Pressan - 18.01.1990, Síða 17

Pressan - 18.01.1990, Síða 17
Fimmtudagur 18. jan. 1990 PRESSU f æðingarheimilið hefur verið í sviðsljósinu í vikunni vegna samn- ings borgarstjórnar við nokkra lækna um leigu á fyrstu og annarri hæð hússins. Hér er um að ræða skurðstofu með tækjum og legu- deild. Grunnleigan er 100 þúsund krónur á mánuði og hækkar sam- kvæmt byggingarvísitölu. Auk þess greiða læknarnir 3,5% af greiddum einingum fyrir unnin læknisverk og er reiknað með að þær séu ekki færri en 32 þúsund á mánuði. Hér bætast því rúmlega 122 þúsund krónur við. Samkvæmt þessu reikna borgaryfirvöld með því að leigja húsnæðið og tækin fyrir a.m.k. 556 kr. fermetrann, en læknarnir annast sjálfir minniháttar viðgerðir innanhúss og viðhald tækja ... c %9éra Sjöfn Jóhannesdóttir sótti nýlega um prestsembætti á Djúpavogi og hlaut það. Eiginmað- ur sr. Sjafnar er sr. Gunnlaugur Stefánsson, prestur i Heydölum, næsta prestakalli við Djúpavog, og verða þau hjónin því nágranna- prestar. Þetta er í annað sinn sem hjón þjóna sem nágrannaprestar en þetta fyrirkomulag gæti færst í auk- ana, því þess munu a.m.k. átta dæmi að guðfræðingar eða guð- fræðinemar hafi ruglað saman reyt- um . . . A ^^^g talandi um presta þa eru fleiri breytingar í vændum. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason , prest- ur á Borg á Mýrum, hefur verið ráð- inn biskupsritari frá og með vor- inu. í kjölfar skipulagsbreytinga á biskupsstofu hefur hlutverk bisk- upsritara breyst og hann verður nokkurs konar aðstoðarmaður biskups. En þetta þýðir að presta- kall hans losnar, að minnsta kosti um tíma, sem kemur sér vel fyrir prestastéttina því aðeins tvö presta- köll voru laus fyrir en í guðfræði- deild eru um 60 manns . . . ATHUGASEMD VEGNA GREINAR UM ÞRÓUNARFÉLAG ÍSL. í upptalningu á hlut Þróunarfélags íslands í einstökum fyrirtækjum í síðasta blaði misritaðist hlutur þess í Fiskeldi Eyjafjarðar. Skv. upplýs- ingum Þróunarfélagsins átti það tæp 4% í fyrirtækinu en ekki tæp 40% eins og misritaðist. Að sögn Ól- afs Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Fiskeldis Eyjafjarðar, er raun- verulegur hlutur þróunarfélagsins raunar enn minni í dag eða 0,78%. Þetta leiðréttist hér með. í sömu grein var greint frá sam- keppni Marels hf. og Pólstækni á Isa- firði. Að sögn Harðar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Pólstækni, er ekki rétt að fyrirtækin hafi samein- ast fyrir síðustu áramót heldur hafi þau komið á samvinnu með hluta- fjárkaupum hvort hjá öðru. Um tíma hafi blasað við að Marel öðlaðist meirihluta en það breyttist á síðari stigum og segir Hörður að nú eigi Marel 49% í Pólstækni. Ritstj. AST - FASTboard i486-spjald TOLVUR SEM VAXA Hingað til hafa allar nýjungár í PC-tölvubúnaði stillt þér upp gagnvart erfiðri ákvörðun. Annað hvort er að fylgja þróuninni og kaupa ávallt það nýjasta á mark- aðnum og njóta ávaxtanna af aukinni vinnslugetu eða aðhafast ekkert og reyna að nýta þá fjár- festingu sem þegar er búið að leggja í. AST hefur kynnt nýjungar sem losa þig undan þessari erfiðu ákvörðun. Cupid-32™ hönnunin gerir þér kleift að stækka tölvuna þína eftir því sem þörfin fyrir vinnslugetu eykst. AST Premium 386SX/16 og AST Premium 386 (25 og 33 MHz) hafa vaxtargetu sem tryggir þér fjárfestingavernd. Þú fylgir þró- uninni og eykur afköstin, nú þeg- ar alla leið upp í i486, án þess að þurfa að fjárfesta í nýrri tölvu. stöðvum í netkerfi eða auka af- köst tölvunnar sem einmenn- ingstölvu, t.d. við hönnun og teikningu (CAD/CAM), kemur Cupid-32 þér til góða. Einföld skipti á einu FASTboard™* spjaldi í tölvunni er allt sem þarf til að auka aflið. í stað hinnar erfiðu ákvörðunar bjóðum við þér eina auðvelda. Hví fjárfesta í tölvu frá einhverj- um öðrum þegar þú getur eign- ast hágæða AST Premium tölvu? Enda eru þær einu tölvurnar sem vaxa með þér. AST - lykillinn að farsœlli tölvuvœðingu Ef þú þarft að fjölga notendum í fjölnotendakerfi, bæta við vinnu- Hafðu samband, það borgar sig örugglega EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, stmi 686933 * Eftirfarandi FASTBoard eru nú þegar fáanleg FASTBoard 386/25, 25 MHz 80386 örgjörvi FASTBoard 386/33, 33 MHz 80386 örgjörvi FASTBoard 486/25, 25 MHz 80386 örgjörvi Cupid-32™ og FASTBoard™ eru skrásett vörumerki AST Research Inc. augljós 28.164

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.