Pressan - 15.03.1990, Page 21

Pressan - 15.03.1990, Page 21
Fimmtudagur 15. mars 1990 21 Rætt við Laufeyju Jóhannsdóttur og Skúla Gunnar Böðvarsson hjó ferðaskrifstofunni Alís í Hafnarfirði AUSTUR-EVROPA ER FRAMTIÐIN Laufey Jóhannsdóttir hjá Alís: „Austur-Evrópa heillar marga." í Hafnarfirði er starfandi ferðaskrifstofan Alís og hefur verið það síðan árið 1987. Viðmælendur Pressunnar, þau Laufey Jóhannsdóttir og Skúli Gunnar Böðvarsson, segja viðskiptin sífellt vera að aukast og að það sé ánægjulegt að sjá æ fleiri af Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu skipta við skrifstofuna, sem þau segja hafa upp á að bjóða ferðir til allra þeirra staða sem aðrar skrifstofur bjóða upp á — og meira til! „Við erum meðal annars með vikulegt leiguflug beint til Billund í Danmörku í allt sumar. Þetta flug hentar vel jafnt í tengslum við sum- arhús í Danmörku en ekki síður sem upphafsstaður í „Flug og bíl", því Billund er jú á Jótlandi og þaðan er stutt til Þýskalands og annarra landa Evrópu. Við erum í mjög góðum sambönd- um í Danmörku, höfum búið þar og höfum þar af leiðandi komið okkur upp persónulegum tengslum við þá aðila sem við skiptum við þar. Þessi tengsl koma farþegum okkar svo að sjálfsögðu til góða. Það er alltaf mjög mikið um að fólk ferðist til frænda vorra á Norð- urlöndum og þá jafnt til að heim- sækja þar vini og kunningja sem og til að ferðast og kynnast þannig landi og þjóð. Margt af þessu fólki hefur komið í stuttar ferðir til ein- hverra þessara landa og heillast af þeim. Það er oft þetta fólk sem fer þangað síðar með fjölskylduna í lengri ferðir. Rætt við Helga Jóhannsson, forstjóra Samvinnuferða-Landsýnar: HÖFUM NÁÐ ÓTRÚLEGUM SAMNINGUM Samvinnuferðir-Landsýn eru ferðaskrifstofa sem hefur þá sérstöðu á markaðnum að vera að mestum hluta í eigu launþegahreyfingarinnar í landinu. Langflestir vinnandi menn í landinu eru þar af leið- andi óbeinir eigendur skrifstofunnar og því ætti hún að leitast við að bjóða þeim sem hagstæðust fargjöld. Pressan ræddi við forstjóra S-L, Helga Jó- hannsson, og spurði hann hvort þetta hefði tekist í ár? „Það er hárrétt, ef einhver ferða- skrifstofa á að styðja við bakið á launþegum í landinu þá er það S-L og við stöndum svo sannarlega und- ir nafni, nú sem endranær. Stjórn fyrirtækisins ákvað á sínum tíma að verðið ætti að vera í algjöru lág- marki og að við myndum þannig leggja okkar af mörkum í kjarabar- áttunni. Könnun sem Stöð 2 gerði um daginn á verði sambærilegra ferða með þremur stærstu skrifstof- unum sannaði það svo ekki verður um villst að okkur hefur tekist ætl- unarverk okkar. Þar kom í ljós að minnsti verðmunur á sambærileg- um ferðum til Mallorka í byrjun ágúst fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu var 70.000 krónur en mestur var munurinn 90.000 krónur! Það skal tekið skýrt fram að þessi könnun var unnin alfarið af Stöð 2 sem tryggir hlutleysi hennar og að i henni er miðað við ferðir sem eru mjög raunhæfur valkostur fyrir venjulega íslenska fjölskyldu. Ef 70—90.000 krónur eru ekki umtals- verð kjarabót fyrir heimilin i land- inu, þá er ég illa svikinn! Það að við skulum ná þessum árangri er náttúrulega meiriháttar afrek út af fyrir sig. Við höfum tekið reglulega mikið á og þótt hagstæðir samningar við samstarfsaðila