Pressan - 07.09.1989, Page 23

Pressan - 07.09.1989, Page 23
Fimmtudagur 7. sept. 1989 23 Svifdrekamenn eru klæddir í nokk- urs konar „brynju" eða „harness" eins og það er katlað, ég liélt fyrst að þetta héti „Hannes"! Svo er maður festur við einn krók í drekanum, hleypur af stað og ef maður nær uppstreymi er maður kominn í 20—30 metra hæð í loftinu fyrr en varir." Hann segir tilfinninguna ekkert hafa með lofthræðslu að gera: „Eg er nefnilega lofthræddur þegar ég missi öryggistilfinninguna. En ég gafst upp á þessari tómstundaiðju því það er álíka flókið að læra á svifdreka og á skíði. Maður þarf að sinna því. Það að starfa sem leikritahöfundur og leikstjóri tekur allan tíma manns og alla hugsun. Enda er ég orðinn svo mikill áhugamaður um hesta að ef ég hefði tíma aflögu eyddi ég honum í hestamennskunni." Allir hafa einhverja leikarahæfileika Kjartan er kvæntur Guðrúnu Ás- mundsdóttur leikkonu, eins og flest- ir sjálfsagt vita, og sonurinn Ragnar, 13 ára, virðist einnig búa yfir leik- hæfileikum: „Það hafa nú allir leikarahæfileika að einhverju marki," segir Kjartan. „Það eru allir aö leika öllum stundum. Núna ert þú að leika hlutverk blaðamanns og ég hlutverk leikstjóra. . . Ragnar sonur okkar hefur leikið töluvert, til dæmis í þrjú ár í leikriti mínu „Land míns föður" og í Kaj Munk-sýning- unni sem mamma hans var með í Hallgrímskirkju. Svo hefur hann leikið í framhaldsleikriti hjá útvarp- inu. . . En nei, hann hefur ekki sagst ætla að verða leikari. Það segir hins vegar ekki allt. Stjúpdóttir mín, Sig- rún Edda Björnsdóttir, ætlaði til dæmis aldrei að verða leikkona og talaði mikið um það. Reyndar of mikið á tímabili! Ragnar hefur sótt leikhús með okkur hér heima og er- lendis allt frá fæðingu, liggur mér við að segja. Hann hefur gaman af leikhúsi og mér finnst ágætt að hann hefur kynnst þessu. Hann hef- ur þá að minnsta kosti betri innsýn í hvað við foreldrarnir erum að gera. Ef hann langar að verða leik- ari síðar, þá er það í lagi. Eg hvorki hvet hann né let til þess. Leikhús er þannig að fólk verður að hafa ■„maníuna"." Veislumatur: viðkvæmur punktur Kjartan bregður sér í ýmis hlut- verk í lífinu, og þegar hann er ekki að fást við eitthvað tengt leikhúsinu hefur hann gaman af eldamennsku. Hann segir eðlilegt að þau skiptist á um matseldina, bæði séu við störf í leikhúsi og skipti því verkum eftir því hvort hefur meira að gera. „En það er nú ekki meira jafnrétti á þessu heimili en gerist og gengur," segir hann. „Guðrún hefur alla áhersluna í eldhúsinu og ég á bíln- um!“ Þegar ég spyr hvort hann hafi meira gaman af að búa til veislumat en annan svarar hann að bragði: „Þarna komstu að viðkvæmum punkti! Ég má búa til veislumat fyrir fjölskylduna en ef við bjóðum heim gestum þá held ég nú að Guðrún myndi aldrei í lífinu leyfa mér að taka ábyrgð á matnum! Hún myndi fá mig út úr eldhúsinu með lempni. ..!“ Vinahópurinn stendur saman af fólki úr öllum áttum, enda segist Kjartan ekki telja nauðsynlegt að samstarfsfólk sé saman öllum stund- um: „Ég held að maður verði háður því að komast inn um annað fólk en það sem maður vinnur með. Leik- húsvinnan er svo krefjandi og sam- skiptin svo mikil og náin, að ég held það sé engin tilviljun að þessi gamli kjarni úr Leikfélaginu hittist ekki oftar en raun ber vitni utan vinnu- tíma. Það er einfalt mál: við þurfum frí hvert írá öðru. Enda værum við aldrei í íríi ef við eyddum frístund- unum saman, því þá setjumst við niður, tölum, störfum og hugsum um sameiginleg vandamál og áhugamál. Og þá byrjar vélin að snúast. ..