Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 8
8
Fimmtudagur 16. mars 1989
VIKUBLAP Á FIMMTUPÓGUM
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson /
Ritstjórar Jónína Leósdóttir / Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjóm <?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingaslmi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
blaöið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið.
Ekkert feimnismál
Mjög ánægjuleg og jákvæð þróun hefur orðið í íslensku samfé-
lagi á undanförnum árum Við erum sífellt að verða opnari og
ófeimnari við að ræða hluti, sem áður þótti óviðeigandi eða beinlín-
is dónalegt að minnast á. Það, sem þagað var yfir eins og manns-
morði fyrir svo sem áratug, er nú rætt á fjöldafundum og í fjölmiðl-
um eins og ekkert sé eðlilegra.
Sú tíð er liðin að fólki finnist skammarlegt að hafa skilið. Það er
raunar eins gott, því annars gengi hálf þjóðin núorðið með haus-
poka, og auðvitað er tíðni skilnaða ein höfuðorsök þess að þeir
þykja ekki Iengur mannorðsblettur. Viðhorf manna til þeirra, sem
eiga við áfengisvanda að stríða, hefur líka tekið miklum breyting-
um. Starf AA-samtakanna og SÁÁ hefur borið þann árangur að
alkóhólistar eru ekki Iengur álitnir óviðbjargandi rónar, heldur
sjúklingar sem hægt er að hjálpa. Enda eru frammámenn í þjóðfé-
laginu fyrir löngu farnir að tala opinskátt um eigin áfengisvanda-
mál í viðtölum við fjölmiðla, án þess að missa við það æruna.
Sifjaspell voru fram á allra síðustu ár í flokki þess, sem alls ekki
var talað um. Þá sjaldan einhver gerðist svo djarfur að brydda á því
umræðuefni bönduðu menn frá sér og fullyrtu að slíkt og þvílíkt
gerðist sem betur fer bara í útlöndum. Þar með var það útrætt mál.
En þetta hefur einnig breyst upp á síðkastið. Fjallað hefur verið um
sifjaspell í flestum fjölmiðlum og þau hafa verið til umræðu víða
í þjóðfélaginu. Það hefur síðan orðið til þess að auka skilning
manna á vandanum og auðvelda fórnarlömbunum að fá þá aðstoð,
sem þau þurfa nauðsynlega á að halda.
Það er heldur ekki langt síðan vel uppaldir íslendingar ræddu
ekki kynlíf á opinberum vettvangi. En nú er öldin önnur. Getnaðar-
varnir eru hættar að vera feimnismál og við höfum eignast okkar
fyrsta kynlífsfræðing, Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, sem á örugg-
lega stærstan þátt í að fólk er farið að ræða flisslaust um kynlíf.
Þegar Jóna Ingibjörg hélt fyrstu námskeiðin hér á landi fyrir tæp-
um tveimur árum ætlaði allt um koll að keyra. Brandarar um full-
nægingarfræðslu glumdu hvar sem maður kom. Síðustu mánuði
hefur umræðan hins vegar færst af barnaskólastiginu og er komin
á annað og hærra plan. Kynlíf er nú tekið til umfjöllunar eins og
sá eðlilegi og sjálfsagði þáttur mannlegs lífs, sem það auðvitað er.
Frá og með þessu tölublaði PRESSUNNAR verður Jóna Ingi-
björg Jónsdóttir með fastan dálk, þar sem hún fjallar um ýmsar
hliðar kynlífs og svarar bréfum frá lesendum. Vonandi hafa sem
flestir bæði gagn og gaman af framlagi þessa nýja dálkahöfundar
blaðsins.
Athugasemd við
„Ósvífna blaðamennsku“
Blaðamaður stendur við um-
fjöllun sína um vafasama við-
skiptahætti fasteignasölunnar
Húsafells í síðasta tölublaði
Pressunnar. Húsafell gætir ekki
hagsmuna nema annars aðila í
þeim viðskiptum sem fjallað var
um, þ.e. sölunni á veitingastaðn-
um American Style. Það sem
verra er: Húsafell dregur taum al-
ræmds vanskilamanns og hjálpar
honum að sölsa undir sig annarra
manna eigur á fölskum forsend-
um.
Bergur fékk tækifæri til að
svara þeim atriðum í untfjöllun-
inni sem snertu Húsafell. Hann
kaus að segja sem fæst.
