Pressan


Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 21

Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 21
Fimmtudagur 18. jan. 1990 21 M TnTVTrR IV/IjT V ll Stóru skrefí á undan Árið 1983 stofnuðu tveir kornungir og stórhugo menn fyrirtækið íslenska forritaþróun. Eins og nafnið bendir til var tilgangur f yrirtækisins að búa til og þróa fforrit ffyrir islenskan morkað. í dag er að- allifibrauð fyrirtækisins viðskiptahugbúnaðurinn OPUS sem var fyrsti bókhaldspakkinn á islensku fyrir PC-tölvur. Piltarnir tveir sem stofnuðu IF skrifuðu OPUS upphaflega á Digi- tal Rainbow-tölvu. Á þeim tíma vann hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð, umboðsaðila Digital á íslandi, maður að nafni Hálfdán Karlsson. Hann hafði óbilandi trú á þeim kumpánum og lánaði þeim tölv- una sem hann hafði til umráða hjá KÓS. Hálfdán þessi var við störf hjá Digitai í Bandaríkjunum og stund- aði síðan nám í viðskiptafræði þar ytra, þáðan sem hann lauk mast- ersprófi ’88. Þetta næststærsta tölvufyrir- tæki heims veltir u.þ.b. þrisvar sinnum íjárlögum íslenska ríkisins á einu ári og það var þaðan sem Hálfdán kom og gekk inn í fyrir- tæjd piltanna tveggja. í dag eru eigendurnir því þrír, þeir Vilhjálmur Porsteinsson og Örn Karlsson auk Hálfdánar. Starfsmenn þesseru 13—14ogþar af 6 við framleiðsluna. „OPUS er pakki sem smám sam- an hefur stækkað svo um munar," segir Hálfdán þegar blaðamaður biöur hann að lýsa helstu kostum þessa útbreiddasta bókhaldskerfis í íslenskum fyrirtækjum. „Pessi hugbúnaður virkar í svo til öllum hugsanlegum kerfum og það er ekki svo lítill kostur. Annars er svona forrit verkefni sem mað- ur klárar aldrei. Sífellt er verið að breyta því og bæta. Til dæmis er- um við þessa dagana að kynna nýjung fyrir PS/2-vélarnar frá IBM þar sem notendaskilin eru þvílík að með þessu forriti stöndum við framar en nokkrir keppinauta okkar. Við köllum þessa útgáfu OP- US/2 og við hönnuðum hana í samvinnu við IBM á íslandi íyrir OS/2-stýrikerfið. Kerfið notar Pre- sentation Manager og öll vinnsla fer fram í gluggum. Pað er óhætt að fullyrða að þetta líkist engu því sem fyrir er á markaðnum. í þau sjö ár sem OPUS hefur verið á markaðnum hefur hann verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hann tekið þvílíkt stökk fram á við." Hversu mörg íslensk fyrir- tæki nota OPUS í dag? „Þau eru orðin vel á sjöunda hundrað og það segir vissulega stna sögu. Miðað við þá tölu erum við stærstir á markaðnum og um tvisvar sinnum stærri en sá keppi- nautur okkar sem pæstur kemur." OPUS/2, þessi byltinga- kenndi, vinnur á OS/2-stýri- kerfinu frá IBM. Er þad trú stöðu fyrirtækisins! Eins og ég sagði áöan erum við langfyrstir með þetta gluggaum- hverfi í viðskiptahugbúnaði og meðal þess sem gerði þetta ævin- týri mögulegt var samstarfið við IBM. Hér var maður frá IBM í nokkuð langan tíma auk þess sem við fengum lánaðan ýmsan búnað og tæki hjá þeim. Þetta er það sem koma skal á þessu ári og því næsta." Eruð þið þá „stikkfrí" næsta ár eða svo? „Nei ekki er það nú svo einfalt. Forrit breytast mikið á 1—1 Vi fresti og tii að slíkar breytingar geti átt sér stað þarf sífellt að vera vakandi á því að þurfa að leita til okkar ein- hverra hluta vegna og þá skilst þeim oft að það hefði kannski borgað sig að kaupa forritið i upp- hafi. Við erum með á skrá hjá okkur alla viðskiptavini okkar og hringi einhver hingaö í leit að aðstoð við vinnslu á forritum okkar er sá hinn sami undantekningarlaust spurður nafns og flett upp í við- skiptamannaskrá. Sé hann ekki aö finna þar er forritið stolið og þar með er enga þjónustu hjá okkur að fá! Það er enda ekki óalgengt þegar spurt er nafns að skelit sé á með það sama! Við höfum hins vegar tekiö þá stefnu aö verja hugbúnað okkar ekki sérstaklega, þannig að sé vilji fyrir hendi er fátt sem kemur í veg fyrir stuld. Slíkar varnir kosta allt- af töluvert vesen og þess í stað reynum við að slá á hendur þeirra þjófa sem við komumst í tæri viö. Svo má reyndar segja að hvert stolið forrit frá okkur sé í raun nokkur ávinningur, því hafi maður á annað borö stolið okkar forriti og vanið sig á að vinna í því um- hverfi sem við bjóðutn viðskipta- vinum okkar eru mikiar líkur á að Hálfdán Karlsson hjá íslenskri forritaþróun. „Erum skrefi framar meö nýjan OPUS.' ykkar að það verði það stýri- kerfi sem verði ofan á i barátt- urinl sem framundan