Pressan - 18.01.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 18.01.1990, Blaðsíða 16
16 Þetta er að hluta til vegna einangr- unar. Það tekur 13 klukkustundir að fljúga upp til Evrópu og það gera menn ekki nema þeir eigi peninga. Þess vegna kemur allt seinna þang- að — tíska, nýir straumar í húsgögn- um og svo framvegis. Fólk er kannski með stór einbýlishús með flottum garði, sundlaug, tennisvelli og öllu, tveimur Bensum í bílskúrn- um og svo framvegis, en inni er gamaldags sófasett og lélegar eftir- líkingar af myndum á veggjunum." Lífsstaðall hvíta minnihlutans í Suður-Afríku er frekar góður og er svipaður hjá báðum hópum. Fólk í miðstétt á yfirleitt einbýlishús, þótt lítil séu, garð, sundlaug, bíl og þeir betur stæðu setja börnin í einka-, skóla. Allt niður í neðri millistétt hefur svarta heimilishjálp og þeir betur stæðu garðyrkjumann. Meðaljóninn þrífst — hinir ekki „Þarna eru heilu hverfin þar sem litlu kassarnir standa í röðum, allir með lítinn garð, sundlaug og bíl. Suður-Afríkaninn er ekki hrifinn af aö draga sig út úr fjöldanum. Skól- arnir gangast upp í því að búa til eitt norm: Spurðu einskis, farðu bara í skólann, giftu þig.. . fólk giftir sig mjög ungt, stelpurnar eru 16 til 20 ára. Strákarnir koma úr hernum með yfirvaraskegg, stöðutákn,. og' það líta einhvern veginn allir eins út. „Normið", þetta viðtekna, er lið- ið mjög vel, en allt sem sker sig út úr því er ekki liðið og það fær harða út- reið í opinbera geiranum. Það er skrítið að koma þarna eftir að hafa verið í stórborgum Evrópu, þar sem allt er í gangi; gamlir hipp- ar, pönkarar og svo framvegis. í mið- borg Höfðaborgar sér maður i mesta lagi einn mann í leðri með keðjur skjótast fyrir horn — ef mað- ur er heppinn — og þarna búa 1,6 milljónir manna. Biðja ó sunnu- dögum og skjóta menn í miðri viku Trúarbrögðin skipta miklu máli þarna. Suður-Afríkumenn eru heit- trúaðir og kirkjan ræður miklu. Það má til dæmis ekki hafa bíó á sunnu- dögum. I landinu býr fullt af gyðing- um, hindúum og múslimum. Rétt áður en ég fór komu fram kröfur um að fá að hafa bíó á sunnudögum. Stjórnin sagðist ætla að ræða það við kirkjuna. „Menn fara í kirkju á sunnudög- um, það er viðtekin venja. Menn búa sig upp á og fara í kirkju og til- biðja Guð í einn klukkutíma á sunnudögum og skjóta svo á fólk í miöri viku." Barinn af homma- sveit lögreglunnar Guðmundur fór ekki varhluta af fordómum, því að hann var með sítt hár og klæddi sig öðruvísi en aðrir. Jafnvel í skólanum, sem var talinn frjálslyndur, truflaði útlit hans kenn- ara og nemendur. „í hvert sinn sem við fórum á auglýsingastofu að kynna nýtt verkefni baðst skóla- stjórinn strax afsökunar á útgangi mínum og útskýrði að ég væri út- lendingur." Innan lögreglunnar í Höfðaborg er sérstök hommasveit. Meðlimirnir eru borgaralega klæddir, en með skammbyssu í beltinu. Sérsveitir lögreglunnar eru þær einu sem mega bera skammbyssu utan á sér — allir aðrir verða að bera þær inn- anklæða. Þessi sveit leitar uppi homma og Guðmundur vakti at- hygli þeirra af þvi að hann var með sítt hár. „Ég var í miðborg Jóhannesar- borgar að koma úr matvöruverslun seint að kvöldi. Ég fór inn í fjölbýlis- hús og ætlaði upp í lyftunni en veit þá ekki fyrri til en hurðin er rifin upp og þrír óeinkennisklæddir lög- regluþjónar ryðjast inn. Þeir spurðu mig hvert ég væri að fara og hvað ég væri að gera og svo endaði þetta með því að þeir börðu mig í klessu fyrir það að þeir héldu að ég væri hommi. Það er mórallinn." í svona málum er ekkert hægt að gera. Þessi lögregla keyrir um á númerslausum bílum, en þekkist úr út af vopnunum og hermannaskón- um. „Þessar barsmíðar áttu væntan- „Þá hafði vatni með fjólubláum lit veriö sprautað á kröfugöngu til að dreifa henni. Þetta gerir lögreglan til að geta hirt þátttakendur á leið-1 inni heim .. ritskoðaður og ein vinkona