Pressan - 15.03.1990, Page 12
12
Fimmtudagur 15. mars 1990
NEYTENDUR
YAKNA TIL
LlFSINS
Tannstönglar, fföt og fjölbýlishús.
Kvörtunardeildin hjú Neytendasamtök-
unum er „Þjóðarsál## neytendanna. Sið-
ustu þrjú árin haffa þúsundir íslendinga
vaknað til vitundar um réttindi sin á
neytendamarkaðnum. Kvörtunum ffjölg-
ar stöðugt. „Við þyrfftum að geta svarað
i marga sima i einu,## segir Elffa Björk
Benediktsdóttir i kvörtunardeildinni.
15. mars er alþjóðlegúr neytenda-
réttardagur. íslendingar voru meðal
fyrstu þjóða sem stofnuðu neyt-
endasamtök en þau voru stofnuð
hér árið 1953. Lengi var þetta lítill
félagsskapur en nú hefur færst líf í
leikinn og skráðir félagar samtak-
anna eru um 14 þúsund en voru inn-
an við fimm þúsund fyrir þremur ár-
um. Neytendablaðið kom fimm
sinnum út á síðasta ári.
Dónaskapureða
heilbrigð skyn-
semi?
„Ég finn mun á því hvað okkur er
betur tekið nú en fyrr,“ segir Elfa
Björk. „Yfirleitt finnum við leiðir til
samninga án þess að slá í borðið. í
mörgum tilfellum getum við ekki
vitað hver hefur rétt fyrir sér, því oft
er það kunnáttuleysi í mannlegum
samskiptum sem veldur. Fólk er að
æsa sig upp úr öllu valdi yfir ein-,
hverju sem ekkert er. Stundum gæt-
ir þó vissrar tortryggni og nei-
kvæðni í okkar garð við fyrstu
kynni en það breytist þegar menn
fara að þekkja okkur. Auðvitað eig-
um við í höggi við ákveðna skúrka,
en ég get ekki sagt að neitt svið eða
nein stétt skeri sig sérstaklega úr,“
segir Elfa Björk og vill ekki hengja
upp skúrkana.
Mest kvartað yfir
fatnaði
Ef bornir eru saman janúar og
október á síðasta ári kemur í Ijós að
nær tvöfalt fleiri neytendur hringdu
og kvörtuðu í október. Síðan í októ-
ber hafa enn fleiri haft samband
en sökum mikils annríkis hefur
starfsfólkið á kvörtunardeildinni
ekki haft tíma til þess að skrá öll
EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓLASON
símtölin. Tiltölulega fáir kvarta und-
an mat, bæði hvað varðar merkingu
og gæði, þó ýmsu sé ábótavant í
þeim efnum. „Flestir kvarta yfir
fatnaði, ef gölluð sending er í um-
ferð hringja stundum nokkrir vegna
sömu sendingar," segir Elfa Björk.
Biblíufræðin duga
ekki .
„Þá er þú selur náunga þínum
eitthvað eða þú kaupir eitthvað af
náunga þínum, þá skulið þér eigi
Annríkið <
cIaAiih#
„Fastir kúnnar eða nöldur-
skjóður eru sjaldgæf og oft
hafa menn mikilvæg mál
fram að færa," segir Elfa
Björk Benediktsdóttir.
sýna hver öðrum ójöfnuð," III. Móse-
bók 25. Þessi orð Mósebókar gerir
Neytendablaðið frá 1964 að sínum,
enda má segja að ef allir færu eftir
þessu væri mikið unnið í málefnum
neytenda.
En því fer fjarri. Elfa Björk Bene-
diktsdóttir segir að Islendingar séu
ekki vel á veg komnir miðað við
önnur Norðurlönd, til dæmis hvað
varðar vörumerkingu. „En núna er
loksins eitthvað farið að gerast í
þessum málum hér á landi og þess
vegna erum við ánægð," segir Elfa.
Neytendablaðið hefur komið út
frá stofnun samtakanna og er eitt
elsta blað sinnar tegundar þó víða
væri leitað. Blaðið hefur snemma
gert sér grein fyrir vandamálum
neysluþjóðfélagsins og þar segir í
grein nr. 3 1964:
„Alltof margir menn nota nú á
dögum peninga, sem þeir ekki eiga,
til að kaupa hluti, sem þá vantar
ekki, til þess eins að þóknast fólki,
sem þeir gera grín að."
Alls bárust Neytendasamtökun-
um 4.823 kvartanir á árinu 1989.
Kvartanir í október voru nærri
helmingi fleiri en í janúar.
Yfir þessu kvörtum við mest:
Jan. Okt.
