Pressan


Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 24

Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 24
24 PrtPt 'if:ri 9t Ttip^r.ijlrt r.n Fimmtudagur 16. mars 1989 kvikmyndir og leikhús Regnboginn DEAD RINGERS (TVÍBUR- AR) Leikstjóri: David Cronen- berg. Aðalhlutverk: Jeremy Ir- ons og Genevieve Bujold. Þeim, sem þekkja til hryllings- mynda leikstjórans Davids Cron- enberg, kemur þessi nýjasta mynd hans nokkuð á óvart. í stað þess að leggja áherslu á bókstaflegan hrylling eins og í fyrri myndum (The Fly, Videodrome o.fl.) bregður hann út af vananum með þessari sálfræðilegu spennu- mynd, þar sem hryllingsbrellur eru vart sjáanlegar. Myndin fjall- ar um sérkennileg tengsl tvíbura- bræðranna og kvenlæknanna Be- verlys og Elliots Mantle (báðir leiknir af Jeremy Irons). Þeir deila öllu með sér; bæði ábatasamri læknastofu og kvenfólki sem á vegi þeirra verður. Tengsl þeirra virðast órjúfanleg þangað til fal- leg leikkona, Claire Niveau (Genevieve Bujold), kemst upp á milli þeirra. Furðulegt samband tvíburanna rofnar smám saman með ófyrirséðum og hryllilegum afleiðingum. Dead Ringers hefur yfirleitt fengið góðar viðtökur hjá gagn- rýnendum, það er helst að mönn- um þyki eftirsjá að sérstæðum brellum Cronenbergs. Ein helsta ástæðan fyrir jákvæðum við- brögðum manna hefur án efa ver- ið ótrúlega næmur leikur breska leikarans Jeremys Irons. Hann fær það erfiða hlutskipti að túlka tvíburana, sem eru mjög ólíkar persónur þótt yfirborðið sé hið sama. Með aðstoð sérstakrar myndatökutækni birtist Irons oft samtímis og það er sagt að kvik- myndagestir hafi haldið að raun- verulegir tvíburar væru á ferðinni í hlutverkum furðulegu kven- læknanna, svo sannfærandi er hann. Svo virðist sem Cronenberg hafi tekist að gera mynd sem markar algjörlega nýjar brautir fyrir hann sem handritshöfund og leikstjóra. Eins víst er að honum takist að svekkja marga eldri að- dáendur sína með mynd sem inni- heldur fá blóðug hryllingsatriði. Jafnframt öðlast hann örugglega nýja aðdáendur með vandaðri innsýn í sálfræðilegan hrylling tvíburanna. Forvitnileg mynd sem kröfuhörðum kvikmyndagestum er óhætt að eyða kvöldstund í. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15. Bönn- uð innan 16 ára. Bióhöllin THE DEAD POOL (í DJÖRFUM LEIK) Leikstjóri: Buddy Van Horn. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Patricia Clarkson, Lian Reeson og David Hunt. Það er varla að maður hafi lengur tölu á því hve oft Clint Eastwood, í hlutverki brosmilda lögregluþjónsins Dirty Harrys Callahan, hefur afmáð allan glæpalýð San Francisco-borgar með frethólki sínum einum sam- an. Sem sagt: Hér er nýjasta Dirty Harry-myndin komin og, ef eitt- hvað er að marka gagnrýnendur, ein sú besta. Söguþráðurinn er ekkert nýtt, enda varla við því að búast þar sem formúlan hefur gengið svo vel í gegnum árin. Meðal þess sem Dirty Harry á í baráttu við að þessu sinni er leik- stjóri hryllingsmynda, sem leikur sér að því að fremja svæsin morð. Endalok eru svo sem engin ráð- gáta heldur, en það sem gerir þessa mynd betri en hinar fyrri er sterkur húmor, sem léttir yfir- bragð myndarinnar til muna. Heittrúaðir mega ekki missa af þessari og góðar líkur á að við hin getum skemmt okkur líka. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Laugarásbíó TWINS (TVÍBURAR) Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger og Danny De- Vito. Það vantar víst ekki tvíbura- myndir í kvikmyndahúsin þessa dagana. Hér er þó á ferðinni (eins og leikarar gefa til kynna) allt öðruvísi útgáfa af samskiptum tveggja bræðra. Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito leika tvíbura (líklega ekki ein- eggja), sem eru aðskildir í æsku en hittast á ný þrjátíu og fimm ár- um seinna. Söguþráður myndar- innar gengur svo út á leit þeirra að mömmu, sem er víst sú eina sem getur þekkt þá í sundur. Hér er því á ferðinni farsi sem er líklega jafn- góður og annað í þessum dúr sem kemur frá kvikmyndaverum vest- anhafs, því bandarískar gaman- myndir eru oft því marki brennd- ar að annaðhvort elskarðu þær eða hatar. Myndin hefur fengið mjög góða dóma og á sjálfsagt eftir að hljóta góða aðsókn hérlendis, þó ekki væri nema vegna þess að einn besti grínleikari síðari ára, Danny DeVito, er í aðalhlutverki. Án efa verður svo forvitnilegt að sjá Schwarzenegger munda eitthvað annað en hríðskotabyssu, kannski leikhæfileika? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SCHWARZENEGGER DEVITO TWbNS Only their mother can tell them apart. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð NASHYRNINGURINN Höfundur: Eugéne Ionesco. Leikstjóri: Andrés Sigurvins- son. Aðalhlutverk: Sigurður Pálsson og Benedikt Erlings- son. Margfrægt leikrit Ionescos um baráttu einstaklingsins gegn þrýstingi samfélagsins um að falla í hópinn er hér komið í nýstárlegri uppsetningu eins öflugasta menntaskólaleikhúss landsins. íbúar landsins verða þess varir að einkennilegur sjúkdómur veld- ur þvi að fólk breytist smám sam- an i nashyrninga. Enginn virðist óhultur og að lokum stendur skrifstofumaðurinn Berenger einn uppi gegn heimi þar sem ein- sleitir nashyrningar hafa tekið völdin. Öll umgjörð sýningarinnar er hin glæsilegasta, þarsem mest ber á framúrstefnulegum búningum Rósbergs Snædal. Skemmtileg sýning í alla staði. Sýningar fimmtudag kl. 20.30. Uppl. í síma 39010. Þjóðleikhúsið HAUSTBRÚÐUR Höfundur og leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Aðal- hlutverk: Jóhann Sigurðar- son, María Sigurðardóttir og Bríet Héðinsdóttir. Nýjasta leikritið á fjölum Þjóð- leikhússins fjallar um örlagaríka atburði sem gerðust á Bessastöð- um fyrir um 250 árum þegar hin unga Appolónía Schwartzkopf, heitkona amtmanns, lést með tor- tryggilegum hætti. Verkið er að nokkru leyti byggt á sannsöguleg- um heimildum og hefur allt það til að bera sem hægt er óska sér; fornar ástríður, harm og dauða. Sýningar fimmtudag, laug- ardag og þriðjudag kl. 20.00.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.