Pressan - 16.03.1989, Side 22

Pressan - 16.03.1989, Side 22
Fimmtudagur 16. mars 1989- The Dubliners, frá vinstri: Barney McKenna, John Sheahan, Ronnie Drew, Sean Cannon og Eamon Campell. ÓVANIR SVONA FALLEGU KVENFÓLKI Einkaviðtal Pressunnar við The Dubliners Fyrstu bjórhelgina voru staddir hér á landi liðsmenn þjóðlagasveitarinnar The Dubliners. Ástæðan fyrir komu þeirra hingað var bjórinn og hingaðkoma hans. Til að gera langa sögu stutta má segja að á löngum starfsferli hafi The Dubliners aflað sér vinsælda og virðingar innan tónlistarheimsins. Eftirfarandi viðtal var tekið við þá áður en þeir stigu á sviðið í Glæsibæ til að skemmta þjóðlaga- en þó aðallega bjórþyrstum ís- lendingum. Ég byrjaði á byrjuninni: EFTIR: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON PRESSUMYND: GHÁ — Hvenær var The Dubl- iners stofnuð?_______________ „Fyrir.27 árum, árið 1962, á krá í Dublin sem heitir O’Donahues. Eiginlega hétum við fyrst The Ronnie Drew Group en einn af stofnendunum, Luke Keliy, fann síðan nafn hljómsveitarinnar í bók eftir James Joyce sem heitir þessu nafni, The Dubliners.“ — Hvar liqqja tónlistar- legar rætur hljómsveitar- innar?_______________________ „Aðallega í írskri þjóðlagatónlist og annarri hefðbundinni írskri tón- list. Áhrifin koma eiginlega úr allri írskri tónlist, sama hvort það eru lög sungin af vændiskonum, börn- um eða fólki sem er að mótmæla ýmsu í þjóðfélaginu, t.d. stríði. Mikið af lögunum okkar hefur þjóðfélagslega skírskotun, en þar með er ekki sagt að þau séu húm- orslaus, langt í frá.“ — Þið hafið qefið út mik- inn fjölda hljómplatna, hvað eru þær orðnar margar? „Einhvers staðar í kringum 36. Við munum það eiginlega ekki ná- kvæmlega," segja þeir og hlæja. „En þetta eru bara plötur undir nafninu Dubliners, svo erum við á yfir 130 safnplötum." — Hve margar seldar plötur?______________________ „Milljónir, tugmilljónir! Það veit í rauninni enginn okkar hve margar plötur við höfum selt, aðeins fyrir- tækið sem selur plöturnar. Það fær líka alla peningana (ha, ha, ha).“ — Það er nú liðinn um hálfur áratugur frá því The Dubliners voru staddir hér í tengslum við Listahátið. Þeir spiluðu fyrir fullu húsi í Há- skólabiói og hlutu almennt mjög góðar viðtökur. Hvernig hafa viðtökurnar verið núna? „Viðtökurnar hafa verið mjög hlýjar og bjórinn gerir þær senni- lega enn hlýrri. Það er Iíka mjög gott að spila hérna. íslendingar og Irar eiga svo margt sameiginlegt, margt líkt með þessum þjóðum. T.d. inniheldur menningararfleifð beggja þjóðanna víkinga og munka.“ — En likar ykkur betur að spila á írlandi?_______________ „Ekki alfarið. Sko, við elskum allir írland, elskum að eiga heima þar, að spila írska tónlist á írlandi. En okkur finnst líka stórkostlegt að spila í öðrum Iöndum. Við lítum stundum á okkur sem sendiherra tónlistarinnar, sem miðla menn- ingu og taka við menningu. Þetta er alvarlegi hluturinn á bakvið The Dubliners, en við framkvæmum hann á gamansaman hátt. “ — Staða þjóðlagatónlist- ar; er hún verri eða betri en hún hefur verið á undanförn- um árum?_______________________ „Við finnum fyrir því að mikil endurnýjun hefur átt sér stað í þjóðlagatónlist á síðastliðnum fimm árum eða svo. Margt ungt fólk er að ganga til liðs við þessa tónlistarstefnu, kannski af því að það er orðið leitt á dægurtónlist- inni. Það finnur lika svo mikið líf í þjóðlagatónlistinni, finnur sig sjálft því á menningararfi þess byggir þjóðlagatónlistin." — Eru til á írlandi álika vinsælar og þekktar þjóð- lagasveitirog The Dubliners? „Já, já, t.d. The Wolftones, sem syngja aðallega þjóðernissöngva. Og svo eru það The Fury Brothers, þeir eru meira á hefðbundnu lín- unni eins og við. The Wolftones höfða bara til íra og engra annarra. En við getum spilað fyrir fólk frá löndum víðsvegar í heiminum, s.s. Frakka, íslendinga, Ástrali, Kanada- menn. Við vitum ekki nákvæmlega hvað veldur þessu. Sennilega á hin mikla leikgleði okkar stóran þátt í útbreiðslunni." — Þannig að þið ferðist heilmikið? __________________ „Úff, já, já og stundum einum of mikið!! Við ferðumst samt aðallega innan Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu. Við höfum aldrei farið til S-Ameríku og það finnst okkur slæmt. Sérstaklega finnst okkur slæmt að hafa ekki komið til Argéntínu þar sem þjóð- lagatónlist á sér mjög sterka hefð.