Pressan


Pressan - 07.09.1989, Qupperneq 19

Pressan - 07.09.1989, Qupperneq 19
Fimmtudagur 7. sept. 1989 19 Fullorðinsfræðsla — endurmenntun HVAÐ ER í BOÐI? Fullorðinsfræðsla — Endurmenntun — Hvaða kostir bjóðast? Fullorðinsfræðslo verður sífellt umfangsmeiri og fram- boð á allskonar námi eykst. Það er fario að bjóða upp á námskeið í flestu milli himins og jarðar, auk þess sem endur- og símenntun skipar æ stærri sess innan mennta- kerfisins. Pressan kannaði á ýmsum stöðum hvaða nám væri í boði í fullorðinsfræðslu, endur- og starfsmenntun, auk námskeiða af ýmsu tagi. Hér á eftir verður greint f rá nokkru af því sem í boði er: Námsflokkar gegna víða viðamiklu hlutverki í fullorðinsfræðslu. Þeir eru reknir á vegum opinberra aðila og nokkuð misjafnt hversu mikið framboð þeirra á námsefni er. Um starfsemi Námsflokka Reykjavíkur vísum við til viðtals við Guðrúnu Halldórsdóttur, skólastjóra NR. Öldungadeildir: Öldungadeildir eru starfræktar víða um land í tengslum við framhaldsskóla lands- ins. Þær eru hugsaðar fyrir fólk sem fallið hefur út úr skólakerfinu og því gefinn kostur á að komast inn í það aftur. Öldungadeildirnar bjóða upp á samskonar nám og framhaldsskól- arnir. Þar geta menn lokið stúdents- prófi og er það orðið býsna algengt. Verslunarskólinn: Verslunarskól- inn er með öldungadeild þar sem menn geta lokið verslunar- eða stúdentsprófi. Þá stendur hann einnig fyrir ýmsum námskeiðum í verslunarfræðum, tölvufræðum og tungumálum. Eins stendur Verslun- arskólinn fyrir námskeiðum í sam- vinnu vtö ýmis fyrirtæki. Háskóii Islands: í Háskóla íslands er rekin endurmenntunardeild og á síðasta ári voru haldin yfir hundrað námskeið á hennar vegum. Nám- skeiðin sóttu yfir 2.000 manns, en þau eru alls ekki einvörðungu ætluð háskólamenntuðu fólki. Sem dæmi um námskeið sem endurmenntun- ardeild háskólans stendur fyrir má nefna: tölvunámskeið, stjórnun og rekstur, umhverfismál, námskeið fyrir heilbrigðisstéttir, tungumála- nám og fleira. Félagsmálaskóli alþýðu: Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu rekur Félagsmálaskóla alþýðu í Ölf- usborgum. MFA starfar á vegum ASI og aðildarfélaga þess. Á vegum fé- lagsmálaskólans eru einkum haldin námskeið til að öðlast færni í félags- málastarfi og þau eru aðallega ætl- uð félagsmönnum ASÍ og nú einnig BSRB. Ný lög hafa verið samþykkt um Félagsmálaskóla alþýðu og er hann nú bæði á vegum ASI og BSRB, en MFA fer með málefni hans. Þá skipuleggur og aðstoðar MFA félög og fyrirtæki vegna starfs- menntunarnámskeiða. Tómstunda- skólinn er einnig á vegum MFA. Tölvufræðslan hf.: Tölvufræðslan býður meðal annars upp á skrif- stofutækninám þar sem kennt er á tölvur ásamt ýmsu sem tengist skrif- stofustörfum svo sem verslunar- reikningi, gerð tollskýrslna og við- skiptaensku. Námið er alls 256 klukkustundir að lengd og tekur um 3 mánuði á dagnámskeiðum en 4—5 mánuði á kvöldnámskeiðum. Þá er Tölvufræðslan einnig með námskeið í viðskiptatækni, þar sem farið er yfir grunnatriði í stjórnun og stefnumótun, fjármálum og markaðsmálum, áætlanagerð og fleiru. Námskeiðið er 128 klukku- stundir. Málaskólinn Mímir: Skólinn býð- ur upp á hefðbundið málanám auk þess sem ritaraskólinn er á hans vegum. Námskeið á vegum skólans taka yfirleitt eina önn eða 12 vikur. Um er að ræða 48 stunda námskeið og kennt tvö kvöld í viku. Slík nám- skeið kosta 16.900 krónur. Mál sem menn geta lært í skólanum eru; enska á ýmsum stigum, þýska, franska, danska, sænska, ítalska, spænska og íslenska fyrir útlend- inga. Þetta eru helstu tungumálin, en einnig er boðið upp á nám í