Pressan - 18.01.1990, Side 25

Pressan - 18.01.1990, Side 25
Fimmtudagur 18. jan. 1990 i^C 25 'Örtölvutækni er eitt þeirra fyrirtækja sem starfa mikiö á hugbúnaðarsviðinu, en auk þess er fyrir- tækið heildsöluaðili á Hewlett Packard PC-tölvum og -prenturum á íslandi og umboðsaðili fyrir hol- lensku Tulip-tölvurnar. Helstu verkefni fyrirtækisins eru á sviöi nettenginga tölva af ólíkum gerðum sem krefjast mik- illar þekkingar á viðkomandi bún- aði. I slíkum netum er unnið í einu umhverfi á mörgum ólíkum stöð- um og því að ýmsu að huga við uppsetningu slíkra kerfa. Við hana er lögð mikil áhersla á verndun og óryggi gagna. Til þessara verk- efna notar fyrirtækið einkum tölv- ur frá HP og Tulip. Tulip-tölvurnar hollensku komu fyrst fram á sjónarsviðið 1978 og frá þeim kom PC-töiva fyrst '82. I dag er íyrirtækið mjög stórt í heimalandi sínu og fer ört vaxandi á erlendum markaði. Tulip hefur, að sögn Sigurðar S. Pálssonar, framkvæmdastjóra Örtölvutækni. verið viðurkennd góð vél sem hentar vel íslenskum aðstæðum. Hewlett Packard er hins vegar nokkurs konar gæðamerki fyrir- tækisins. Pær tölvur henta eink- um þar sem krafist er mikils hraða og öryggis. Þá selur fyrirtækið jað- artæki fyrir IBM AS/400 og Syst- em/3x. Aí hugbúnaði sem Örtölvu- tækni leggur mesta áherslu á ber fyrst að nefna AutoCAD, sem er teiknihugbúnaður sem nýtist meðal annars arkitektum og verk- fræðingum, netstýrikerfi frá Nov- ell og Tops, þar sem lögð er megin- áhersla á nettengingar, og síðast má nefna hugbúnað sem fyrirtæk- ið er með í umboðssölu og þjón- ustar, svo sem frá Microsoft, Word Perfect og Lotus Symphony sem er samofinn hugbúnaður í sam- keppni við Framework og Excel. Auk þess allskyns íslenskur við- skiptahugbúnaður, svo sem frá ís- lenskri forritaþróun, Víkurhug- búnaði o.fl. Sigurður S. Pálsson fram- kvæmdastjóri segir mikla um- svifaaukningu hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á milli áranna 1988 og '89. „Við verðum varir við miklar breytingar hjá fyrirtækjum hvað snertir endurnýjun vélakostsins. Menn eru í auknum mæli aö skipta úr PC-vélum yfir í AT eða stærri 38ö-tölvur. Þessi þróun á sér nú stað, bæði innan ríkisgeirans og einkafyrirtækja, og ég hef þá trú að svo veröi einnig á þessu ári. islendingar eru tæknisinnaðir og vilja vera búnir bestu tækjum, hverju sinni." Arnlaugur Guðmundsson hefur umsjón meö hugbúnaði og hug- búnaðarþjónustu hjá Örtölvu- tækni. Blaðamaður fór þess á leit við hann að hann útskýrði í gróf- um dráttum þessi þrjú atriði sem lögð er megináhersla á hjá fyrir- tækinu, þ.e. AutoCAD, netstýri- kerfin og umboðssöluna. „Svo byrjað sé á AutoCAD-kerf- inu, þá er þar um að ræða opið grunnteiknikerfi með mjög fjöl- breytta möguleika. Þetta er kerfi sem hægt er að laga að þörfum nánast allra sem þurfa að teikna. Þar getur verið um að ræða skipu- lag garða, rafmagnsteikningar, hús, heilu borgirnar, veitukerfi og svo framvegis. Kerfið má nota beint til þessara hluta og svo geta menn lagað það að sínum verk- efnum og gert það þannig þægi- legra í vinnslu fyrir sig. I rauninni byggja fjölmörg fyrir- tæki afkomu sína á því að laga for- ritið að einhverjum sérsviðum. Svo tekið sé dæmi um nýtingu forritsins má nefna útreikning efn- istöku. Gerum ráð fyrir að verið sé að teikna skurð fyrir veitufram- kvæmdir, þá er hægt að láta forrit- ið reikna út hversu mikið efni þarf að fjarlægja. Eða ef verið er að