Fatnaður 59 122
heimilistæki 55 76
húsgögn og innréttingar 29 62
hreinsun 6 59
bílar, hjól og bátar 15 50
ferðalög 16 45
allt milli himins og jarðar 92 220
Sökum annríkis og frumstæðra
vinnuaðstæðna hjá Neytendasam-
tökunum er skráin ónákvæm en töl-
urnar væru hærri ef allar kvartanir
hefðu verið skráðar.
Athugasemd
Slúðurdálkur í síðustu Pressu var ur númerið 6.2 innan fjárlagagrein-
lagður undir lítt grundaða frásögn
af gangi mála við áskriftir ríkisins
að dagblöðum, og er mitt nafn þar
nefnt sem einhverskonar hæstráð-
anda sem deili út blaðabunkum og
drottni yfir fjárhag illa staddra dag-
blaða. Þetta er síðan tengt fyrri
störfum mínum á því ágæta mál-
gagni Þjóðviljanum með undarleg-
um hætti.
Mér er ekki Ijóst hvað knýr blaðið
til þessara skrifa. Eg veit hinsvegar
af reynslunni að á fjöimiðlunum
vinna menn undir pressu af ýmsu
tagi. Og álagið verður stundum svo
mikið að ekki gefst færi á að afla ná-
kvæmra upplýsinga:
Þessvegna þetta:
Alþingi samþykkti fyrir jólin til-
lögu Páls Péturssonar og fleiri að
bæta inn í fjórðu grein fjárlaga nýj-
um lið þar sem fjármálaráðherra
var heimilað að kaupa allt að 500
eintökum af hverju dagblaði „fyrir
skóla, sjúkrahús og aðrar þjónustu-
stofnanir ríkisins". Þessi heimild hef-
arinnar, en undir lið 6.1 er önnur
heimild sem staðið hefur í fjárlögum
undanfarin ár um kaup 250 dag-
blaða fyrir „stofnanir ríkisins".
Ráðherra ákvað að nýta þessar
heimildir og eru því frá 1. febrúar
keypt 750 eintök af hverju dagblað-
anna sex á reikning fjármálaráðu-
neytisins. Þegar sú áskriftaraukning
sem löggjafinn samþykkti kom til
framkvæmda var Ijóst að það yrði
að endurskipuleggja áskriftirnar. Al-
þingi greinir í fjárlögum skýrt á milli
„stofnana ríkisins" og „skóla,
sjúkrahúsa og annarra þjónustu-
stofnana" í þessu tilliti. Við fram-
kvæmdina var því ákveðið að 250
eintök færu til alþingis, alþingis-
manna, ráðuneyta og nokkurra
helstu stjórnstofnana, en 500 eintök
skiptust á alla skóla landsins, sjúkra-
hús og heilsugæslustöðvar. Örfáum
eintökum var einnig ráðstafað til
nokkurra rannsóknar- og þjónustu-
stofnana í íslenskum fræðum.
Forsvarsmönnum þeirra ríkis-
stofnana, skóla og sjúkrahúsa sem
hér um ræðir var sent bréf frá fjár-
málaráðuneytinu, undirritað af Þór-
halli Arasyni skrifstofustjóra. í því
bréfi var beint þeim tilmælum til
forsvarsmannanna að þeir nýttu
þennan blaðakost eins og þeir teldu
best henta starfsemi sinni, — og þeir
voru einnig beðnir að haga áskrift-
armálum sínum í samræmi við nýja
skipan. Auðvitað er ekki ætlast til
þess að ríkisstofnun sé áskrifandi að
tveimur eintökum af sama dagblaði
ef eitt eintak dugar, og ætti slikt ekki
að þurfa að vefjast fyrir mönnum á
þeim sérstöku aðhalds- og sparnað-
artímum sem nú eru uppi í ríkis-
rekstri og annarstaðar í samfélag-
inu.
Skrá um þær áskriftir sem fjár-
málaráðuneytið greiðir fyrir er op-
inbert gagn og öllum heimil sem eft-
ir óska. Dagblöðunum, þar á meðal
Pressunni/Alþýðublaðinu, ættu að
vera hæg heimatökin, því að sjálf-
sögðu er skráin til á afgreiðslum
þeirra.
Starfsmenn i fjármálaráðuneytinu
hafa unnið að þessum málum í fullu
samræmi við vilja löggjafans og án
nokkurra annarra sjónarmiða en
þeirra faglega staða gefur tilefni til.
Um leið og upplýst er um alla
þætti þessa áskriftarmáls hlýt ég
þessvegna að biðjast undan því að
starfsferli minum á Þjóðviljanum og
annarstaðar sé blandað hér inn eða
ráðuneytinu gerðar upp annarlegar
forsendur við þessa framkvæmd.
Mörður Arnason
kaup ríki
<lr 250 e
dag í 75(
renna tj/
'yrirtækj;
.senda ölj.l
- aö-anna j
Merdj Árr.
kvdem a t
samþyidj,^
ekki við :