okkar ytra eigi að sjálfsögðu stóran þátt í verðinu, þá er ekki allrar skýringar- innar að leita þar. Samvinnuferð- ir-Landsýn eru deildaskipt ferða- skrifstofa með innanlandsdeild, við- skiptaferðadeild og hópferðadeild og þar sem gífurleg aukning hefur verið í komu erlendra ferðamanna á okkar vegum hingað til lands að undanförnu höfum við getað fært til fé á milli deilda og þannig lækkað verðið til félagsmanna okkar enn frekar." Stefnir í metár í móttöku erlendra ferðamanna Þú minntist á innflutning erlendra ferðamanna hingað til lands. Er hann vaxandi þáttur í rekstri fyrir- tækisins? „Já heldur betur. Það stefnir í met- ár í móttöku erlendra ferðamanna og þá er ekki einungis verið að meta stöðuna með hliðsjón af höfðatölu heldur einnig með verðmæti far- þeganna í huga. Ég tala um verð- mæta farþega og þá á ég við fólk sem kemur hingað til lands jafnt á Helgi Jóhannsson, SL: „Höfum unnið afrek hvað verðlagningu varðar." ráðstefnur og aðrar styttri ferðir og einnig fólk sem er að koma hingað til að ferðast um landið með rútum okkar eða bílaleigubilum, gistir á okkar hótelum eða öðrum gististöð- um, borðar mat sem við seljum þeim og þar fram eftir götunum. Þetta eru verðmætustu farþegarnir sem hingað koma og með fullri virð- ingu fyrir puttaferðalöngunum blessuðu þá er ósköp lítið á þeim að græða sem fá far með öðrum, koma með mat að heiman og gista í tjöld- um, þó vissulega eigi þeir sinn til- verurétt einnig." Framhald á nœstu síðu Austrið heillar marga Okkur sýnist að sú nýjung sem mun ná hvað mestu fylgi í sumar sé ferðir til Austur-Evrópu. Við verð- um nú þegar vör við mikinn áhuga fólks á ferðum þangað, sem von er. Það sem við getum helst státað okk- ur af í þeim efnum er að bjóða fólki að hefja ferðina í Vín eða Salzburg en þar höfum við náð mjög hag- stæðum samningum á bílaleigubíl- um. Þaðan er líka þægilegt að kom- ast austur yfir. Hafi fólk áhuga á slíkum ferða- máta getur það heimsótt okkur og við skipuleggjum með því ferðina, bókum bílaleigubíl og hótel á þeim stöðum sem hugurinn girnist. A síð- astliðnum tveimur mánuðum hefur reyndar átt sér stað sannkölluð bylt- ing hvað varðar möguleika á hótel- bókunum þar eystra. Við bjóðum fólki t.d. upp á hótel úr Best-Western-hótelkeðjunni sem við höfum umboð fyrir, en hún er þekkt gæðanna vegna í Vestur-Evr- ópu og er nú óðum að hasla sér völl austan við járntjaldið horfna. Það er líka stórsniðugt að tvinna saman ferð um Vestur- og Austur-Evrópu og þá er ýmist hægt að vera á fyrr- nefndum hótelum hvorum megin sem dvalið er, eða gista á sveita- kránum sívinsælu sem svo margir þekkja t.d. frá V-Þýskalandi. Það er hins vegar alls ekki ráðlegt að gista á öðrum stöðum en viðurkenndum hótelum í löndum Austur-Evrópu, sérstaklega vegna málaerfiðleika, en fæstir í þessum löndum tala nokkurt annað mál en sitt eigið." En er það fyrir hvern sem er að feröast um þessi lönd? „Það á að vera það já. Ástæðan er fyrst og fremst sú að breytingarnar sem átt hafa sér stað síðastliðna mánuði eru slíkar að nú er ekkert meira mál að fara milli þessara landa en t.d. milli Þýskalands og Sviss. Verðlag i þessum löndum er sér- staklega hagstætt og þó hótelverð hafi hækkað nokkuð að undanförnu Framhald á nœstu sídu

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.