Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 19
19
Fimmtudagur 16. mars 1989
Rætt við þá aðila sem veita verðlaun í Sönglagakeppni íslands,
Landslaginu.
M
VERÐLAUN FYRIR ÞRJAR MILLJONIR
Senn líður að því að lögin tíu, sem komust í úrslit í Söng-
lagakeppni íslands, Landslaginu, fari að hljóma á öldum
Ijósvakans. Kynningarkvöld verður á Hótel Sögu 14. apríl og
þessa dagana er allt í fullum gangi við lokaundirbúning.
Gullsmiðir hafa fengið grjót í hus, byrjað er að útsetja lögin
og höfundar og útsetjari velta vöngum yfir því hvort ein-
hverju skuli breytt eður ei.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR- MYNDIR EINAR ÓLASON
Verðlaunin i keppninni um
Landslagið eru mörg og glæsileg og
verðmæti þeirra um þrjár milljónir
króna. Þau koma í hlut höfunda
fimm efstu laga keppninnar og eru
veitt af Norrænu ferðaskrifstof-
unni, Ferðamiðstöðinni Veröld,
Vífilfelli/Coca Cola, ívari Þ.
Björnssyni gullsmið og Kjötmið-
stöðinni Garðabæ. Auk þess leggja
Bylgjan og Stöð 2 fram sinn skerf,
kynna lögin og senda beint út frá
úrslitakeppninni. Aðrir sem þátt
eiga í að gera keppni þessa eftirtekt-
arverða eru íslenska auglýsinga-
stofan, sem hannar auglýsingar og
merki keppninnar, hljóðverið Stöð-
in, sem útsetur og hljóðritar lögin,
Gildi/Hótel Saga, þar sem keppnin
fer fram á glæsilegu lokakvöldi, og
vikublaðið Pressan, en þrír síðast-
töldu aðilarnir standa að fram-
kvæmd keppninnar.
En þá er ekki úr vegi að spyrja:
Hvaða hag sjá menn sér í því að
gefa verðlaun fyrir þrjár milljónir
króna? Er það framtakið sjálft sem
kemur því til leiðar, eða er það aug-
lýsingagildið?
ÍVAR Þ. BJðRNSSON OG SVEINN GUÐNASON
GULLSMIOIR:
„Hugmyndin að verðlauna-
gripnum er okkar beggja og
hann verður veittur höfundum
þriggja efstu laganna," sagði
Sveinn. „Verðlaunagripurinn
er gerður úr íslenskum
gabbrósteini og látúni. Fimm
teinar ganga niður á steininn I
gegnum hljómplötu, sem
smíðuð er úr látúni, og þar
sem hringur er á hljómplötum
verður ísland sagað út í ný-
silfri. Teinarnir fimm tákna
nótnastrengina og tónlykill úr
nýsilfri verður áfastur þeim.
Andri Bachmann kom að
máli við okkur þegar hug-
myndin að þessari keppni
fæddist og okkur leist vel á að
leggja okkar af mörkum.
Steinsmiðja S. Helga-
sonar í Kópavogi gaf okkur
gabbrósteinana og nú er ekk-
ert eftir annað en hefjast
handa við smíðina."
EMIL ÖRN KRISTJÁNSSON
framkvæmdastjóri Norrænu
ferðaskrifstofunnar:
„Viðerum hlynntir því að hér
á landi sé haldin keppni þar
sem öllum sem vilja er gefið
tækifæri á að spreyta sig.
Keppni eins og Landslagið
gerir óþekktum tónlistar-
mönnum kleift að koma lögum
sínum á framfæri og það er
greinilegt að hér eru til margir
góðir lagasmiðir. Norræna
ferðaskrifstofan ákvað að
veita höfundum laganna sem
verða í fjórða og fimmta sæti.
ferðaverðlaun til Færeyja og
markmiðið með þeim verð-
launum er einkum það að
styrkja menningartengslin
milli frændþjóðanna Færeyja
og íslands."
