Pressan - 15.03.1990, Side 10

Pressan - 15.03.1990, Side 10
10 Fimmtudagur 15. mars 1990 PRESSAN VIKUBLAD Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Blað hf. Kramkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Friðriksson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Friðrik Pór Cíuðmundsson Ljósmyndari: Einar Olason Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Prófarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36 sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Askrift og dreifing: Armúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðubladiö: 1000 kr. á mánuði. Verð í lausasolu: 150 kr. eintakið. ERU SAMSKIPTI ÍSLANDS OG EB í HNÚT? Fulltrúar Vinnuveitendasambands Islands og Félags ís- lenskra iönrekenda áttu á dögunum fund í Brussel meö Henning Christophersen, varaformanni framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins. Henning Christophersen er einn af æðstu mönnum bandalagsins og því er vert að taka eftir ummælum hans í samræðunum við íslenska atvinnu- rekendur. Þar sagði hann að samskipti Islands og EB væru í hnút og hefðu lengi verið. Tímabært væri að leita nýrra leiða til að leysa hnútinn. Það hefur löngum verið talið vonlítið að eiga í beinum samningum við Evrópubandalagið um tollfríðindi vegna stefnu þess að krefjast aðgangs að fiskimiðum í stað við- skiptaívilnana fyrir sjávarafurðir sem seldar eru til aðildar- ríkja innan bandalagsins. I nýju fréttabréfi samstarfsnefnd- ar atvinnurekenda í sjávarútvegi segir að Henning Christ- ophersen hafi talið sýnt að gera yrði undantekningu frá þessari reglu gagnvart lslandi. Hugsanleg lausn væri að þessir aðilar semdu um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir. s.s. á kolmunna, sem þyrftu ekki að vera í miklum mæli heldur aðeins táknræn leið út úr vitahringnum sem sam- skipti þeirra hafa verið í síðustu árin. Skv. þessari frásögn vill Christophersen ná samningum í beinum viðræðum milli íslands og EB sem þyrftu ekki að heyra undir viðræð- ur EB og EFTA um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. Þetta hafa atvinnurekendur og talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem krefjast tvíhliða viðræðna við EB, talið að opnaði nýja möguleika og lýsti skilningi á þeirri réttlætiskröfu að sömu lögmál eigi að gilda í viðskiptum með íslenskar sjáv- arafurðir og iðnvarning EB. Samningar Færeyinga við EB haía sýnt að Evrópubanda- lagið er þegar komið með veiðikvéta í færeyskri lögsögu. í milliríkjaviðskiptum fæst ekkert ókeypis og það verður að draga stórlega í efa að EB láti sér nægja lkinn og táknræn- an fiskveiðikvóta á íslandsmiðum í staðinn fyrir viðskipta- ívilnanir til handa íslendingum. Hins vegar benda orð Hennings Christophersen til að íslemk stjórnvöld hafi ekki haldið vöku sinni yfir beinum sanrskiptum við EB. Þótt ís- lendingar hafi verið uppteknir aí þátttöku í viðræðum EFTA og EB um sameiginlegt ewópskt efnahagssvæði að undanförnu má ekki loka fyrir þann roöguleika að íslensk- um hagsmunum sé best borgið með beinum samningum við Evrópubandalagið þegar á reynir. pólitisk þankabrot Pólitisk þankabrót skrifa: Biryir Arnason, adstoöarmad- ur viöskiptu• osi iönuöurráöherru, Bolli Héöinsson, efna- hafisráöiyufi forsætisráöherra, oíj Einar Kurl Huraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt. Ríföu þig upp úr kífnum! ,,\ baráttunni um framkvæmda- og rekstrarfé munu íþróttafrömuðir þess vegna lúta i lægra haldi fyrir menning- arvitum í náinni framtíð. Handbolta- jy hallarmenn mega fara að vara sig á tón I i starhalla rf ólki!'' Þegar Sambandið og Sovét- ríkin eru komin á hausinn og blöðin eru full af fyrirsögnum um