Pressan - 18.01.1990, Síða 9
Fimmtudagur 1& jan. 1990
9
Viðtal við Guðmund Pórðarson hdl. sem ákærður er í máli Pýsk-íslenska
fyrir undandrátt upp á tugi milljóna kr.
„PÓLITÍSK LYKT
AF ÁKÆRUNNI"
Guðmundur Þórðarson héraðsdómslögmaður er
annar tveggja forsvarsmanna Þýslc-islenska sem
ókærðir hafa verið ffyrir tugmilljóna undandrótt i
tengslum við skattskil og fjórreiður fyrirtækisins.
Guðmundur og Ómar Kristjónsson, framkvæmda-
stjóri og aðaleigandi Þýsk-islenska hferu ákærðir
fyrir brot á lögum um tekju- og eignarskatt, hegn-
ingarlög og lög um bókhald. Þung refsing er við
EFTIR ÓMAR FRIÐRIKSSON
þessum meintu brotum. Guðmundur féllst á viðtal
við PRESSUNA en hann hefur ekki tjáð sig opinber-
lega um mál Þýsk-islenska frá þvi það kom fyrst i
fréttir árið 1985. Hann hefur ýmislegt við ákæruna
að athuga og ásakar opinbera embættismenn um
óeðlilega málsmeðferð og telur að pólitiskur þrýst-
ingur hafi ráðið þvi að ákæran kemur nú fram efftir
langa bið.
MYNDIR EINAR ÓLASON
„Mér er auðvitaö ekki gefinn kostur á aö afneita kærunni en ég tel
hana ranga og órökstudda." Guðmundur Þóröarson hdl. var fjármála-
stjóri Þysk-íslenska. Hann og Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri
eru í ákæru sagðir hafa dregið undan tekjur upp á 90 milljónir króna.
„Ákæran kom mér á óvart. Ég
taldi að saksóknaraembættið væri
komið á þá niðurstöðu að það væri
ekki grundvöllur til ákæru fyrr en í
fyrsta lagi eftir að Hæstiréttur hefði
komist að niðurstöðu í sjálfu skatta-
málinu sem þar er nú rekið, en svo
virðist sem menn hafi allt í einu
skipt um skoðun og ákveðið að ryðj-
ast fram með ákæru án þess að hafa
grundvöllinn. Því er málið allt byggt
á sandi," segir hann aðspurður um
ákæruna sem birtist í fjölmiðlum
um síðustu helgi.
Guðmundur, sem var fjármála-
stjóri Þýsk-íslenska, segist líta á sig
sem starfsmann fyrirtækisins þótt
hann hafi átt litinn hlut í því og setið
í stjórn þess ásamt Ómari og eigin-
konu hans. Hann hvarf úr fyrirtæk-
inu árið 1986, seldi sinn hlut og hef-
ur stundað lögmannsstörf síðan.
Ákæran varðar skattskil og bók-
haldsóreiðu árið 1984. Þá hefur
endurálagning ríkisskattstjóra árið
1986 verið rekin fyrir dómstólum og
er eins og fyrr segir fyrir Hæstarétti.
Hverjar eru skýringar Guðmundar
á þessum meintu brotum?
,,Ég var fastur starfsmaður hjá
Þýsk-íslenska á þessum árum. Upp-
bygging fyrirtækisins var mjög hröð
og hugsanlega einsdæmi á Islandi
hve útþenslan var mikil. Má segja að
allt of fáir hafi starfað hjá fyrirtæk-
inu miðað við hvað veltuaukningin
var hröð. Samfara þessu var ákveðið
að tölvuvæða fyrirtækið. Við lent-
um í að kaupa tölvubúnað frá fyrir-
tæki sem varð gjaldþrota og höfð-
um þá ekki fengiö allan búnaðinn í
hendur. Við urðum að kasta því
töivukerfi og kaupa nýtt sem síðar
reyndist gallað. Fram kom galli í
hugbúnaði og má nefna sem dæmi
að árið 1984 týnast 719 nótur sem
ekki komu fram á viðskiptareikn-
ingum. Við vorum ekkert einir um
að lenda í vandræðum með tölvu-
væðingu en það gerði okkur veru-
lega erfitt fyrir og átti sinn þátt í
hvernig fór."
„Fréttaleki"
— Skattrannsókn ríkisskattstjóra
hófst í nóvember 1985. Var þá ekki
búið að uppgötva þetta?
„Jú, þegar rannsókn fór af stað
var búið að komast fyrir þetta
vandamál og bókhald til fyrirmynd-
ar upp frá þvi. Þá var búið að fá end-
urskoðanda sem átti að yfirfara alla
reikninga framvegis og sjá til þess
að málum yrði komið í eðlilegt horf.
