Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 29

Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 29
29 Föstudagur 9. september 1988 Fjölbreytt úrval af sófasettum og hornsófum Nýjar gerðir, nýir litir. Áklœði eða leður. Ath. við getum útvegað flesta horn-sófa í þeirri stœrð sem óskað er. Lítið inn hjá okkur það borgar sig B orgarhúsgögn v/Grensásveg opid laugardaga kl. 10-4 s. 686070-689549 a a EMIL ENDURREISTUR Sönghópurinn Emil og Anna Sigga heldur tónleika nœstkomandi sunnudagskvöld, eftir tveggja ára h!é. Hópurinn var s/ofnaður haust- ið 1985 af fjórum karlsöngvurum, en síðan var Anna Sigga fengin til liðs við þá. Þau komu fram við fjöl- mörg tækifœri um veturinn, þar á meðal í sjónvarpsþœttinum Ungl- ingarnir í frumskóginum, og í klúbbi Listahátíðar sumarið á eftir. Karlarnir fjórir voru þeir Berg- steinn Björgúlfsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Halldórsson og Snorri Wium, en Anna Sigga heitir fullu nafni Anna Sigríður Helga- dóttir. Árið 1986 bættist Sverrir Guðmundsson í hópinn og það haust voru haldnir myndarlegir tónleikar. Emil hefur svo til ekkert starfað síðan, ef frá eru taldar nokkrar uppákomur í fjölmiðlum. Tónleikarnir á sunnudag verða haldnir í húsnæði, sem kallast Und- ir pilsfaldinum og er í Hlaðvarpan- um á Vesturgötu 3. Þeir hefjast klukkan 10.30. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt. Elsta lagið er svo- kallaður chanson frá fyrri hluta 16. aldar og er eftir Parísartónskáldið Claudin de Sermisy. Nokkur önnur lög frá endurreisnártímabilinu verða einnig á efnisskránni, ásamt verkum frá Viktoríutímanum í Bretlandi. Þar að auki mun Emil flytja bæði bresk og íslensk þjóð- lög, en megnið af tónlistinni er frá þessari öld — allt fram á okkar dag. Má nefna lög eftir Lennon og McCartney og Stuðmenn, auk gamalla jazzlaga. Ekki er stuðst við nein hljóðfæri á tónleikunum. BORGARALEG FERMING — Ert þú eða átt þú ungling nálægt fermingaraldri? — Vilt þú valkost við kirkjuathöfn? — Veist þú að í Noregi fermast nú 10% barna borgaralega ár hvert? — Vilt þú vita meira? Hringdu í HOPE KNÚTSSON s. 73734 Reyknesingar Morgunkaffi með þingmönnum flokksins í kjördæminu í félagsheimili Alþýðuflokksins í Kópa- vogi, laugardaginn 10. sept. kl. 10—12. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi ■T""'1—' ■.■.'"'.'•'-■■"V T' 'l" miðaðviðtvíbýli miðað við tvíbýli 'l* miðað við tvíbýli London 2 VtKUi Í!l MIÐSTÖÐIIM Ce*itea£ Tcauei ADAISTR/ETI9 IQlREVKjAVlK TELEPHONt 28133 TELEX 21S4 lCELAND

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.