Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 31
í>'Cí ■ofío-- j:j32 -c ,i;0Gbu.‘£ól
Bg^Uj^^igá^^aaafcMatf
BBBHEHBiaeBtVÆSASiVA
Ópera mánaðarins
MADAME
BUTTERFLY
Stöð 2 — opin dagskrá á sunnu-
dag kl. 14.15.
Einn af föstuni lidum Stöðvar 2 er
Ópera múnaðarins. Og nú er komið
að óperu septembermánaðar. Það
er hin fræga ópera Puccinis,
Madame Butterfly, í flutningi La
Scala-óperunnar í Mílanó, en óper-
an er byggð á samnefndri sögu
Bandaríkjamannsins Johns
Luthers Long. í titilhlutverki er
japanska sópransöngkonan Yasuko
Hayashi og hefur hún fengið mikið
lof fyrir stórkostlegan söng og góð-
an leik. Unnendur góðrar tónlistar
ættu ekki að láta Maddömu Butter-
fly framhjá sér fara, en þessi ópera
er ein af fjölmörgum sem Stöð 2
býður áhorfendum sínum upp á í
vetur.
MÍN KÆRA
KLEMENTÍNA
Stöð 2 — sunnudag kl. 21.30.
My Darling Clementine ★ ★ ★ ★
Bandarísk 1946. Leikstjóri: John
Ford.
Aðalhlutverk: Henry Fonda, Victor
Mature og Walter Brennan.
Þessi mynd fjallar um Wyatt Earp,
sem leikinn er af Henry Fonda, og
bræður hans, en þeir eiga sífellt í
útistöðum við Clanton-fjölskyld-
una sem þekkt er fyrir allt annað en
góðmennsku. Það er hinn frægi
John Ford sem leikstýrir þessari
mynd sem kvikmyndahandbókin
gefur hvorki meira né minna en 4
stjörnur. Gamall og góður sígildur
vestri með rómantísku ívafi.
Þessu fylgir
löluvero
streila
Ólöf Rún Skúladóttir er nafnið
á nýju fréttakonunni á sjónvarp-
inu. Þar hefur hún starfað í örfáar
vikur en hefur strax lilotið verð-
skuldaða athygli. Hún var koniin
á skjáinn nokkrufh dögum eftir
að hún hóf störf á fréttastofunni
en það er frekar sjaldgæft. Áður
starfaði hún á fréttastofu Bylgj-
unnar. Ólöf Rún sagði í samtali
við Pressuna að hún væri í afleys-
ingurn og yrði út þennan tnánuð.
Eftir það veit hún ekki hvað tekur
við en hún sagðist vera að líta í
kringum sig eftir starfi í þessari
atvinnugrein.
— Hvernig líkar þér starfið?
„Mjög vel, þetta er gaman,
þarnaergott fólk.en það tekurþó
sinn tínra að aðlagast nýju starfi,
santa hvaða starf það er. Það
fylgir þessu töluvert álag og það
tekur sinn tima að venjast því að
vera í beinni útsendingu. Eg reyni
að hugsa sem ininnst um það að
ég sé inni á hvers manns heimili."
— Finnst þér skemmtilegra að
vinna í sjónvarpi en í útvarpi?
„Já, að mörgu leyti. Það er
gaman að vinna með myndefni,
sérstaklegaeftíminner nægur. En
myndefnið gerir það hinsvegar að
verkum aö hver frétt tekur lengri
tíma í vinnslu. Það þarl' að klippa
fréttina og hljóðsetja hana áður
en húner tilbúin „i !oftið“. í sjón-
varpi þarf hver og einn að vera
meðvitaður um eigið fas, vera
ekki allur á iði og reyna að forðast
Ieiðindakæki. En mér finnst
gaman að vinna fréttir hvort sem
það er, í útvarpi eða sjónvarpi.“
— Horfirðu mikið ú sjónvarp?
„Svona eins og gerist og
gengur. Ég horfi á fréttir beggja
stöðvanna, en þess utan er oftar
stillt á ríkissjónvarpið enda á ég
ekki myndlykii. Ætli Derrick sé
ekki í uppáhaldi hjá mér, ég hef
svo gaman af þýskunni. Það eru
oft góð leikrit í miðri viku og
spennandi leynilögregluþættir
eins og t.d. Taggart. Um helgar
eru það síðan bíómyndirnar og nú
undanfarið hef ég horft á þessa
íþróttaleiki sem sýndir hafa verið.
