Pressan - 09.09.1988, Side 28

Pressan - 09.09.1988, Side 28
28 dagbókin hennar dúllu i /, Kæra dagbók. Ég var að lesa [rað í blaði að stelpa frá Austur-Þýskalandi hefði verið að flýja til Vestur-Þýskalands á íslandi! Fáránlegra hef ég aldrei vitað „á ævidögum daga minna“, eins og amma á Einimelnum segir. Af hverju var manneskjan að koma alla leið til íslands til að gera þetta? Það hlýtur að vera miklu auðveld- ara að flýja í þeim löndum, sem maður er að fara frá og til, en að koma langar leiðir til að gera það. (Pabbi sagði að hún hefði örugg- lega ekki fengið vegabréfsáritun til Vestur-Þýskalands. Glætan, mað- ur. Kommarnir leyfa fólki að l'ara hingað, en ekki í næsta land. Og svo sleppur það samt! Það er ineirihátt- ar gott á þá.) Annars skil ég þessa stelpu ekki almennilega. Hún fær nefnilega aldrei aftur að sjá pabba sinn og mömmu, af því að þau eru ennþá kommamegin í landinu. Kannski var hún nýbúin að rífast við þau áður en hún kom til íslands og ætlaði að hegna þeint með þessu. En þá sér hún örugglega ógeðslega eftir því seinna. Hver á t.d. að redda henni um pening, þegar hún er cina stelpan í genginu, sem ekki er búin að eignast leðurjakka? Og hver gefur henni að borða og þvær fötin af henni? Ég er viss um að hún hefur ekki hugsað út í þetta áður en hún „leitaði hælis“. (Mamma trylltist alveg, þegar ég sagði henni mína skoðun á þessu máli áðan. Hún segir að ég sé viðbjóðslega jarðbundin og gleynn alltal tillinn- ingahliðinni. Ég er sko ekki sam- mála henni, enda er hún líka nýbúin að segja allt annað. Þegar ég var að deyja úr ástarsorg í sumar átti mamma ekki orð yfir það livað ég velti ntér upp úr tilfinningavellu og tárum. Þá sagði hún að það væru fleiri fiskar í sjónum og ég myndi eiga eftir að liitta hundrað sæta stráka á næstu árurn. Þá var greini- lega OK að vera jarðbundinn!) Bless í bili, Dúlla. PS. Ég er nú eiginlega búin að sjá soldinn slalta af sætum strákum í MR, en enginn þeirra er í mínum bekk. Þar eru eintómir lúðar. Ég er alltaf svo óheppin... ,h jUV.'í'JÚ Fös1udagiir9. september 1988 sjúkdómar og fólk Miðvikudagur á stofunni Það var miðvikudagur og suð- vestanátt. Rigningin lamdi glugg- ann á skrifstofunni minni og ég var þreyttur. Vaktin nóttina áður hafði verið erfið, mikið um kvabb i síma og ég hafði tvisvar sinnum þurft að fara út í vitjun. Þegar þangað kom hafði ég það á tilfinningunni að þetta næturgöltur væri óþarft. Helgin hafði líka verið strembin og einar þrjár blóðtökur á vegum lög- reglu vegna gruns um ölvun um akstur höfðu séð til þess að nætur- svefninn var lítill sem enginn. Einn þeirra sem ég tók blóð úr var Bjarni T., en hann hafði nokkrum sinnum verið hjá mér á stofunni vegna ýmissa kvartana. Bjarni T. virtist hala lag á að koma sér í vandræði; hann var stundum barinn á böllun- unt eða barði einhvern illilega, lenti í átökum við dyraverði og virtist einstaklega klaufskur í vinnunni á mánudögum og þriðjudögum. Bjarni var blindfullur, þegar ég tók úr honum blóðið, grét beisklega og reif kjaft og lögreglan þurfti að halda honum. Að blóðtökunni lok- inni þakkaði hann mér þó hátíðlega fyrir með handabandi og sagðist þurfa að tala við mig einhvern tím- ann í næstu viku. Ástæða þess, að ég var að rifja upp þcssa blóðtökusögu í hugan- um, var sú að Bjarni T. var næsti sjúklingurinn á listanum hjá mér. Hann var síðastur í röðinni og ég farinn að hlakka til að komast heim. Dr. OTTAR GUÐMUNDSSON a; < 03 O z •o —} ö 2 Z * GALLABUXUR OG LEÐURSTÍGVÉL Bjarni var allur annar en þegar ég tók úr honum blóðið um helgina. Hann var í nýjum þröngum galla- buxum og leðurstigvélum, svörtum leðurjakka og blágrænum bol sem á stóð I Like Virgins. Hann hafði um hálsinn gullkeðju