Pressan - 16.03.1989, Side 15

Pressan - 16.03.1989, Side 15
Fimmtudagur 16. mars 1989 15 af Batman-veggfóðri frá sjöunda áratugnum, sem seld var á hundrað krónur, er ekki föl fyrir minna en þúsund krónur á fermetra í dag. Engan veginn er séð fyrir endann á þessari Batman-bylgju því Warner Bros-kvikmyndafyrirtækið frumsýnir nýja kvikmynd um hetj- una á komandi sumri. Myndin, sem heitir einfaldlega Batman — The Movie, skartar ýmsum stórstjörn- um breiðtjaldsins s.s. Michael Keaton í hlutverki krossfarans grímuklædda, Kim Basinger sem ástkonu hans og engum öðrum en Jack Nicholson sem erkióvininum The Joker. Þegar hafa meira en fjórir milljarðar króna farið í myndina og sú næsta er þegar í bí- gerð. Batman er greinilega kominn til að vera. Krossfarinn grimuklæddi fæðist________________________ En hver er uppruni þessa myrka sendiboða réttvísinnar? Batman geystist fyrst fram á sjónarsviðið í hasarblaðinu Detective Comics '21 árið 1939. Þar sveiflaðist þessi dul- arfulla vera um skýjakljúfa ímynd- aðrar borgar í Bandaríkjunum, sem nefndist Gotham City. Uppruna hans er að finna í æsku mannsins á bak við grímuna, milljónamær- ingsins Bruce Wayne. Tíu ára gam- all var hann á heimleið úr bíói ásamt foreldrum sínum, þegar þjófur réðst að þeim og myrti báða foreldra hans. Hinn ungi munaðar- leysingi hét því að hefna dauða þeirra með því að helga líf sitt bar- áttunni við glæpalýð heimsins. Bruce Wayne notaði auð föður síns til að þjálfa sig sem útsjónarsama leynilögreglu og líkamlegan afreks- mann. Nótt eina er hann sat í hæginda- stól í óðalssetri sínu kom honum í hug setning, sem allir sannir Bat- man-aðdáendur þekkja utan að: „Ég mun verða dýr næturinnar. Eitthvað svart, hryllilegt, eitthvað... (líkast svari flýtur risavaxin leður- blaka inn um gluggann) já, leður- blaka! Þetta er fyrirboði... ég verð LEÐURBLAKA!" Þannig varð til þessi furðulega vera myrkursins, þessi hefndarengill réttvísinnar, Leðurblökumaðurinn!" Batman sló strax í gegn hjá teiknimyndaáhugamönnum, því ólíkt litríkum hetjum eins og Super- man, sem var ekta ofurmaður, var Batman dökkklæddur og alvöru- gefinn. Hann var hetja, sem lét lög landsins sig engu varða, og vakti ótta hjá bæði glæpalýð og lögreglu. Persóna hans var sveipuð vampýru- líkingum; að degi var hann tignar- legur yfirstéttarmaður, en að nóttu Drakúla. Samt var dauðleiki hans alltaf innan seilingar. Hægt var að skjóta hann og drepa og oft blæddi honum. Þannig vakti hann samúð hjá almenningi, því hann var ekki ódauðlegur guð, heldur venjulegur maður. Þessi samkennd styrktist enn meir, þegar hinn tryggi aðstoð- armaður hans, undradrengurinn Robin, kom til sögunnar 1940. Batman stekkur ekki bros Sá leðurblökumaður, sem sjón- varpsáhorfendur hafa fallið fyrir, er satt að segja ekki mjög líkur fyr- irmynd sinni úr teiknimyndasögun- um. Adam West, sem leikur hetj- una, er ekki sérlega sannfærandi í vexti — jafnvel á þann mælikvarða sem var í gildi 1966. Ætlunin heldur ekki sú að túlka Batman mjög bók- staflega í þáttunum, heldur var reynt að búa til algjörlega ýktan teiknimyndaheim þar sem öllum væri fúlasta alvara í baráttunni við ofurglæpamennina, sama hversu fáránlegar aðstæðurnar væru. Bat- man er svo öfgakenndur dreng- skaparmaður að hann getur ekki einu sinni hent tímasprengju í sjó- inn af ótta við að meiða fiskana. Söguþráðurinn og leikrænir til- burðir eru svo ýktir að maður getur ekki annað en hlegið að vitleysunni. Þar er líka komin ástæðan fyrir vin- sældum þáttanna. Þeir eru svo mikil della að þú fellur ekkert í áliti hjá nærstöddum þótt þú hafir gam- an af þeim. (Nýjustu ævintýri Leð- urblökumannsins er að finna á föstudögum kl. 19.25 í ríkissjón- varpinu.) Bruce Wayne dettur snjallræði í hug í Detective Comics frá 1939 enn meiri háttar 0STATILB0Ð stendur til 21. mars nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka Rækju-, sveppa- eda 3 ostategundir í pakka Áður kostuðu 3 dósir ca.M0 kr., 11Ú 290 kr.* yfir 20% lækkun. Beikonostur Áður kostuðu 3 dósir ca. 424"kr., nú 330 kr.* yfir 20% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð Produce of lceland produce of Iceland Produce of Iceland Produce of Iceland ®MjöW Betri heilsa meö góöum vítamínum og hollefnum ÍTóró25eru 15vítamín og 10 steinefni í réttum hlutföllum. Eitt hylki gefur fullan dag- skammt allra helstu vítamína og steinefna. Tóró 25 er e.t.v. besta fáanlega fjölvítamínið, hvað varðar verð og gæði. jwStdró „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess að nokkur næringarefni dragi úr tíðni krabbabeins í þekjuvef líkam- ans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, B-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hollar og fjölmettaðar fitusýr- ur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á íslandi er ríkara af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A og D vítamín. Gerið verðsamanburð. Jiík TÓRÓ HF Siöumúla 32, I08 Reykjavík, o 686964

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.