er? „Já, ég tel að OS/2 komi til með að taka við af DOS í einkatölvum og netkerfum. Þetta kerfi hefur verið í nokkurn tíma á markaðn- um og síast hægt og rólega inn hjá fólki. Það er reyndar alls ekki óeðlilegt því líftími hugbúnaðar er svo miklu lengri en vélbúnaðar að breytingar verða mun hægar en þar. Núverandi DOS-forrit geta keyrt undir OS/2. Þar af leiðandi getur viðkomandi notandi veriö að vinna í einum glugganum, t.d. launabókhald, á meðan næsti gluggi „fyriraftan" er að reikna út fyrir breyttum kröfum viðskipta- vinanna auk ýmislegs annars. Við skráum samviskusamlega í nokkurs konar hugmyndabanka allar tillögur að breytingum sem viðskiptavinir okkar gera á hverj- um tíma. Séu tillögurnar þess eðlis að þær geti nýst viðskiptavinum okkar koma þeir til með að sjá þær í næstu útgáfu, svo einfalt er það!" Þið sem eruð í útgáfu á forrit- um og þróun þeirra hljótið að verða fyrir barðinu á forrita- þjófum. „Vissulega er mjög mikið um að í gangi séu stolnar útgáfur af hug- búnaði okkar. Þeir sem gera slíkt enda þó nær undantekningarlaust hann endi á því að koma til okkar og kaupa af okkur hugbúnað. Ef hann hefði ekki stolið okkar forriti í upphafi hefði hann kannski leit- að annað til að kaupa! Það er líka ótrúleg þrautseigja hjá þessu liði sem nennir að standa í því að vinna með þessi stolnu forrit, því ef fram koma nýj- ungar hjá okkur, eins og nú er að gerast, verða þeir óheiðarlegu annaðhvort að vinna í gamla kerf- inu, og verða þar með á eftir í þró- un og samkeppni, eða stela nýja forritinu og færa alla viðskipta- menn sína inn í það, sem er nú full- mikið af því góða. Með öðrum orðum má segja að menn græði á því í dag að stela forritunum en á morgun sitja við- komandi aðilar eftir með sárt enn- ið." Nú byggist rekstur íslensku forritaþróunarinnar fyrst og fremst á framlciðslu og þjón- ustu. Hvort er fyrirferðar- meira í starfseminni? „Það er rétt, tekjuöflun er tvennskonar, annars vegar nýsöl- ur og hins vegar þjónustusala. Markaðurinn er óðum að taka á sig nokkuð breytta mynd. Það eru að verða íærri en stærri nýsöiur og sá markaður er orðinn tiltölu- ’lega nálægt mettun. Samkeppnin fer því óðum harðnandi og í þá átt að fyrirtæki á þessu sviði keppast um að ná kúnnum hvert af ööru. Við einbeitum okkur í auknum mæli að þjónustuþættinum og ár- angurinn af því starfi er fólginn i mikilli tekjuaukningu fyrirtækis- ins á síðasta ári. Veltuaukning á milli áranna 1988 og 1989 var á milli 80 og 90% og þjónustusalan spilar þar verulega stórt hlutverk. Viðskiptavinum okkar stendur til boða að greiða til okkar nokk- urs konar áskriftargjald mánaðar- lega sem hleypur á nokkrum hundruðum króna. Gegn þessu áskriftargjaldi fá þeir afslátt af námskeiðsgjöldum hjá okkur, nýj- ar útgáfur forrita kosta þá ekkert aukalega og þannig mætti áfram teija. Sem dæmi um þá hagræð- ingu sem þetta hefur í för með sér fyrir viðskiptavini okkar má nefna að áskrifendur okkar fá bókunar- kerfi vegna virðisaukaskatts ókeypis á meðan keppinautar okkar láta borga 20—35.000 fyrir slíkt, jafnvel þó viðkomandi við- skiptavinur sé á þjónustusamn- ingi." Ykkar daglegi rekstur snýst sem sé ntikið til um OPUS, þró- un þess kerfis og breytingar á því? „Já, en þó má geta þess að við höfum fieiri járn i eldinum. ísiensk forritaþróun er hluthafi í fyrirtæki sem heitir Artek og á vegum þess hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda ÍF, verið að vinna að þýðendaforriti fyrir ATA-forritun- armálið sem notað er hjá Banda- ríkjaher. Herinn styðst eingöngu við þetta ATA-mál og til dæmis verður allur hugbúnaður sem fer í nýju ratsjárstöðvarnar hérlendis á þessu máli. í þetta verkefni eru komin mörg mannár hjá Artek enda til mikils að vinna. Forritið verður að stand- ast yfir 2000 próf sem gefin eru út af bandaríska varnarmálaráðu- neytinu og samkvæmt athugun okkar stenst það þau öll, Ef vel tekst til gæti þetta þýtt mjög stóra hluti fyrir okkur en það er ekki um annað að ræða en bíða og sjá. Vinnunni lýkur eftir fáeina mán- uði og þá mun Lattice, sem er dótt- urfyrirtæki SAS Institute í Banda- ríkjunum, sjá um útgáfu, dreifingu og þjónustu á því. Við fengjum þannig greitt fyrir höfundarrétt og annað slíkt. Þetta er einskonar draumaverk- eíni og máski stóri vinningurinn. Það sakar að minnsta kosti ekki að vona!” v < *

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.