Eg neita ekki góðunr handbolta-
eða fótboltaleik. Hinsvegarhef ég
ekkert sérstaklega gaman af sáp-
um. Ég horfi aldrei á Dallas.“
— Cælirðu hugsað þér að
halcla úfram þarna?
„Já, það gæti ég. Ég er ánægð
i þessu starl'i, það fylgir því tölu-
verð fjölbreytni, ég kynnist þjóð-
félaginu og finnst þetta reglulega
skemmtilegt," sagði Ólöf Rún að
lokum.
SAGA ROKKSINS
Stöö 2 — laugardag kl. 23.40.
Saga rokksins.
í þessum þætti koma fram nokkrar
kvennahljómsveitir fyrri ára, þar á
meðal The Shirells, The Crystals,
The Supremes, The Bangles, The
Go-Go’s og fleiri. Ágætir tónlistar-
þættir, en heldur er farið hratt yfir
sögu.
FUNDIÐ FE
Sjónvarpid — föstudag kl.
22.05.
Easy Money ★ ★ /2
Bandarísk 1983. Leikstjóri: James
Signorelli.
Aðalhlutverk: Rodney Dangerfield,
Joe Pesci og Geraldine Fitzgerald.
Létt og skemmtileg mynd um ljós-
myndara nokkurn sem reykir,
drekkur, borðar of mikið og freistar
gjarnan gæfunnar í fjárhættuspil-
um. En þegar tengdamóðir hans
deyr tæmist honum milljónaarfur,
þó ekki alveg gefins og átakalaust,
því hann verður að hætta fyrr-
nefndum ósiðum og taka upp betri
lífshætti á innan við ári. Ágætis
mynd fyrir alla fjölskylduna.
Ólöf Rún Skúladóttir: „Ég reyni að hugsa sem minnst um það að ég
sé inni á hvers manns heimili."
HEIMSHLAUPIÐ-SPORT AID
Stöö 2 — föstudagur kl. 23.35.
Bridge at Remagen ★ ★ /2
Mynd frá 1968. Leikstjóri: John
Guillermin. Aðalhlutverk: George
Segal, Robert Vaughn og Ben Gazz-
ara.
Vel leikin stríðsmynd sem gerast á i
mars 1945 í lok síðari heimsstyrj-
aldar. Hitler hefur fyrirskipað að
brú við þorpið Remagen skuli
sprengd í loft upp og barist verði til
síðasta manns. Ekki eru allir á sama
máli og Hitler og reynt er að halda
brúnni opinni í lengstu lög. Banda-
ríkjamenn ætla að reyna að króa
Þjóðverjana af og senda herflokk
til að kanna liðsstyrk þeirra. Þetta
er spennumynd með góðum leikur-
um og þeir sem hafa áhúga á
sprengjum ættu ekki að láta þessa
mynd framhjá sér fara.
Sjónvarpið — sunnudag kl.
14.00.
Heimshlaupið 1988fer fram sunnu-
daginn 11. september.
Eins og flestir ættu að vita er þetta
ekki keppni heldur er markmiðið
að fá sem flesta til að vera með. Fólk
getur hlaupið, skokkað og gengið
og allir eru hvattir til að vera með.
Fatlaðir hafa verið duglegir að vera
með og eldri borgarar ættu einnig
að nota sunnudaginn í Heims-
hlaups-göngutúr. Yfir 20 milljónir
karla, kvenna og barna munu sam-
tímis taka þátt í hlaupinu til að
safna fé til styrktar fátækum börn-
um. Hlaupið verður sýnt beint í
sjónvarpinu og er þessi útsending
sú umfangsmesta sem um getur.
Bein útsending verður í gegnum
gervihnetti frá 23 borgum í 6 heims-
álfum og þ.á m. frá Reykjavík.
Heimshlaupið er fyrir alla og von-
andi verða sem allra tlestir með, en
þið sem ekki komist ættuð að koma
ykkur vel fyrir við sjónvarpsskjáinn
á sunnudaginn kl. 14.00.
REMAGENBRÚIN
DYLAN
OG PETTY
Sjónvarpið — föstudag kl.
20.35.
Rokkarar, takið ykkur stöðu!
Strax að loknum fréttum á föstu-
dagskvöld verður sýndur þáttur
með snillingunum Bob Dylan og
Tom Petty. Þátturinn var tekinn
upp á tónleikum sem kapparnir
héldu i Ástralíu í mars 1986. Við
fáum að heyra öll bestu lögin þeirra
og gætum við því notað tímann í
margt verra en að sjá þennan sjald-
gæfa og spennandi atburð.