Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 15.03.1990, Blaðsíða 16
Hcann sagði mér hvorlci að hann léki Paddington i „Sumarglugganum#V læsi inn ó teiknimyndir né heldur að hann og kona hans, Arný Jóhannsdóttir, hefðu sungið inn á hljómplötu sem selst hefur i þúsundum eintaka vestur i henni Amer- iku. Hann sagði mér ekki einu sinni að fyrra bragði frá þvi að hann ætti söng- texta við eitt laganna sem keppa núna um titilinn „Landslagið##. Það sagði mér samstarfsf ólk hans h já Ferðamiðstöðinni Veröld. En það sem hann sagði mér fer flest á prent. . . EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓLASON Rætt við Halldór Lárusson, for- stöðumann hjá fríkirkjunni „Trú og iífi" Halldór Lárusson er forstööu- maður fríkirkjunnar „Trúar og lífs", starfsmaður hjá Ferðamiðstöðinni Veröld og finnst greinilega gaman að lifa því hann bókstaflega geislar af lífi. Glampinn í dökkum augunum fer ekki framhjá þeim sem situr með honum dagstund og það er alltaf stutt í brosið. Enda svarar hann brosandi og af einlægni: „Mér fannst mjög gaman að vera kennari og mér finnst mjög gaman í því starfi sem ég gegni nú. í stuttu máli: Mér finnst mjög gaman að !ifa.“ Á biblíuskóla í útlöndum Á unglingsárunum tók Halldór ákvörðun um að verða læknir og að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í Háskóla íslands. En dvölin þar varð stutt og leiðin lá til Sviss þar sem Halldór fór til náms við biblíuskóla: „Reyndar haföi ég farið á slíkan skóla í Noregi áður og taldi að það nám myndi nægja mér. Svo reysdist þó alls ekki, ég vildi fá meiri vitn- eskju í trúmálum og fór þá til Sviss. — Þegar ég var í kringum tvitugt fór ég að taka afstöðu til kristindómsins og mér fannst að annaðhvort myndi kristindómurinn ganga upp eða ekki. Ég hafði alltaf trúað á Guö eins og langflestir íslendingar gerá, en fannst að annaðhvort hlyti hann að vera sannur og réttur fyrir okkar daglega líf eða þá að hann væri eitt- hvað óraunhæft; einhver paradis einhvers staðar í framtíðinni sem enginn gæti snert. Ég fór því aö leita að þessum Guði og hrópa á hann. Þetta var fyrst og fremst þorsti eftir raunveruleikanum. Biblian talar um alls konar hluti sem mér fannst alls ekki virka í lífi mínu á þessum tíma. Biblían boðar að hægt sé að þekkja Guð og eiga samfélag við hann en það þekkti ég ekki á þeim tíma. Ég vildi vita hvort þetta væri rétt. I fyrstu fékk ég engin svör eða viö- brögð, en svo kom að því eina kvöldstund að þorstinn var orð- inn það mikill að ég sagði: „Guð ef þú ert til þá leyf mér að finna það." Ég var alveg til í að lifa sem kristinn maður og þjóna honum ef hann væri raunverulegur, en ég var líka tilbúinn að sleppa ef svo væri ekki. Þetta kvöld fékk ég að upplifa að Guð var til." Hann segist ekki geta útskýrt hvernig sú upplifun var. „Ég bara fann að hann var til staðar," segir hann. „Ég varð alveg gagntekinn og ég fann að þarna var til staðar eitt- hvað sem ég hafði aldrei fundið áð- ur. Það hrislaðist um mig gleði- straumur og ekki eitt augnablik eftir þessa stund hef ég efast um að Guö sé til.