Pressan - 16.03.1989, Síða 5

Pressan - 16.03.1989, Síða 5
m wi\ .ar vityibuSnwR Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur í Pressuspjalli ó sólríkum vetrar- degi um kynlíf, kynfræoinóm, kynfræðslu ó íslandi — og leynda drauma. „JÚ, ie 6ET ORÐW FEIMIN!" Það er ekki á hverjum morgni sem „maður" sest niður hjó konu í Garðabænum og ræðir um kynlíf. „Maður" er nefnilega svo voðalega feiminn að ræða svoleiðis mól, sér í lagi fyrir hó- degi í sól. En JÓNA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR kynfræðingur ræðir um þau mól líkt og aðrir ræða öllu venjulegri mól, sem auðvitað eru ekk- ertvenjulegri,þvíhvaðervenjulegrameðalfull- orðins fólks en kynlffið? Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttir — Myndir Einar Ólason Hún segist ekki vilja láta tengja persónu sína sí og æ kynlífsum- ræðu. Eigi að síður var það málefn- ið sem stóð upp úr og allar tilraunir til að beina talinu að æskuárunum, sumri í sveit eða að öðrum atvikum fyrri ára báru lítinn árangur. Jóna Ingibjörg hefur í dag greinaskrif í Pressunni þar sem hún gefur les- endum Pressunnar meðal annars tækifæri til að skrifa og leita svara. Því fannst okkur ekki svo galið að fá Jónu Ingibjörgu til að kynna sjálfa sig fyrir lesendum — svona rétt til að brjóta múrinn. Það er rúmt um Jónu Ingibjörgu þar sem hún býr í stóru einbýlishúsi í Garðabænum með tæplega þriggja ára syni sínum, Kára Svani, og fósturdóttirin þessa dagana er kisan Próska, sem er í eigu systur Jónu. Jóna Ingibjörg er 28 ára, fædd í. Reykjavík, uppalin í Garðabæ frá 9 ára aldri og eini íslendingurinn sem lokið hefur prófum í kynfræðslu, „sexuality education“. Hún segir muninn á kynfræðslu og „sex ther- apy“ einkum fólginn í því að í henn- ar starfi felist ekki að leysa úr kyn- lífsvandamálum eins og fólk virðist halda. „Margir halda að kynfræð- ingur viti svör við öllum vandamál- unum, en svo er ekki,“ segir hún. „Ég er aðallega menntuð til að semja námsefni fyrir hina og þessa hópa, og margir hafa leitað til mín og beðið um fræðsluefni fyrir ákveðnar starfsstéttir.“ Alvea að fá nóg af kynlífsumræðu! Að loknu hjúkrunarfræðiprófi 1985 fór hún á námskeið hjá Nátt- úruvernd og segist nú vera búin að sækja um starf sem landvörður í einn mánuð í sumar: „Ég er alveg að fá nóg af kynlífsumræðu, al- gjörlega!" segir hún hlæjandi. „Ég er búin að vera að tala um kynlíf síðan í maí! Ég verð að breyta til, fá að vera úti í náttúrunni. Þetta er eins og með kennara. Ég er búin að vera að kenna, flytja fyrirlestra og tala um kynlíf í allan vetur og það er kominn tími til að gera eitthvað allt annað. Svo er ég farin að þrá að komast í sumarfrí og ætla að vera í einn, tvo mánuði í Grikklandi í sumar.“ Eftir að Jóna lauk námi í hjúkr- un starfaði hún í hálft ár á Arnar- holti á Kjalarnesi og síðan á endur- hæfingardeild Grensásdeildar. Hún segist hafa fengið áhuga á að læra kynfræði meðan á hjúkrunarnám- inu stóð, „en einnig hef ég alltaf haft áhuga á kynlífi. í náminu tók ég eftir því að lítið var kennt um þessi mál og taldi nauðsyn á slíku. Ég beitti mér því meðal annars fyrir því á lokaárinu að rannsóknarverk- efni okkar yrði um viðhorf til kyn- lífs og þekkingu á því. Við vorum átta nemar í tvo mánuði að tala um kynlíf, lesa okkur til og afla okkur upplýsinga og fengum að vonum mikinn áhuga — ég kannski mest. Okkur gekk vel að fá svör, enda um nafnlausa könnun að ræða“. Hún skrifaði til AASECT, The American Association of Sex Educators, Councellors and Ther- apists, og bað um heimilisföng þeirra skóla sem kenndu þessar greinar. Þá fékk ég lista með nöfn- um sjötíu skóla . . . Skrifaði þeim öllum og bað um upplýsingar um nám. Af þeim reyndust þrír kenna Sexuality Education, kynfræðslu. Ég gat komist að í þeim öllum og fékk líka Fulbright-styrk til að komast til náms. Þótt styrkurinn væri ekki hár var það heiður að hljóta hann. Ég fór í Pennsylvaníu- háskólann í Fíladelfíu og lauk það- an mastersgráðu í kennslufræði, M.S. Ed., eftir tveggja ára nám.“ Með barn á brjásti í skólanum Heim kom hún á liðnu vori, orð- in reynslunni ríkari á margan hátt. Það eitt að leggja land undir fót, fara til náms í Bandaríkjunum með sex vikna barn og stofna heimili um leið fannst henni fremur erfið lífs- reynsla og ráðleggur engum að gera slíkt: „Pabbinn kom með soninn í skólann og þar gaf ég honum brjóst í tímunum,“ segir hún brosandi. „Ég var í þessu námi og gat leyft mér það! Auðvitað voru allir voða hrifnir . . .“ En þótt henni hafi á tímabili þótt erfitt að samræma þessa hluti kom dugnaðurinn henni áfram: „Það getur þó líka verið galli að vera duglegur," segir hún. „Fólk reynir svo mikið að vera dug- legt. Það var mikið álag að vera að stofna fjölskyldu, búa erlendis og vera í þessu námi — allt á sama tíma. Ég ráðlegg engum að gera slíkt. I mínu tilviki réð styrkurinn því að ég gafst ekki upp. Ég vildi ekki missa af neinu fyrst ég var komin út í þetta.“ Námið segir hún hafa verið mjög skemmtilegt, „en þurrt á köflum. Fyrst í. stað langaði mig meira að fara til San Francisco í Institute of Human Sexuality, þar sem nemend- ur taka sjálfa sig persónulega í gegn, sín viðhorf og sínar tilfinn- ingar til kynlífs. Þau mál er nauð- synlegt að hafa á hreinu fyrir þá sem ætla að leggja þetta starf fyrir sig, því þetta snertir það viðkvæm- an þátt í manninum. Sá sem hefur neikvætt viðhorf til kynlífs getur eðlilega ekki annast fræðslu um það. Það verður að varast að hengja sig í einhverjar ákveðnar kenningar, sem svo kannski eiga ekkert við rök að styðjast.“ Eins og? „Eins og til dæmis að „draumaprinsinn sé sá sem veitir fullnægingu“. Það eru kerlingabækur.“ Of opin? Námskeiðin hjá Jónu Ingibjörgu hafa verið vel sótt, bæði af karl- mönnum og kvenmönnum, en „rauði þráðurinn hefur verið kvennanámskeiðin mín“. Hins veg- ar segist hún hafa orðið vör við að þeir sem ekki þora á námskeiðin leiti sér fræðslu til dæmis með því að sækja fyrirlestra sem hún hefur haldið á vegum ýmissa félagssam- taka og klúbba: „Á þeim fyrirlestr- um hefur ævinlega verið fjölmennt og þangað koma margir sem virðast

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.