Pressan - 09.09.1988, Page 16

Pressan - 09.09.1988, Page 16
16 • * ■» - v . *' V ► • i » I . Föstudagur 9. september 1988 K/ða erlendis gefst mönnum kostur á að hringja í ákveðin símanúmer og hlusta á segul- bandsupptökur; sem eiga að vera kynœsandi. Símasex Á þessum síðustu og verstu tímum hefur mikið verið fjallað um „öruggt“ kynlíf. Með því er átt við allt það, sem fólki er óhætt að taka upp á undir rekkjuvoðunum, án þess að eiga á hættu að smitast af alnæmi. í útlönd- um eru menn hins vegar komnir skrefi lengra — eða einu plani neðar — og farnir að njóta kynlífs í gegnum síma. Öruggara getur það tæpast verið, þó deila megi um það hversu mikil „nautn“ þetta er. Sum þessara símtala eru nefnilega álika æsandi og að fara niður í veðdeild til að borga af húsnæðisláni. Kynæsandi símaþjónusta virðist vera kvennastarf. Konur eru a.m.k. mest áberandi í þessari tiltölulega nýju atvinnugrein. Viðskiptavinirn- ir — eða markhópurinn, eins og þeir segja í auglýsingabransanum — eru hins vegar karlkynið. Og allt bendir til þess að töluverður fjöldi karla hafi gaman af því að tala á Ijósbláu nótunum við ókunnar konur úti í bæ. Þessi makalausa þjónustugrein dafnar a.m.k. ágæt- lega, ef marka má fjölda auglýsinga í erlendum blöðum. Það, sem kallað er einu nafni „símasex“, getur verið með ýmsu móti. í Bandaríkjunum hefur það tíðkast um nokkurra ára skeið að auglýst séu símanúmer, sem menn — þ.e.a.s. karlmenn—■ geta hringt i ef þá langar að rabba smástund við kVenmann. Oft mun þetta fara þannig fram að maðurinn hringir og gefur upp tvö númer: Númerið á krítarkortinu sínu og símanúmerið,: þar sem hann er staddur. Daman hringir siðan um hæl og kostnaður- inn kemur fram á næsta reikningi frá kreditfyrirtækinu. Það mun vera allur gangur á því hvað símastúlkunni og viðskipta- vininum fer á milli. í sumum tilvik- um fer konan með einhverja ákveðna rullu og karlinn hlustar, en það mun einnig til í dæminu að þau spjalli bara saman í rólegheitunum. Samræðurnar eru eflaust afar mis- munandi, en markmiðið er ávallt það sama. Karlinn hringir jú til þess að láta ,,kitla“ sig svolítið. Það er JONINA LEÓSDÓTTIR þjónustan, sem hann er að borga fyrir. DÝRT SPAUG í DANMÖRKU I Danmörku virðast menn líka komnir á bragðið. Nýverið birti danska blaðið BT lesendabréf frá manni, sem sagðist hafa stundað símasex í nokkur ár. Af bréfinu mátti skilja að hann hefði í gegnum tíðina komist í samband við þó nokkurn fjölda kvenna með þessu móti. Hann hringir síðan í símavin- konurnar af og til og rabbar við þær — oftast um kynlíf, en einnig um ýmislegt annað, sem honum liggur á hjarta. Sagði bréfritarinn, að lifnað hefði verulega yfir hjónasænginni eftir að hann fór að stunda símasex- ið, og væri eiginkonan þar af leið- andi alveg tilbúin að líta framhjá þessum Iitla „lesti“ hans. Hún hefði m.a.s. einu sinni tekið þátt í svona símtali með honum. Hélt maðurinn því þess vegna fram, að þetta væri saklaust gaman fyrir gifta jafnt sem ógifta og mælti eindregið með slíku kryddi í tilveruna. Ráðgjafinn, sem svaraði lesenda- bréfinu, var ekkert yfir sig hrifinn af þessu fyrirbæri. Minnti hann les- endur blaðsins á að þetta væri dýrt spaug og þeim væri hollast að hugsa örlítið um væntanlegan símareikning, áður en þeir létu til skarar skríða. Ennfremur kom fram í svari ráðgjafans að krakkar hefðu stundað það að einhverju marki að hringja í sex-símanúmer- in, þegar þeir komu heim úr skólan- um. Það hefði hvorki verið hollt fyrir bömin né fjárhag foreldranna og af þeim sökum hefði verið ákveðið að hafa þessa þjónustu ein- ungis á boðstólum að kvöldlagi. ASTALEIKURINN ENDAÐI MEÐ UPPKÖSTUM Það er ekki langt síðan að auglýs- ingar um símasex fóru að birtast i breskum blöðum og tímaritum, en nú eru þær algeng sjón. í langflest- um tilvikum virðist vera um segul- bandsupptökur að ræða, þannig að viðskiptavinurinn er ekki þátttak- andi í símtalinu. Hann hlustar bara. En hvað er um að velja? T.d. eft- irfarandi: „Segulbandsspólan, sem reynt var að banna.“ „Mandy i söðlinum.“ „Koss í myrkri.“ „Hugarórar húsmóðurinnar." „Freistingin." „Leyndarmál." Svona mætti lengi telja, en þessir titlar segja manni ósköp lítið um þá „þjónustu" sem veitt er. Við hringdum því í tvö númer og könn- uðum málið. Fyrst var það „Stelpupartýið". Væmin og yfirborðskennd kven- mannsrödd svaraði. Hún sagði, að þær stelpurnar hefðu verið búnar að fá sig fullsaddar af því að strák- arnir færu einir út að skemmta sér. Nú hefði röðin verið komin að þeim „og hvílíkt kvöld“! Síðan tók kon- an til við að lýsa partýinu. Hún kvað Plötusnúðinn hafa spilað dónalega tónlist og síðan hefði karlmaður komið fram í kven- mannsfötum. Hápunktur kvöldsins var víst hins vegar fatafellan, stóri Johnny, sem fékk viðurnefnið vegna stærðar ákveðins líkams- hluta. Undir lokin fór plötusnúður- inn svo að reyna við sögukonuna og þau brugðu sér að lokum í einka- erindum inn á skrifstofu forstjór- ans. Allt fór þó á annan veg en ætlað var. Enduðu samskipti skötu- hjúanna á þann veg að símadaman kastaði upp yfir skrifborðið og kom gjörsamlega óspjölluð út úr her- berginu aftur. Þar með var þessi „æsandi“ frá- sögn á enda! Næst hringdum við í „starfs- stúlku í spilaviti“ og þó stelpu- partýið hafi verið ómerkilegt, þá sló seinni kassettan öll met. Konan, sem las inn á bandið, gerði það eins og illa mötuð tölva og söguþráður- inn var nákvæmlega enginn. Dam- an sagðist vinna í spilavíti og for- stjórinn vildi að hún veitti við- skiptavinunum enn frekari þjón- ustu. Það tæki hún ekki í mál — ekki einu sinni þegar hún væri beð- in að fara upp á hótelherbergi með eiganda spilavítisins. Hún ætti sér nefnilega kærasta af aðalsættum. Og hvað svo, spyr kannski ein- hver. En það þýðir ekkert, því þar með var sagan öll. Svona nokkuð kallast peningaplokk á góðri ís- lensku, en kynæsandi er það ekki frekar en ferð út í fiskbúð. 083^40233s m

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.