Pressan - 07.09.1989, Síða 20

Pressan - 07.09.1989, Síða 20
20 Fimmtudagur 7. sept. 1989 Námsflokkar Reykjavíkur: EVRÖPUSAMVINNA Harðnandi samkeppni og meiri menntunarkröfur Rætt við Guðrúnu Halldórsdóttur skólastjóra Viðamikil fullorðinsfræðsla fer fram á vegum Náms- flokka Reykjavíkur. Til að forvitnast frekar um þá sner- um við okkur til Guðrúnar Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokkanna, og byrjuðum á því að spyrja hana hversu margir stunauðu nám við Námsflokkana. Undanfarna vetur hafa verið um það bil 3.000 nemendur í Náms- flokkunum hvern vetur. Við erum rétt að byrja að innrita nemendur núna, svo það er ekki orðið Ijóst hver verður ásóknin í ár. — Hvernig er skólastarfinu háttað? Skólinn skiptist í raun og veru í Á hinum Norðurlöndunum hefur verið meira um að fullorðinsfræðsla hafi farið fram í námshópum. Þar er ekki neinn eiginlegur kennari held- ur frekar leiðbeinandi eða forystu- maður hópsins. Slíkt fyrirkomulag hefur einhverra hluta vegna aldrei gengið hérna hjá okkur. En frjálst frístundanám hefur verið og er í til gagnfræðaprófs enda mikil eftir- spurn eftir því. Þetta nám hófst því samhliða öldungadeildunum, enda var úti í þjóðfélaginu farið að gera auknar kröfur um prófgráður. Þetta er í raun þróun sem hefur átt sér stað víða um heim. Annars var fyrsta prófadeildin sem við stofnuð- um hagnýt verslunar- og skrifstofu- starfadeild. Hún var stofnuð árið 1973. Árið 1976 stofnuðum við For- skóla sjúkraliða sem undirbjó nem- endur til náms í Sjúkraliðaskóla ís- lands. Þetta varð stór og eftirsótt deild hjá okkur. Þar er mikið um konur sem eru að hasla sér völl úti á vinnumarkaðinum eftir að hafa Guðrún Halldórsdóttir við brjóstmynd af fyrsta skólastjóra Námsflokkanna, Ágústí Siguróssyni. nokkrar mismunandi deildir. Þeir útlendingar sem koma hingað til að kynna sér Námsflokkana segja að þeir spanni í raun og veru margar skólategundir erlendis. Upphaflega buðu Námsflokkarnir eingöngu upp á frjálst frístundanám, sem fólk sótti sér til ánægju en gaf því líka aukna möguleika í atvinnulífinu. Náms- flokkarnir voru stofnaðir árið 1939 eða einmitt á þeim tíma sem gífur- lega mikil bylting í atvinnulífinu og þjóðlífinu öllu átti sér stað. Þeir þjónustuðu kannski sérstaklega fólk, sem kom utan af landi til að byrja með og hafði haft takmarkaða möguleika á skólagöngu þar. Á þeim tíma var eingöngu um að ræða frjálst frístundanám, próflaust. rauninni ennþá kjarninn í starfsemi Námsflokkanna. — Hvað með prófadeildir? I kringum árið 1970 urðu nokkur straumhvörf í fullorðinsfræðslu á Is- landi, en þá voru öldungadeildir stofnaðar og Námsflokkarnir fóru að bjóða upp á nám á miðskólastigi og gagnfræðanám. Áður hafði verið stofnaður Kvöldskólinn í Reykjavík, sem var merkt framlag til almenn- ingsfræðslu. Hann var einkaskóli, stofnaður af nokkrum kennurum og útskrifaði fólk með gagnfræðapróf. Samstarf varð milli þeirra og Náms- flokkanna en síðan rann skólinn inn í Námsflokkana. Fyrst buðum við upp á nám sem lauk með miðskóla- prófi en síðan bættum við við námi verið heimavinnandi. Það er eðli- legt að þær sæki nokkuð í umönn- unarstörf enda fengist við þau inni á heimilunum. Verslunar- og skrif- stofustarfadeild þróaðist svo út í að verða tveggja ára viðskiptabraut hjá okkur og það má segja að Forskóli sjúkraliða sé orðinn tveggja ára hjúkrunarbraut. Nú erum við nýbú- in að bæta við uppeldisbraut. Þá bjóðum við upp á almenna mennta- kjarna í einstaka greinum á mennta- skólastigi. Auk þess að vera með al- gengt nám höfum við einnig boðið upp á mjög fágætt nám sem ekki er boðið upp á annars staðar, t.d. hol- lensku og portúgölsku. — Hvað með starfsnám? Árið 