Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 07.09.1989, Blaðsíða 13
13 Fimmtudagur 7. sept. 1989 Lögð er áhersla á að foreldrar andvana fæddra barna fái að sjá þau, haldi jafnvel á þeim og eignist myndir af börnunum til minningar. BORN SEM EKKI MÁ GLEYMA Andvana fædd börn eru oft ekki talin Best að konurnar með, þvi mörgum finnst þau eicjinlega i hafa verið til. Forelarar þeirra eru aldrei þó yfirleitt á allt öðru máli. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYNDIR: KRISTJÁN ARNGRÍMSSON O.FL. skaða af þeim sökum tökum við ávallt Ijósmyndir af andvana fædd- um börnum og geymum þangað til konan fær þörf fyrir að sjá þær. Þessu byrjuðum við á fyrir svona þremur til fjórum árum, minnir mig. gróti sem mest Þegar konan hefur fengið að sjá og snerta barnið er það mælt og vegið og oft klippum við af því hár- lokk, sem móðirin getur fengið, ásamt merkiarmbandi og öðrum minningargripum. Síðan er barnið flutt í likhúsið og allar ráðstafanir i kringum útförina eru gerðar af starfsfólki spítalans, ef foreldrarnir æskja þess. Við klæðum þá barnið og leggjum það í kistuna, útvegum prest og tíma fyrir jarðarförina og annað, sem gera þarf. En í einstaka tilvikum vill fólk annast þetta sjálft. Konunni er auðvitað sinnt eins og mögulegt er eftir fæðinguna. Gerð- ar eru ráðstafanir til þess að hún fái ekki mjólk í brjóstin og náinn að- standandi fær líka að sofa á sjúkra- stofunni með henni, ef hún vill. En viðbrögð kvennanna eru afar m«- jöfn við þessar aðstæður. Sumar sýna engin geðbrigði, hvorki þegar þær frétta að barnið er látið inni í þeim eða í fæðingunni, en sem bet- ur fer kemur að því síðar að þær fá útrás fyrir sorgina. Það er hins veg- ar algengast að konurnar gráti mjög mikið, þegar þeim er tjáð að barnið sé dáið — og einnig þegar það fæð- ist. Þær konur vinna sig oftast fyrr út úr þessum erfiðu tilfinningum en þær, sem byrgja allt inni. Það er betra að fá útrás fyrir vanlíðanina en að láta hana krauma undir yfir- borðinu. Kona, sem fæðir andvana barn, fer í gegnum sama sorgarferli og flest fólk gerir að einhverju leyti við lát einhvers nákomins. Fyrst kemur vantrú. Hún trúir hreinlega ekki að þetta geti verið satt. Síðan kemur Anna Pálína Árnadóttir kennari fæddi tvíbura eftir sex mánaða meðgöngu. Annar fæddist andvana, en hinn lifði í tólf tíma. að hafa séð Tæplega þrjátíu íslenskar konur verða fyrir því á ári hverju að fæða andvana barn eða missa barn á fyrstu viku eftir fæðingu. En þó þessar konur komi tómhentar heim af spítalanum er ekki þar með sagt að þeim líði eins og ekkert hafi í skorist og geti fyrirhafnarlaust tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það er ótrúlega erfið lífsreynsla að missa barn — þó það hafi ekki lifað lengi. A fæðingardeild Landspítalans er mikil áhersla lögð á að hjálpa for- eldrum þessara barna að takast á við sorgina, sem fylgir svo erfiðri lífsreynslu. Foreldrarnir eru hvattir til að sjá börnin og halda jafnvel á þeim um stund. Þeir geta líka fengið hárlokk og ljósmyndir af börnunum til að eiga til minningar. Hvetjum móðurina til að sjó barnið PRESSAN náði tali af Guðrúnu Eggertsdóttur, aðstoðar-yfirljós- móður á fæðingardeild Land- spítalans, og bað hana að lýsa því hvernig þar er hlúð að konum, sem fæða andvana börn: „Þegar uppgötvast að barnið er dáið í konunni er reynt að láta hana fæða það sem allra fyrst. Hún er þá lögð beint inn á fæðingarganginn og gerðar ráðstafanir til að koma fæðingunni í gang. Við reynum að hafa konuna í umsjá ljósmóður, sem getur örugglega verið nógu lengi á vakt til að taka á móti barninu. Þetta tekst ekki alltaf, þó við gerum okkar besta til þess að konan hafi sama fólkið í kringum sig allan tímann. En það er alltaf ein ákveðin ljósmóðir — oftast sú, sem tekur á móti — sem annast konuna á eftir. Reynt er að hafa fæðinguna þann- ig að konan finni sem minnst til. Hún fær góða lendardeyfingu, því það er mikið atriði að þetta sé þeim ekki sársaukafullt. Eftir að barnið er fætt er svipuðum reglum fylgt og ef um lifandi barn væri að ræða. Áður en barnið er þvegið er konunni t.d. stax boðið að sjá það og snerta, nema það sé mikið vanskapað, og barnalæknir kemur og talar við hana. Sumir foreldrar