í blaðamennsku er almenna
reglan sú að viðmælendur fái að
heyra hvað eftir þeim er haft, sé
þess óskað. í umfjöllun Pressunn-
ar var hvert orð heimildarmanna
borið undir þá áður en blaðið fór
í prentun. Lögfræðingur Hafþórs
Kristjánssonar fékk ekki að sjá
neitt nema það sem eftir Hafþóri
var haft; Bergur fékk að heyra það
sem eftir honum sjálfum var haft.
Blaðamaður samþykkti aldrei
að væntanleg umfjöllun um sölu
American Style yrði gerð að
samningsatriði deiluaðilja. í við-
tali, sem var tekið við lögfræðing
Hafþórs, neitar hann ásökunum
Bergs.
Það undrar blaðamann ekki að
Bergi þyki umræða um heiðarlega
framkomu „fjálgleg". Honum
hlýtur heiðarleiki að vera fram-
andi hugtak.
ps Eftir að greinin um við-
skiptahætti Húsafells birtist hafa
tveir aðilar haft samband við
blaðamann og sagt áþekka sögu
af viðskiptum sínum við fast-
eignasöluna Húsafell. Eigendur
Húsafells tóku upp á sína arma
vanskilamenn og hjálpuðu þeim
að komast yfir eigur fólks. Van-
skilamenn og viðskiptasóðar
keyptu og seljendur borguðu
Húsafelli umboðslaun. Það er
áhugavert að velta fyrir sér hvort
þessi viðskipti séu talandi dæmi
um siðferðið í íslensku þjóðfélagi
anno 1989. ■
Páll Vilhjálmsson.
,Leyfið mér nú að byggja í friði, strákar.
pressupóstur
„Osvífin fasteignasala“ — Osvífin blaðamennska
Undirritaður, sem ábyrgðarmað-
ur Fasteignasölunnar Húsafells, vill
koma að eftirfarandi athugasemd-
um við grein Páls Vilhjálmssonar
blaðamanns í síðustu Pressu.
Greinin fjallaði á mjög svo hlut-
drægan hátt um viðsicipti Hafþórs
Kristjánssonar í gegnum Húsafell
sf. Skal nú reynt að upplýsa lesend-
ur Pressunnar um þætti þessara
„ósvífnu" viðskipta, sem Páll
blaðamaður lét farast fyrir að afla
sér upplýsinga um, eða geta um í
grein sinni.
1. Um sölu American Style:
Viðurkennt er að mistök áttu sér
stað í gerð veðskuldabréfa, þannig
að skuldbindingar voru verðtryggð-
ar, en til skemmri tíma en tveggja
ára. Slíkt er óheimilt. Það er á hinn
bóginn röng fullyrðing að skulda-
bréfin séu „svikin“, þótt þau hafi
ekki fengist þinglýst vegna verð-
tryggingarákvæðisins. Bréfin eru
gild skuldaviðurkenning af hálfu
kaupanda. Seljandi hefur þessi bréf
undir höndum og getur sótt
greiðslu til skuldararis eða ábyrgð-
armanna skv. nafnverði þeirra. Á
bréfin rituðu þrír sjálfskuldar-
ábyrgðarmenn til frekari tryggingar
greiðslum. Þessa sjálfskuldar-
ábyrgðarmenn „athugaði" Hafþór,
seljandi, og lagði endanlega blessun
sína á.
Síðan kom í ljós að kaupandi
hafði veðsett lausafé, sem hann átti
aðeins að hluta. Allir, sem til
þekkja, geta staðfest að ómögulegt
er að ganga úr skugga um eignar-
hald á lausafjármunum eða veð-
setningar á þeim, nema með ítar-
legri bókhaldskönnun hjá eiganda.
Slíkt er ekki tíðkað við sölu at-
vinnufyrirtækja. Veðsetning og
sala lausafjármuna hljóta því að
fara fram á ábyrgð eiganda. Við-
semjandi Hafþórs, Daníel B. Þor-
geirsson, ber því beina ábyrgð á
saknæmri veðsetningu lausafjár-
ins, sem átti að tryggja greiðslu
skuldabréfanna enn frekar.
Þeir Hafþór og Daníel komu sér
saman um, án milligöngu Húsafells
og án þess að gera um það skrifleg-
an samning, að rifta kaupum Daní-
els á „American Style“.
Hafþór hefir fengið eign sína til
baka. Hann heldur títtnefndum
skuldabréfum, samtals að fjárhæð
kr. 7.500.000. Bréf þessi getur Haf-
þór innheimt og fengið tjón sitt
bætt af andvirði þeirra frá viðsemj-
anda sínum, Daníel B. Þorgeirs-
syni. Fyrst eftir að sannreynt hefir
verið að skuldabréfin fáist ekki
greidd kemur hugsanleg skaðabóta-
ábyrgð Húsafells til greina. Hafþór
hef ir enn enga tilraun gert til að inn-
heimta skuldabréfin.
