Pressan - 18.01.1990, Side 32

Pressan - 18.01.1990, Side 32
PRESSU ^^^amkomulag mun nú vera í burðarliðnum á milli Landssam- bands hestamannafélaga og Þrá- ins Bertelssonar kvikmyndagerð- armanns um að líann taki að sér út- gáfu á tímaritinu Hesturinn okkar. I>ó l’ráinn sé kannski þekktastur sem kvikmyndagerðarmaður er hann ekki alveg ókunnur á þessu sviði, því eins og enn er í fersku minni var hann ritstjóri Þjódviljans um skeið. Þráinn er kunnur hesta- maður og er m.a. í ritnefnd tímarits- ins Eiðfaxa. Kkki er ólíklegt að Þrá- inn leiti til Gísla B. Björnsson aug- lýsingamanns varðandi útlit blaðs- ins og fleira. Verði af því verður hönnun tímaritsins vaentanlega eitt af verkefnum nýrrar auglýsinga- stofu, sem við heyrum að Gísli ætli að opna, en hann seldi fyrir skömmu lilnt sinn í G.B.B. Auglýs- ingaþjónustunni . . . HftÉiklu skiptir hvort stóðhestar á Stóðhestastöð ríkis- ins í Gunnarsholti fá einkunnina 8,0 eða meira, þvi þá fá þeir 1. verð- laun sem kynbótagripir og seljast oft á háu verði. Hestar með 2. verð- laun seljast ekki jafnvel og á mun lægra verði. A undanförnum árum hafa t.d. verið seldir tveir folar frá Laugarvatni, Pá og Angi, og var samanlagt söluverð þeirra vel á sjöttu milljón króna. Hestarnir höfðu verið dæmdir í Gunnarsholti og voru báðir í éigu sona Þorkels Bjarnasonar, en hann er einmitt einn þeirra, sem gefa þeim einkunn- ir. Þess má geta að Pá var seldur úr landi, en Angi f<>r til kaupanda inn- anlands . . . lÍylega var birtur listi yfi'r þau hestfolöld, sem í haust voru valin inn á Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti. Mikla athygli hefur vakið meðal hestamanna að í fyrsta skij>ti í mörg ár völdu stjórnarmenn stöðvarinnar ekkert folald frá sjálf- um sér, en það var mikið gagnrýnt i vor sem og að þessir sömu aðilar væru síðan fengnir til að gefa hest- ununi einkunnir. Heimildir úr röð- um hestamanna segja varla tilviljun að breyting verði á vinnubrögðum einmitt nú, eftir opinbera gagnrýni sem m.a. birtist hér í Pres;jimiri á sí<V asta ári ... 1 \ Sú saga gengur nú um bæinn að Atla Rúnari Halldórssyni, frétta- manni ríkisútvarpsins, hafi verið hótað uppsögn vegna umfjöllunar lians uin útgerð Andra hf. síðustu daga. Kkki mun ver;i neinn fötur fyrir þessari sögusögn. Hins vegar greip inn sig mikill „titringur" * vegna frétta Atja Rúnars, en á ýms- um öðrum stöðum j þjóðfélaginu en á ríkisútvarpinu . b......... son, fréttamaður á Stöð 2, hverfa af skjánum um nokkurra mánaða skeið. Þórir hefur haft erlendar fréttir á sinni könnu og nú ;etlar hann að kynna sér hlutina betur af eigin raun með |)ví að dvelja í hálft ár í Austur-Evrópu. Þegar dvölinni þar lýkur leggst hann síðan jafnvel í ferðalög enn austar ... o ^•^ftir að ljóst Iiggur fyrir að nýr meirihluti stjórnar hefur verið myndaður á Stöð 2 þykir augljóst að næsti stjórnarformaður Stöðv- ar 2 og jafnframt talsmaður kaup- mannahópsins verði Jón Olafs- son, fyrrum stjórnarformaður Is- lenska útvarpsfélagsins, sem rek- ur Bylgjuna . . . I nýjustu markaðsspá Hag- vangs kemur fram að ríkisútvarp- ið skarar fram úr hvað útvarpshlust- un varðar. Þar hefur rás 1 vinning- inn, 30% hlustun, næst kemur rás 2 með 2(i% hlustun. Þriðja útvarps- stöðin í röðinni reyndist vera Bylgj- an með 17% hlustun og loks Aðal- stöðin með 15%. Utvarpsstöðin Stjarnan