öðr- um málum sé nægileg eftirspurn eft- ir þeim og hafa til dæmis japanska og portúgalska verið kenndar við skólann. Enskuskólinn: Enskuskólinn býð- ur upp á 7 vikna námskeið í ensku og auk þess íslenskunámskeið fyrir útlendinga. Kennt er tvö kvöld í viku, tvo kennslutíma í senn. 7 vikna námskeiðin kosta 9.500 krón- ur. Málaskóli Halldórs: Málaskóli Halldórs býður upp á nám í 7 tungu- málum auk íslensku fyrir útlend- inga. Þau eru danska, enska, franska, þýska, sænska, spænska og ítalska. Nemendur mæta einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn. Námskeiðið stendur í 12 vikur eða samtals í 24 kennslustundir og kost- ar 9.000 krónur. Kennslugögn eru innifalin í því verði. Siglingaskólinn: Þar geta menn lært og lokið prófi sem gefur skip- stjórnarréttindi fyrir allt að 30 tonna báta og námskeið í hafsiglingum á skútum. Námskeiðið fyrir 30 tonna- réttindin hefst nú 11. september og stendur til 25.október. Námskeiðin eru tvö kvöld í viku frá kl. 19—23. Þar er kennsluefnið siglingafræði, alþjóða siglingareglur, stöðugleiki fiskiskipa, fjarskipti og veðurfréttir, siglingatæki (þ.e. lóran, radar og dýptarmælir), skyndihjálp, slysa- varnir og eldvarnir. Námskeiðið kostar 12.000 krónur. Hraðlestrarskólinn: Hann býður upp á námskeið í hraðlestri auk þess sem eitthvað er farið í námstækni. Um er að ræða 6 vikna námskeið, kennt einu sinni í viku frá kl. 20—22. Námskeiðið kostar 11.800 krónur með námsgögnum. Tómstundaskólinn: Tómstunda- skólinn býður upp á margvíslegt nám, þó ekki hafi verið búið að ganga endanlega frá námskrá fyrir veturinn. í skólanum eru kenndar ýmsar myndlistar- og handmennta- greinar. Þá er kenndur saumaskap- ur og hönnun fata, handavinna, tungumál og bókfærsla. Einnig sala og markaðssókn, gluggaútstillingar, innanhússskipulagning, skrautrit- un, skrift og stafsetning, sjálfsnudd og slökun, nokkurs konar bankað- ferð. Þá er boðið upp á námskeið sem heitir hollusta, hreyfing og heil- brigði. Kennt er að spá í tarotspil í tengslum við stjörnufræði. Þá hafa verið námskeið í garðrækt og í að gera við bílinn sinn. Einnig ákveðni- þjálfun fyrir konur, fjölmiðlun og sjónvarpsframkoma, uppsetning og vinnsla fréttabréfa, gerð útvarps- þátta og vídeómyndataka. Eins og sjá má af þessari upptalningu er um marga kosti að velja. Námskeiðin eru mjög misjafnlega löng, allt frá 6—8 kennslustundum og upp í 40 kennslustundir eða 10 vikur. I fyrra var viðmiðunarverðið um 400 krón- ur á klukkustund og kemur eflaust til með að verða eitthvað hærra í vetur. Nuddskóli Rafns: Nuddskóli Rafns er tveggja ára skóli. Þar byrjar nám- skeið nú í haust og því lýkur vorið 1991. Um er að ræða fullt nuddnám sem gefur starfsréttindi. Alls er námið 1.250 kennslustundir. Bók- legu fögin eru kennd í fjölbrauta- skólum og er það hátt í eins vetrar nám. Námið kostar 228.000 krónur fyrir þetta tveggja ára tímabil. Hugefli: Hugefli er með námskeið í sjálfsdáleiðslu og hugarþjálfun. Þar getur fólk tekið fyrir ýmsa ávana eins og reykingar eða ofát og breytt þeim. Námskeiðin standa yfir í fjór- ar vikur og er kennt eitt kvöld í viku. Svo er boðið upp á framhalds- námskeið þar sem meira er farið út í framkomu og hegðun útávið. Nám- skeiðin kosta 6.000 krónur og eru kennslugögn þar innifalin. Hugefli er á vegum Fræðslumiðstöðvarinn- ar Ása. Ættfræðiþjónustan: Ættfræði- þjónustan býður upp á 7 vikna nám- skeið. Mæting er einu sinni í viku og yfirleitt 3—4 hópar í gangi í einu. Námskeiðið kostar 11.800 krónur. Nemendum er kennt að leita upp- lýsinga og nota heimildir og meta heimildagildi. Þá er einnig