Þegar við lentum í skattrannsókn-
inni varð strax Ijóst að skattrann-
sóknarstjóri vildi láta þetta verða
stórmál í fjölmiðlum, enda þurfti
hann á því að halda til að sýna fram
á árangur í starfi, því embættið
hafði verið gagnrýnt og Ijóst var að
staða ríkisskattstjóra yrði laus til
umsóknar eftir nokkra mánuði."
— Ertu að segja að opinberir
embættismenn hafi lekið?
„Það er alveg Ijóst að málið gat
aðeins borist til fjölmiðla frá emb-
ættinu. Ég tel það opinbert leyndar-
mál að skattrannsóknarstjóri sjálfur
lét upplýsingar til ákveðins frétta-
manns til að koma þeim á framfæri.
Það er alvarlegt íhugunarefni þegar
embættismenn sem eru bundnir
þagnareiði opinbera mál með þess-
um hætti. Því var logið að málið
snerist um undandrátt upp á rúm-
lega 200 milljónir og umboðslauna-
og söluskattssvik o.s.frv. Svo þegar
farið er að rannsaka málið fer held-
ur betur að skerast af þessum tölum
og meintu brotum. í Ijós kemur að
ekki var um nein umboðslaunasvik
að ræða og engin söluskattssvik.
Það eina sem þeir fundu áþreifan-
legt var ákveðin vörunotkun sem
fyrirtækið hafði viðhaft vegna ný-
byggingar sem við stóðum í. Þetta
þróast síðan þannig að rannsóknar-
deild skattstjóra berst við að halda í
þær risatölur sem blásnar voru upp
í byrjun. Ég vildi eindregið krefjast
opinberrar rannsóknar á þessum
fréttaleka en Ómar vildi leysa málið
með samvinnu svo það gengi eins
hratt og vel fyrir sig og kostur væri
þannig að fyrirtækið skaðaðist sem
minnst. Ég lét af störfum um þetta
leyti þannig að ég hafði minni af-
skipti af málinu eftir það. Ljóst var
að sú stefna Ómars að fara í sam-
starf hefur bitnað á honum og fyrir-
tækinu því málið er enn að velkjast
í kerfinu fjórum árum síðar og auk
þess er rykið dustað af því ár hvert 1
með þeim hætti að almenningur er
látinn halda að alitaf sé nýtt og nýtt
mál að koma upp. En hér er alltaf á
ferðinni sama gamla málið."
Leiddur í gildru
— En fékk ekki skattrann-
sóknardeiidin útskýringar ykk-
ar í málinu?
„Jú, útskýringar sem þeir tóku
gildar en þeir studdust við skatt-
framtal og tölvulista sem var óaf-
stemmdur og óleiðréttur. Ómar hóf
samvinnu við embættið en ég var á
móti, því ég þekkti til hjá skattrann-
sóknarstjóra þar sem ég hafði starf-
að þar sjálfur um fimm ára skeið og
taldi mig vita að flestir þeir aðilar
sem fara í fulla samvinnu við emb-
ættið koma yfirleitt mun verr út úr
slíkri rannsókn en hún sjálf gefur til-
efni til. En málið tók þessa stefnu og
ég tel að Ómar hafi verið leiddur í
gildru. Málið snerist svo upp í það
að við þurftum að taka til varna til
að fá leiðréttingu bæði hvað varðaði
endurálagninguna og skattrann-
sóknina sjálfa ef rannsókn skyldi
kalla, því vinnubrögð embættisins
voru hreint með ólíkindum í þessu
rnáli."
— Eftir sem áður eruð þið
ákærðir fyrir mjög alvarleg brot
sem nema háum fjárhæðum og
eru sundurliðaðar í ákærunni.
Ertu að segja að ekki sé fótur
fyrir þeim?
„Ég vil ekki fara út í að ræða ein-
stök atriði á þessu stigi. Ég get þó
nefnt að stærsta upphæðin varðar
vörubirgðir og þar endaði ágrein-
ingurinn við töluna 47 milljónir. Það
má endalaust deila um vörubirgðir.
Við vorum með mikinn lager af alls-
konar vörum sem seljast ekki og þá
er spurningin sú hvort það á að
eignfæra það upp í topp hverju sinni
eða ekki. Það er mikilvægt að taka
það fram að allir þeir fjármunir sem
deilt er um í þessu máli hafa verið
inni í fyrirtækinu. Það var ekki um
það að ræöa að einhver tæki út fjár-
muni eða drægi sér fé.“
Af hverju beið
saksóknari?
