Pressan - 07.09.1989, Side 6
6
Fimmtudagur 7. sept. 1989
PRESSAN
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDOGUM
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 6818 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing:Ármúla 36, simi 68 18 66. Setningog umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 150 kr. eintakið.
LÍKHRÆÐSLA
Dauöinn verður sífellt fjarlægari eftir því sem þjóðfélagið verður nútíma-
legra. Nú deyr fólk yfirleitt ekki lengur í heimahúsum, heldur á þar til gerð-
um stofnunum sem annast allan frágang líksins fyrir aðstandendur. Þetta á
eflaust að heita framför, en hún klippir á mikilvægan streng á milli mannsins
og náttúrunnar og veldur því að í augum margra er dauðinn nánast ekki
lengur eðlilegur hlutur.
PRESSAN fjallar í dag um andvana fædd börn og segir frá þeirri stefnu
fæðingardeildar Landspítalans að hvetja foreldra þeirra til að sjá börnin,
halda jafnvel á þeim og taka af þeim myndir til minningar. Sumum finnst
kannski skrýtið að fólk sé hvatt til að taka lík nýfæddra barna sinna í fangið,
en viðmælendur blaðsins, sem reynsluna hafa, eru á allt öðru máli.
NÝ OG STEFNULAUS
RÍKISSTJÓRN
Um næstu helgi verður að öllum líkindum gengið formlega frá myndun
fyrstu fjögurra flokka ríkisstjórnar Islands. Innkoma Borgaraflokksins í
stjórn er enn ein staðfestingin á ringulreiðinni í íslenskri pólitík og í flokka-
kerfinu.
Aðild Borgaraflokksins að stjórninni þarf engan veginn að þýða meiri
stöðugleika í stjórn landsins. Þvert á móti virðist stofnað til þessa samstarfs
án nokkurra heildstæðra stefnuyfirlýsinga. Samkomulagið sem liggur á bak
við þennan fjögurra flokka stjórnarbræðing snýst um lausnir á afmörkuðum
þáttum rikisfjármála og efnahagsmála. Hvar er stefna ríkisstjórnarinnar í
grundvallarmálum?
Fróðlegt er að bera saman stjórnmálaumræðu hérlendis og í nágranna-
löndunum. í kosningaumræðunni í Noregi heldur Verkamannaflokkurinn
uppi gildum velferðarinnar á móti talsmönnum markaðshyggjunnar. Hér á
landi fyrirfinnst ekki í dag sá ráðherra eða stjórnmálaforingi sem setur kosti
velferðarkerfisins á oddinn í umræðum. Þess í stað er rætt um leiðir til að
bæta ríkisbúskapinn, en reynslan sýnir að slíkar áætlanir standast varla
nema fáa mánuði í senn. Útflutningsfyrirtæki fá stuðning í gegnum opin-
bera sjóði svo gengisskráningu verði haldið í föstum skorðum. Gengissig
hefur svo verið útkoman úr því. Ef mismunandi afstaða til afmarkaðra hag-
stjórnarúrræða er það eina sem skilur stefnu stjórnar frá stefnu stjórnarand-
stöðunnar er ekki von að almenningur hafi skýra valkosti í stjórnmálum eða
geti áttað sig á hvort ríkisstjórnin er til hægri eða vinstri í afstöðunni til
veigameiri þjóðfélagsmála.
Hvar er stefna hinnar væntanlegu fjögurra flokka ríkisstjórnar í utanríkis-
málum? Hvað er orðið um grundvallarstefnumálið brýna um þjóðareign á
landi? Hefur ríkisstjórnin einhverja heildstæða byggðastefnu? Er ekki lík-
legra að úrlausnir í vanda sjávarútvegs og kvótakerfis yrðu greiðari ef skýr
stefna lægi fyrir um þjóðareign og nýtingu á auðlindum hafsins, byggðajafn-
vægi og valddreifingu á milli ríkisvaldsins og héraðastjórnunar? Hver er
kjarninn í umhverfismálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem vel að merkja
hyggst stofna sérstakt ráðuneyti í kringum það mál?
Borgaraflokkurinn á sögulegar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Þegar hann
nú bætist við í samsteypu stjórnarflokkanna, að því er virðist án nokkurra
málamiðlana i grundvallarstefnumálum, aukast engan veginn líkur á að rík-
isstjórnin móti tímabæra stefnu til framtíðar í veigamiklum málum. A sama
tíma eykst upplausnin í flokkakerfinu og óvissa kjósenda.
þankabrot
Prinsessan á beininu
Ég gat ekki varist brosi, þegar ég
las frétt um skilnað Önnu Breta-
prinsessu og Marks Phillips í einu ís-
lensku dagblaðanna. Það var þó
ekki skilnaðurinn sjálfur, sem var
broslegur, heldur sú bláeyga stað-
hæfing blaðsins að hjúskaparslitin
hefðu víst ekki komið Elísabetu
drottningu neitt gífurlega á óvart,
þar sem lengi hefði verið Ijóst að
Anna og Mark ættu í einhverjum
erfiðleikum. Þetta fannst mér bera
vott um mikið skilningsleysi á heim-
ilislífi í kóngafjölskyldum. Kona sem
ber prinsessutitil ræður sér nefni-
lega ekki sjálf — hvorki í smáum
málum né stórum — og Anna hefur
nokkuð örugglega þurft að grát-
biðja mömmu gömlu árum saman
áður en hún leyfði henni nú loks
allra náðatrsamlegast að skilja við
eiginmanninn.
