Pressan - 15.03.1990, Síða 6

Pressan - 15.03.1990, Síða 6
6 Fimmtudagur 15. mars 1990 Mál barnanna sem ffengu heilahimnu- bólgu aff veldum þurrmjólkurduffts á Landspitalanum ffyrir tæpum ffjórum ár- um virðist haffa strandað i kerffinu. Ör- orka barnanna heffur ekki verið metin og rikissjóður heffur ekki ennþá greitt nein- ar bætur. Rikissjóður viðurkenndi bóta- skyldu á sinum tima, engu að siður getur steffnt i dómsmál vegna ágreinings milli aðila. Endanleg ákvörðun um hvort eigi að gera kröffu á hendur fframleiðanda heffur ekki verið tekin. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON Kemur af f jöllum Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, kvaðst ekki vita á hvaða stigi málið væri í dag. „Þetta er alfarið í höndum Gunnlaugs Cla- essens ríkislögmanns. Við höfum viðurkennt bótaskyldu og síðan mótar ríkislögmaður stefnuna," segir hann. Davíð Á. Gunnarsson vissi ekki að að neitt nýtt hefði kom- ið fram í málinu, en það hefur kom- ið fram í viðtali við fleiri aðila að málið hefur verið til umræðu á fund- um stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Forstjóri rikisspítalanna situr að sjálfsögðu þá fundi. Aðspurður kannaðist Davíð samt ekki við hvað væri að gerast í málinu og sagðist ekki vita til þess að ágreiningur væri það mikill að stefnf gæti í Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi gengist við bótaábyrgð hafa aðilar ekki komist að samkomulagi um málið. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráð- herra er málið hjá ríkislögmanni og ekki er ennþá vitað hvort stefnir í dómsmál. Röng meðferð þurrmjólkur á fæðingardeild Landspítalans varð til þess að þrjú börn sýktust af heilahimnubólgu. Mjólkin var hituð of lengi eða tvíhituð eftir að hún hafði verið blönduð. Tvö barnanna eru á lífi en hafa hlotið varanlega ör- orku og mál þeirra hefur ekki fengið neina afgreiðslu af hálfu ríkisins enn sem komið er. Krafa ó framleiðanda hugsanleg ■ * ’mwww.w.v.ww.w,WM(W,; “ fœðingnr- deild Landspitalans sýlct- ustfyrir tœpum tveimur nrum vegna rangrar meö- ,J"d{unar Þnrrmjótkur- oióndu. fœðingardedd ‘iMndrpímhns a/j'h UPP.,SÚ staöa 6 ■ usf alvorlego vegnn bekt?Jh,J*tí>rír■nyburar veikt- $55« • MiO. en tvt) híutUVamnSkf"Sfn Eitt bnrniö er ÉfN : Mgunni. sem sýkingin olTTVff-The,lahimnu- S5Í raunar veikt ?, Bttrmð. sem dó. var ------ /áOherra OgfjármáloráðherrtVh^f^'-V' hei,briSáis- skyidu ríkisins vegna lykinrír V‘Ö.lJrkennt bóta- priggja. S yS'ngar aiira barnanna . ► Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hef- ur einnig fjallað um málið. „Það hef- ur komið til tals í stjórnarnefndinni að gera kröfu á hendur framleið- anda. Endanleg ákvörðun um það hefur ekki verið tekin og skoðanir eru skiptar í stjórnarnefndinni. Það getur reynst erfitt að sækja slíkt mál vegna þess að röng meðferð þurr- mjólkurduftsins hefur verið viður- kennd," segir heilbrigðisráðherra. „Mín persónulega skoðun er sú að rétt sé að biða og sjá hvernig málið fer áður en við ákveðum hvað verði gert í sambandi við málsókn á hend- ur framleiðanda. Það er eftir að sjá hvort þetta verður dómsmál og hvað miklar kröfur koma fram í mál- inu," segir ráðherra. Ný lög gilda ekki 1. júlí síðastliðinn gengu i gildi ný lög um réttindi sjúklings til bóta vegna mistaka starfsfólks á sjúkra- húsum. Samkvæmt þessum lögum öðlast sjúklingur aukinn rétt til bóta í slíkum tilfellum. Þessi nýju lög ná ekki til barnanna sem smituðust af þurrmjólkurduftinu á Landspítalan- um. „Rikislögmaður telur ekki að nýju lögin geti gilt í þessu tilfelli, þau nái ekki yfir það sem gerst hefur áður en þau gengu i gildi,” segir heil- brigðisráðherra. Hann telur að bæt- urnar verði á engan hátt aðlagaðar til samræmingar nýju lögunum. Gunnlaugur Claessen ríkislög- maður var staddur erlendis og því ekki hægt að fá beinar upplýsingar frá honum