mín úr skólanum var gripin einn daginn og tekin í yfirheyrslu. Það var bara gamla aðferðin með lampann. Hún var spurð hvort hún hefði einhver tengsl við UCT, háskólann í Höfða- borg, en þar er talsvert um róttækl- inga. Ungt menntafólk að taka við sér Svarti maðurinn þorir lítið að gera gegn hvíta manninum. Hann er kannski eitthvað að sprengja og efna svo til friðsamlegra kröfu- gangna, sem fara alltaf í bál og brand." Ungt menntafólk er farið að taka virkan þátt í baráttu svartra og það kemur mjög illa við stjórnvöld. Suð- ur-Afríkumenn eru viðkvæmir fyrir þeirri umfjöllun sem þeir fá hjá um- heiminum og eru því hættir að taka opinberlega á þessu og ógna þeim hvítu. „En ég veit fyrir víst að í há- skólanum í Höfðaborg er fjöldi manns á fríum skólagjöldum og fæði ef þeir skila reglulega inn skýrslu til yfirvalda. Þau eru ofboðs- lega hrædd við uppreisn." Innbyrðis deilur svartra En svartir eiga líka í deilum inn- byrðis. Þeir ráðast hver á annan og þá er allt lagt í rúst — þorpin brennd og lífið murkað úr fólki. Énginn gift- ist milli ættbálka. Súlú-menn eru fjölmennasti ættbálkurinn og Man- dela er Súlúmaður. Hann hefur mik- ið fylgi meðal þeirra, en hvítir menn eru hræddir við að einhverjir af öðr- um ættbálki drepi hann ef hann verður látinn laus. „Þeir óttast að hann sé hættulegri dauður en lif- andi. Hinir ættbálkarnir eru nátt- „Ég gat aldrei vanist sveltandi börnunum. Þessi grey sofa úti, betla og stela. Fyrst gaf ég þeim pening, en svo spurðist þaö út og daginn eftir komu þrjátíu og réttu út höndina." lega að venja mig af einhverju — ég veit ekki hverju. En að berja mann svona sýnir náttúrulega bara reiði — einhver dró sig út úr norminu. Þetta er ofsalega reitt þjóðfélag." Vanmóttarkennd gagnvart umheiminum Vanmáttarkenndin gagnvart um- heiminum eykur þessa reiði. Önnur lönd hafa fordæmt aðskilnaðar- stefnuna og sett viðskiptabann á Suður-Afriku. „Maður sér reiðina vegna þessa í fjölmiðlum í Suð- ur-Afríku: „Kaninn heldur að hann sé eitthvað betri og menn sjá nú ástandið í Suðurríkjum Bandaríkj- anna." „Við erum helvíti góð þó að við séum bænd.aþjóð ...“ og svo framvegis." Öll ólæti skrifuð á afrískan skæruhernað íslendingar heyra mest um Suð- ur-Afríku þegar sprengjur springa í: Jóhannesarborg eða farnar eru mótmælagöngur. „Þeir skrifa þess- ar sprengjur alltaf á afrískan skæru- hernað svartra (ANC). Ég man eftir því að hvitir menn komu fyrir sprengju á diskóteki svartra, rétt hjá þar sem ég bjó. Það slösuðust ein- hverjir og ég veit ekki hvort einhver dó, en þetta var ekki blásið út í fjöl- miðlum. Hins vegar er þess alltaf getið ef svartur maður gerir eitt- hvað — nauðgar konu, drepur, sprengir. Nýnasistar hafa talsvert fylgi þarna." Fyrir nokkru var hvitur lögreglu- maður tekinn fastur i miðborg Höfðaborgar. Hann hafði skotið ell- efu svertingja þar á götu um há- bjartan dag. Þetta vakti athygli í Suður-Afríku og lýsir því uppeldi sem margir íbúar þar fá. „Pabbi þessa manns kom í sjónvarpið og sagði að þarna hefði sonur hans hegðað sér í samræmi við það sem honum var kennt. Og fólk hélt raun- verulega að manninum yrði sleppt." Allar fréttir frá Suður-Afríku eru ritskoðaðar, svo og bækur, myndir og plötur. „Pósturinn minn var lika úrulega ekkert hrifnir af því að Súlu-maður sé sameiningartákn. Hvítu mennirnir óttast að hann verði drepinn strax á fyrstu tíu mín- útunum ogþá er hannórðinn píslar- vottur og þá fer allt í bál og brand. Þeir alróttækustu svörtu segja hins vegar að hvíti maðurinn bíði bara eftir því að hleypa honum út til að skjóta hann sjálfur — en ég hef enga trú á að hann verði látinn laus. Fjórir krakkar skipta með sér einni bók Bæði svartir og hvítir eru að gera sér grein fyrir því núna að eigi ástandið að lagast verður það að gerast með aukinm menntun. En! eins og ástandið er núna þá eru skól- ar svertingjanna