eyðni, eiturlyf, gróður- eyðingu, mengun, eiturefna- hernað, stjórnmálaspillingu, halla i ríkisbúskap og gjald- þrot „hrædýraræktar og loð- silungaeldis" geta bölmóður og vonleysi sótt að okkur meðaljónum. Þá er gott að eiga höfði að halla hjá John Naisbitt og spúsu hans Patric- iu Aburdane. í Bandaríkjun- um, Japan og Evrópu er nýja bókin þeirra „Megavísar 2000" (samanber megawött) nýkomin út. „Flestir félags- fræðingar og vísindamenn koma bara auga á lífshættu- leg vandamál, sem höggva að rótum heimstrésins, þegar þeir skilgreina stöðu heims- mála um þessar mundir. Þau horfa á sömu stöðu og sjá möguleikana sem í henni fel- ast," segir Jan Carlzon, for- stjóri SAS, í formála. Bjartsýnin hefur aMrei átt upp á pallborðið í fjölmiðlum eins og SAS-gúrúinn áréttar réttilega. Hún er hins vegar vörumerki Naisbitts á hinum harða markaði upplýsinga- iðnaðarins. Arið 1982 gaf Naisbitt út „Megavísa", þar sem hann greindi tíu þróun- arferli sem myndu setja mark sitt á áratuginn. Aðferðafræði hans var afskaplega upplífg- andi fyrir blaðamann, sem stundum fylltist efasemdum um að skrif hans um fall- þunga dilka og gæluverkefni stjórnmálamanna í atvinnu- lífinu myndu bjarga heimin- um. Naisbitt leiddi í ljós, að með þvi aö mæla það, sem blaðamenn skrifuðu í núinu, mátti greina vísbendingar um framtíðina. Næmi á hið nýja í núinu vísaði veginn inn á framtíðarbraut. Hér sat maöur semsagt á ritstjórn viö ystu höf með framtíðina í puttunum. - o - o - Siðasti áratugur átti sam- kvæmt megavísum Naisbitts að verða spennandi og um- byltingasamt millibilsástand. Þar held ég að hann hafi ekki skotið hátt yfir markið. Við vorum á leið FRÁ og TIL: Frá iðnríki til upplýsingaþjóðfé- lags; frá tækni sem var þving- að upp á okkur til hátækni sem við veljum sjálf; frá þjóð- bundnu til hnattræns hag- kerfis; frá skammtima- til langtimasjónarmiða; frá mið- stýringu til valddreifingar; frá stofnanahjálp til sjálfshjálpar; frá fulltrúalýðræði til þátt- tökulýðræðis; frá valdapýra- midum til tengslaneta; frá norðri til suðurs og frá annaö- hvort-eða-lausnum til fjöl- skrúðugra valkosta. í flestum þessum greinum erum við enn á leið TIL, að áliti Nais- bitts og Aburdanes. I nýju megavísunum, sem eiga að skila okkur inn á þriðja árþúsundið eftir Krists burð, er að finna tiu fullyrð- ingar um nýhafinn áratug: Síðasti áratugur tuttugustu aldarinnar mun einkennast af hagrænni uppsveiflu; markaðssósíalisma; fram- sókn ríkja við Kyrrahaf; menningarþenslu; sameigin- legum heimsstíl í lífsmáta samhliða menningarlegri þjóðernishyggju; einkavæð- ingu velferðarríkisins; for- ystu leiðtoga úr hópi kvenna; veldi lífeðlisfræðinnar; trúar- legri vakningu og sigurgöngu einstaklingsins. Um þessar spásagnir mætti hafa fleiri orð en hér rúmast. Kjarni þess sem höfundar vilja segja með Megavísum 2000 er þessi; Ætlir þú ekki að drukkna í upplýsingafióð- um nútímans verðurðu að byggja hugmyndaheim þinn á nokkrum burðarstólpum. Ekki endilega á okkar, heldur áeigin megavísum, sem gera þér kleift að skoða heiminn og ná áttum i lífi þínu. Og ætli það geti ekki verið rétt, að við verðum að hafa einhver viðmið meðan marxisminn er að ná sér eftir hrun komm- únismans og frjálshyggjan jafnar sig á Thatcher? Þó að textinn í Megavísum 2000 sé dauðhreinsaður af allri kímnigáfu er hann hlað- inn bernskri ákefð, sem er svo einkennandi fyrir banda- rískar bókmenntir um þjóðfé- lagsmál. Og þau hjón slengja fram ýmsum staðhæfingum, sem hrista upp í ástfólgnum fordómum: Menningin er t.a.m samkvæmt mælingum orðin vinsælli meðal almenn- ings heldur en íþróttakeppni. I baráttunni um fram- kvæmda- og rekstrarfé munu íþróttafrömuðir þess vegna lúta i lægra haldi fyrir