“ í og úr læknisfræði Á þessum tíma var Halldór að búa sig undir læknisfræðinám: „Ég var á líffræðibraut og ætlaði að taka nám- inu með ró. En á stuttum tíma gjör- byltist líf mitt — til hins betra. Þá kom þessi óseðjandi þorsti, ég varð að vita meira um Guð, læra meira og vita um hvað þetta snerist. Ég byrj- aði á að fara á þennan biblíuskóla í Noregi sem vinur minn hafði bent mér á og þegar ég kom þaðan ætl- aði ég að halda áfram í læknisfræð- inni. Ég hélt að ég yrði búinn að fræöast um það sem ég vildi en það var síður en svo. Þegar ég kom heim var ég bara ennþá þyrstari í að vita meira og ákvað að snúa baki við læknisfræðinni." Þegar ég spyr hvort hann hafi ver- ið búinn að ákveða hvernig læknir hann ætlaði að verða svarar hann: „Já, ég var löngu búinn að því. Ég ætlaði í plastískar skurðaðgerðir. Ekki fyrst og fremst til að fjarlægja hrukkur og lyfta augnpokum. Á unglingsárunum náði það til mín aö fólki sem hefur einhver andlitslýti líður oft svo illa og mig langaði að hjálpa þessu fólki. Nú reyni ég bara aö hjálpa fólki á annan hátt og þótt læknisfræðin heilli mig ennþá, þá sé ég ekki eftir að hafa hætt við þetta nám. Ég fann minn starfsvettvang sem ég er ánægður með. Ég er enn- þá að hjálpa fólki, bara á annan hátt en ég hefði gert sem læknir." Kristin trú er ekki boð og bönn Fyrir sex árum setti Halldór á fót „Trú og líf" og veitir því forstöðu. „Það hefur verið aðalstarf mitt und- aníarin ár,“ segir hann og aðspurður hvað sé frábrugðið með Trú og lífi og þjóðkirkjunni svarar hann: „Það er fyrst og fremst safnaðarformið. Viö erum með öðruvísi tónlist og notum hljóðfæri sem eru ekki notuö við messuathafnir í þjóðkirkjunni, til dæmis rafmagnsgitara og tromm- ur. Tónlistin er mun léttari og það er kannski fyrst og fremst í því efni sem við erum frábrugðin þjóðkirkj- unni. Boöskapurinn er hins vegar sá sami; trúin á Jesúm Krist." Hann segir „Trú og líf" fyrst og fremst hafa oröið til vegna þarfar fólks að hittast í kringum Guðs orð: „Þetta var þörf fyrir að vera með öðrum trúuðum," segir hann. „Það er mjög vinsælt að segja: „Ég hef bara mína trú fyrir mig og ég er ekkert að bera hana á borð fyrir aðra og það kemur eng- um við hverju ég trúi. . .“ Raunveru- leg kristin trú er ekki boð og bönn og þegar maður öðlast þetta samfé- lag við Guð, sem gefur manni líf, þá kemur upp löngun til að eiga ein- hvers konar samskipti við fólk sem er að upplifa sömu hluti. Þess vegna kemur mir alltaf spánskt fyrir sjónir þegar fólk segist eiga sína trú út af fyrir sig. Við hjá Trú og lífi trúum á fríkirkjuformið, það er að segja að þeir sem eru trúaöir og vilja starfa í söfnuöi starfi þar, en enginn sé skikkaðurti! þess. Þjóðkirkjan hefur því miður oft verið of sofandi. Ef hún væri í heild lifandi og kröftug er ekki víst að fríkirkjurnar hefðu myndast. Sem betur fer eru þó prestar innan þjóðkirkjunnar sem eru vakandi og boða lífið í Kristi og það veit á gott. Ég vona bara að þjóðin beri gæfu til að meðtaka boð- skap þeirra. Ég vil veg þjóðkirkj- unnar sem mestan en það vantar ýmislegt þar svo hún nái til fólksins. Mér finnst sem prestarnir hafi brugðist að boða sanna trú og lífið í Kristi. Þeir hafa verið hræddir við það, eða að minnsta kosti feimnir við þaö. En þjóðkirkjan er ekkert vonlaust dæmi. Hún er bara risi sem sefur, en hluti af honum er að vakna." Textasmiður Tónlistin hefur átt mikið í Halldóri frá því hann var sextán ár« og byrj- aði að spila á gítar. Hann hefur sam- ið marga söngtexta og Halldór og Ivar sonur hans, sem er nýorðinn tvitugur, eiga lag í