um málið. Örorkumat liggur ekki fyrir í viðtali Björn Önundarson tryggingayfirlækni kom fram að örorka barnanna tveggja sem lifðu hefur enn ekki verið metin af Trygg- ingastofnun. „Oft er örorka metin eftir eitt ár, en ég hef ekki séð neitt hérna um þessi börn. Það þarf þó ekki að vera neitt einkennilegt því það getur stundum verið erfitt að meta örorku ungra barna," segir Björn. Ólafur Ólafsson landlæknir veit ekki hvar málið stendur í dag. „Við lögðum það til að tímabundin örorka þessara barna yrði metin, en ég veit ekki hvað læknar barnanna hafa gert," segir landlæknir. Heilbrigðisráðherra þekkir ekki ástæðu þess að örorka barnánna hefur ekki verið metin, en telur þó að það geti staðið í sambandi við bótamatið. „Það getur haft áhrif á bótakröfur hvernig örorka er met- in,“ segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. Þetta er þurrmjólkin sem notuð var á Landspítalanum þegar börnin sýktust. Rannsóknir hafa farið fram á þurrmjólk síðustu ár- in og í öllum tegundum eru bakt- eríur. Rétt meðferð þurrmjólkur- innar er frumskilyrði. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra telur ráölegt að bíða og sjá hvort miklar kröfur koma fram í málinu, áður en ákvöröun verður tekin um kröfu á framleiðanda. dómsmál. Hann vissi heldur ekki hvort rætt hefði verið nýlega um að gera kröfu á framleiðanda. „Ég kem af fjöllum," sagði forstjóri ríkisspít- alanna. Stjórnarmenn úr nefndinni vildu ekki tjá sig um málið, en Árni Gunnarsson, þingmaður og einn stjórnarmanna, sajgðist vita að það væri í athugun. I heilbrigðisráðu- neytinu fengust fyrst þær upplýsing- ar að ágreiningur væri um bótaupp- hæð, en þær upplýsingar voru dregnar til baka, þar til ráðherra staðfesti að um ágreining væri að ræða. Merkingum ábótavant Mikilvægt er að farið sé nákvæm- lega eftir notkunarreglum þegar þurrmjólk er gefin. Það var ekki gert á Landspítalanum þegar slysið átti sér stað. „Þetta var mikið áfall fyrir starfsfólkið á spítalanum," seg- ir Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrun- arfræðingur. „Eftir þetta er búið að breyta vinnuaðferðunum, með aukinni tækni og á annan hátt, til þess að tryggja að ekkert þessu líkt geti komið fyrir aftur. Vitund fólks hefur einnig aukist." Ingibjörg segir að engan á spítal- anum hafi órað fyrir því að þetta gæti gerst. „Auðvitað stendur ekki eitt orð á pakkanum um að bakter- íur geti verið í þurrmjólkinni og það má spyrja að því hvort innihald vör- unnar sé í lagi þegar þessi bakteríu- gróður er til staðar," segir Vilborg, en hún telur að merkingum á tilbún- um barnamat sé yfirleitt mjög ábótavant. Bakterlur sem þróunarhjálp Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, bendir á að fleiri tonn af þurrmjólk hafi verið gefin til þróunarlanda. í ýmsum þessara landa er heilahimnubólga mjög út- breiddur sjúkdómur. Hreinlætisað- stöðu er oft ábótavant í þróunar- löndum og hiti víða mikill og hætta á að bakteríur þrífist vel. Davíð telur þetta vafasama þróunarhjálp, því mikil hætta sé á að út af geti brugðið um meðferð þurrmjólkurinnar. Umboðsaðili vörunnar á íslandi, Gunnar Kvaran, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef framleið- andi yrði krafinn bóta. „Hefur þú ekki lesið um þetta mál í blöðunum? Ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu fyrir þessi mistök," segir Gunnar. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að færri bakteríur séu í hans þurr- mjólk en mörgum öðrum tegund- um. Gunnar sér ekki neitt athugavert við að þurrmjólkin sé gefin til þró- unarlanda og notuð þar, en auðvit- að á réttan hátt. „Það gildir ná- kvæmlega það sama um þetta og annan mat,“ segir Gunnar. „Annars hef ég aldrei til þessara landa komið og hef þar af leiðandi enga skoðun á því, enda er það ekki í mínum verkahring."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.