koinst vart á blað í könn- un þessari. Athygli vekur útkoma Bylgjunnar, því í könnun af sama tagi í janúar 1989 var Bylgjan lang- efst, með 32% hlustun . . . largir eru ósáttir við að þurfa nú að greiða 5000 krónur fyr- ir heimsókn til sérfræðings, hafi þeir ekki meðferðis tilvísun frá heimilislækni/heilsugæslu- læknir. Kn það þurfa fleiri en sjúkl- ingar að leggja fram háar fjárhieðir. Læknar þurfa nú að greiða 50.000 krónur fyrir læknisleyfið, sem kost- aði eitthvað í kringum 5000 á síð- asta ári, Þeir læknar og tannlæknar sem luku námi erlendis en höfðu ekki íengið leyfið fyrir áramót þurfa því nú að greiða sem svarar 1.150% liierra verð fyrir starfsleyfið . . . k ■ostnaðurinn við að stoína hlutafélag hækkaði heldur betur um síðastliðin áramót, l-'ram að þeim tíma urðu stofnendur að greiða 6 þúsund krónur, en eftir 1. janúar hækkaði upphæðin i heilar 100 þúsund krónur. Það er því ekki ólíklegt að einhverjir liugsi sér gott til glóðarinnar og dusti rykið af ..skúffufyrirtækjum'", sem einungis liafa verið nafnið eitt árum saman. Það mætti a.m.k. hugsa sér að ein- liver vildi spara sér peninga og kaupa t.d. fyrirt;ekjanafn á 50 þús- und krónur eða svo . . . lenn eru greinilega tölu- vert að velta fyrir sér muninum á gamla söluskattinum og nýja virðisaukaskattinum — m.a. með lilliti til þess hvor skatturinn gefi meiri möguleika á svindli. Við frétt- um t.d. í vikunni að einhverjir hefðu komið auga á að hugsanlega væri hægt að selja fyrirtækjum kvittanir fyrir greiðslu á vörum eða þjónustu — kannski fyrir svo sem 5% af upp- hæðinni — ef viðkomandi kaupandi hefði sjálfur ekki möguleika á að nýta þær til þess að fá virðisauka- skattinn endurgreiddan. Þar með gæti fyrirtækið fengið 24,5% endur- greidd írá ríkinu og báöir aðilar græddu á uppátækinu. Það er hins vegar annað mál hvernig fólki liði á samviskunni, sem tæki upp á svona löi|uöu . . . fllVORU ^ fl GOIFEFNUM! 15-60% AFSLÁTTUR TEFFI - DÚKAR - FLÍSAR GÓLFTEPPI 15-30% AFSLÁTTUR Dæmí: Master Píece kanadísk stofuteppí. Áður kr. 2.593,- m2 100% polYamid - biettavarin.________Ná aðeins kr. 1.945,- m‘ PARKET - GÓÐUR STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Á meðan útsalan stendur bjóðum víð afslátt á norska gæðaparketínu frá Boen. Uppáhaldsparket allra fagmanna. Sértílboð: bírkí. Verð áður kr. 3.904,- m2 ________________________________________Verð nú kr. 1.92S m2 GÓLFDÚKAR 15% 23% VERÐLÆKKUN Allír Armstrong-dúkar lækka um 15% á útsölunní. Armstrong þarf ekkí að lima. Dæmí: Harmony. Verð áður kr. 990 ,- m2 __________________________________________Verð nu kr. fQÓ,' m2 FLÍSAR - ALLT AÐ % AFSLÁTTUR Á AFGANGSFLÍSUM ítalskar og spánskar gólf- og veggflisar i 1. gæðaflokkí. Fallegar og ódýrar. Öll hjálparefni og fagleg ráðgjöf. Dæmí: Altopíano. Verð áður kr. 1.904,- m2 Verð nú kr. 1.240,- m2 STÖK TEPPl, MOTTUR OG DREGLAR MEÐ 15-25% AFSLÆTTI DÚKAR OG TEPPl: Afgangar og bútar á heíl herbergí og mínní fletí með ■—60% afslættí. Hafið málín með ykkur. Það sparar ykkur tima og fýrírhöfn. Þið getíð sparað þúsundir á útsölunní hjá okkur. Mýtt *°«a. Eeuro 1 KRIrDIT I euocx^ard . V/LDARKIOR 1 V/SA JLUTÆKIFÆRIÐ!!!!! Sértílboð!!!!!!!! STÓRAFSLÁTTUR FYRIR STIGAHÚS Zephyr - amerisk nælonteppí Verð áðor kr. 1.746,- m2 Verð nú kr. 1.295,- m2 Samkort GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.