Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 6

Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 6
6^ Fö$t$eta§Mf.-9y&?írtefrbí$ot98S?öl Að tjaldabaki MAKKAÐ UM STÓLASKIPTI OG STJÓRNARSLIT Þegar forsætisráðherra ýtti niðurfærsluleiðinni út af borðinu án samráðs við samstarfsflokkana fyllti það mæli ósamlyndis ríkisstjórnarinnar. Eftir það hefur atburðarásin verið hröð og sér engan veginn fyrir end- ann á henni. Forsætisráðherra bauð samstarfsflokkun- um að fara í minnihlutastjórn sem þeir höfnuðu og þegar í stað var settur kraftur í samvinnu flokkanna tveggja og forystumenn fóru að tala í klukkustundum þegar líftími stjórnarinnar barst í tal. Ummæli Þorsteins í sjónvarps- fréttum um hókus pókustillögur samstarfsflokkanna verkuðu sem sprengja í samstarfsflokkunum, formennirnir segjast hafa sam- mælst um að gefa engar yfirlýsing- ar. Á miðvikudagskvöld voru yfir- vofandi stjórnarslit „mjög líkleg", eins og einn viðmælandi í stjórnar- búðunum orðaði það. Á því sama kvöldi gerðust dramatískir viðburðir. Innsti kjarni sjálfstæðismanna lagði á ráðin í einu horni og á öðrum stað sátu þrír ráðherrar Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks og sömdu drög að bráðabirgðalögum um efnahags- aðgerðir á grundvelli hugmynda viðskiptaráðherra um millifærslu- aðgerðir og frystingu til janúar- loka. Þetta var svo lagt fram fyrir þungbúna sjálfstæðisráðherra með ítarlegri greinargerð á ríkisstjórnar- fundinum í gær. Gagnrýni Alþýðuflokks og Framsóknar beinist fyrst og fremst að því að Sjálfstæðisflokkurinn taki ekki með heilindum á þeim vanda sem við er að fást og beina þeir skeytum sínum mjög að skorti á yfirstjórn forsætisráðherra sem þeir segja að hafi látið undan stjórnarandstöðuöflum í eigin flokki. Sagan segir að þegar í fyrrihluta ágúst hafi Steingrímur og Jón Baldvin farið að ræða náið saman um stöðuna og hugmyndir um upp- stokkun í stjórninni eða jafnvel minnihlutastjórn. Menn bjuggust við því að Þorsteinn gengi aldrei að niðurfærsluhugmyndinni þrátt fyrir alla vinnu forstjóranefndar- innar. Þegar Þorsteinn kom heim frá Bandarikjunum mun hann þegar hafa fundið mikinn mótbyr við niðurfærslunni hjá þungavigt- armönnum í flokknum og hafa hugleitt að Ieggja fram snöggsoðn- ar hugmyndir um aðgerðir með gengisfellingu fyrir mánaðamót — ella gengi hann á Ieið til Bessastaða. Samstarfsmenn hans munu þó hafa fengið hann ofan af þessu og í sam- einingu var gripið til þess úrræðis að setja bráðabirgðalög með fryst- ingu verðlags og launa í einn mánuð til að vinna tíma og útfæra hug- myndirnar betur og smíða nýjar. Næst kom Alþýðusambandið til skjalanna með þeirri óvæntu sam- þykkt sem gerð var um samráð við ríkisstjórnina um niðurfærslu. í Alþýðublaðinu í vikunni var haft eftir Jóni Baldvin að það þyrfti enga kenningasmiði til að sjá að forsætisráðherra hefði reynt að nota andstöðu Ásmundar til að jarðsetja niðurfærsluleiðina. Skv. heimildum úr bæði Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki mun ráðherr- um Alþýðuflokksins hafa tekist eftir leiðum Verkamannasam- bandsins að vinna meirihluta í mið- stjórninni með samráðf vffi ríkis- stjórn. Þessi afstaða ASÍ var þó kveðin í kútinn í vikunni með yfir- lýsingu um að launþegasamtökin væru ekki tilbúin til að ræða ein- hliða launalækkun. Þar með lýsti Þorsteinn niðurfærsluna dauða. Öruggar heimildir eru fyrir því að líf hafi nú færst í uppstokkunar- hugmyndir. Reiknað var með því að málin þróuðust svo að Þorsteinn gengi út með sína menn en notaði þó ekki þingrofsvaldið þar sem stjórnin hefur gert leynisamkomu- lag líkt og ætíð er gert við stjórnar- myndanir, um að þing yrði ekki rof- ið og boðað til kosninga nema með samþykki allra. Þágætu framsókn- armenn og alþýðuflokksmenn Iagt tillögurnar sem samdar voru á mið- vikudagskvöld fyrir forseta sem grundvöll uppstokkunar í stjórn- inni. Mönnum mun þó ekki hafa litist á þetta nema hafa stuðning Alþýðubandalagsins eða jafnvel formlega aðild þess. Á