Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 5

Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. september 1988 _ Pétur Björnsson í Avöxtun sf. FOLKIÐ MISSTI TRÚ Á OKKUR Það vakti athygli, en kom kannskt ekki öllum á óvart, er Ávöxtun sf. var lokað nú í vikunni. Fyrirtækið hefur staðið nokkuð sér með tilliti til annarra verðbréfafyrir- tækja á markaðnum. Ýmsar sögur hafa gengið um fyrir- tækið og viðskipti þess, og því fór svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, lýsti þvi yfir fyrir skömmu að hann vissi til að tvö fyrirtæki á gráa markaðnum stæðu tæpt, að innlausnarbeiðnir hjá Ávöxtun sf. jukust það mikið að fyrirtækið gat ekki staðið undir þeim og afhenti bankaeftirlitinu lyklana að fyrirtækinu. Reyndar hafði eftirlitið þá verið með rann- sókn á fyrirtækinu í gangi í nokkurn tíma. Það sem hugsanlega stangast á við lög í þessu máli er innlánsreikningar þeir sem fyrirtækið var með og einnig hvort lán sem Ávöxtun sf. hefur fengið hjá Verðbréfa- sjóði Ávöxtunar hf. er brot á lögum um verðbréfamiðl- un. í fyrradag var síðan ákveðið að leysa upp Verðbréfa- sjóð og Rekstrarsjóð Ávöxtunar. Pressan ræddi við Pétur Björnsson, annan eigenda Ávöxtunar sf., og bað hann fyrst lýsa aðdraganda þess sem gerst hefur. „Það vita það náttúrulega allir, það varð bara flótti frá okkur og við hreinlega gátum ekki staðið undir þessu. Það hefði enginn einn getað það. Þetta fjármagn er náttúrulega allt bundið." — Höfðu yfirlýsingar Ólafs Kagnars Grímssonar mikil áhrif? „Þær voru neistinn sem hleypti þessu öllu af stað. Við vorum hérna í skipulagsbreytingum á okkar fyr- irtæki. Við höfðum auðvitað hugsað að svona lagað gæti gerst og ætluðum að fara að þétta það dæmi.“ — Nú segist bankaeftirlitið hafa unnið að undanförnu að athugun á fyrirtækinu. „Þeir eru náttúrulega endur- skoðendur okkar, en ég er ekkert viss unt að bankaeftirlitið hefði farið að loka á okkur, við hefðurn tekið leiðbeiningum þeirra.“ — Höfðu þeir ástæðu til að ætla að þeir þyrftu að skoða ykkur? „Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar kjaftasögur í gangi um okkur. Við höfum farið aðrar leiðir en aðrir og það hefur verið illa séð af þeim sem eru á þessum markaði. Kannski margir hugsað sem svo að gott væri að Iosna við okkur.“ — Eru þetta ofsóknir af hálfu bankaeftirlitsins? „Nei, þetta eru engar ofsóknir. Það er ekkert yfir því að klaga. Þetta bara þróaðist upp úr því að fólkið missti trú á okkur og hélt að það væri eitthvað að hjá okkur. Það bað um peningana sem það átti rétt á, en við bara gátum ekki staðið við það. Þá þurftum við að biðja um aðstoð, og við erum búnir að fá þá aðstoð sem við sættum okkur við, annars hefðum við reynt að gera þetta sjálfir. — Það er svo margt í þessu, ef við hefðum reynt að gera þetta sjálfir hefðum við þurft að verja okkur skv. ákvæðum í bréfinu (um bindingu fram yfir aldamót, innskot Pressan) og samþykktum félaganna. Þá hefði verið hætta á að einhver fyndi eitthvað til að gera okkur skaðabótaskylda eða sjóð- ina. Það hefði auðvitað ekki þjón- að þeim sem við erum að reyna að verja. Við viljum bara að það verði sem minnstur skaði.“ — Hvers vegna eruð þiö ekki aðilar að Verðbréfaþingi Islands? „í upphafi tókum við þátt í um- ræðum um Verðbréfaþingið og vorum boðaðir á fund, en á svipuð- unr tíma var gerð aðför að okkur, að við værunr eitthvað ólöglegir. Á meðan á því stóð vorunr við ekki gjaldgengir þar inn. Nú, það voru fimm aðilar sem stofnuðu þetta Verðbréfaþing, og það er fimm manna stjórn, ha! Síðan höfum við ekki sótt urn aðild, hreinlega vegna þess að ég hef ekki séð neinn tilgang nreð að vera í því. Verðbréfaþingið verndar okkur ekki, þar er verið að sýsla nreð skráð verðbréf, og við höfum hreinlega ekkert verið í því. Þau viðskipti hurfu á sínum tíma og almenningur er ekki í þeim, þetta eru mest opinberir og hálf- opinberir sjóðir og þeir hafa ekkert sótt í viðskipti hjá okkur." — í Verðbréfasjóði eiga að vera til 380 milljónir skv. virði bréfanna. Að hve miklu leyti verður hægt að standa að áfallalausri innlausn? „Það fer eftir því hvernig verður haldið á því máli. Við teljum að mikill hluti af þessum kröfum fáist greiddur, en það er spurning hvað á að ljúka þessu fljótt? Okkar draumur var sá, að við fengjum ein- hverja aðstoð, að einhver yfirtæki sjóðina þannig að það yrði gegn- umflæði og inn kæmi nýtt fjár- magn, það myndi því kannski ekki bera á því þó einhverjar af þessum kröfum borguðust ekki. En á lengri tíma myndi þetta jafna sig, þó ávöxtun hefði kannski minnkað í bili. Það hefði hugsanlega verið hægt að setja á þetta innlausnar- gjald. Ég veit ekki hvernig verður unnið að þessu, en ég geri ráð fyrir að það verði veruiega lítið sem tap- ast.