PÁLL ÞORSTEINSSON
Bylgjunni:
„Bylgjan mun kynna lögin
frá byrjun aprílmánaðar, þann-
ig að sem flestirverði farnirað
þekkja þau þegar að úrslita-
kvöldinu kemur. Sem tónlistar-
stöð viljum við styðja við bakið
á lagasmiðum landsins og telj-
um okkur ákveðinn farveg fyrir
þá. Þessi keppni erágætis leið
til að koma tónsmíðum á fram-
færi og að sjálfsögðu viljum
við styðja við þá sem semja
tónlistina sem við flytjum."
BJÖRN G. BJÖRNSSON
Stöð 2:
„Við vildum styðja þetta
EMIL EMILSSON
markaösstjóri hjá
Vífilfelli/Coca Cola:
„Okkur hjá Vífilfelli finnst
framtakið sem slíkt þess virði
að styðja það. Auk þess styðj-
um við sigurlagið með gerð
myndbands og okkur finnst
fara vel á því að sá sem verður
bestur í þessari keppni eigi
samleið með öðrum, sem eru
bestir á sínu sviði. I gegnum
árin hefur Coca Cola átt sam-
leið með ungu fólki á öllum
sviðum, íþróttum, listum og
öðru, og því er þetta vel við
hæfi.“
framtak ásamt því auðvitað að
fá þetta dagskrárefni. Við telj-
um þetta vera gott efni og vit-
um að það verður horft á þaö.
Það sem við leggjum til keppn-
innar er að Stöð 2 hefur einn
mann í dómnefnd, við kynnum
öll lögin, eitt á dag frá 14. apríl
og síðan í 19.19, og sendum
oeint út frá úrslitakvöldinu.
Það er engin spurning að
margir munu horfa á þá út-
sendingu. Þetta er dýrt fram-
tak, en við viljum leggja okkar
af mörkum til að keppnin geti
orðið sem glæsilegust og á
móti fáum við gott dagskrár-
efni sem fólk horfir á.
BIRGIR JÓHANN
BIRGISSON
hljóðverinu Stöðinni:
Hljóðverið Stöðin er rekið af
upphafsmanni keppninnar, Ax-
el Einarssyni, og á Stöðinni
verða lögin útsett af Birgi Jó-
hanni Birgssyni, jafnframt þvf
sem Stöðin sér um hljóðritun
laganna fyrir hljómplötu. Birgir
Jóhann fékk lögin í hendur I
síðustu viku og segir að sér lít-
ist mjög vel á það sem hann
hafi heyrt: „Ég er byrjaður að út-
setja lag Rúnars Þórs og líst vel
á. Það verður ekki gerð mikil
breyting á því lagi, og reyndar á
ég ekki von á að miklar breyt-
ingar verði á neinu laganna.
Yfirleitt eru höfundar þeirra
mjög áhugasamir og hafa kom-
ið nálægt tónlist áður þannig
aö þeir vita hvað þeir vilja.
1
Úað$[r
vwrw ’
-SMWR FRAMUR
SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045
ATH. Póstsendum samdægurs um allt land
Narvik
Thermofil fylling
+ 25° C — -f 8° C
Þyngd 1900 gr.
Verð kr. 5.690.-
Femund
Hollofil fylling
+ 25° C — -f 10° C
Þyngd 1900 gr.
Verð kr. 6.980,-
Igloo
Hollofil fylling
+ 25° C — -f 15° C
Þyngd 2000 gr.
Verð kr. 7.990,-
Lynx 4
60 lítrar
Þyngd 1100 gr.
Verð kr. 5.590.-
Jaguar E50
50 lítrar
Þyngd 1700 gr.
Verð kr. 7.690.-
Panther 3
65 lítrar
Þyngd 1600 gr.
Verð kr. 8.390.-