sönglagakeppn- inni „Landslaginu": „Það heitir „Gluggaást"," segir Halldór um þetta atriði. „ívar samdi lagið en textann sömdum við í sameiningu." Hann segir að í raun sé honum sama hversu langt lagið nái í keppninni sem fer fram 23. mars: „Það komu inn rúmlega 340 lög núna og okkar lag var valið eitt af tíu. Það eitt er mikill sigur..." Við hverfum nokkur áráftur í tim- ann til þess dags sem Halldór gekk inn í kennslustofu í Fellaskóla til að kenna þar unglingum: „Ég var með sítt hár, alveg niður á herðar, ný- skriðinn úr skóla sjálfur og fannst ég vera einn af nemendunum!" segir hann. „Eftir að ég hafði verið í skól- anum í Sviss starfaði ég nefnilega í biblíuskóla á Bretlandi í eitt ár sem kennari. Eftir heimkomuna langaði mig til að kenna áfram, ílentist í þvi starfi og kenndi næstu átta árin. Ég kenndi ensku og landafræði og sið- ustu árin kenndi ég eingöngu eðlis- og efnafræði. Mér fannst alveg rosa- lega gaman að kenna unglingum." svarar hann að bragði þegar sú spurning er lögð fyrir hann hvernig honum hafi þótt að kenna í gagn- fræðaskóla. „Það á mjög vel við mig að vinna með unglingum. Mjög," segir hann til að leggja áherslu á þessa yfirlýsingu. Þá verður ekki hjá því komist að eitthvað fari úrskeiðis. . . Honum sýnist foreldravandamál- ið vera meira en unglingavandamál- ið: „Það ástand sem skapast hjá mörgu ungu fólki í dag er bara af- leiðing af þvi ástandi sem ríkir í landinu okkar. Það er afleiðing af af- stöðu eldra fólksins til lífsins og verðmætamati þess. Ef krakkarnir fá ekki það aðhald og það innlegg i líf sitt sem þeir þurfa að fá verður ekki hjá því komist að eitthvað fari úrskeiðis. En auðvitað er hægt að ná þeim unglingum sem illa er komið fyrir, leiða þá á rétta braut til betri vegar og gefa þeim eitthvað af því sem þeir þurfa á að halda. Það er ekki vonlaust mál." Halldór segist vera sannfærður um að við höfum boðið hættunni heim með því að hörfa frá kristnu verðmætamati: „Við höfum hörfað frá kristnu verðmætamati, það er engin spurning," segir hann. „Um leið bjóðum við hættunni heim með upplausn og hlutum sem okkur er öllum illa við. Við tölum um hvað það sé hræðilegt sem er að gerast með ofbeldi og glæpi hér, eiturlyfin og allt þetta. En við lítum aldrei á rótina og spyrjum: „Af hverju er þetta að gerast?" Það er ekki sjálf- sagt að fólk fari út í eiturlyfjaneyslu eða glæpi. Það er ekki nauðsynleg- ur þáttur lífsins. Okkur er velflest- um illa við þetta og viljum losna við þetta, en við verðum að líta á hvar það var sem við brugðumst í að kenna börnunum rétta leiðsögn út í lífið. Ég held að það sé kominn timi til að feður verði aftur feður. Pabbar í dag vinna mikið, þeir koma þreytt- ir heim og það er enginn tími fyrir fjölskylduna. Þetta er á vissan hátt rétt, en við bara verðum að taka okkur tíma til að sinna fjölskyldu okkar. Tökum bara dæmi. Hversu margir pabbar eru það i dag sem taka reglulega utan- um börnin sín og segja: „Eg elska þig"? Ég held þeir séu mjög fáir. Margir hverjir hugsa ekki út i það og aðrir hrein- lega kunna það ekki." Mömmur duglegri að sýna hlýju Hvort hann haldi að mömmur séu skárri svarar hann: „Sumar hverjar bregðast eflaust líka í að koma með það innlegg sem þarf, en á þessu sviði held ég að þær séu opnari. Þær

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.