út- búa eldhúsinnréttingu. Þú teiknar, gerir ráð íyrir þetta mörgum hurð- um og höldum og öllu þvi sem til þarf. Um leið og innréttingin er orðin eins og þú vilt liafa hana get- urðu fengið upp á skjáinn hversu mikið hun kostar. AutoCad er mjög útbreitt forrit og hefur þegar verið selt í yfir 200.000 eintökum, þar af eru um 20.000 á Norðurlöndunum. Hér hefur það fyrst og fremst veriö nýtt af mönnum sem vinna við raf- magnsteikningar, en einnig er það til í háskólanum, Tækniskólanum, iðnskólum, fjöibrautaskólum og nokkrum öðrum opinberum stofnunum og fyrirtækjum. AutoCAD hefur verið selt hér síðan '84. Fyrst skoðaði fólk það og það var ekki fyrr en íyrir u.þ.b. þremur árum sem það fór að seij- ast að einhverju ráði. CAD og svo snúið sé að næsta megináhersluefni fyrirtækis- ins, netstýrikerfunum. Hvað er helst að nefna þar? „Til að byrja með er rétt að út- skýra aðeins þetta hugtak, net. Þar er átt við samtengingu nokk- ura tölva. Kosturinn er sá að hver notandi er óháður hinum. í fjölnotendakerfum er áberandi að sá sem er með þung verkefni í vinnslu gerir hinum notendunum erfitt fyrir og getur jafnvei einok- að allt kerfið. I netinu gerist það ekki því þá sækja menn forritin í eina móðurstöð en vinna síðan með gögnin í sinni eigin vél. Um- ferðin á netinu er því einungis fólgin í því að sækja og senda en eiginieg vinnsla fer þar ekki fram. Meö netinu sparast líka talsvert mikill kostnaður því margir not- endur geta nýtt saman jaðartæki eins og t.d prentara og einn not- andi getur verið tengdur mörgum ólíkum tegundum prentara, ailt eftir þörfum hvers og eins. Menn velja sér alfarið net eftir stærö og notkunarþörfum. Novell-stýrikerfið, sem við selj- um hér, er ætlað fyrir meira en 4—8 notendur og allt upp í 100 eða fleiri. í því er mjög mikil áhersla lögð á verndun og öryggi gagna og þetta kerfi getur varið gögnin mjög vel. Novell er mjög öflugt stýrikerfi þar sem fljótlegra er að sækja gögn út á netdiskinn en á disk í eigin tölvu! Þetta kerfi ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína og hefur mjög stóra heimsmarkaðshlutdeild. Þaö er til fyrir ótal gerðir véla og nú einnig fyrir Macintosh. Við höfum einnig upp á að bjóða annaö netstýrikerfi sem nefnist TOPS. Það er einfaldara en Novell og var í upphafi einungis ætlað Arnlaugur Guðmundsson og Sigurður S. Pálsson hjá Örtölvutækni. „Ört vaxandi fyrirtæki." umsvifa- aukning fyrir Macintosh-tölvurnar enda hefur það um 65% heimsmarkaðs- hlutdeild fyrir þær tölvur. TOPS er enn fyrst og fremst gert fyrir Mac- intosh en einnig er hægt að nota það við PC-tölvur ef notað er sér- stakt tengispjald. f TOPS eru miklu færri öryggislásar en í Novell og öryggi gagnanna er tryggt með aðgangsorðum. Það er einfalt í uppsetningu og í stað eins þjón- ustustjóra þá er hver og einn not- andi þjónustustjóri fyrir sinn hluta netsins. Þetta er einfaldara en í Novell en ekki nærri eins öruggt. í stuttu máli má segja að viö bjóðum bæði upp á einföld og ódýr net og fiókin og dýrari." Þá eru enn ótalin þau forrit, sá hugbúnaður sem Örtölvu- tækni er með í umboðssölu fyr- ir önnur fyrirtæki. „Já. Sem dæmi um þann við- skiptahugbúnað sem við seljum má nefna ÓPUS frá íslenskri for- ritaþróun og það er reyndar sá búnaður sem við notum sjálf hér innanhúss. Við erum einnig meö búnað frá Víkurhugbúnaði sem er örlítið einfaldari og um leið ódýr- ari. Einnig höfum við selt Stólpaj sem er