“ í mildu haustveðri í heilt ár Meðal annars vegna þess hversu gott Kjartani þykir að fara burt frá hlutunum þegar hann þarf að ein- beita sér að ákveðnu efni kaus hann að dvelja i þrjá mánuði í Lúbeck í Þýskalandi síðasta vetur og leggja þarsíðustu höndá leikgerðina. „Við fórum út 29. desember í íyrra og urðum því aldrei vör við þennan mikla vetur. Það má segja að við höfum verið í mildu haustveðri í heilt ár. . . Fyrsta mánuðinn í Þýska- landi notaði ég eingöngu til skrifta, en næstu tvo ferðuðumst við víða og sáum hvað önnur leikhús eru að gera. Það var góður skóli." Hann segir agann vera mesta muninn á íslendingum og Þjóðverj- um og það hversu mikil sektar- kennd ríkir hjá síðarnefndu þjóð- inni „og kannski furðuleg sjálfs- ánægja hjá okkur! Það er mikill bit- urleiki í unga fólkinu í Þýskalandi", segir hann. „Það er tragískt sálar- ástand á þessari þjóð. Sektarkennd- in flyst frá einni kynslóð til annarrar. Ungt leikhúsfólk þar setur upp góð verk og eitt þeirra sem við sáum og hreif okkur bar nafnið „Fædd sek“. Það lýsir nokkuð vel sálarástandi margra ungra Þjóðverja." Eitt af því sem endalaust er hægt að tala um er unga kynslóðin og leikhús. Kjartan segir slíka umræðu ekki nýja af nálinni: „Unglingar hafa aldrei stundað leikhús að ráði" segir hann. „Það eru þeir sem halda uppi kvikmyndahúsum og diskótekum. Leikhúsið er einfaldlega ekki þeirra staður, því miður. Okkur hefur aldrei tekist að gera það að þeirra stað. Þeir sem eru leiðandi í leikhús- lífinu eru fólk sem er mest á at- hafnaaldrinum í þjóðfélaginu og 'gerir sýningar fyrir sína líka. Leik- húsáhorfendur hafa alltaf verið á aldrinum frá 25 ára og upp úr. En barnaleikhús er grundvallaratriði til að leikhús haldist við. Sjálfur fékk ég bakteríuna í barnaleikhúsi. Ég hef aldrei séð stórfenglegri sýningu en „Ferðin til tunglsins" í Þjóðleik- húsinu þegar ég var níu ára. Þann dag ákvað ég að verða leikari. . .“ Með fimmtán sentimetra breiðan plötubunka Hann er lítið hrifinn af hinu svo- kallaða frelsi sem ríkir á fjölmiðla- markaðinum, og segir það ekki vera neitt frelsi. „Peningarnirstjórna öllu og nú hlustar enginn lengur á út- varp eða horfir á sjónvarp. ðll þessi „massamötun" er storhættuleg. All- ur þessi hávaði sem fólk býr við í dag er stórhættulegur. Ungt fólk verður að hafa einhvern hávaða í eyrunum, sama hver hann er eða hvaðan hann kemur. Það verður bara að hafa eitthvert tæki sem framleiðir hávaða daginn út og dag- inn inn. Dagskrárgerð á útvarps- stöðvunum er ekki lengur neitt mál. Það eru bara fengnir einhverjir sem kunna varla að tala íslensku, þeir taka svona 15 sentimetra þykkan bunka af plötum, láta vaða út í ioftið og bulla. Það eru dagskrárgerðar- menn nútímans. Þetta veldur því að fólk kann ekki lengur að hlusta eða horfa. Slíkt gerist þegar stöðvarnar eru orðnar of margar. Alveg sama hefur gerst í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Fólk horfir ekki lengur þar á ajónvarp. Það fiktar bara við fjarstýringuna og færir sig milli stöðva; eirir ekki við neitt." Hann hefur líka áhyggjur af ís- lenskri menningu, íslenskri tilveru yfirleitt: „íslensk tilvera er ekkert sjálfsögð. Við getum gufað upp sem þjóð á tveimur, þremur árum. Það að starfa í íslensku leikhúsi byggist alveg á því að til sé einhver sjálfsvit- und íslendinga sem þjóðar. Og sjálfsvitund sem sérstök menningar- heild hefur ekkert með efnalega af- komu að gera. íslensk menning og íslenskt leikhús geta horfið á einni nóttu ef við höldum ekki vöku okk- ar. Það er ekki nóg að þjóðfélagið hlúi að listum, listamenn verða líka að hafa þörfina til að sinna henni. Þessir tímar sem við erum að opna þetta stóra og mikla leikhús á eru ógnvænlegir. Þetta eru tímar þegar nauðungaruppboðin flæða yfir og heilu bæjarfélögin eru að leggjast niður. Ég hef áhyggjur af því að ef fólk heldur ekki vöku sinni hér á landi munum við tapa þeim verð- mætum sem við eigum. — Einhvern tíma sagði Laxness að íslendinga- sögurnar væru dýrmæt eign fyrir þjóðina — ef hún læsi þær. Þær væru einskis virði uppi í bókahill- um. Eigum við ekki bara að vona að þjóðin lesi þær?“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.