Pressan - 18.01.1990, Síða 22
22
Fimmtudagur 18. jan. 1990
............................................................................................................................................................................................................................ 1 .............................................................................................................................................................................
Björn Ingi Magnússon hjá Gísla J. Johnsen. „Forritaþjófnaður setur framleiöendum og
innflytjendum stólinn fyrir dyrnar."
Umhverfíð
verður
myndrænna
Gísli J. Johnsen og SkrHslofuvélor sameinuðusl
nýverið, en báðir hafa þessir aðilar meðal annars
selt IBM-vélar. Yfir hugbúnaðardeild fyrirlækisins
er Björn Ingi Magnússon og hann hefur jafnframl
umsjá með Tölvuskólo Stjórnunarfélags íslands og
GJJ.
Blaðamaður Pressunnar hitti
Bjðrn að máli í húsakynnum GJJ í
Kópavogi og spurði hann fyrst
hverjar væru helstu áþreifaniegu
framfarir á sviði hugbúnaðar um
þessar mundir.
„Pað sem notandinn verður
fyrst og fremst var við er sú þróun
sem á sér stað ! svonefndum graf-
ískum notendaskilum. Svo þaö sé
orðað almennar má segja að skjá-
myndirnar í forritinu séu sífellt að
verða myndrænni og myndrænni.
Meira er byggt á allskyns gluggum
og öðrum grafískum formum en
áður. Þá er einnig aukin áhersla
lögð á samræmingu milli forrita,
þannig að þó forrit séu um margt
mjög ólík þá eru ákveðnir hlutir í
þeim eins. Sem dæmi má nefna
hluti eins og þegar sækja á forrit í
minni tölvurnar, vista skjöl, prenta
út og þess háttar. Ólík forrit frá
mismunandi framleiðendum eru
sem sé í auknum mæli að færast í
þetta horf. Forritin eru einnig að
verða þannig að þau líta eins út á
DOS, ÖS/2 og fleiri stýrikerfum.
Sem dæmi um þessa þróun má
nefna að Microsoft er komið með
umhverfi sem þeir kalla Windows,
eða Glugga, sem er ekki ósvipað
því umhverfi sem unnið er ineð í
Macintosh. í þessu forriti má segja
að það besta frá báðum aðilum sé
sameinað í eitt forrit og það mun
koma að því áður en langt um líð-
ur að notandinn verður alltaf í
sama umhverfi, án tillits til þess að
hvaða verkefni er verið að vinna.
„Windows" vinnur á DOS en í
OS/2 eru grafísku notendaskilin
eins og í „Windows". OS/2 er híns
vegar mun öflugra kerfi og getur
framkvæmt margar aðgerðir í
einu.
Hvað ritvinnslu varðar er geng-
ið langlengst í þá átt að gera um-
hveríi notandans þægilegra hjá
Word. Þú getur valið um ótal letur-
gerðir, myndir og fleira, líkt og
gerist í umbrotsforritum. Allt ger-
ist þetta i þessu Glugga-umhverfi
og þess verður ekki langt aö bíöa
að svipuö lausn komi í Word-Per-
fect-ritvinnslunni, þ.e. að stuðst
verði svo mikiö við „Windows"
notendaskil.
Með „Windows" verður líka
önnur breyting sem hefur ekki svo
lítið að segja. Vegna hinna mörgu
íslensku stafa höfum við til þessa
þurft að leggja óhemjuvinnu í að
laga einstök forrit að íslenskunni.
Við erum með u.þ.b. 20 islenska
stafi, hástafi og lágstafi, og það
segir sig sjálft að það fer gífurleg
vinna í þessa aðlögun. Þetta breyt-
ist með Windows. Nú nægir okkur
að íslenska það og þar með heyra
þessar breytingar að mestu leyti
sögunni til. Það er því óhætt að
tala um sannkailaða byltingu hvaö
þetta varðar.
Það er fleira sem er að gerast og
hefur verið að gerast að undan-
förnu í þessum málum, sem er til
góðs fyrirokkur íslendinga, og má
þar til dæmis nefna nýja stafatöflu
sem komin er fram hjá IBM. Hún
er sameiginieg fyrir alla Evrópu
og hefur að geyma 256 stafi. í
þessari töflu eru allir islensku staf-
irnir. Það að þessi stafatafla skuli
nú vera þannig útbúin gerir að
verkum að hugbúnaðarhús um
allan heim taka tillit til þeirra
stafagerða sem tíðkast í hverju
landi fyrir sig.