1979bættist svovið enneinn nýr þáttur í starfsemi skólans og það var starfsnám fyrir ófaglærða. Þetta hefur verið sívaxandi þáttur í starfi Námsflokkanna. Það er nú orðið einn af þremur aðalþáttum skólans. Þetta eru námskeið sem eru haldin í samráði við fagfélög og samkvæmt kjarasamningum fagfé- laganna. Þau veita fræðslu í ýmsu sem viðkemur starfi hvers og eins og aðstöðu í tilverunni. Þetta nám gefur rétt til kauphækkana sam- kvæmt kjarasamningum, allt að fimm launaflokka kauphækkun. Þessi námskeið eru haldin í sam- vinnu við Verkakvennafélagið Sókn, dagmæður og Dagvist Reykjavíkurborgar. Námsflokkarnir hafa staðið að tveimur umfangsmiklum verkefn- um á vegum Norðurlandaráðs. Þau verkefni hafa snúið að því að auka menntun hjá þeim sem hafa minnsta menntun. Nú síðast er það um starfsmenntun ófaglærðra í at- vinnulífinu og tengsl starfsmennN unar við almenna menntun. Þetta er mikið samstarfsverkefni á vegum Norðurlandanna og tengist einnig OECD-löndunum og þannig öðrum Evrópuþjóðum einnig. — Hver _er staða fullorðins- fræðslu á Islandi? Fullorðinsfræðsla er mjög vax- andi þáttur í mannlífinu, bæði hér á íslandi og annars staðar. Alls staðar í heiminum er verið að endur- mennta fólk vegna þess hve breyt- ingar eru afskaplega örar og kröf- urnar verða sífellt meiri. Stór sam- eiginlegur markaður Evrópulanda FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 18. september. Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og í einkatím- um. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, VESTUR- GÖTU 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá 15 til 19 og hefst miðvikudaginn 6. september. Henni lýkur föstud. 15. sept. kl. 19. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tima. Greiðslukortaþjónusta Flokksstjórnarfundur Fundur flokksstjómar Alþýöuflokksins veröur haldinn laugardaginn 9. september nk. í Vetrarbrautinni, Brautarholti 20 (Þórscafé). Fundurinn hefst kl. 11.00. Dagskrá 1. Myndun nýrrar ríkisstjórnar 2. Kosning formanns framkvæmdastjórnar 3. Ráðherrar flokksins sitja fyrir svörum 4. Önnur mál. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi í hádeginu fyrir kr. 600. Alþýðuflokkurinn mun valda því að samkeppnin á markaðnum krefst sífellt meiri menntunar. Þetta er eitt af því sem ég sé fram á og brýnt að við íslend- ingar gerum okkur grein fyrir áður en við förum að taka þátt í darraðar- dansinum á Evrópumarkaðnum. Við verðum að vera undir það búin að geta símenntað fólkið okkar. Þar hlýtur fullorðinsfræðslan að koma til með að gegna mjög veigamiklu hlutverki. — Hvernig er skipulag þessara mála? Það eru ekki til nein samræmd fullorðinsfræðslulög, þó verið sé að vinna að þeim enn eina ferðina. Það er búið að gera margar tilraunir til að koma þeim á fót og leggja mörg lagafrumvörp fyrir Alþingi. Þau hafa aldrei náð fram að ganga, ekki nein heildarlög. Hins vegar eru til lög sem taka á einstökum þáttum eins og Skálholtsskóla og Félags- málaskóla alþýðu. Þá má eitthvað finna í lögum þar sem er fjallað um öldungadeildir í framhaldsskólum. Nú er verið að vinna að lögum um starfsmenntun á vegum félagsmála- ráðuneytisins og lögum um fullorð- insfræðslu almennt á vegum menntamálaráðuneytisins. Þessum málum verður vonandi vel skipað í framtíðinni. Þess ber þó að gæta, að aldrei verði samin svo ítarleg lög að þau komi til með að hefta framgang fræðslumála frekar en að ýta undir þau. í framtíðinni munu símenntun og fjarkennsla verða mun mikil- vægari þáttur í fullorðinsfræðslu en nú er. Fjölbreytt námskeiðahald Aðlaðandi erum við ánægð Innritun daglega í síma 687480 og 36141

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.