“ — Þiðeruðþáekkiheims- frægir i þeim skilningi? „Alveg nógu frægir að því er okkur finnst. Við höfum nú meira að segja spilað í Bahrain-fursta- Barney McKenna dæminu, ef þú kallar það heims- frægð,“ segja þeir hlæjandi. — Finnst ykkur þið vera stjörnur?_____________________ „Nei, alveg af og frá. Við erum bara fimm kallar sem hafa gaman af því að spila sína yndislegu þjóð- lagatónlist. Einu stjörnurnar í okk- ar augum eru þær sem eru á himn- inum.“ — Ég sá um daginn aug- lýsingu i bresku tónlistar- timariti þar sem auglýstir voru ykkar síðustu tónleikar á ferlinum. Það hefur komið á daginn að þetta er alls ekki rétt, en hvaðan er þessi saga komin? „Það gekk hér sú saga að Ronnie (Drew) væri að hætta í hljómsveit- inni. Blöðin gripu þetta úr lausu lofti og skelltu þessu svona fram. The Dubliners eru alls ekki að hætta. Það er enginn fótur fyrir þessu.“ — En hefur samstarfið aldrei verið í hættu? „Jú, svo sannarlega. Við hættum mjög reglulega samstarfi, stundum eftir hverja tónleika,“ segja þeir og skella upp úr. „Þetta hefur gengið svona í 27 ár!! En tónlistin og vin- skapurinn halda okkur saman.“ — Hafið þið slegist? „Mjög hressilega stundum, en aldrei sparkað hver í annan! Svona lagað kemur fyrir alla. Einhver fær sér of mikið neðan í því og fer að rífast út af einhverjum smáatriðum. En slík atvik eru gleymd um leið og runnið er af mönnum.“ — í gegnum 27 ára starfs- feril hefur allt gengið 100% vel hjá The Dubliners? „Það verða alltaf einhver vand- ræði og vesen. Það er þannig hjá öllum hljómsveitum. Okkar mesti „bömmer" var þegar Luke Kelly dó úr krabbameini fyrir fimm árum. Það var gífurlegt áfall fyrir hljóm- sveitina og það versta sem fyrir okkur hefur komið. Luke var líka ein besti ballöðusöngvari í heimin- um þá. Andlát hans var geysilegur missir fyrir okkur.“ — En hver er ykkar skemmtilegasta reynsla? „Sennilega þegar við spiluðum með U2 í Dublin fyrir framan 75.000 áhorfendur í júlí 1987. Eins er það mjög minnisstætt þegar við komumst í Top of the Pops árið 1967.“ — Eru einhver samskipti milli ykkar og annarra yngri hljómsveita sem eru undir áhrifum frá irskri þjóðlaga- list?' „The Pogues eru mjög góðir vinir okkar, einnig Hothouse Flowers og The Waterboys. Þetta eru allt sam- an fínir strákar og það má koma hér fram að The Pogues líta á sig sem einskonar nútímaútgáfu af okkur og viðurkenna fúslega að við séum meðal áhrifavalda á tónlist þeirra." — Siðast þegar þið voruð á íslandi fékkst hérekki bjór. Finnst ykkur mikill munur á, núna þegar hann er kominn? „Ekki svo mikill. Við erum svo vanir honum að allt þetta umstang í kringum bjórinn skiljum við eigin- lega ekki. Við erum hinsvegar öllu óvanari svona geysilega fallegu kvenfólki eins og hér er, alveg guð- dómleg fegurð!! Á hamborgara- stað, sem við fórum á um daginn, voru svo fallegar stúlkur að vinna að við hefðum getað setið og étið hamborgara allan daginn og allt kvöldið líka („to hell with the BEER, give us the girls!!“). Kuldinn er hins vegar eins mikill og stúlkurnar eru fallegar. Á þeim ferðum sem við fórum í bæinn vor- um við mestallan tímann inni í hin- um og þessum búðum, bara til þess að ná okkur í einhvern hita í skrokk- inn, forða okkur frá ofkælingu,“ og þeir félagar hrylla sig við tilhugs- unina. „Næst þegar við komum skal það verða um sumartímann!!" Að þessum orðum töluðum stukku þeir á sviðið og hófu að skemmta íslendingum. Til þess voru þeir jú komnir. Og bjórinn rann.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.