Pressan - 16.03.1989, Síða 28

Pressan - 16.03.1989, Síða 28
IPRESSU MOJLAR largir erlendir fjölmiðlar fréttu af látunum, sem urðu þegar rikissjónvarpið setti myndina Lífs- björg í Noröurhöfum á dagskrá. Strax á miðvikudagsmorgun fór síminn að glóa hjá sjónvarpinu og fyrirspurnum um viðbrögð. íslend- inga og Greenpeace-manna rigndi yfir fréttastofúna... h Iróður kvikmyndarinnar Kristnihalds undir jökli hefur bor- ist út fyrir landsteinana og er von á erlendu fjölmiðlafólki hingað til að gera henni skil. Þýska timaritið Stern sendir tvo blaðamenn og einn ljósmyndara til að skrifa átta síðna grein um myndina og aðstandendur hennar. Og heyrst hefur að sænska sjónvarpið hyggist einnig senda lið manna til íslands með það fyrir augum að kynna Kristnihaldið sænskum áhorfendum... c ^^tarfsfólk Bylgjunnar og Stjörnunnar er nú í nokkurs konar biðstöðu, þar til hluthafáfundur verður haldinn í næstu viku og ný stjórn kosin. Heyrst hefur að til standi að ráða einn útvarpsstjórá yfir fyrirtækið í heild og síðan verði einn yfirmaður á hvorri stöð. Sagt er að Jón Ólafsson leggi mikla áherslu á að verða stjórnarformað- ur, en Stjörnumenn muni einungis samþykygtjíað, ef þeir fái embætti útvarpsstjórans. I augnablikinu er hins vegar allt á huldu og lítið um breytingar á dagskrá og öðru í þessu millibilsástandi. Fréttastofa Stjörn- unnar hefur þó verið flutt í húsnæði Bylgjunnar við Snorrabraut og far- ið er að senda út fréttir á klukku- tímafresti, en „heiti potturinn'* hef- ur verið lagður á hilluna í bili... • Þ að er ekkert leyndarmál að mikil keppni er á milli fréttastof- anna á ríkissjónvarpinu og Stöð 2. I lok síðastliðins árs sýndi niður- staða skoðanakönnunar að áhorf- endur 19:19 voru 0,1% fleiri en þeir, sem horfðu á fréttir ríkissjónvarps- ins. Var sagt frá þessum tíðindum í einni af fyrstu fréttum kvöldsins á Stöð 2. Svo bar hins vegar við í febrúar, þegar könnun sýndi að rík- isfréttirnar voru um 10% yfir frjálsu fréttunum, að ekki var minnst einu orði á það á Stöð 2... I janúarbyrjun auglýsti banda- rískur karlmaður í tvígang eftir ís- lenskri blómarós í Morgunblaðinu með hjúskap í huga. Atti hin út- valda að vera grönn, bláeygð, ljós- hærð, 46 til 57 kíló og 1.65 til 1.73 á hæð og ekki degi eldri en 23 ára. Lét auglýsandinn birta mynd af sér með klausunni, en hann er 52 ára og frá- skilinn. Ekki varð hins vegar mikill árangur af þessari auglýsingu Am- eríkanans eftir íslensku kvonfangi, því engin einasta stúlka svaraði manngarfninum. Er það allt annað en hann hefur átt að venjast eftir að hafa auglýst á svipaðan hátt á öðr- um Norðurlöndum. Þaðan hafa honum borist tilboð frá ýmsum feg- urðardísum, skammarbréf og jafn- vel morðhótanir fyrir að vera á barnaveiðum... c ^^tuðningsmenn séra Ólafs Skúlasonar i biskupskjöri hafa ekki setið auðum höndum. Þeir hafa haft samband við flesta, sem greiða mega atkvæði, og telja sig eftir það ekki einungis hafa fullvissu fyrir því að Ólafur verði næsti biskup yfir íslandi. Þeir álíta nokkuð ör- uggt að hann fái meirihluta at- kvæða strax í fyrstu umferð og það þurfi því ekki að kjósa nema einu sinni... b ílasalar láta vel yfir tilver- unni þessa dagana. Námsmenn eru nýbúnir að fá námslánin sín og það eru alltaf einhverjir sem þurfa þau ekki til framfærslu og fjárfesta í. staðinn í blikkbeljum . . . A ^^inn þeirra, sem fram komu í mynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, var Dean Wilkinson, fulltrúi Greenpeace. PRESSUNNl þótti forvitnilegt að kanna viðbrögð hans að lokinni sýningu myndarinnar og sló á þráð- inn, en þá kom í ljós að Dean þessi starfar ekki lengur hjá samtökun- um. Hann vinnur nú hjá banda- ríska viðskiptaráðuneytinu í deild, sem hefur með sjávarútvegsmál að gera. Hafði Dean ekkert heyrt um kvikmynd Magnúsar, enda sagðist hann löngu hættur að skipta sér af hvalamálum... Ginsana fyrir þá sem hugsa fram i tfmann. í flókinni stöðu, skerpir Ginsana einbeitinguna Nú á sérstökum tilboðskjörum Skák er íþrótt hugans. Hugurinn starfar best þegar líkaminn er vel hvíldur og fullur af náttúrulegri orku. GINSANA styrkir þessa þætti; eykur úthald, eflir einbeitingu og gerir mönnum kleift aö standast betur andlegt álag. SÉRSTAKT TILBOÐ í tilefni af kynningarátaki á GINSANA hylkjum og næringarvökva, gefur Heilsuhúsið almenningi kost á GINSANA vörum á sérstökum tilboöskjörum. Tilboöiö stendur til loka mars eða á meöan birgöir endast. TILBOÐ1. Þú kaupir kassa með 30 GINSANA-hylkjum á aðeins kr. 723, og FÆST í APÓTEKUM, færö í kaupbæti glas af MULTIVIT fjölvltamínum og steinefnum, sem annars mundi kosta þig kr. 339. TILBOÐ 2. Þú kaupir flösku af GINSANA TONIC (næringarvökvi) fyrir aðeins kr. 723, og færö í kaupbæti glas af MULTIVIT fjölvítamínum og steinefnum. TILBOD 3. Þú kaupir kassa meö 100 hylkjum af GINSANA fyrir aðeins kr. 2.067, og færð í kaupbæti glas meö 180 töflum af MULTIVIT fjölvftamínum og steinefnum, sem annars mundi kosta þig kr. 768. BÆTT HEILSA - BETRA LÍF Ifilh€ilsuhú5ið Skólavörðustíg 1A sími 22966 og Kringlunni 8-12 s(mi 689266 HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM MATVÚRUBÚÐA

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.