Pressan - 18.01.1990, Page 29
<59
Fimmtudagur 18. jan. 1990
f Cr i~. ci P. f
spáin
18. — 22. janúar
(21. murs—20. uprilj
Þetta er timi nákvæmninnar, allir samnmgar
veröa aö skoöast af mikilli vandvirkni og ein-
stakri nákvæmni. Gættu aö oröum þínum
því fólk kann aö leitast viö aö mistúlka þau,
ef nokkurt.færi gefst á. Mikilvægt er þó aö
mæta öllu meö bros á vör og sýna langlund-
argeö því óþarfa geðshræringar gera eng-
um gott.
(21. upril—20. muí)
Þaö sem virtist glatað má ef til vill endur-
heimta. Þaö er ýmislegt sem bendir til þess
aö svo sé, leitaðu aö vísbendingum þessa
efnis. Leggöu þig fram í vinnunni, reyndar
viö hvaö sem þú tekur þér fyrir hendur.
Gættu aö því aö í ástarsamböndum er aldrei
nægjanlegt aö hrífast einvöröungu líkam-
lega af ástvininum.
(21. mui—21. júni)
Láttu ekki koma þér á óvart, þú mátt búa þig
undir breytingar, ferðalag, tilbreytingu af
einhverri gerö. Börn munu spila stóra rullu i
lífi þínu næstu daga en kannski á annan hátt
en helst væri viðbúið. Hafiröu löngun til aö
beita persónutöfrunum í boöi eöa sam-
kvæmi ætti þér aö ganga allt í haginn. Þaö
verður ekki annaö séö.
(22. júní—22. júli)
Allar likur eru á aö þú verðir aö laga þig aö
ákveðnum breytingum heima fyrir. Þaö er
ekki alveg Ijóst hvort þær veröa góöar eöa
slæmar þessar breytingar, líklegast er þó aö
þær veröi í sambandi viö einhverja fegrun á
heimilinu, listmuni eöa rándýran hlut annan.
Þú ættir aö huga aö veskinu i þessu sam-
bandi, kannski líka hvort þú getur ekki skorið
niöur i eigin neyslu ef þér finnst viökomandi
hlutur of dýr.
(23. júlí—22. úífúst)
Einhverjar upplýsingar sem þér berast
munu veröa til að rugla þig i ríminu, enda eru
þær misvísandi. í slíkum tilfellum er best aö
gera sem minnst í málinu, þar til allt er kom-
iö sæmilega á hreint, þaö getur veriö býsna
afdrifaríkt aö taka ákvöröun í erfiðu máli
þegar allar staöreyndir liggja ekki fyrir. Þessi
heimspeki, ef heimspeki má kalla, mun
borga sig á endanum, jafnvel þó frestun á
ákvörðun kalli á streitu.
(23. úyúst—23. sept.)
Þú ert milli tveggja elda, sennilegast eru þaö
tvær ólíkar manneskjur sem toga í þig, hvor
í sína áttina. Haltu þig frekar viö þaö sem þú
þekkir fyrir, þaö er alltaf öruggara, hiö
óþekkta gæti líka verið fjárfrekara en þaö
gefur sig út fyrir í fyrstu, sennilegast f járf rek-
ara en þú ræöur viö. Varúö er best í öllu.
(23. sepl.—24. okt.)
Nú fer eitthvað aö gerast. Þaö sem menn
höföu taliö glataðan málstaö veröur skyndi-
lega þess viröi aö berjast fyrir aftur og þú
lendir í sviðsljósinu, jafnvel í fjölmiölum út af
málinu. Þú færö einstakt tækifæri til aö viöra
skoðanir þínar og gáfur í opinberri umræðu,
tækifæri sem kannski er eins gott aö nýta
vel. Þaö er ekki víst aö þaö komi aftur.
(24. okt.—22. nóu.)