sérhæfður pakki fyrir iðn- fyrirtæki. Þessi forrit hafa svipaða grunn- uppbyggingu, notandinn ræður í raun hvernig pakkinn er saman- settur. T.d. þurfa sumir einungis fjárhagsbókhald, aðrir fjárhags-, viðskiptamanna-, lager- og launa- bókhald og enn aðrir miklu flókn- ara kerfi. í þessum tilfellum sjáum við ekki um uppsetningu og þjónustu kerfanna eftir á, heldur gera við- komandi fyrirtæki þjónustusamn- inga við framleiðendurna. Þau gerast þá t.d. áskrifendur að nýj- ungum í hugbúnaðinum, því alltaf er verið að þróa öll forrit, sífelit koma fram nýjungar. Það koma fram nýjar árgerðir forrita líkt og bíla. Það er hætt við að eigendur bíla yrðu heldur ánægðir ef þeir fengju senda heim á hverju ári nýj- ustu árgerð af þeim bíl sem þeir ættu, einungis fyrir vægt áskriftar- gjald! Skráður notandi hvers forrits fyrir sig hefur þannig rétt til þess að íá ávailt nýjustu gerðir forrita sinna, á vægu verði. Öll þessi viðskiptahugbúnaðar- kerfi eru gerö fyrir net- eöa fjöl- notendastýrikerfi þar sem fæstum fyrirtækjum dugar ein tölva. Þau virka þó vissulega einnig á slíkum forsendum." Þetta er forrit sem getur teiknaö í tví- og/eða þrívídd. Hægt er aö skoða hlutina oíanfrá, neðanfrá, utanfrá eða innanfrá. Til viðbótar við AutoCAD er svo hægt að fá AutoSHADE sem færir myndirnar enn nær raunveruleikanum, má segja að það íullbúi þær. Þessi hugbúnaöur er til fyrir margar ólíkar gerðir tölva, fyrir allskyns skjái og prentara og er þar aí leið- andi lítið „véiaháð" forrit. Fyrir jól bættist svo stærsta Macin- tosh-tölvan í hóp þeirra véla sem keyrt geta AutoCAD og má segja að þar með sé í fyrsta sinn komið fram „alvöru" teikniforrit fyrir þær vélar. Frá AutoCAD er einnig tíl AutoSKETCH, sem er mjög ódýrt. Það teiknar í tvívídd og birtir mál á teikningunum. Þetta forrit er með mikla, en þó talsvert takmarkaða möguleika. AutoCAD er einnig mjög þægi- legt að því leyti, að þó unnið sé á t.d. Macintosh að einhverju ákveðnu verkefni er hægt að færa teikningarnar yfir í t.d. PC og halda því áfram þar og öfugt. Varðandi stærðir teikninga má nefna að til dæmis væri hægt að teikna ísiand og einangra svo smátt og smátt myndina þar til einungis íbúðin mín væri eftir. Það væri jafnvel hægt að ganga svo langt að teikna hvað væri í ís- skápnum! Það er hægt að teikna í nokkurs konar lögum, líkt og gert er með glærur. Þ.e. fyrst væru t.d teiknaðir útveggir á eitt skjalið, þá milli- veggir á það næsta, síðan húsgögn á það þriðja o.s.frv.“ Þannig er lýsingin á Aúto- Ópus Fleiri íslendingar kunna á Ópus en nokkurn annan viðskiptahugbúnað □ vegna þess að fleiri en 600 fyrirtæki nota Ópus viðskiptahugbúnað frá íslenskri forritaþróun hf. í daglegum rekstri. □ vegna þess að Ópus er notaður við tölvubókhaldskennslu hjá Háskóla íslands, Verzlunarskóla íslands og fjölmörgum öðrum framhaldsskólum. Ópus er öruggur og sveigjanlegur í notkun og honum fylgja skýrar handbækur. Á bak við Ópus er öflugt fyrirtæki með vel þjálfuðu og reyndu starfsfólki. Sérstök þjónustu- deild okkar sér um það eitt að veita notendum Öpus viðskiptahugbúnaðar úrvals- þjónustu og þjálfun. Ópus er fáanlegur bæði á einkatölvur og fjölnotendatölvur. Þegar þú velur hugbúnað skiptir miklu máli að velja rétt. Mistökin geta kostað of mikið. Veldu rétt. VELDU ÖRYGGI, VELDU ÓPUS íslensk forritaþróun hf. Engjateig 3 105 Reykjavík, sími 671511

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.