Á þessu sést að þróun í gerð
hugbúnaðar er í átt að stöðlun
bæði í útliti og innri gerð, en um
leið verður meira tillit tekið til sér-
þarfa ýmissa Evrópulanda, okkur
til góðs."
í tölvugeiranum verður
mönnum tíörætt um stýrikerfi
og hvaða kerfi verði ofan á í
þeirri samkeppni. Hverju spáir
þú í þeim efnum?
„Það er rétt, um þetta hefur ver-
ið mikið rætt og ritað. Enn|rá er
DOS allsráðandi en OS/2 sækir á.
OS/2 er öflugt kerfi, sem getur
framkvæmt margar aðgeröir í
einu, eins og ég drap á hér að
fráman. Það er ekki fjöinot-
endakerfi, heldur fjölverka. OS/2
hefur meðal annars það fram yfir
UNIX-stýrikerfið, sem einnig hefur
sótt í sig veðrið á undanförnum ár-
um, að þar er á ferðinni staðlaö
ÆBBB jqr M
ÆHum
stora i
Tæknival hf. var stofnað árið 1983 og starfaði
fyrirtækið i upphafi eingöngu á sviði tölvumála fyrir
iðnfyrirtæki. Reksturinn þróaðist svo smám saman
út i að vera einkum tengdur sölu á ýmiss konar
rekstrarvörum fyrir tölvur og er þekktast fyrir það i
dag. Innan þess er engu að siður sérdeild sem hefur
á sinni könnu tölvuvæðingu i iðnaði.
Sem dæmi um stór verkefni fyr-
irtækisins á því sviði má nefna
fjargæslukerfi/stjórnkerfi, fyrir
hitaveitu Seltjarnarness, þar sem
Tæknival sér um verkið í heild
sinni; hönnun, teiknun, uppsetn-
ingu, gangsetninu og prófanir.
Hjá fyrirtækinu starfa 17 manns
og velta síðasta árs var 125 millj-
ónir.
Tæknival hóf í apríl síðastliðn-
um innflutning á Hyundai-tölvum,
en þær eru frá S-Kóreu. Þessi sam-
steypa, þ.e. Hyundai, er gífurlega
stór og ætlar sér stóra hluti á
heimsmarkaöi, að því er Rúnar
Sigurösson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir.
„Hyundai-samsteypan frámleið-
ir allan sinn tölubúnað sjálf og hef-
ur átt mjög vaxandi vinsældum að
fagna, bæði í Bandaríkjunum og
Evrópu. Sern dæmi um söluna í
Bandarikjunum má nefna að Hy-
undai var fjórða mest selda tölvan
þar árið 1988. Alls seldust þá
220.000 Hyundai-tölvur þar. Áætl-
uð sala í Evrópu á þessu ári er
170.000 tölvur þannig að það er
mikið uppgangstímabil framund-
an hjá fyrirtækinu og það setur
markið mjög hátt.
Hyundai-verksmiðjurnar setja
gæðakröfur á oddinn og bilana-
tíðni tölvanna er enda mjög lág.
Auk þess að selja tölvur og
rekstrarvörur ýmiss konar seljum
við þann ísienska viðskiptahug-
búnað sem á boðstólum er, svo
sem OPUS, Ráð, TOK og nú nýjan
pakka sem við seljum í samvinnu
við Streng. Sá heitir Bústólpi og er
framleiddur af PC & C í Danmörku
en hefur nú verið íslenskaður. Við
tókum þetta kerfi í notkun hér inn-
andyra um áramótin síðustu og er-
um mjög ánægðir með það.
Sá hugbúnaður sem við seljum
fiér er fyrst og fremst í tengsíum
við vörur okkar. Þar á ég við ýmiss
konar samskiptahugbúnað og sér-
hugbúnað t.d. Turbo-Backup. Það
forrit er danskt og hefur einnig
verið þýtt á íslensku. Turbo-Back-
up tekur afrit af harða disknum og
ílytur yfir á diskettur.
