Pressan - 09.09.1988, Side 20

Pressan - 09.09.1988, Side 20
20 rio^ íaorríViV f; vT' Föstudagur 9. september 1988 bréff til ritstjórnar „Skemmtiþáttur um geðvandamál“ Til ritsljora Pressunnar Reykjavík, 2. september, 1988. Ég finn mig knúna til að setja nokkur orð á blað vegna pistils Hauks Hoim „Skemmtiþáttur um geðvandamál“, sem birtist í fyrsta tölublaði „Pressunnar". Mér fannst sjónvarpsþátturinn mjög góður. Gunnar Kvaran var frábær. Hann sagði vel og skil- merkilega frá reynslu sinni og talaði jafnframt af miklu raunsæi um geðræn vandamál. Aldrei hef ég heyrt talað um „mjúkar“ umræður. Eru raunsæjar umræður „mjúkar"? Þarf Haukur Holm að sjá fólk sem er mjög illa haldið til að skynja þennan vanda? Það er fáránlegt að halda því fram, að læknar hér á landi ráðist ekki að rótum vandans — heldur bara einkennunum. Oft á tíðum er mjög erfitt að finna rót vandans. Vandinn kann að vera lítill, nánast enginn, en framkallar því miður miklar sálrænar og líkamlegar kvalir. Haukur Holm hefur greini- lega aldrei þjáðst af neinum geð- rænum kvillum. Gestir þáttarins voru fimm. Þar af voru þrír úr svokölluðum menn- ingargeira. Ég held að þeir tveir sem ekki tilheyrðu honum hafi síður en svo verið verr upplýstir. Að halda að það vera veikur andlega, eða eins og Haukur kallar „að vera aðeins veikur á taugum", sé „in“ finnst mér vera greindarskortur og greindarskortur er auðvitað líka dómgreindarskortur. Þetta eru að mínum dómi fordómar hjá greinar- höfundi og mikil vanvirðing við þá sem komu fram í sjónvarpsþættin- um. Það liggur í orðum hans að það að segja frá reynslu sinni í þessum efnum sé gert vegna þess að það sé í tísku að vera slappur á taugum. Markmið þáttarins var í mínum augum að vekja fólk til umhugsun- ar um geðræn vandamál sem geta sótt á okkur öll einhverntíma ævinnar, hvort sem okkur er skipað til sætis í hinum svokallaða menn- ingargeira eða við vinnum í eldhúsi eða fiski. Helga Þóra Eiðsdóttir NISSAN MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA 410.000.- NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA 427.000.- NISSAN MICRA 1.0 GL SJÁLFSKIPTUR 474.000.- NISSAN MICRA 1.0 SPECIAL VERSION 460.000.- ... 06 KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEGl NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU 423.000.- 441.000.- 489.000.-^^*' 475.000.- éL 'fieiMX'f Ingvar Helgason M Sýningarsalurinn, Rauöageröi Sími: 91 -3 35 60 Svar við athugasemd Þar sem Helga Þóra Eiðsdóttir finnur sig knúna til að gera athuga- semd við sjónvarpsgagnrýni mína í síðasta tölublaði Pressunnar hlýt ég að finna mig knúinn til að svara henni lítillega. Helga segir að sér hafi þótt þátt- urinn góður og er það vel. Það sýnir að smekkur og viðhorf fólks eru mismunandi. Hún segir Gunnar Kvaran hafa verið frábæran og sagt vel og skilmerkilega frá. Ef hún hefur lesið pistil minn ætti hún að hafa séð að ég sagði aldrei að Gunnar væri slæmur. Ég sagði að hann hefði talað í nokkuð löngu máli, en áreiðanlega hefðu margir fundið sjálfa sig í þeirri Iýsingu. Helga veltir því fyrir sér, hvort ég þurfi að sjá fólk afar illa haldið til að skynja vanda þess? Ég ætla að vona að svo sé ekki, því í tæp sex ár vann ég á móttökudeild á Kleppi, og illt væri ef ég hefði verið svo skynlaus á vanda þess fólks sem þangað leitaði. Ég hefði talið að þessi reynsla mín ætti að gefa mér smáinnsýn í þessi mál og forða mér frá fordómum, sem ég held að hún hafi gert. Helga segir fáránlegt að halda því fram, að læknar hér á landi ráðist ekki gegn rótum vandans — heldur einungis einkennunum. Auðvitað er það fáránlegt, enda er því hvergi haldið fram. Ég vísaði til frásagnar Herdísar Hallvarðsdóttur um þátt lyfja í hennar meðferð, og velti einungis fram þeirri spurningu, hvort ekki væri um of treyst á lyf í meðferðinni? Persónulega get ég ekki neitað því að eftir starf mitt á geðdeild þykir mér þetta verulega umhugsunarvert. Sem betur fer hef ég verið svo Iánsamur að hafa ekki þurft að þjást af alvarlegum geðkvillum, en auðvitað á ég mína góðu og slæmu daga. Ég geri ráð fyrir að Helga þekki það líka. Ég tók það skilmerkilega fram að kostur þessa þáttar fyndist mér sá, að fólk kom fram fyrir alþjóð og ræddi þessi viðkvæmu mál. En að mínu mati varð hann, því miður, aldrei annað en huggulegt spjall. Því miður, því ég er að sjálfsögðu sammála Helgu um þörf þess að svipta hulunni af þessum málum. Eg þakka Helgu Þóru Eiðsdóttur gott svar og vona að ég megi áfram hafa mína skoðun á hinum ýmsu málum. Haukur Holm

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.