Pressan - 16.03.1989, Side 14
14
Fimmtudagur 16. mars 1989
BATMAN-BYLGJAN BERSTTIL ÍSLANDS
Heilagar hjálparsveitir
skáta! Hvað skal til bragðs taka
þegar hinn illvígi ofurskúrkur
Mörgæsin hefur leikið lögreglu-
lið Gotham-borgar svo grátt
með klækjum sinum, að það
stendur ráðþrota gegn fólsku-
brögðum hans? Svarið er ein-
falt, því aðeins einn maður get-
ur komið glæpafuglinum al-
ræmda á kaldan klaka. Þetta er
auðvitað enginn annar en
krossfarinn grímuklæddi,
BATMAN!
TEXTI: ÞORSTEINN HÖGNI GUNNARSSON
Til bjargar hinum siðmenrrtaða heimi
Það voru sannkölluð gleðitíðindi
fyrir alla unnendur réttvísinnar hér-
lendis, þegar þær fregnir bárust að
ævintýri Leðurblökumannsins
snjalla yrðu loks sýnd í sjónvarp-
inu. Sjónvarpsþættirnir um Bat-
man og hans dygga aðstoðarmann
Robin eru með þeim vinsælustu
sem bandaríski afþreyingariðnað-
urinn hefur getið af sér í g'egnum ár-
in. Þegar þættirnir hófu göngu sína
í Bandaríkjunum árið 1966 mældist
mesta horfun sem um gat frá því
Bítlarnir sjálfir komu fyrst fram í
sjónvarpi nokkrum árum áður.
Sleitulaus barátta teiknimyndahetj-
unnar Batmans við undirheimalýð
Gotham-borgar kveikti í ímyndun-
arafli áhorfenda, sem kunnu að
meta ýkta atburðarás teiknimynd-
anna í bland við yfirdrifinn leik
söguhetjanna. Vinsældir þáttanna í
Bandaríkjunum héldust mörgum
árum eftir að framleiðslu þeirra
var hætt.
Hrein tilviljun réð því að Evrópu-
búar uppgötvuðu hetjudáðir Bat-
mans á haustdögum 1987. Þannig
vildi til að verkfall tæknimanna á
Bretlandi olli því að ITV-sjónvarps-
stöðin gat ekki haldið úti beinni út-
sendingu á morgunþætti sínum TV-
AM. Stjórnendur gripu til þess ráðs
að sýna einhvern ódýran sjónvarps-
þátt frá Bandaríkjunum í staðinn.
Fyrir tilviljun urðu Batman-þætt-
irnir fyrir valinu. Ekki þurfti að
spyrja að leikslokum: Vinsældir
þáttanna urðu stjarnfræðilegar,
langt umfram það efni sem áður
hafði verið sýnt. Þetta gekk svo
langt að merkjanleg seinkun varð á
starfsfólki til vinnu í London, sem
vildi ekki missa af nýjustu hetju-
dáðum Batmans.
í kjölfar þessara vinsælda upp-
hófst gífurleg bylgja í kringum allt
sem tengdist á einhvern hátt Leður-
blökumanninum. Teiknimyndasög-
urnar með honum fóru að rokselj-
ast. Fljótlega spratt upp hátísku-
fatnaður að fyrirmynd búninga úr
þáttunum og nýlega var uppruna-
legi Batman-búningurinn úr sjón-
varpsþáttunum seldur á uppboði
fyrir rúmlega hálfa milljón ís-
lenskra króna. Meira að segja rúlla
Leikarinn Adam West í hlutverki Leðurblöku-
mannsins: Hálfaumingjalegur í samanburði
við Stallone og Schwarzenegger...
Skúrkarnir í hnotskurn:
UPPÁHALDSÓVINIR BATMANS
— The Penguin
(Mörgæsin):
— The Riddler
(Gátuglæpóninn):
— Catwoman
(Kattarkonan):
— The Joker
(Spilafíflið):
Þessi sparibúni
glæpafugl heldur mest
upp á safn sitt af stór-
hættulegum regnhlíf-
um, sem ýmist spúaeit-
urgufum eða byssukúl-
um. Eins og nafnið gef-
ur til kynna hefur Mör-
gæsin dálæti á fuglum,
sem hann þjálfar í því
að hrifsa skartgripi eða
kála nærstöddum. Oft-
'ast á leiðinni í eða úr
Gotham-fangelsinu.
Þessi snilldarskúrkur
sérhæfir sig í glæpum,
sem fela í sér einhvers-
konar gátur eða dauða-
gildrur — auðvitað sér-
sniðnar fyrir Batman.
Hans heitasta ósk er að
búa til gátu, sem Bat-
man getur ekki leyst.
Hann er ennþá að
reyna.
Glæpir kattarkon-
unnar tengjast allir
köttum á einhvern hátt
og eitt vopn hennar er
m.a. svartur hlébarði. í
anda hinnar sönnu
„femme fatale" hefur
hún haft sérstakt lag á
Batman vegna ómót-
stæðilegra kyntöfra
sinna. Hann hefur þó
aldrei fallið fyrir henni
til lengdar.
Þetta er erfiðasti
óvinur Batmans vegna
þess hve óstjórnlega
veill hann er á geðs-
munum. Glæpir hans
eru alltaf hættulegirog
bráðdrepandi. Uppá-
haldsvopn hans eru
flugbeitt kastspil og
eiturgufur, sem skilja
fórnarlömbin eftir með
hryllilega grettu.
Undradrengurinn
Robin er ávallt við
hlið meistara síns í
þáttunum.