Við höfum lagt áherslu á ýmiss
konar búnað sem tengist öryggi
og má þar fyrst og fremst nefna
varaafigjafa frá Victron, afritunar-
stöðvar frá Mountain-computers
og svo fyrrnefndan Turbo-Backup.
Við stefnum á mjög aukna tölvu-
söiu hér heima og ætlum okkur að
ná ákveðinni hlutdeild í markaðn-
um. Tii þess njótum við góðrar að-
stoðar Hyundai-verksmiðjanna,
enda eru stórir hlutir í bigerð þar.
Forráðamenn Hyundai ætla sér að
gera fyrirtækið sérhæft og þekkt
fyrir gæði og tækni á tölvumark-
aðnum og setja markið mjög hátl
í þeim efnum."
Svo áfram sé skyggnst inn í
framtíðina. Hver sérðu fyrir
þér að þróunin verði þar helst?
„Hún er nú margslungin en svo
borið sé einhvers staðar niður tel
ég að framtíðin verði sú að AT-vél-
in, þ.e. 286, komi til með að detta
út aí markaðnum sem fyrirtækja-
vél, þvi 386-vélin mun taka yfir á
þeim vettvangi. Það er mun öfl-
ugri vél og afkastameiri en litlú
dýrari. Ég spái því að 386 SX-vél-
arnar verði allsráðandi hér á
þessu ári.
Hvað stýrikerfi varðar tél ég að
OS/2 muni koma mjög sterkt inn
á þessu ári. Þetta kerfi hefur ekki
komið jafnsterkt út og skyldi, því
hugbúnaðurinn hefur verið svo
langt á eftir. Þetta er að breytast og
það er OS/2 í vil.
Samkeppni OS/2 og UNIX er í
raun óskrifað blað. Þessi tvö kerfi
munu bítast um markaöinn á
næstunni en væntanlega vinna
saman áður en yfir lýkur. UN-
IX-kerfið er takmarkað að þvi leyti
að það eru svo fáir sem þekkja
það. Tölvumenn sem alist hafa
upp á undanförnum árum þekkja
DOS-kerfið og það umhverfi sem
það býður upp á. Það er þvi erfitt
fyrir þá að skipta yfir í UNIX. Auk
þess er til miklu meira af hugbún-
aði fyrir DOS og hann er þar að
auki mun ódýrari.
Svo áfram sé spáð í stýrikerfin,
þá mun OS/2 ekki nýtast vélum á
borð við PC og 286, til þess er það
kerfi. í UNIX eru menn enn aö
koma sér saman um ákveðin not-
endaskil, þ.e. ákveðinn staðal í
þeim efnum. Þeir eru því að mínu
mati orðnir nokkuð á eftir i þróun-
inni. Af þeim ástæðum, meðal
annars, spá margir OS/2 og DOS
betra brautargengi en UNIX."
Úr stýrikerfum í forritastuld.
Telurðu mikið vera um slíkt
hérlendis?
„Já, því miður er mjög algengt
að hér séu notaðar illa fengnar út-
gáfur af hinum ýmsu forritum.
Þær eru í gangi jafnt í fyrirtækjum
sem og hjá einstaklingum, það vit-
um við. Oft og tíðum gerir fólk sér
alls enga grein fyrir því að það er
að stela. Þarna er oft um það að
ræða að í einu fyrirtæki er eitt-
hvert forrit fjölfaldað svo nota
megi það í mörgum tölvum. Þetta
má ekki. Reglan er eitt forrit á
fiverja eina tölvu. Þetta er gífur-
legt vandamál sem mjög erfitt er
að eiga við og einmitt vegna þess
hve miklu magni forrita er stolið
veigra menn sér við því að láta
þýða forrit yfir á íslensku.
Það hefur verið giskað á að fyrir
hvert vel fengið forrit hérlendis
séu þrjú til fjögur stolin. Það sér
það hver heilvita maður að fyrir
þann markað sem hér er er ákaf-
lega áhættusamt að fara út í rán-
dýrar þýðingar, nema nokkur
vissa sé fyrir ákveðinni sölu á við-
komandi forriti. Þjófnaður tefur
því verulega fyrir jíessari þróun!
Þetta er hins vegar ákaflega við-
kvæmt mál, því jafnvel þó við vit-
um af stolnum forritum í einhverj-
um þeirra fyrirtækja sem eru við-
skiptavinir okkar er ákaflega