eru hræddir við að sjá barnið eftir fæðinguna og ef þeir treysta sér alls ekki til þess hvetjum við þá eindregið til að gera það a.m.k. áður en gengið er frá kistunni uppi í líkhúsi. Langflestir vilja þó sjá barnið, þrátt fyrir að sumir þurfi að hugsa sig dálítið um. Við erum hins vegar þeirrar skoð- unar að ekki sé rétt að jarða barn, án þess að móðirin hafi séð það. Hún getur fengið mikla löngun til þess eftir á, þegar það er um seinan. Til að koma í veg fyrir óbætanlegan Fegin Anna Pálína Árnadóttir kenn- ari er ein þeirra fjölmörgu kvenna, sem fætt hafa andvana börn. Hún gekk í gegnum mikið erfiðleika- tímabil, en nú er það að baki. Anna Páiína lýsir þessari reynslu á eftirfar- andi hátt: „Ég gekk með tvíbura og fæddi þá eftir u.þ.b. sex mánaða meðgöngu, þar sem legið brast vegna þess að legvatnið var orðið mjög mikið. Áð- ur en að fæðingunni kom hafði ég legið í hálfan mánuð á meðgöngu- deildinni og þá sagði læknirinn mér að ef fæðing færi af stað gæti brugð- ið til beggja vona með börnin. Þeg- ar fæðingin fór af stað var ég þess vegna nánast viss um að þetta væri vonlaust. Treysti mér fyrst ekki til að sjó nann í fæðingunni gerði ég mér grein fyrir því að annar tvíburinn var dá- inn. Það var alltaf verið að hlusta eftir hjartslætti barnanna, en það fannst aldrei nema annar. Þetta reyndust síðan vera tveir drengir og einungis annar þeirra var lifandi. Við skírðum hann Aron, en sá and- vana fæddi fékk nafnið ísak. Fæðinguna bar'brátt að og það vannst ekki tími til að gefa mér mænudeyfingu. Ég fékk hins vegar vöðvaslakandi sprautur og „gas" og varð því svolítið vönkuð. En maður- inn minn hjálpaði mér eins og hann gat á meðan hjúkrunarfólkið reyndi allt til að bjarga börnunum. Eftir fæðinguna kom Guðrún Eggerts- dóttir ljósmóðir svo og sagði okk- ur að annar drengurinn væri dáinn, en hinn væri inni á vökudeild. Síðan spurði hún hvort við vildum sjá þennan, sem væri dáinn — og ég sagði strax nei. Guðrún gekk hins vegar á eftir því að við sæjum hann. Hún sagði, að það væri betra að gera það en að sjá eftir því seinna. Þá skipti ég um skoðun og hún kom með ísak til okkar. Núna er ég óskaplega þakk- lát fyrir að Guðrún skyidi hafa ýtt svona á mig. Það var ekki síður erfitt að horfa upp á Aron berjast fyrir lífi sínu í súrefniskassanum. Hann var svo ósköp lítill og þetta virtist alveg von- laus barátta. Énda dó hann eftir tólf klukkustundir. hann „Þetta voru bara fóstur'' Guðrún ljósmóðir bjargaði nú nánast lífi mínu á þessu tímabili. Hún kom mörgum sinnum til mín daginn sem Aron lifði og sagði mér frá öllu, sem var að gerast á vöku- deildinni. Eftir að hann dó sagði hún mér líka hvernig hún hefði gengið frá þeim til greftrunar. Séra Karl Sigurbjörnsson kom einnig til mín, bæði á spítalann og heim, og það var gífurlegur styrkur í honum. Hann jarðsetti síðan drengina. Guð- rún heimsótti mig þar að auki oft eftir að ég var komin heim. Fyrst með stuttu millibili og síðan einum fjórum eða fimm sinnum fyrsta hálfa árið eftir fæðinguna. Við hjónin náðum sem betur fer að vinna saman úr sorginni — m.a. með því að leitast við að njóta hverr- ar líðandi stundar og horfa til fram- tíðarinnar. Svo seldum við íbúðina okkar og keyptum aðra, sem þurfti að gera upp, og steyptum okkur í það. Við reyndum eftir fremsta megni að sitja ekki og sökkva okkur ofan í dapurlegar hugsanir. Ef það kom fyrir leyfðum við okkur þó auðvitað að gráta og gættum þess að byrgja ekkert inni... En þetta var lengi mjög erfitt, Maður hafði til- hneigingu til að fyllast svartsýni og finnast allt ómögulegt. Viðbrögð annars fólks komu stundum svolítið illa við mig. Sum- um fannst ég vera að hengja mig of mikið í þetta með því að tala atltaf um tvíburana með nafni. „Þetta vorú Bára rósfúi*’'Vár ságt við mig. En ég gekk með Aron og ísak í sex mánuði og fannst ég vera farin að þekkja þá! Það var líka oft sagt við mig að ég skýldi bara verða strax ófrísk aftur. Anna Pálína Árnadóttir með Árna Húma syni sínum, sem fæddist tveimur árum eftir að þau hjónin misstu tvíbura. Hún segir þau hafa fengið gífurlegan stuðning frá séra Karli Sigurbjörnssyni og Guðrúnu Eggertsdóttur Ijósmóður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.