og aðra silfurkeðju með smáplötu sem á stóð Mamma. Hárið var litað með strípum hænuungagult og klippt stutt. í vinstra eyranu var ÍÁ mm lítill eyrnahringur og hann sat og var að lesa nýjustu Morgan Kane- bókina, Ófreskjuna í mýrlendinu. RAKVELARBLOÐUM PISSAÐ Hvað er að? spurði ég þegar við höfðum komið okkur fyrir á stof- unni og þagað smástund og hlustað á rigninguna. Ég get ekki pissað sagði Bjarni og allt í einu var komin alvara og ótti í þennan kæruleysis- lega unga mann. Flvað hefurðu lengi átt erfitt með að pissa? spurði ég. Síðan fyrir helgi, fimmtudag, föstudag, ég var farinn að finna fyrir þessu þegar þú tókst úr mér blóðið, sagði Bjarni. Þetta er eins og að pissa rakvélarblöðum. Svo lekur stöðugt úr honum eitthvert drull og ég er sipissandi. Já, sagði ég, ætli þú sért bara ekki með lekanda. Það gæti vel verið, sagði Bjarni og allt í einu var eins og hann yrði rólegri og hann kom sér þægilegar fyrir í stólnum og sagðist hafa lent í ýmsum ævin- týrum í fyrri viku. Hann hefði sofið hjá þeim tveimur eða þremur, vissi nú minnst um það hvað þær hétu, en þetta hafði verið rosafjör. Bjarni fann greinilega til sín, þegar hann sagði mér þessa Casanova-sögu af sér og gleymdar voru ófarir helgar- innar, ökuleyfissviptingin og smá- stund virtust raunir besefans gleymdar líka. SENNILEGAST LEKANDI Sennilega er þetta lekandi, sagði ég. Venjulega láta einkennin á sér kræla tveimur til sex dögum eftir að smit á sér stað en 10—20% þeirra karlmanna sem smitast fá engin einkenni. Það er lítil bakteria sem heitir gónókokkur sem veldur þessari sýkingu og hún berst milli fólks við samfarir. Einkennin eru útferð, sviði við þvaglát og tíð þvag- Iát. Ég tek sýni úr þvagrásinni hjá þér, Bjarni, og sendi það upp í há- skóla í ræktun og síðan gef ég þér penicillin-lyf sem á að drepa þetta niður. Svo vil ég sjá þig aftur eftir viku og fyrr ef þú Iagast ekki. Ég hef svo samband við þig út af rækt- uninni ef Inin sýnir eitthvað annað en lekanda. HOT SHOT MED GULUM BLETTI Bjarni T. lagðist upp á bekkinn og tók niður um sig níðþröngar gallabuxurnar með ákveðnum erfiðismunum. Undir þeim var hann í heiðgulum bikininærbuxum án buxnaklaufar sem á stóð I am a Hot Shot. Það var gulhvítur blettur í buxunum og í kringum þvagrásar- opið var greinilegur gröftur. Ég tók úr þessu sýni, þreifaði eftir eitla- stækkunum í náranum en fann engar og sagði Bjarna að fara aftur í. Ég náði í nokkrar töflur af lyfi sem er skylt penicillini og heitir ampicillin og annað sem heitir probenicid og lét Bjarna taka það í minni viðurvist. Síðan lét ég hann fá nokkurra daga skammt af lyfi sem heitir tetracyklin með sér heim, þar sem ákveðinn hluti þeirra sem smitast af lekanda er Iíka með klamydíu, sem er annar kynsjúk- dómur. Einkennin við klamydíu eru svipuð og einkenni lekanda og oft erfitt að greina þar á milli. FINNDU STÚLKURNAR Ég bað hann að hafa samband við þessar konur sem hann hefði sofið hjá undangengna viku og senda þær til mín. Hann glotti stór- bokkalega og sagðist skyldu reyna en var greinilega vantrúaður á að það tækist. Ég sagði: Bjarni minn, þú verður að hafa upp á þessum drottningum, því ef þær fá ekki meðferð geta þær fengið alls konar fylgikvilla lekanda. Konur fá ekki eins oft einkenni sýkingar og karlar og geta því fengið alvarlega sjúk- dóma eins og eggjaleiðarabólgur og fleira, ef sjúkdómurinn uppgötvast ekki á réttum tíma og er meðhöndl- aður. Ef þær fá eggjaleiðarabólgu vegna lekanda geta þær kannski aldrei eignast börn. — Ég reyndi að setja upp minn strangasta svip, þegar ég sagði þetta, svo Bjarni T. yrði hræddur eða fyndist hann hafa einhverjar skyldur gagnvart þessum stúlkum. Hann hætti við að glotta þegar ég