Líklegt er aö þú komist aö ýmsu um sjálfan
þig þessa dagana, sem kannski var hulið áö-
ur. Þú kemur til meö aö skilja betur hvar þú
stendur í ýmsum málum. Þess vegna er rétt
aö beina athyglinni aö þeim markmiöum
sem þú stefnir aö, ástæöunni fyrir því og því
sem drifur þig áfram. Þú kemst aö kjarna
málsins þegar á líöur og líklegt er aö einhver
manneskja, töluvert yngri en þú, hafi mikil
áhrif á hvaöa ákvöröun þú tekur á endanum.
(23. nóu.—21. des.)
Einhverjar likur eru á, og þaö töluvert góöar,
aö þú lendir í þeirri aöstööu aö taka snjalla
ákvöröun i erfiöu máli og aö yfirmaðurinn
taki vel eftir þvi. Hann veröur ánægöur, sem
mun leiða til farsældar fyrir þig. I kjölfariö
veröa einhverjar kröfur sem þú hefur sett
fram líklegast samþykktar.
(22. des.—20. jun.)
Kryddið í tilveruna þessa dagana veröur aö
koma frá eigin brjósti og hyggjuviti. Frum-
leiki borgar sig afar vel í samskiptum viö
annað fólk, sem og þegar einhvers konar
samkunda þarfnast skipulagningar viö. Þér
gengur vel og þú nýtur þess, jafnvel þó þú
eigir þér greinilega óvildar- og öfundar-
menn. Láttu þaö ekki hafa áhrif, hjá því verö-
ur sennilegast ekki komist.
(21. junúur—19. febrúur)
Þaö má hiklaust mæla meö ferðalagi af ein-
hverri gerö, stuttu eöa löngu. Hverskyns
vikkun á sjóndeildarhring ætti aö veröa til
góös en gættu þess jafnframt aö sækja ekki
vatnið yfir lækinn. Ef allt gengur eftir mun
þetta veröa til aö skapa betra jafnvægi milli
vinnu og fritíma en áöur hefur veriö.
(20. febrúur—20. mars)
Líklegast er aö efnisheimurinn veröi þér afar
hugleikinn næstu dagana, og ekkert bendir
til þess aö þaö muni veitast þér illa aö leggja
áherslu á efnisleg veraldargæöi umfram
andleg í bili. Hinsvegar gengur þaö ekki til
lengdar. Þaö er öllum kunnugt og ætti aö
vera þér líka, maðurinn lifir ekki á brauöi einu
saman.
i framhjáhlaupi
Árni Johnsen
blaöamaöur
Garðyrkjumaður
á tunglinu
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
,,Séra Halldór Kolbeins,
Broddi Jóhannesson og Matthí-
as Johannesen."
— Án hvers gætiröu síst ver-
ið?
„Góörar heilsu og tjáskipta viö
fólk."
— Hvað finnst þér leiðinleg-
ast?
„Ekkert."
— En skemmtilegast?
„Aö vera til og leysa hiö erfiöa
og óvænta."
— Manstu eftir einhverri
ákvörðun sem breytti miklu
fyrir þig?
„Pólitískum hrossakaupum."
— Við hvað ertu hræddur?
„Fals."
— Hver er tilgangurinn með
lífinu?
„Aö skila árangri."
— Ef þú þyrftir að skipta um
starf, hvað vildiröu helst taka
þér fyrir hendur?
„Eitthvaö á bilinu frá þvi aö
vera trillukarl til þess aö vera
garöyrkjumaöur á tunglinu."
— Hvaö er betra en kvöld-
stund í góðra vina hópi?
„Góöur árangur í dagsins
önn."
draumar
Hátta og sofa helst ég vil
hvergi ofan kreika.
Blunds af dofa dinglar til
draumastofan veika.
