Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 7

Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 7
7 Fimmtudagur 15. mars 1990 eitt tímaritið bætist bráð- lega í fjölmiðlaflóruna. Það er fyrir- tækið Frjáls markaður, sem ætlar að gefa út nýtt mánaðarrit um mat og matreiðslu og hefur því verið gef- ið nafnið Matkrákur mánaðarins. Lögð verður áhersla á að gera hvunndagsmat spennandi og er rit- stjóri blaðsins Jóhanna Margrét Einarsdóttir, blaðamaður á DV. Önnur Jóhanna, þ.e. Jóhanna Birgisdóttir, er hins vegar á förum frá Frjálsum markaði. Hún hefur rit- stýrt blaðinu Barninu þínu, en mun nú hafa ráðið sig til ríkisút- varpsins . . . ^Íyrir skemmstu skoruðu tutt- ugu arkitektar á Arkitektafélag Islands að halda opinn fund um fyrirhugaðar breytingar á sal Þjóðleikhússins. Stjórn félagsins varð við þessari áskorun og boðað var til fundarins síðastliðið fimmtudagskvöld, 8. mars. Þá bar hins vegar svo við að húsameistari ríkisins og byggingarnefnd Þjóðleikhússins sáu sér ekki fært að mæta til fundarins og var honum því frestað. Þessir aðilar áttu að út- % skýra fyrirhugaðar breytingar en þar sem fundartími var ekki ákveð- inn í samráði við þá þótti mönnum þeir hafa haldbæra afsökun. Var þá tekið til bragðs að bíða með fundar- haldið þar til búsameistari og aðr- ir sem stórt hlutverk spila í máli þessu gætu mætt... rá Minneapolis barst i síðasta mánuði bréf frá bókaútgáfu sem hyggst gefa út bók um ísland í myndum. Bókaútgáfa þessi sérhæf- ir sig í útgáfu barnabóka og hefur óskað eftir því við Blaðamannafélag íslands að það hafi milligöngu um að útvega Ijósmyndir héðan, jafnt landslagsmyndir sem myndir úr daglegu lífi almennings ... Þ að er ekki ofsögum sagt af grasrótar-lýðræðinu í Kvennalist- anum. í nýjasta fréttabréfi samtak- anna er t.d. lýst eftir konu, sem hafi áhuga á að fara fyrir hönd listans á ráðstefnu til Skotlands. Ferðir og uppihald er greitt fyrir viðkomandi konu en í öðrum flokkum er slíkum „bitlingum" ráðstafað eftir öðrum' leiðum. Einnig er í sama fréttabréfi lýst eftir „kosningastýru" fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í Reykja- vík með umsóknarfrest til 15. mars, en samsvarandi stöður í fjórflokkun- um sjást ekki auglýstar lausar til um- sóknar með þessum hætti... Leiðrétting í mola í síðustu viku var rang- hermt að Hagskipti hf. hefðu skipt um nafn. Hið rétta mun vera að hlut- hafar í Hagskiptum eiga einnig í fyr- irtækinu Fjárskiptum hf., en mark- mið þess fyrirtækis eru önnur en Hagskipta hf. TIL SÖLU er m/s BALDUR frá Stykkishólmi, skipaskrárnúmer 994. Skipið selst í því ástandi sem það er í í dag. M/s BALDUR er smíðað 1966, 196 brúttótonn með tveimur aðalvélum, samtals 640 hestöfl. Skipið afhendist í vor eftir að ný ferja tekur við áætlun yfir Breiðafjörð. Allar nánari upplýsingar verða fúslega veittar af fram- kvæmdastjóra, bréflega eða í síma 93-81120. Tilboð sendist stjórn Flóabátsins Baldurs hf., Stykkis- hólmi, fyrir 23. mars 1990. Ódýr hádegismatur alla virka daga frá kl. 12—2. 1. Hamborgari dagsins m/frönskum og salati kr. 490 2. Samloka dagsins m/frönskum og salati kr. 395 3. Kjötréttur kr. 580 4. Fiskréttur kr. 580 Súpa fylgir. Elskum alla þjónum öllum s. 689888 AÐALSTOÐIN AÐALSTRÆTI 16-PÓSTHÓLF 670« 121 REYKJAVÍK • SÍMI: 62 15 20-AUGLÝSINGASÍMI 62 12 13

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.