bárujárnskofar og fjórir krakkar skipta með sér einni bók. Menntunin er fyrir neðan frost- mark. Hverfisstjórarnir eru að reka áróður fyrir því að menn hætti óeirðum og einbeiti sér að mennt- un. Skólarnir eru rikisskólar, en þeir Fimmtudagur 18. jan. 1990 eru mjög lélegir og reiði hlutinn meðal svartra kveikir oft í þeim. Reiði er 400 ára gömul saga þarna. Það er búið að vaöa svo oft yfir þetta fólk og halda því niðri á sviði menntunar eins og öðrum sviðum. Auðvitað eru örfáir svartir sem hafa menntast, en atvinnutilboð þeirra eru ekkert beysin. Svartur mennta- maður er mjög illa liðinn af þeim hvíta — hann storkar allri hans hug- myndafræði." Leirkofasamfélag Suður-Afríka er víðlent land og rómað fyrir náttúrufegurð. Ferða- menn sem þangað fara hafa iðulega bent á að þeir verði lítið varir við óeirðir eða kynþáttamisrétti. „Flestir hvítir segja að þeir hafi ekkert á móti svörtu fólki. En á sama tíma er þetta fólk með svart þjónustufólk sem vinnur fulla vinnu fyrir 2000 krónur á mánuði. Þeir nýta sér ástandið. Það er aldrei talað um bakgrunn svarta mannsins. Þetta fólk bjó í frumskógunum, í leirkofum, og náði aldrei að þróast með menningu hvíta mannsins. Svo er verið að þvinga þessa menningu upp á fólk, sem í raun býr ennþá í leirkofunum. Það sem gerðist í Zimbabwe, Ró- desíu, er í raun besta vopn hvíta mannsins í Suður-Afriku í áróðurs- stríðinu. Þar bakkaði hvíti maður- inn út og efnahagur landsins fór í rúst. Þeir svörtu voru ekki tilbúnir til að taka við þessu. Það sama gæti gerst í Suður-Afríku ef allir fengju jafnan kosningarétt. En það gerist ekki, því að hvíti maðurinn vill ekki missa völdin í þessu landi, það er alltof auðugt að gulli og demöntum til þess. En þetta er ástæðan fyrir þvi hvað menntun er mikilvæg." Gat aldrei vanist sveltandi börnunum Guðmundur lauk námi fyrir stuttu, en hann vildi ekki setjast þarna að. „Ég gat í rauninni vanist óeirðunum, hermönnunum og öllu nema börnunum. Það er talið að um 250 þúsund börn í Suður-Afriku séu hjálparþurfi. Þessi grey sofa úti og betla og stela sér til lífsviðurværis. A veturna deyja þau unnvörpum. Þetta eru allt niður í þriggja ára kríli. Ég leigði rétt hjá brautarstöð og þar bjuggu mörg þeirra. Fyrst var ég að gefa þeim pening, en svo spurðist það út og daginn eftir komu þrjátíu og réttu út höndina." Konur úr millistétt hafa myndað samtök til að hjálpa þessum börnum með matar- og fatagjöfum. Hjálpin gengur þó stundum brösuglega því að börnin hafa alist upp við lögmál frumskógarins og stela ef færi gefst. „Þær skilja ekki hugsanaganginn hjá krökkunum og verða voðalega sárar. Þó að ég gæti ekki hjálpað mörg- um átti ég samt alltaf lítinn vin sem kom einu sinni á dag og fékk eitt- hvað. Hann sagði aldrei frá — ég held að hann hafi alltaf haft fasta vini sem gáfu honum eitthvað. Þeg- ar ég fór gaf ég honum mestöll fötin mín. Hann kom aftur og aftur til að þakka fyrir. Það tætti alveg úr mér hjartað að kveðja hann." Tekur margar kyn- slóðir að afnema aðskilnaðar- stefnuna Viðbrigðih eru mikil fyrir Guð- mund að koma heim á Frón í kuld- ann, en hann er bjartsýnn. Hann er að kynna sér atvinnumöguleika í kvikmyndun og myndbandagerð. Guðmundur vinnur auk þess við að fullgera handrit og vonast til að að koma einhverju á skerminn eða tjaldið sem fyrst. „Hér ganga allir með hausinn ofan í bringu, þrúgaðir af vandamálum sem eru smávægi- leg. Við eigum að vera bjartsýn, við eigum alla möguleika. Það er kannski kreppa, en menn eiga ekki að þurfa að svelta eða betla eins og í Suður-Afríku. Við getum leyst okk- ar vandamál en þar eiga hlutirnir liklega eftir að versna áður en þeir batna. Þó að eitthvað sé að rofa til þar meðal ungs menntafólks tekur margar kynslóðir að breyta hugar- fari fólks gagnvart aðskilnaðarstefn- unni, apartheid."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.