í þessari viku:
Kona
fædd 23.7. 1965
Þetta er hrifnæm, ástríðufull
og tilfinninganæm kona. Hún er
fremur glaölynd aö eölisfari, þó
skapið geti raunar veriö sveiflu-
kennt, og hún er dálítið klók. Hún
er aö öllum líkindum mjög „um-
svermuö" af gagnstæöa kyninu,
en á erfitt meö að gera upp hug
sinn í þeim efnum. Hennar
áhrifaríkustu ár sem konu veröa
eftir 30 til 35 ára aldur.
Mér sýnist konan hafa orðið
fyrir einhverju áfalli á seinni
hluta barnsaldurs eöa snemma á
unglingsaldri. Kannski var þetta
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af
hægri lófa (örvhentir Ijósriti
þann vinstri) og skrifaðu eitt-
hvert lykilorö aftan á blöðin,
ásamt upplýsingum um kyn og
fæðingardag. Utanáskrift:
PRESSAN — lófalestur, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
þó ekki alvarlegra en svo að hún
hafi þá verið haldin mjög miklum
leiöa eöa áhugaleysi, t.d. vegna
þess aö hún var ósátt viö um-
hverfi sitt. Þaö uröu líka tölu-
verðar breytingar á fjölskyldu
hennar eöa heimilislífi þegar hún
var 19 til 23 ára gömul. Og siö-
asta ár, 1989, var afar umbreyt-
ingasamt fyrir hana.
Þessi kona hefur sterkt ímynd-
unarafl, en verður raunsærri
meö árunum. Hún gæti búiö yfir
einhverjum listrænum hæfileik-
um. Þegar hún er 23 til 26 ára
veröa miklar breytingar á starfi
og starfsstefnu konunnar, þ.e. á
árunum sem nú eru framundan.
Einnig virðist hún eiga eftir aö
flytja, u.þ.b. á árunum 1996—7.
Ég ætla nú aö reyna að ráöa aö
einhverju leyti draum sem okkur
var sendur fyrir jól. Aö ekki hefur
orðið af þessu fyrr afsakar maður aö
sjálfsögðu með jólaannríki. Dreym-
andinn nefnir sig Jakob. Sem sagt,
Jakob: Slagsmál eru alltaf fyrir erf-
iðleikum eða veikindum. Að þú
flúðir frá þeim bendir til þess að
þú sleppir út úr erfiðleikunum en þó
ekki eins vel og æskilegt hefði verið,
þar sem þú varðst að stökkva út í
óvissuna. Að þú síðan kemur í lík-
hús sýnist mér því miður benda til
þess að vonir þinar deyi.
Öllu flóknara er að ráða í merk-
ingu höfðanna sem þér þóttu ekki
heyra til neinum líkama. Ýmsar
ráðningar eru í gangi um þess háttar
drauma. Sumir segja það fyrir
dauðsföllum og slysum. Að dreyma
að maður sjálfur eða einhver sem
maður þekkir missi höfuðið er sagt
Gamall húsgangur
fyrir því aö hann sjái á bak þeim
sem hann telur vera höfuð ættarinn-
ar, héraðsins eða jafnvel landsins.
Sbr. einnig orðatiltækið höfuðlaus
iier. En í þínu tilfelli var ekki um að
ræða höfuðlausan her, heldur herra-
laus höfuð, þannig að nærtækt virð-
ist að álykta að þú missir trúna á það
sem þér hefur áður þótt vera höfuð-
mál eða aðalatriði. Það væri gaman
að lesendur sem dreymt hefði ein-
hverja svipaða drauma sendu inn
sínar ráðningar eða ráðningar sem
þeir kynnu að hafa heyrt.
Ef ég má vera svo sjálfsánægð að
benda ykkur á Islensku drauma-
ráðningabókina, sem ég tók saman
ekki alls fyrir löngu, þá er þar
skemmtileg frásögn merkt Stökk.
Þar segir draumspök kona frá
draumi sínum um stökk og ráðn-
ingu hans. En mjög fáar ráðningar
eru algildar, persónuleg viðhorf
setja oft lit á tákn draumanna.
Jakob, þetta verður erfiður tími,
en ég held að þú spjarir þig.