þingi liti þetta svona út: Slík stjórn hefði 31 þingmann á bak við sig og auk þess yrði reynt að fá stuðning Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin hefði þar með meirihluta í sameinuðu þingi, gæti varist vantrausti og komið fjárlögum í gegn. Meiri óvissa gæti skapast í deildum þingsins en menn hafa þó ekki miklar áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokki, Kvennalista og Borgaraflokki sameinist um að fella einstök mál þegar á reyndi. Pressan hefur öruggar heimildir fyrir því að Jón Baldvin og Stein- grímur hafi rætt þennan kost og í fyrradag og gærmorgun mun Ólaf- ur Ragnar hafa átt viðræður við þá um þetta. Snemma í gærmorgun mun hann t.d. hafa átt Iangar sam- ræður við formann Framsóknar um málið. Margir eru þó efins um að Ólafi takist að hafa þingflokk- inn með sér. Hann mun þó telja sig hafa náð umtalsverðum sáttum í flokknum og að hann hafi mið- stjórn ASÍ jafnframt á sinni línu. í baktjaldamakki Framsóknar og Alþýðuflokks hafa mannaskipt- in þegar komið til umræðu og munu tramsóknarmenn ekki ginn- keyptir fyrir því að slikri stjórn yrði stýrt af Alþýðuflokki. Þeir muni hins vegar geta sætt sig við Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra og mun það hafa komið nokkuð til tals enda mun Halldór vera einn þyngsti brúarstólpinn í þíðunni á milli þessara flokka. Þessi lausn þyrfti ekki heldur að mæta mót- spyrnu Steingríms sem líkar vel í utanríkisráðuneytinu. Talið er að Jónarnir séu sáttir við að gegna áfram störfum í sínum ráðuneytum enda treysti þeir vart öðrum til að fara með „sín“ mál sem þar eru í vinnslu. Enn munu vera veggir í þessari uppstokkunarhrókeringu og miðað við síðustu fregnir af Sjálfstæðis- flokknum er ekki talið útilokað að hann muni kyngja því að láta for- sætisráðuneytið af hendi í stjórnar- uppstokkun en yrði þó áfram inn- anborðs. Þetta er þó talið afar ólík- legt. Málin skýrast yfir helgina. í raun eru stjórnarmyndunarviðræð- ur í gangi en slík óvissa kann að leiða til ólíklegustu útkomu eins og dæmin sanna. Því mun óhjá- kvæmilega fylgja uppstokkun af einhverju tagi skv. traustum heim- ildum. Framsókn og Alþýðuflokkur rœða uppstokkun í stjórninni. Hall- dór Ásgrímsson verði forsœtisráð- herra. Alþýðubandalagið og Stefán Valgeirsson gefi stjórninni meiri- hluta. Ólafur Ragnar í nánum við- rœðum við forystumenn. Þrír ráð- herrar Framsóknar og Alþýðuflokks sömdu bráðabirgðalög á kvöld- fundi. BANKAKERFINU Fréttaskýring GRÆÐGIÍ „Hvað er það sem fær viðskiptavini bankanna til að senda bankastjórum koníak og konfekt fyrir jólin? Væri ekki eðlilegra að þessu væri öfugt farið?“ sagði við- skiptafræðingur, gagnkunnugur viðskiptalífinu, í sam- tali við Pressuna. Er nema von að maðurinn spyrji? Hann og fleiri sem Pressan hefur rætt við fullyrða að í bankakerfinu beygist krókurinn æ meir í átt til gráa markaðarins. Þróunin hafi verið ör síðustu misseri og siðgæðisvitundin að sama skapi farið þverrandi. Menn velta þess vegna fyrir sér hvort okurhugtakið hafi einhverja algilda merkingu í dag. Það er ef til vill orðið nær að tala um græðgi en okur. Mikill vill meira og í banka- kerfinu, ekki síður en á gráa mark- aðnum svokallaða, hafa menn sannarlega aðstöðu til að ná í meira. Samkvæmt nýju lögunum um okur er gert ráð fyrir að það fari einungis fram við misneytingu. Þetta á ekki lengur við, segir einn viðmælenda Pressunnar. Hann seg- ir staðreyndina þá, að í þjóðfélagi þar sem fyrirtækin og einstakling- arnir búa við gífurlegan fjármagns- skort sé ósjálfrátt stór hluti þeirra, sem á annað borð lána peninga, að beita misneytingu. Menn séu jafn- vel að því án þess að gera sér grein fyrir því. „5% BANKABÆKURNAR ' Það er vitað að í tengslum við víxlakvóta hjá bönkunum tíðkast svokajlaðar „5% bankabækur". Auðvitað eru þetta ekki bækur sem bera 5% vexti, en samningurinn fel- ur í sér að bankinn kaupir víxla að ákveðinni upphæð af viðskiptavini, sem á móti fellst á að 5% eða jafn- vel meira verði lagt til