2. Hafþór hefir engin sölulaun
greitt til Húsafells, sbr. Ijósrit af
óinnheimtum víxli, sem fylgir
greinarkorni þessu:
Ég vil, til að Ijúka þeim þætti,
sem snýr að milligöngu Húsafells í
viðskiptum Hafþórs og Daníels,
taka það fram að ég, sem ábyrgðar-
maður fasteignasölunnar, harma
þau mistök, sem gerð voru af starfs-
manni fyrirtækisins. Ég tel hinsveg-
ar, að þrátt fyrir þessi mistök hafi
seljanda, Hafþóri, verið og sé enn
auðvelt að komast hjá fjártjóni.
Hafþór hefur einfaldlega ekki gætt
réttar síns sem skyldi. Strax og svik
viðsemjanda hans, Daníels, komu í
Ijós gat Hafþór rift kaupunum.
Svokallað „rekstrartjón“ Hafþórs
stafar af aðgerðarleysi hans sjálfs.
Lögmaður Húsafells telur að Húsa-
fell beri enga skaðabótaskyldu, eft-
ir ítarlega könnun á málavöxtum.
Tilburðir Hafþórs nú til að krefja
Húsafell um „tjón“ sitt eru vægast
sagt síðbúnir og jafnvel tortryggi-
Iegir, eins og fram kemur hér á eftir:
Ósvífin blaóamcnnska
Mánudaginn 6. marz síðastliðinn
hringdi lögfræðingur Hafþórs, Sig-
urður Gunnarsson, til mín. Gaf Sig-
urður mér (Húsafelli) kost á að
greiða skaðabætur að fjárhæð kr.
2,5—3 milljónir til Hafþórs. í stað-
inn kvaðst Sigurður „hafa tök á að
draga greinina í Pressunni til baka“.
Það er vægt til orða tekið að ég hafi
orðið hissa á bíræfni lögfræðings-
ins unga (útskrifaður árið 1988).
Hafði maðurinn séð of margar bíó-
myndir með „snjöllum" lögfræð-
ingum? Ég átti tal við Pál, blaða-
mann Pressunnar, í framhaldi af
samtalinu við Sigurð lögfræðing.
Páll kannaðist að sjálfsögðu ekki
við að Sigurður hefði neitt með
birtingu greinarinnar að gera. Páll
talaði líka fjálglega um frjálsa fjöl-
miðlun, ítarlega rannsókn sína á
öllum málavöxtum og var í einu og
öllu hinn kátasti yfir fyrirsjáanlegu
„scoopi". Hann bauð mér að
„kommentera" á greinina, sem ég
reyndar fengi ekki að sjá. Ég tjáði
Páli að ég gæti að sjálfsögðu ekki
„kömmenterað“ á greinina óséða.
Slitum við svo tali ókkar.
Miðvikudagsmorguninn 8. marz
hringdi Þorlákur Einarsson, starfs-
maður Húsafells, til Sigurðar lög-
fræðings. Aftur ítrekaði lögfræð-
ingurinn tilboð sitt. Húsafell
greiddi 3 milljónir og hann skyldi
sjá um að greinin birtist ekki í
Pressunni. Hann kryddaði nú til-
boð sitt með því, að hann hefði
greinina fyrir framan sig til yfir-
Iestrar, og væri hún upp á 3 heilar
síður. Samtal þetta hef ég hlustað á
sjálfur.
Strax eftir símtalið hringdi ég í
Pál blaðamann og bað um að fá
greinina til yfirlestrar þar sem Sig-
urður hefði fengjð hana hjá Páli.
Þessu þverneitaði Páll. Ég mætti
lesa það sem eftir mér væri haft og
annað ekki. Hvar voru nú sann-
leiksástin og rannsóknarblaða-
mennskan hjá Páli? Maðurinn sem
hafði daginn áður talað fjálglega
um göfugt starf sitt við að lyfta hul-
unni af þessu óþverramáli vildi nú
ekkert um hina hlið málsins vita.
Afstaða blaðamannsins og hót-
anir Iögfræðingsins leiddu hug
minn að því að kannski væri hlutur
Húsafells bestur, ef greinin birtist.
Ég læt svo fólk um að dæma
hvaða hvatir lágu að birtingu grein-
arinnar. Bergur Guðnason hdl.