Pressan


Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 27

Pressan - 18.01.1990, Qupperneq 27
'r Fimmtudagur 18. jan. 1990 fyrr af alkóhólinu (!). Konur með hlædingar ættu sérstaklega að gæta að áfengisneyslu, því líkurnar á verulega slæmum eftirköstum aukast þegar slíkt er í gangi. 9) Tíminn er besti læknir timburmannanna. Reyndu að sofa eins mikið og þér er unnt. 10) Taktu tvær paracetamol-töflur, annaðhvort með vatni eða sódavatni. Aspirin-töflur hafa ekki góð áhrifá magann svo þú skalt forðast þær, nema þær séu uppleysanlegar. 11) Betra er að taka C-vítamín inn í töfluformi en að skella í sig mörgum glösum af ávaxtasafa. I slíkum safa er oft mikið af sykri, og hann er ekki góð fæða á degi sem þessum. 12) Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvort kaffi og te séu æskilegir drykkir til að hressa fólk viðá stundum sem þessari. Sumirmæla með þvíað þeir þunnu fái sér sterkt kaffi eða te þar sem koff- ínið geri gagn; aðrir segja að koffín sé það eina sem briskirtillinn, lifrin og hjartað vilji alls ekki fá. Flestir mæla með heitum og sætum drykkjum, til dæmis hunangsdrykk eða heitum sítrónusafa með miklum sykri. 13) Reykingar hafa örugglega sitt að segja og ýta undir að líðanin næsta dag verður verri en ella. Pað að reykja ekki nægir þó í fæstum tilvikum þar eð reykjarkófið umlykur jafnt þá sem ekki reykja og hina. Vart er þó hægt að mæla með að fólk neyti aðeins áfengis innan um þá sem ekki reykja eða að þeir komi sér upp sæti utan dyra í hvert skipti sem þeir vilja fyrirbyggja timburmenn... Eða hvað? Kannski er allt til þess vinnandi að losna við þessa ömurlegu líðan sem þó aldrei verðúr ömurlegri en svo að hún er gleymd næst þegar blandað er íglas- ið. Hvað gera þau? Örugglega allir sem hafa orðið þunnir einhvern tíma eiga í bakhöndinni ráð sem hjálpa þeim að komast í gegnum ,,dag- inn eftir". Sumir drekka marga lítra af mjólk og fullyrða að mjólk sé eina lækningin, aðrir breiða upp fyrir höfuð og neita að fara úr rúmi og enn aðrir raða í sig mat. Við leituðum til nokkurra aðila og báðum þá að gefa okkur ráð við þynnku. GÖÐUR SVEFN, MIKIL VINNA „Besta ráðið til að fyrirbyggja þynnku er auðvitað að drekka minna kvöldið áður!" sagði Guðvarður Gíslason veitinga- maður. ,,Eg hef líka trú á þvi að það sé gott að drekka nógu mikið af vökva til að hreinsa út þann sem maður áður lét ofan í sig. Góður svefn held ég að skipti miklu máli. Gott ráð er að hafa nógu mikið að gera í þynnkunni, vinna svo mikið að mað- ur gleymi henni." SOFA, BORÐA, GANGA ,,Ég verð nú eiginlega aldrei timbruð," sagði Sóley Jóhanns- dóttir danskennari. „Mitt ráð er hins vegar það, að ef maður er timbraður sé best að sofa áfram. Liggja i rúminu eins lengi og kostur er, enda hefur enginn gott af að hafa þann þunna ná- lægt sér! í þau fáu skipti sem ég hef orðið timbruð hef ég notað þetta ráð fyrst og fremst. í öðru lagi færi ég út í góða gönguferð og fengi mér síðan góða máltíð, eitthvað sem fyllir magann vel. Vatn er það sem timbraðir eiga helst að forðast!" AÐEINS EITT RÁÐ „Já, ég veit um eitt gott sem kemur algjörlega í veg fyrir þynnku," svaraði Sigurður Sigurjónsson leikari án umhugs- urnar. „Að hætta að drekka!" 27 KYNLÍF ER BESTA LÆKNINGIN „Það fer auðvitað eftir því á hvaða stigi timburmennirnir eru hvaða ráð duga best," sagði Ragnhildur Gísladóttir tónlistar- maður. „Mér hafa gagnast tvær aðferðir einkar vel. Önnur er sú að hlaupa úti og hin er að stunda rækilegt kynlíf. Það er heilsubætandi og læknar timburmenn á augabragði. Þegar fólk er timbrað vill það helst borða einhvern ruslmat, en það er ekki viturlegt. Best er að drekka nóg af grænmetissafa eða heita drykki sem renna vel í gegn." KOKKTEILL SEM LÆKNAR Eiríkur Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá Aðalstöðinni, sagðist þurfa að fletta upp sínu ráði. Þetta var meint í fúlustu alvöru, ráðið hans Eiríks er nefnilega breskur „töfradrykkur". Þessi hristingur segir hann að heiti „Prairie Oyster Cocktail" og uppskriftinni fylgi að hann beri að blanda í kokkteilglas. „Þessa uppskrift fékk ég hjá gömlum manni fyrir mörgum árum," segir Eiríkur, „og þetta er ráð sem dugar." Uppskriftin er svona: I msk. ensk sósu (Worceslershire) setl í kokkteilglas 1 heil eggjuruudu lútin fljótu ofun ú sósunni Strúiö sulti og puprikudufti yfir. Hellió einni teskeid uf ediki yfir og fyllid sídun glusid uf muturolíu. Þessum drykk á að skella í sig í einum sopa. Skolið niður með vatni. „Ef maður skolar þessu strax niður með vatni verð- ur ekkert bragð eftir," lofar Eiríkur. eöa I

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.