menn- ingarvitum í náinni framtíð. Handboltahallarmenn mega fara að vara sig á tónlistar- hallarfólki! Naisbitt og Aburdane spá trúarlegri, andlegri og menn- ingarlegri vakningu. Mestu tíðindin í upphafi nýs árþús- unds verða ekki á tæknisvið- inu, heldur í víðtækari skiln- ingi á því, hvað það þýðir að vera manneskja. Vald manns- ins yfir því að búa til lif kallar fram endurmat og heim- spekilega endurreisn. Sjálft töfravald árþúsundahvarf- anna knýr á um margvísiegt uppgjör í flestum greinum mannlífs á jörðinni. Þeir sem fellt hafa tár yfir moldum sósíalismans og vel- ferðarríkisins fá að vita, að viðkvæmni þeirra var ótíma- bær. Jafnréttiskröfurnar, sem skópu þessi fyrirbæri, verða jafnhiminhrópandi og áður, en inntak jafnaðarstefnunnar og velferðarþjónustunnar mun taka eðlisbreytingum. - o - o - Við munum versla og neyta, heyra og horfa og éta og drekka hið sama, hvort sem er í Timbuktu eða Trékyllis- vík. Vinir okkar Coca Cola, MacDonalds, Perrier, IKEA, Be«erion, Michael Jackson og Madonna munu fylgja okkur umhverfis jörðina. Heima fyrir borðum við af nægtaborði heimsins sushi, pasta, kouschkousch og eftir- rétturinn er kannski blintzes með cappuccino á eftir. En þrátt fyrir sameiginlegan lífs- stíl um mestan hluta heims mun menningarleg þjóðern- ishyggja blómstra sem aldrei fyrr, því meir sem alþjóða- sinnunin sækir á, þeim mun hærra munum við setja þjóð- leg verðmæti. Hinn ytri heimur verður alþjóðlegur, en hinn innri skýtur æ dýpri rótum i veglegri jörð áa vorra. Hvað þá um vaxandi fá- tækt í heiminum, misskipt- ingu milli norðurs og suðurs og allt þess háttar? Það redd- ast. Stórveldin fá tíma til þess eftir kalda stríðið að sinna fá- tækt og óréttlæti. Og fram- undan eru fæðu- og efnisbylt- ingar, sem munu fæða og klæða margan manninn. Nú hafa væntanlega allir, sem lesa þennan pistil, tekið kæti sína og lyft vondjörfum augum fram á veginn. Að greina möguleika, þar sem aðrir sjá svartnætti, er mikill mannkostur. Ennþá best verður það, þegar það er gert með húmor. Til er vísa eftir Stefán Jóns- son, rithöfund og fv. alþingis- mann, sem mig minnir að hann hafi ort í oröastað Jóns frá Pálmholti. Jón hafði gefiö veislunaut sínum, sem átti í ógnarbasli við grænu baun- irnar, eftirfarandi ráð: Reklu nú uf þér ruunirnar! Rifdu þig upp úr kífnum! Beröu sullu ú buunirnar, suo þær bulunseri ú bnífnum! Vísa þessi varð svo fræg að birtast á ensku í New States- man og hefur alla tíð verið bjartsýnum úrræðamönnum innbláshir og hvatning. framtið i er i veöi skiptir óltu máfi að Ólina Þor- varðaidóttir fari fram og þvt og verða aðgangsharðari — Oddur Ólafsson i Timanum. líkar vet við Davið þó hann sé hálfdruslulegur um hárið." — Ummæli konu í skoðanakönnun* um borgarstjórnarkosningarnar. „Islendingar eru að ganga í gegnum vegg." — Hallgrímur Guðmundsson sveit- arstjóri i Alþýðublaðsviðtali. „Hundur var f jarlægður af heimili vegna ágreinings hjóna.J# — Ur dagbók lögreglunnar i Reykjavik í Morgunblaðinu. upp „LJtanríkis- ráöherrann upplýstí mig um að leiötoga- fundurinn í Reykjavík vœri árangur áhrifaríks og ógleymanlegs málflutnings imeinuðu „Ég nenni ekki aö fara til Aust- urríkis í b-keppni 1990 — þaö er helst aö ég væri til í aö fara þangaö sem feröamaöur." — Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, í Alþýöublaöinu. — Róbert Berman um viðtal sitt við Matthías Á. Mathiesen fyrir bandariska sjónvarpsstöö á leið- togafundinum í Reykjavík. Morg- unblaöið. „Það tók sig upp gamalt bros i gær og það hefur ekki farið siðan/# — Sigurður Rúnar Jónsson, eigandi Stemmu, i Timanum þegar fréttist að stolnu spólurnar væru fundnar.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.