðrými: Odd Ner- drum. Til 31.1. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Andlits- myndir og afstraksjónir. Opið e. samkomu- lagi í desember og janúar. Til 30.3. Mokkakaffi: Hildur Margrétardóttir. Til 15.1. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Giovanni Garcia-Fenech. JBK Ransu. Til 12.1. ReykjavíkurAkademían, Hringbraut 121: Ingólfur Júlíusson, ljósmyndir. Til 31.1. Sal #39, Hverfisgötu 39: Kristján Jónsson. Til 23. des. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu.: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðar- ins: Einar Sigurðsson í Eydölum. Íslands- mynd í mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Næturtónleikar á sól- stöðum – Slagverkshópurinn Benda. Kl. 20. Dómkirkjan: Mozart við kertaljós. Camer- arctica. Kl. 21. Ýmir: Lúðrasveitin Svanur. Kl. 16. Fríkirkjan í Reykjavík: Margrét Sigurð- ardóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Haf- steinn Þórólfsson og Þorbjörn Sigurðsson. Anna Rún Atladóttir leikur á píanó. Kl. 17. Langholtskirkja: Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju. Gradualekórinn, Ólafur Kjart- an Sigurðarson og Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir. Kl. 23. Sunnudagur Dómkirkjan: Dómkórinn í Reykjavík og Barnakór Dómkirkjunnar. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Jólaóratóría eftir John Speight. Bein útsending til fjöl- margra Evrópulanda. Flytjendur: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir alt, Garðar Thór Cortes tenór, Benedikt Ingólfsson bassi, Schola cantorum, Mót- ettukór Hallgríms- kirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Kl. 17. Langholtskirkja: Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju. Sjá laugard. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fullri reisn, fim., fös. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Elín Ósk Ósk- arsdóttir NÚ fagna himins englar er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 17. Þar koma fram söngv- ararnir Margrét Sigurðardóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Hafsteinn Þórólfsson og Þor- björn Sigurðsson, en hann leikur einnig á gít- ar. Undirleikari á píanó er Anna Rún Atla- dóttir. Tónlistin er tileinkuð jólunum og aðvent- unni, ýmist einsöngs- eða samsöngslög og kemur úr hinum áttum. Á efnisskránni eru m.a. Ave María e. Gounod og Corpus Christi Carol e. Britten, aríur úr Messíasi e. Handel ásamt íslenskum þjóðlögum. Margrét Sigurðardóttir er um þessar mundir við framhaldsnám í Royal Academy of Music. Hún söng nýlega í Messíasi eftir Handel í London og hefur komið víða fram bæði hér á landi og erlendis. Edda Hrund Harðardóttir er einnig í framhaldsnámi í Ro- yal Academy of Music og hélt nýlega ein- söngstónleika í Salnum. Hafsteinn Þórólfsson er nú á lokaári í Söngskólanum í Reykjavík og syngur með kammerkórnum Schola can- torum. Það gerir Þorbjörn Sigurðsson einnig og syngur auk þess í Mótettukór Hallgríms- kirkju. Hann hefur einnig komið fram sem pí- anó- og gítarleikari. Anna Rún Atladóttir starfar sem píanóleik- ari við Söngskólann í Reykjavík og sem fiðlu- kennari við Tónmenntaskólann í Reykjavík og kemur reglulega að tónleikahaldi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Edda, Þorbjörn, Hafsteinn, Anna Rún og Margrét. Ungir söngvarar í Fríkirkjunni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.