Mál Þýsk-íslenska var sent til ríkis-
skattanefndar og til rannsóknar hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins. „Rík-
isskattanefnd vísaði málinu frá sér
vegna vanreifunar beggja aðila. Við
túlkuðum það sem svo að endur-
álagning ríkisskattstjóra stæðist
ekki en fógetaréttur heimilaði lög-
tak. Við teljum að ekki hafi fengist
marktæk niðurstaða í þessu skatta-
máli fyrr en Hæstiréttur hefur fellt
sinn dóm. Fógeti er í raun ákveðinn
hluti af gjaldheimtu ríkisins og það
hefur aldrei gerst að sá tógeti sem
kvað upp úrskurðinn hafi synjað um
lögtak.
Ákæran sem kemur fram núna er
byggð á endurálagningu ríkisskatt-
stjóra sem var lögð fram fyrir fjór-
um árum. Saksóknaraembættið
hefur beðið allan þennan tíma. En
hvers vegna er þá farið af stað núna
allt í einu þegar eðlilegt er að bíða
aðeins lengur og fá dóm Hæstarétt-
ar?'
— Hverjar telurðu að séu
skýringarnar á því?
„Ég tel að ástæðan sé sú að stjórn-
sýslan sé þarna að hafa áhrif á
ákæruvaldið. Þessu er allt í einu
sparkað af stað, eftir að hafa legið
niðri, og fenginn sérstakur sækjandi
utan úr bæ til að fara með málið. Við
viljum meina að það sé pólitísk lykt
af þessu máli. Garðar Valdimarsson
ríkisskattstjóri, sem fór með málið
sem skattrannsóknarstjóri á sínum
tíma, er Alþýðubandalagsmaður.
Honum var mjög i mun að koma
málinu myndarlega í sviðsljósið áð-
ur en hann tæki við embætti ríkis-
skattstjóra. Þegar flokksbróðir hans
sest í embætti fjármálaráðherra er
farið að beita þrýstingi í málinu.
Sækjandi er ekki starfandi hjá emb-
ætti ríkissaksóknara en hann er
flokksbróðir rikisskattstjóra og fjár-
málaráðherra."
— Hvernig varð þér við þegar
ákæran öll birtist svo í fjölmiðl-
um um helgina?
„Það stakk mann óneitanlega hve
þetta var blásið mikið upp í Morgun-
blaðinu því á sömu síðu blaðsins
voru birtar nokkrar línur um mann
sem dæmdur hefur verið í 15 mán-
aða fangelsi fyrir nauðgun án þess
að nafns hans væri getið. Það tel ég
ólíkt alvarlegra mál en það sem við
erum ákærðir fyrir. Aðstandendur
voru verndaðir í því tilviki en svo er
birt heilsíða um ákærur á hendur
okkur, með nöfnum og öllum út-
skýringum."
— Þú segist ekki hafa átt von á
að þér yrði birt ákæra nú.
Hvernig snart þetta þig persónu-
lega?
„Það er auðvitað leiðinlegt þegar
svona gerist og raunar verst fyrir að-
standendur manns. Sjálfur er ég fjöl-
skyldumaður og á börn þannig að
það gefur augaleið að þetta er ekki
þægilegt. Maður er hættur að kippa
sér upp við þetta sjálfur og ég hef
látið hverjum degi nægja sína þján-
ingu eftir að þessi máí hófust, en
mér hefur fundist fjölmiðlar alltof
grófir í hvernig þeir hafa blásið
þetta mál upp frá upphafi."
— Afneitarðu ákærunni?
„Mér er auðvitað ekki gefinn
kostur á að afneita henni en ég tel
hana ranga og órökstudda. Það má
alls staðar finna eitthvað að þegar
farið er að grandskoða bókhald fyr-
irtækja. En við teljum að ákæran sé
á misskilningi byggð og vefengjum
harðlega þá meðferð sem þetta mál
hefur fengið. Við munum taka upp
mjög harða vörn í málinu hvernig
sem það þróast. Ákæran er byggð á
hráum tölum úr frumrannsókn
málsins og við teljum að það hafi
verið staðið illa að rannsókninni
eins og ég hef rakið. Hún er ekki í
samræmi við neinar þær kröfur sem
gera verður til opinberra aðila.
Þessi vinnubrögð eru hreint
hneyksli og lágmarkskrafa hefði
verið að beðið hefði verið eftir nið-
urstöðu Hæstaréttar í skattamálinu
sjálfu áður en ráðist var í að gefa út
opinberar ákærur á hendur okkur."