Unga kóngafólkið er iðulega tekið
á beinið út af smærri hlutum, ef
drottningin hefur eitthvað við þá að
athuga. Tengdamamma er t.d. sífellt
að skamma Fergie fyrir ósmekkleg-
an klæðaburð, of mikið fliss á al-
mannafæri og almúgalegt val á
kunningjum. Og Díana prinsessa
hefur eflaust fengið tiltal oftar en
einu sinni, því Elísabetu er ekkert
konunglegt óviðkomandi. Meira að
segja Filippus prins gat ekki orða
bundist, þegar Fergie lét hanna
draumahúsið fyrir sig og Andrew
prins. Honum fannst svefnherberg-
ið minna á hóruhús og skipaði
tengdadótturinni að breyta fyrirætl-
unum sínum. (Hvernig veit hann
annars hvernig umhorfs er í hóru-
húsum?) Einnig fékk hún fyrirmæli
um að nota ekki erienda innanhúss-
arkitekta, sem hún hafði ráðið, held-
ur snúa sér að bresku fyrirtæki.
Svona gengur lífið fyrir sig hjá
bresku kóngakrökkunum, ef marka
má frásagnir þarlendra blaða. Þau
geta tæpast sett annan fótinn fram
fyrir hinn, án þess að þurfa að rétt-
Kin pressan
//Ég leik auövitað Ijóta karlinn eins og alltaf.."
— Helgi Skúlason leikari í Morgunblaöinu.
„Að sefja lögfræðing í sæti dóms-
málaráöherra er eins og að láta
alkóhólista afgreiða i vmbúð."
— Tilvitnun í ónefndan Borgaraflokksmann í Þjóöviljanum.
,,Ég er ekki aö tjá mig
um störf ríkisstjórnar-
innar eöa störf Jóns
Baldvins Hannibals-
sonar heldur er ég að
tjá mig um hluta af
minni œvi sem hefur
fengið ,,tragedískan”
endi.”
— Albert Guðmundsson sendiherra í DV.
„Ljóðið er tilraun til að syngja."
— Jóhann Hjálmarsson Ijóðskáld í Morg-
unblaðinu.
„Mér fannst kaupfélagsstjórar vera
ofsalega merkilegir kallar, þannig að
ég ætlaði aö fara i Samvinnuskólann
og verða kaupfélagsstjóri þegar ég
yrði stór."
— Katrín Anna Lund nemi í viðtali við Þjóð-
viljann.
„Þaö er nær 90% öruggt að ég legg
skóna á hilluna."
— Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður.
„Hendum engu, hvorki dósum í
vegarkant né brauðmolum í endur.'
— Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður i
DV.
„Met þetta sem eitt stórt núll."
— Þorsteinn Pálsson um þátttöku Borgara-
flokksins i ríkisstjórn i samtali við Morgun-
blaðið.
,,Farið í göngur þó
ekkert fé sé: Meiri tími
fyrir pelann.“
— Fyrirsögn í Tímanum.
„Þetta er lokaþóttur í harmleik.
— Albert Guðmundsson sendiherra í viötali viö Morgunblaðið um inngöngu Borgara-
flokksins í ríkisstjórnina.
ÆÆ
„Pólitíkin í dag er alltof dauf. Þaö var
harkan sem gilti í gamla daga."
— Þorsteinn Sigvaldason, Þorlákshöfn, í
Þjóöviljanum.
„í stað þess að auglýsa „mjólk er
holl" raðlegg ég Mjólkursamsöl-
unni eindregið að auglýsa „mjólk
er dýr". Það væri heiðarlegra.##
— Guðmundur J. Guðmundsson í Alþýðublaðinu.
„Ég mun aldrei gráta og er ekki farinn
að gera það ennþá."
— Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, á Eskifirði i
samtali við Reginu Thorarensen, DV.
„Ég vona að ég þurfi ekki á klósettið
í dag. Hér er útilokað að komast þá
leiö í hjólastól."
— Davíð Oddsson borgarstjóri i DV.
„Þótt pólitísk umræða á íslandi sé oft
á lágu plani finnst mér of langt geng-
ið að börnum og fjölskyldum stjórn-
málamanna sé i nafnlausum les-
endabréfum blandað inn í tilhæfu-
lausar aðdróttanir."
— Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra svarar lesendabréfi í DV.
„Besta leiðin sem ég
sé til að gefa hvoru
kyni virkilega fœri á
aö njóta sín á sínum
eigin forsendum er að
skilja þau að á
ákveðnum tímum
dagsins.“
— Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra i
Timanum.
læta gjörðir sínar eins og smábörn
— og engar stórákvarðanir eru
teknar nema í samráði við mömmu
og pabba. Að hugsa sér að mann
skuli einu sinni hafa dreymt um að
verða prinsessa og búa í höll. . .
Þetta er álíka spennandi líf og hjá
dýrum í búri. Búrin eru kannski bú-
in öllum hugsanlegum nútímamun-
aði, en þau eru samt með rimlum.
JÓNÍNA
LEÓSDÓTTIR
„Fyrirhuguð fjártalning mín varð
þannig afskaplega létt og auðvelt að
muna endanlegar tölur. En þær voru
10 kindur á 400 km leið — eða 40
lappir og 20 eyru, hrífist menn frekar
af hærri tölum."
— Konráö Friðfinnsson, lesendabréf í DV.