kennt hvernig skuli skrá og varðveita upp- lýsingar á kerfisbundinn hátt. 5—8 manns eru í hverjum hópi. Bréfaskólinn: Bréfaskólinn hefur í síauknum mæli farið út í starfs- fræðslu á vinnumarkaðnum í sam- vinnu við aðra. í upphafi var honum einkum ætlað að sinna landsbyggð- arfólki sem ekki átti þess kost að sækja skóla og komaþannig til móts við þarfir þess. Nú sinnir Bréfaskól- inn í auknum mæli fólki sem er að safna sér punktum sem gilda í fjöl- brautakerfinu. Einnig er boðið upp á nám fyrir þá sem hafa hlotið stutta skólagöngu svo og starfsmenntun, til dæmis fyrir bændur. Má þar nefna heyverkun, landbúnaðarhag- fræði, sauðfjárrækt og gerð bú- reikninga. Eins er í boði siglinga- fræði fyrir sjómenn sem veita skip- stjórnarréttindi fyrir allt að 30 tonna báta. Þá hefur Bréfaskólinn tekið upp samvinnu við Fræðsluvarpið og hyggst þannig nýta þá kennslu- möguleika sem sjónvarpið býður upp á. Núna eru að fara af staö nám- skeið í tengslum við ferðaþjónustu bænda. Þar verður kennt ýmislegt sem við kemur ferðamannaiðnaðin- um og þeim þáttum sem við koma ferðaþjónustu bænda. Auk bréflegr- ar kennslu verða teknir upp kennsludagar víða út um land,i svona inn á milli, og þá einnig reynt að nota símann meira en gert hefur verið hingað til. Bændur sem Ijúka námskeiðinu fá sérstaka viðurkenn- ingu sem gefur þeim rétt á að nota sérstakt merki þegar þeir auglýsa þjónustu sína. Auk þess býður bréfa- skólinn upp á allskonar sjálfsnáms- pakka, t.d. tungumál, skák, bók- menntir, íslensku fyrir útlendinga og í vaxta- og verðbréfareikningi. Hér er hvergi nærri um tæmandi úttekt á námsframboði utan hefð- bundins skólanáms að ræða, heldur hefur verið reynt að gefa sýnishorn af því sem í boði er. Samræmd lög um fullorðinsfræðslu og endur- menntun eru ekki til. Fjölmargir að- ilar sinna þó þessum málum, en ekki er um að ræða neina mark- vissa samhæfingu eða stjórn. Það má þó til sanns vegar færa að náms- framboðið sé fjölbreytilegt og á margra höndum. Á HVERJU HEFURÐU ÁHUGA? Viltu læra eitthvað nýtt í haust eða bæta við það sem þú kannt? Við höfum áreiðanlega námskeiðið fyrir þig. Kennsla á haustönn hefst 26. september. Auglýsingar og innritun um miðjan mánuð. TÓMSTUNM SKOLINN Skólavörðustig 28 Sími 621488 Stýrimannaskólinnn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Innritun Innritun á haustnámskeið hefst mánudaginn 4. setptember og er á skrifstofu Stýrimanna- skólans alla virka daga frá kl. 08.30-14.00. Öllum er heimil þátttaka. Námskeiðið hefst mánudaginn 11. sept. nk. kl. 18.00 og er kennt 3 kvöld í viku, mánu- daga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 18.00-20.15 og laugardaga frá kl. 09.00- 13.00 og lýkur í byrjun nóvember. Kenndar eru eftirfarandi greinar: Siglinga- fræði, stöðugleiki, bókleg sjómennska, sigl- ingareglur, siglingatækni, fjarskipti, skyndi- hjálp og veðurfræði. Nemendur fá 10 klst., leiðbeiningar í slysavörnum og meðferð björgunartækja, einnig verklegar æfingar í eldvörnum og slökkvistörfum í Slysavarna- skóla sjómanna, samtals 114 kennslustundir samkv. reglugerð menntamálaráðuneytisins. Þátttökugjald er kr. 12.000. Allar nánari upplýsingar í síma 13194. Stýrimannaskólinn í Reykjavík. Forstöðumaður Listasafn ASÍ vill ráða forstöðumann í hálft starf. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til Al- þýðusambands íslands, Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík, fyrir 18. september næstkomandi merkt Forstöðumaður. Nánari upplýsingar veitirframkvæmda- stjóri ASÍ í síma 83044.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.