Pressan - 21.06.1990, Blaðsíða 4
FiíMiiaabiírái^shFlesoR
lítilrædi
af buddu kvenna
Þegar ég vaknaöi í morgun á sérstökum
sjálfstæðisdegi íslensku kvenþjóöarinnar þann
19. júní á því herrans ári 1990 var mér afar und-
arlega innanbrjósts.
Mér fannst ég vera orðinn kona.
Þetta er ákaflega merkileg lífsreynsla fyrir
mann einsog mig sem hefur umfram allt haft
sína eigin karlmennskuímynd aö leiðarljósi í
meira en hálfa öld.
Og vakna svo við þá undarlegu tilfinningu að
finnast maður vera orðinn kona.
Ég hef ekki þorað að hafa orð á þessu við
nokkra lifandi manneskju og vona svo sannar-
lega að þetta fari ekki lengra.
Það fyrsta sem ég gerði í morgun var að fara
framúr og framá bað. Þar pissaði ég sitjandi og
gekk svo að speglinum til að fara að gera á mér
morgunverkin.
Þegarég sá spegilmyndina mína hugsaði ég
mig um stundarkorn en sagði síðan:
— Spegill, spegill herm þú mér
hver á landi fegurst er.
Og spegillinn svaraði að bragði:
— Góðan daginn fagra frú
fegurst kvenna ert ekki þú.
Við þessi orð spegilsins varð ég ósköp hníp-
inn, því það er nú einusinni mesta ógæfa sem
getur hent eina konu að vera ekki snoppufríð,
hvaðþá að líta út einsog ég.
I allan morgun hef ég svo verið að reyna að
gera mér grein fyrir því hversvegna ég hafi orð-
ið fyrir þessum kafkaísku hamskiptum á einni
nóttu, að sofna óforbetranlegt karlrembusvín
og vakna síðan undirlagður af elskulegheitum
og mjúkum málum á sjálfan kvennadaginn.
Ég gæti trúað að „19. júní", ársrit Kvenrétt-
indafélags íslands, hafi orðið til þess að breyta
mér með þessum hætti, en ég var einmitt að
fletta því rétt áður en ég sofnaði í gærkvöldi.
Það var eiginlega leiðarinn sem hafði mest
áhrif á mig en hann hefst á þessum vísu orð-
um:
— „Sjálfstæði kvenna byrjar í buddunni"
sagði ágæt kona einu sinni.
Fyrst hélt ég að þetta væri einhver dóna-
skapur en þegar ég las lengra varð mér það
Ijóst að hér var átt við það að sjálfstæði kvenna
byggðist á því að þær hefðu ofaní sig og á.
Og ég hugsaði sem svo:
— Úr því að kona verður ekki sjálfstæð fyrr
en hún á fyrir salti í grautinn, þá hlýt ég að vera
kona.
Svo fór ég að sofa og vaknaði kona.
Við þessi hamskipti verður margt af því sem
áður var mér óskiljanlegt deginum Ijósara.
Nú skil ég hvað það er sem hefur staðið í
vegi fyrir frama mínum í lífinu. '
Nú skil ég hversvegna ég er ekki apótekari,
ráðuneytisstjóri, fjallkóngur, bankastjóri, út-
kastari, skipstjóri, útfararstjóri eða aðalritari
Sameinuðu þjóðanna.
Það er einfaldlega vegna þess að ég er kona.
En ef ég hugsa vel um „budduna" mína, þá
öðlast ég sjálfstæði sem þarf til að hefja mig til
þess vegs og þeirrar virðingar sem konu ber.
Núna, eftir að ég er orðinn kona, verður mér
óglatt þegar ég hugsa til þess hvílíkt karl-
rembusvín ég hef verið í gegnum tíðina.
í meira en hálfa öld hafa konur skipst fyrir
mér í tvo hópa: fallegar konur og Ijótar konur.
Mér hefur löngum fundist að fallegar konur
ættu sífellt að vera á vappi um allar trissur,
flangsandi, daðrandi og duflandi, stígandi í
vænginn og gefandi undirfótinn eða hvað það
nú heitir.
Ljótar konur fannst mér hinsvegar ætti að
loka inni annaðhvort við eitthvert mall og ann-
að eldhúsbrölt eða bakvið vefstól sem hyldi á
þeim allan skrokkinn og helst greppitrýnið líka.
Síst af öllu fannst mér ófríðar konur ættu að
fá að vera á almannafæri fyrr en eftir að rökkva
tekur.
Þessi afstaða mín til ófríðra kvenna hefur
gerbreyst eftir að ég varð ein slík.
Nú hafa augu mín opnast fyrir því að Ijótar
konur eiga tilverurétt einsog fallegar konur.
Þær eiga til dæmis að fá að vera á almanna-
færi, ef þær geta hugsað sér það sjálfar og ef
þær raska ekki allsherjarreglu með útlitinu.
Þær eiga að fá að leika lausum hala til dæmis
á þjóðhátíðum og hversvegna ætti að meina
ófríðum konum aðgang til dæmis að hesta-
mannamótum?
Að vísu gæti hettuúlpa komið sér vel þegar
sumarnæturnar eru hvað bjartastar.
Ég er semsagt með veikara kynið á heilanum
um þessar mundir.
Er þessa dagana að hjúkra rauðri meri sem
slasaðist á hægra afturfæti um daginn og mér
hlýnar um hjartarætur þegar ég skynja hina
kvenlegu mýkt hennar og þýðu í umgengni.
Ég verð einsog ofurseldur tilfinningum sem
ég hélt að heyrðu aðeins til barnæskunni.
Og ég er ekki mönnum sinnandi af því læðan
okkar er farin að heiman og það sker mig gegn-
um merg og bein að heyra tíkina ýlfra í hunda-
kompunni.
Fer ekki milli mála að ég er orðinn kona.
Ófríð kona.
En ég eygi semsagt bjartari tíð með blóm í
haga fyrir okkur ófríðu konurnar þegar jóns-
messan fer í hönd.
Já — er það ekki einmitt á jónsmessunni
sem maður á að fletta sig klæðum og velta sér
uppúr dögginni?
Ekki man ég betur.
Ég man bara ekki glöggt hvað maðurfær út-
úr því að velta sér berrassaður uppúr dögginni
á jónsmessunótt, hef ekki við höndina hand-
bækur né önnur gögn sem segja til um það.
En það er einsog mig minni að maður verði
hrein mey ef vel tekst til.
Gaman að prufa það.
Svona er mér semsagt — góðir leghálsar —
innanbrjósts þessa dagana.
Ég er í sál og sinni svo undurblíður og góður,
mjúkur og mildur.
Svo dásamlega kvenlegur.
NÝ/R BÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI
HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN
• Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor-
olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station
• FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta-
tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range
Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol,
Toyota Landcruiser, Ford Econoline
• 5—12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5—7),
Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11),
Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)
BÍLALEIGAN
j GEYSIR
sími: 688888
Sudurlandsbraut 16, Reykjavík,
gengið inn frá Vegmúla.