Pressan - 18.01.1990, Page 15

Pressan - 18.01.1990, Page 15
Fimmtudagur 18. jan. 1990 15 Apartheid dettur fflestum i hug þegar þeir heyra Suður-Afriku neffnda á nafn. Ríkisstjórn Suður-Afriku heffur opinber- lega afflagt apartheid, aðskilnaðar- steffnu, en Guðmundur Þórarinsson segir að það þurfi meira til að breyta ástand- inu þvi að apartheid sé hugarástand sem taki nokkrar kynslóðir að affnema. Og Suður-Af rika er ekki land sem liður mikl- ar breytingar. Guðmundur var barinn aff sérsveit lögreglunnar ffyrir það eitt að vera siðhærður og hann segir hvita ibúa landsins ekki þolinmóða gagnvart ffrá- vikum frá þvi viðtekna. EFTIR: ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR — MYNDIR: EINAR ÓLASON ..Fyrsta tilfinningin sem ég fann fyrir þegar ég kom til Suður-Afríku var ótti. Á flugvellinum voru her- menn, gráir fyrir járnum með vél- byssur. I landinu er mikil löggæsla enda er allt landið einn stór ótti.” Fjólublóu vatni sprautað á mót- mælendur Guðmundur átti eftir að sjá ástæð- ur óttans fljótlega, því eitt sinn er hann kom niður í miðborg Höfða- borgar var allt umhverfið fjólublátt. Vatni með litarefni hafði verið sprautað á friðsama kröfugöngu svartra til að dreifa henni. „Friðsamar mótmælagöngur enda alltaf meö látum þarna, enda hefur lögreglan óeirðaseggi á sínum snærum, sem eru sérfræðingar í aö hleypa svona fundum upp. Svo er táragasi og gúmmíkúlum beitt. Ég kom einu sinni í miðbæinn rétt eftir slíka göngu. Þá hafði vatni með fjólubláum lit verið sprautað á þá sem tóku þátt í henni. Þetta gerir lögreglan til að geta hirt þátttakend- ur upp á heimleiðinni, í staö þess að ráðast inn í gönguna og taka einn og einn út. Fjólublái liturinn fór líka á allt umhverfiö og náði alveg upp á aðra hæð húsa." Landflótta íslendingar Guðmundur var á leið í kvik- myndanám til Bandaríkjanna, fyrir tveimur árum, en fór fyrst til Suð- ur-Afríku til að heimsækja föður sinn, sem flutti þangað seint á sjö- unda áratugnum. ,,Eg veit um þrjá íslendinga sem hafa búið þarna síð- an 1966 eða '67 og svo eru menn að koma og fara. Pabba líkar vel þarna og vill ekki sjá gamla grjótskerið aft- ur. Pað er leiðinlegt að segja þaö en líklega eru útlendingarnir sem hafa sest þarna að haldnir mestu kyn- þáttafordómunum þarna. Þetta er auðvaldsþjóðfélag. Suð- ur-Afríka er auöugt land og svarta fólkiö er ódýrt vinnuafl — út á þetta gengur máliö.” I Höfðaborg rakst Guömundur á skóla sem honum leist vel á, sótti um og fékk inngöngu. Námið var tvö ár. Á þeim tíma kynntist hann innviðum borgarinnar betur en margur feröalangur, því að náfninu tengdust heimildamyndir og frétta- mennska. Hljóp ófram andlitslaus ,,Hinn almenni, hvíti borgari lok- ar augunum fyrir ástandinu og neit- ar að sjá þaö. „Hvítir" menn eru um 5 milljónir en „svartir" 25 milljónir. Svo búa í landinu Indverjar, Kínverj- ar og fleiri, auk litaðra, sem er fólk af blönduðum uppruna. Peir síðast- nefndu hafa engan bakgrunn, svo að allir geta sparkað í þá. Hvítir íbú- ar landsins eru annars vegar svo- kallaöir Afríkanar, afkomendur hol- lenskra innflytjenda sem tala Afr- íkaans sem móðurmál, og hins veg- ar afkomendur Englendinganna. Þeir tala ensku sem móðurmál og tala alltaf um England sem „gamla landið". Þetta eru eiginlega dreggj- arnar af nýlendustílnum, þeir eru ennþá með teboö, skólabúninga og svoleiðis. Afríkanarnir eru mjög íhaldssam- ir. Um 75% þeirra vinna hjá því op- inbera og þar þykir mjög fínt að syn- irnir séu hermenn. Þarna var tveggja ára herskylda og menn segja sögur af afrekum sínum í hern- um eins og Islendingar segja sjó- mannasögur. Eg var einu sinni aö skemmta mér meö strákum frá Durban, sem höföu allir veriö í hernum. Einn, sem var í óeiröalögreglunni, sagði frá því þegar hann skaut hlaupandi svertingja í hnakkann þannig að andlitiö fór af. Svertinginn hélt áfram að hlaupa, andlitslaus, áð-'- en hann féll niður. Þetta fannst þeim öllum mjög fyndið og skellihlógu. Mér brá ofsalega aö heyra þetta, skildi ekki af hverju þeir hlógu og spurði hvað gengi eiginlega á hér. Það fannst þeim ennþá fyndnara." Hætti vegna frjóls- ræðis og prófleysis Skólinn sem Guðmundur var í þótti frjálslyndur og þar höfðu menn ákveðið frjálsræði hvað varð- aði bókleg fög, skilafrest ritgerða og próf. „Einn, skólafélagi minn var Afríkani og hann þoldi ekki frjáls- ræðið í skólanum. Hann varð alvit- laus yfir því að hafa ekki nógu mikið af prófum og ritgerðum. Hann gekk út á miðri önn af því honum þótti ekki nægilegt aöhald í skólanum og ' heimtaði meiri próf." Skólakerfið í Suður-Afríku byggist upp á aga. Til skamms tíma voru bæði kynin barin, ef þau voru með óþekkt, en nú er búið að banna lík- amlegar refsingar á stúlkum. Strák- arnir fá hins vegar ennþá að kynn- ast spanskreyrnum. „Það er gengist upp í aga í þessu þjóðfélagi, bæði þarna og í hernum. Þetta er mjög skrítið, sérstaklega að koma úr þjóð- félagi eins og því íslenska þar sem er bannað aö leggja hendur á börn í skólum. I Suður-Afríku styður þorri fólks slíkt — hvernig á að halda uppi aga öðru vísi en að berja fólk til? Tíminn stendur í stað Tíminn hefur ofsalega mikið staðnað þarna. Gömlu nýlendubú- arnir tala ennþá um „gamla landiö", England, þó að þetta sé fólk sem hefur búið þarna frá því í stríöslok. 1

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.