“ — Að hve miklu leyti blandast eigið fé starfsemi sjóðsins, þ.e.a.s. vörslufé í eigin fjárfestingar? „Þetta hefur allt veriðgert í sanra tilganginum, að skapa góða ávöxt- un. Við höfum kannski gert eitt- hvað í þessu nafni og annað í öðru, en það sem við höfum gert i sam- bandi við fasteignir, gert upp og selt, höfum við gert í nafni Ávöxt- — „Viö höfum farið aðrar leiðir en aðrir, og það hefur verið illa séð af þeim sem eru á þessum markaðif segir Pétur Björnsson. Pressumynd/Magnús Reynir. unar sf. Hugmyndin var sú, að Ávöxtun sf. tæki á sig hagnað eða tap, sjóðurinn ætti þá að vera með sitt á þurru. Þetta eru miklir sjóðir, en stund- um fannst manni að það væri ekk- ert að því að hafa meira vald á pen- ingunum en að dæla þeim út. Skuldarar eru svolítið mismunandi og þó maður sé með einhverjar fast- eignatryggingar, — hvenær fæst það? Ég sá í einu gjaldþroti að einn bankinn átti 40 til 50 milljónir með fasteignaveði, hvað tekur langan tíma að ná þeim peningum út?“ — Hver var tilgangur rekstrar- sjóðsins? „Bara að græða peninga fyrir þá sem áttu bréfin. Hann var hugsaður fyrir þá sem vildu fjárfesta ákveðið til lengri tíma, þannig að þá áttum við að geta leyft okkur að kaupa kaupsamninga o.þ.h. Þú ert sjálf- sagt að fiska eftir því að við höfum verið að kaupa fyrirtæki og þau síð- an seld út á leigukaupum til þriggja til fimm ára, það var meiningin." — Hve stór var sá sjóður? „Hann var rúmar 30 milljónir.“ — Hvernig tengist þið Bjarna- borginni? „Við höfum keypt þar skuldabréf með veði í Bjarnaborg að verðmæti u.þ.b. 20 milljónir króna í dag, mjög gott dæmi. Það eru verðbréf á 3. og 4. veðrétti og margir veðréttir á eftir. Þar stendur vinna yfir af krafti. Það dæmi átti að vera farið og mér finnst leiðinlegt að svo skuli ekki vera. Við ætluðum aldrei að eiga bréfin, heldur koma þeim aftur í peninga, en það kemur.“ — Dr. Páll Sigurðsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Verð- bréfasjóðsins, segir i samtali við Pressuna að hann hafi sagt upp starfinu vegna verulegs ágreinings í fjárfestingarstefnu. „Já, hann sagði upp af persónu- legum ástæðum." — Og Gisli Gíslason hdl., stjórnarformaður rekstrarsjóðsins, tók við af honum.' „Já, við höfum unnið töluvert mikið með honum.“ — Sá hann eða lögfræðistofa hans um innheimtu fyrir ykkur áður en hann tók við þessum störf- um? „Já, hann gerði það.“ — Heyrst hefur að þóknun til stjórnarformanns liafi verið 200 þúsund krónur á mánuði. „Það getur kannski passað, hvort sem það er þóknun fyrir að vera stjórnarformaður eða eitthvað annað. Þetta er fyrir ómælanlega vinnu.“ — Hvernig hófst samstarf ykkar Ármanns Reynissonar? „Það hófst með Ávöxtun, okkur datt í hug að þetta gæti verið snið- ugt og opnuðum fyrirtæki.“ — Hvernig hefur samstarfið gengið? „Það hefur gengið ágætlega." — Það hefurstundum veriðsagt að þú værir fjármálaheilinn í fyrir- tækinu og Ármann andlitið. „Ég veit það ekki. Síðan 1970 er ég búinn að vera í ýmsu og ég get ekki neitað því að ég er alltaf að spá og spekúlera. Ármann var hér einn í upphafi og því ósköp eðlilegt að hann sé ándhj fyrirtækisins. Égjtef veriðfier méira í reikningshaldíj ég viðurkenni það.“ — Geturðu sagt mér hverjir ykkar stærstu viðskiptavinir voru? „Ég sé enga ástæðu til að vera að tala um það, það eru ýmsir aðilar. Það eru fyrst og fremst fyrirtæki.“ — Voru einhverjir lífeyrissjóðir ineðal viðskiptavina? „Nei, enginn lífeyrissjóður. Því miður, því peningarnir liggja þar.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.