hafði uppmálað hættuna sem stúlkunum gæti stafað af því að ganga um með lekanda án með- ferðar. Hann lofaði öllu fögru og við kvöddumst með virktum. í dyrunum snerist hann á hæli og sagði: Hvenær má ég fara að sofa hjá aftur, strax um helgina eða???? TAKTU ÞÉR HVÍLD Ég horfði smástund á þennan unga ævintýramann og stór- athafnamann in Bacceet Venere, og sagði svo: Taktu þér hvíld um tíma, kláraðu a.m.k. lyfin þín. Ég fann til vanmáttar míns gagnvart Bjarna T. þegar ég sagði þetta, því ég hafði enga trú á öðru en strax um helgina yrði hann aftur kominn á veiðar á einhverju ballinu með allar gull- keðjurnar um hálsinn, í svarta Ieð- urdressinu, glas í hendi og eld í augurn. Hann glotti og vaggaði á braut og það síðasta sem ég sá til Bjarna T. áður en ég fór heim var þar sem hann stóð í hrókasamræð- um við unga ljóshærða stúlku á Aðalgötunni. Þetta er ungt og leik- ur sér, sagði ég spekingslega við sjálfan mig, setti á mig öryggisbelt- ið, stillti á rás 1 í útvarpinu, þar sem verið var að lesa Njálssögu og þar komið sögu að Gunnar fór á fjör- urnar við Hallgerði á Þingvöllum, í lítskrúðugum stælfatnaði þeirra tíma. Ósjálfrátt varð mér hugsað til Bjarna T. í gæjadressi okkar tíma. Ja, djöfull væri Gunnar skæður á böllunum ef hann væri uppi núna, tautaði ég fyrir munni mér, ætli hann væri kannski síétandi penicill- in og tetracyklin eftir helgarnar. Síðan fékk ég mér bita af Lindu- suðusúkkulaði sem var í bílnum og jók eigin offituvanda og hélt heim á leið. kvikmyndir BÍÓBORGIN Foxtrot. ★ * íslensk spennu- mynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Frantic (Örvænting). ★ * ★ Spenna og örvænting i París. Sýnd 5, 7, 9og 11. Rambo III. ★ Enn ein Rambo- myndin. Fáránleg atriði áfæribandi. Stallone ersprenghlægilegur. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Bönnuð: 16 ára. Beetlejuice. * ★ Gamanmynd: Sýnd 5. BÍÓHÖLLIN GóðarT daginn Víetnam. ★ ★ ★ Grátfyndin mynd um útvarpsmann sem sendur er til Víetnam til að hressa upp á dátana með fyndnu Ijósvakaefni. Vitlaus maður á vit- lausum stað. Sýnd 4.30, 6.45, 9 og 11.10. í fullu fjöri. ★ ★ Unglingamynd. Sýnd 7, 9 og 11. Skær Ijós stórborgarinnar. ★ ★ Sýnd 7, 9 og 11. Rambo 3. Sýnd 7.10 og 11.10. Beetlejuice. Sýnd 5. Hættuförin. Góð spennumynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Frantic. Sýnd 5 og 9. Lögregluskólinn 5. ★ ★ Sýnd 5. HÁKÓLABÍÓ Klikurnar. ★ ★ ★ Þrælspennandi mynd. Löggu- og bófaleikur. Sýnd 5, 7.30 og 10. Bönnuð: 16 ára. LAUGARÁSBÍÓ Vitni aö moröi. ★ ★ ★ Hörkuspenn- andi mynd um lítinn strák sem kemst í hann krappan. Sýnd 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð: 14 ára. Stefnumót á Two Moon Junction. ★ ★ Nakin spennumynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð: 14 ára. Sá iilgjarni. ★ ★ ★ Hryllingsmynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Bönnuð: 16. ára. REGNBOGINN: Hamagangur á heimavist. ★ ★ Glens og grín fyrir unglingana. Sýnd 5, 7, 9 og 11.15. Á ferð og flugi. ★ ★ ★ Gamanmynd um tvo strandaglópa. Sýnd 5,7,9og 11.15. Leiösögumaðurinn. ★ ★ Spennu- mynd um lappagoðsögn, gerð í skugga Hrafns Gunnlaugssonar. Sýnd 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð: 14 ára. Krókódila-Dundee 2. ★ ★ Ágætis framhald um krókódíla-Ástralann. Sýnd 5, 7, 9.10 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ: Sjöunda innsiglið. Ný spennandi ogdularfull mynd. Sýnd 5, 7, 9og 11. Bönnuð: 16 ára. Breti i Bandaríkjunum. ★ ★ Gaman- mynd. Sýnd 9 og 11. Von og vegsemd. ★★★ Úrvals- mynd um lítinn dreng i siðari heims- styrjöldinni. Sýnd 5 og 7. ★ ★ * ★ = FRÁBÆR, SÍGILD ★ ★ ★ = MJÖG GÓÐ ★ ★ = GÓÐ ★ = SÆMILEG ? = AFLEIT

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.