Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 7
Fimmtudagur 16. mars 1989-
PRESSU
L
■ ■ inn sívinsæli sjónvarpsmað-
ur með meiru, Hermann Gunnars-
son, stingur símsvara í samband,
þegar hann er ekki heima. Það er
hins vegar dálítið erfitt að koma
skilaboðum á þetta þarfaþing, því
segulbandsspólan er gjarnan yfir-
full og tekur ekki við fleiri orðsend-
ingurn. Ástæðan er sú, að grunn-
skólabörn hringja unnvörpum í
Hemma eftir að hann sá um þátta-
röð til að kenna krökkum að spjara
sig, þegar þeir eru einir heima.
Þurfa ungmenni þessa lands að
spjalla margt og mikið við hann um
málið...
v
ið gjaldþrotaskipti Avöxt-
unar sf. á að ganga að öllum eign-
um þeirra Péturs Björnssonar og
Ármanns Reynissonar. Mikið er
spáð og spekúlerað um hvort
skiptaréttur hafi komist yfir allar
eigur þeirra félaga. Við höfum nú
fengið staðfest að Pétur Björnsson
er enn skráður eigandi lítillar versl-
unar sem nefnist Byssubúðin og var
til skamms tíma rekin í tengslum
við Sportlíf á Eiðistorgi. Byssubúð-
in flutti inn skotfæri á síðasta ári
fyrir nokkrar milljónir en hefur nú
flutt aðsetur sitt upp í Mosfellsbæ.
Þá er Pétur einnig sagður standa á
bak við fyrirtæki sem nefnist
Myrkvi hf. sem stofnað var upp úr
öðru fyrirtæki í ágúst á síðasta ári.
Þar mun Pétur vera í kompaníi við
Björn Birgisson, en þeir hafa haft
samvinnu um nokkra hríð...
A
ins og kunnugt er stendur nú
yfir svokölluð barna- og unglinga-
vika og liður í henni var m.a. fundur
í Tónabæ síðastliðið mánudags-
kvöld. Þar mættu fulltrúar ungl-
inga í nokkrum félagsmiðstöðvum
og kvörtuðu sáran undan háum
fargjöldum í strætó. Töldu þeir að
það væri brýnasta hagsmunamál
unglinga að fá gjaldskránni breytt,
því margir þeirra notuðu strætis-
vagna mjög mikið vegna íþróttaiðk-
ana og tómstundastarfs. Og safnast
þegar saman kemur, þegar greiða
verður fimmtíu krónur fyrir hverja
ferð. Ætla krakkarnir að útbúa
áskorun til borgaryfirvalda um
málið...
If'
■^Lominn er upp rígur á milli
framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar-
ins í Hafnarfirði og verkstjóra stað-
arins vegna sölu svartfugls á mark-
aðnum. Deilan snýst um hvort salan
samrýmist heilbrigðiskröfum um
fiskmarkaði. Forstjórinn, Einar
Sveinsson, vill meina að þar sem
engin vinnsla fer fram í húsinu sé
ekkert athugavert við þetta, en
verkstjórinn bendir á að svartfugl-
inn sé ekki fiskur heldur fugl með
heitu blóði og því stangist það á við
heilbrigðisreglur. Jafnframt sé
matsleyfi fiskmarkaðarins í veru-
legri hættu ef haldið verður áfram
að selja þar svartfugl i...
7 '
Vi
SNORRABRAUT 29
SÍMI 62-25-55
FENGUM AUKASENDINGU AF HINUM FRÁBÆRU BONDSTEC
ÖRBYLGJUOFNUM OG GETUM ÞVÍ BOÐIÐ
TAKMARKAÐ MAGN Á SÉRSTÖKU
KJARAVERÐI.
BT-101
EINN ALLRA FULLKOMNASTI OG
HÆFASTI ÖRBYLGJUOFNINN SEM
VÖL ER Á í DAG. 10 ORKUSTIG,
ELDUNARPRÓGRÖM, 28 LÍTRA
INNANMÁL, PRÓGRAMMAMINNI,
SJÁLFVIRK AFFRYSTING,
HITASTÝRÐ ELDUN,
BARNALÆSING, MINNI FRAM í
TÍMANN, HITAMÆLIR,
SJÁLFVIRK UPPHITUN SEM
HELDUR MATNUM Á RÉTTU
HITASTIGI EINS LENGI OG
MENNVIUA. NÁKVÆMUR
ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA-
BÆKLINGUR FYLGIR.
RÉTT VERÐ 38.650,-
KJARABÓT OPUS
AÐEINS
27.900,-
BT-112
MJÖG FUL'LKOMINN OG ÖFLUGUR
TÖLVUSTÝRÐUR ÖRBYLGJUOFN.
650 VATTA ELDUNARORKA, 32 LÍTRA
INNANMÁL, 10 ORKUSTILLINGAR
OG ELDUNARPRÓGRÖM.
ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA-
BÆKLINGUR FYLGIR.
RÉTT VERÐ 31.800,-
KJARABÓT OPUS
AÐEINS
22.500,-
BT-612
HINN SÍVINSÆLI
FJÖLSKYLDUOFN.
500 VATTA ELDUNARORKA
18 LÍTRA INNANMÁL, AFFRYSTING,
SNÚNINGSDISKUR OG AÐ
SJÁLFSÖGÐU FYLGIR
ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA-
BÆKLINGUR
RÉTT VERÐ 16.980,-
KJARABÓT OPUS
AÐEINS
13.600,-