vörslu á spari- sjóðsbók í bankanum. í langflest- um tilfellum er um að ræða al- mennar sparisjóðsbækur, þó til sé í dæminu að reikningarnir beri hærri vexti. Samkvæmt vaxtatöflu Seðla- bankans eru vextir viðskiptavíxla hærri en venjulegir víxilforvextir, eða að meðaltali á bilinu 27,9— 29,5%, en á almennum sparisjóðs- bókum eru vextirnir 11,7% að með- altali. Ef um er að ræða að við- skiptavinur bankans fullnýti víxla- kvóta sinn og ríflega það eru dæmi um að menn fjármagni allt að helmingi lánsins sem þeir eru að taka með innstæðu bundinni, sam- kvæmt samkomulagi við bankann, inni á „5% bókinni". Eftir því sem Pressan kemst næst hafa ekki allir bankar þennan hátt á, t.d. ekki Landsbankinn. Hinir ríkisbankarnir tveir, Búnaðarbanki og Útvegsbanki (í meirihlutaeign ríkisins), munu hafa þennan hátt á, en í mismiklum mæli. ÁREYNSLULITLAR ÞVINGANIR „Það er enginn að þvinga neinn til að selja okkur vöruvíxla,“ sagði bankastjóri í samtali við blaðið. Hann segir þetta fyrirkomulag þýða gagnkvæma tryggingu. Hann staðfesti við blaðamann, þó ekki vildi hann láta nafns getið, að í 60% tilvikum væri bindingin inni á al- mennum sparisjóðsbókum. Það er því eðlilegt að spyrja um áhættu bankans. Eru bankarnir ekki t.d. farnir að ganga of langt þegar þeir nota sér víxlakvótafyrir- komulagið til að draga gjaldfallna víxla sem viðskiptavinurinn hefur selt þeim frá við uppgjör víxla- kaupa? Heimildamaður blaðsins segir t.d. algengt að strax eftir 10 daga sé búið að draga gjaldfallinn víxil frá með tilheyrandi dráttar- vöxtum. Þetta getur samsvarað allt að 150% ársávöxtun sem bankinn tekur. Hann er hins vegar búinn að firra sig ábyrgð og eftirlætur við- skiptavininum, seljandanum, inn- heimtuna. Þetta verður viðskipta- vinurinn að sætta sig við, eins og allt annað sem bankinn býður. „Ég held að það hljóti að vera fyrirtækjunum í hag að Iáta víxla sem þeir hafa selt liggja í vanskihim og fá þá í höfuðið seinna. Þao er ’seljendum vöruvíxlanna í hag að geta áttað sig á því hvort það borgar sig að skipta Iengur við aðila, sem ekki stendur í skilum," segir banka- stjórinn og bætir við: „Eg get t.d. ekki ímyndað mér að það yrði fyrir- tækjunum hagstæðara að fara út á gráa markaðinn, frekar en nota sér þessa aðstöðu í viðskiptabönkun- um.“ SÁ GRÁI HAFÐUR SEM FYRIRMYND Þó bankastjórinn hafi ekki við- urkennt í samtali við blaðið að raunverulega séu bankarnir farnir að beygja krókinn í átt að „þeim gráa“ þarf ekki útúrsnúninga til að túlka orð hans á þann veg að bank- arnir taki tillit til þeirra kjara sem þar ríkja, og eins og dæmin sýna eru þeir jafnvel tilbúnir að ganga enn lengra. Dæmi um varnarleysi viðskipta- vina í bankakerfinu eru skuldabréf- in sem bera undirtitilinn „skuld- breyting með álagsvöxtum“. Þau bera vaxtaprósentu á milli þess sem þekkist á gráa markaðnum og al- menna lánamarkaðnum. Þessi skuldabréf koma til þegar einstakl- ingur eða fyrirtæki í kröggum sæk- ir um skuldbreytingu vegna lána sem komin eru til lögfræðings eða jafnvel fógeta. Þá gerist það að bankinn og lögfræðistofan sjá sér hag í að nota bága samningsstöðu skuldarans og skella 2% vöxtum ofan á venjubundnu vextina, sem eru að meðaltali 9,1%. í vaxtatöflu Seðlabankans heita þessi skulda- bréf verðtryggð skuldabréf vegna vanskila og eru meðaltalsvextir ólánsömu skuldaranna 11,1%. Allir bankarnir, þar með talinn Alþýðu- bankinn, banki alþýðunnar, knýja fram þessi kjör. Mikil umræða hefur að undan- förnu verið um stöðu verðbréfa- sjóða og starfsemi þeirra. Það ætti einnig að vera full ástæða til að ræða þá þróun sem átt hefur sér stað í bankakerfinu, — ekki síst þegar menn eru að leita skýringa á gjaldþrotum fyrirtækjanna og heimilanna í landinu. Dœmi um að viðskiptavinir bankanna fjár- magni sjálfir jafnvel helming lánsins sem þeir eru að taka. Vanskilamenn beittir þvingunum við skuldbreytingar. Skellt á þá 2% álagsvöxt- um ofan á venjulega skuldabréfavexti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.